Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 63

Réttur - 01.01.1993, Side 63
Frá atvinnuleysisbaráttunni 7. júlí 1932. Stofnun Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins árið 1938, var liður í að vinna jafnaðarmenn til fylgis við að- skilnað Alþýðuflokksins og Alþýðusam- handsins. íhaldsemi Alþýðuflokksstjórn- ar fékk hvergi fundið nokkurt skjól. Sjálf- stæðisflokkurinn tók höndum saman við Sósíalistaflokkinn um að afnema einokun Alþýðuflokksins. Árið 1939 var rætt á Al- þingi að setja lög gegn einokun Alþýðu- flokksins. Ennfremur var Alþýðuflokkn- *Jin settur stóllinn fyrir dyrnar.meö því að stéttarfélögin sögðu sig úr eða hótuðu að segja sig úr Alþýðusambandinu og ætluðu sér að ganga í Landssamband stéttarfé- *aga sem þá yrði stofnaö í staðinn. Gegn þessari sókn fékk ekkert staðist. Má ætla að leifarnar af Alþýðuflokknum hafi lítt hagnast af áralangri andstöðu við hug- myndir kommúnista. Fáeinir kommúnist- ar nutu mikils persónufylgis, einkum Ein- ar Olgeirsson. Draumur Einars Olgeirssonar um óháð verkalýðssamband varð að veruleika. í Alþýðusambandi íslands eru allir laun- þegar óháð því hvar í flokki þeir standa. Peir geta gegnt trúnaðarstörfum óháð því hvort þeir eru í Alþýðuflokknum, Al- þýðubandalaginu, Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum. Einar batt sínar vonir við að með starfi innan stéttarfélag- anna yrðu karlmenn og konur róttækari 63

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.