Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 70

Réttur - 01.01.1993, Side 70
fremur hlutverk „Réttar" að gera grein fyrir því, hver séu hin náttúrulegu réttindi einstaklingsins, og aftur á móti hver séu réttindi þjóðfélagsins ... Það verður því að byrja á að fræða — kynna þjóðinni þau málefni, sem horfa til viðreisnar. Fræðslan gefur mönnum rétt- lætismeðvitundina, og án hennar þrífst enginn félagsskapur. En án félagsskapar getur lífið ekki orðið annað en undir- lægjulíf ... „Réttur“ heilsar kynslóðinni með þeirri ósk, að eins og samkeppnin var trúarjátn- ing nítjándu aldarinnar, þá stuðli hún að því að samhjálpin verði trúarjátning tutt- ugustu aldarinnar. (Ávarp ritstjóra Réttar, er tímaritið hóf göngu sína, 1915) Benedikt Jónsson frá Auðnum: Stríðið Enginn skynsamur maður, sem með al- vörugefni íhugar þessi voðalegu fyrir- brigði mannlífsins, getur komizt hjá að spyrja sjálfan sig: hverjar eru orsakirnar til slíkra óeðlilegra stórbyltinga mannlífs- ins, sem eru í svo algerri mótsögn við það, sem menn hafa talið tilgang allrar þekkingar og menningar? Hverjar eru or- sakir þess, að menningarstarf þjóðanna ber slíka ávexti? Og þær orsakir verður að finna, ef nokkurntíma á endir að verða þessara óskapa, sem líkjast álögum. Menn hafa líka leitað orsakanna og þótzt finna þær, en aldrei komið saman um hverjar þær væru. Úrlausnirnar fara nefnilega eftir lífsskoðun hvers eins, eftir þekkingu hans og skilningi á lögmálum mannlífsins, og — því miður alloft undir aðstöðu hans í mannlífinu, undir því hvort hann er valdhafi á einhvern hátt, sem hefur fengin sérréttindi að verja, eða valdlaus auðnuleysingi, sem telur sig eiga rétt að sækja, virkilegan eða meintan. Petta sýnir sagan og dagleg reynsla. Keisarinn, prússneskur herforingi og Krupp fallbyssusmiður líta allt öðrum augum á þetta mál, en umkomulausir ást- vinir, sem með örvæntingu hugsa til feðra sinna, eiginmanna, bræðra og sona á víg- vellinum, sem keyrðir eru þar út í opinn dauðann til þess að drepa aðra menn, sem þeir eiga ekkert sökótt við og engin deili vita á. Og þannig hefur þetta ætíð verið. Machiavelli, Maltus o.fl. komust að allt annarri niðurstöðu um orsakirnar en þeir Rousseau, Tolstoj, Krapotkin, Morris og Henry George, og er auðsætt, að það er skilningur þessara manna á mannlífinu og lögmálum þess, sem skilur þá. Og jafn augljóst er hitt, að það sem skilur úrlausnir stóreignamanna frá úr- lausnum réttindalausra og umkomulausra daglaunamanna, er fyrst og fremst að- staða þeirra í mannfélaginu. Einn skellir skuldinni á drottnendur þjóðanna, keis- ara, konunga og ráðuneyti þeirra, ofstopa þeirra, undirferli og kúgun. Aðrir skella skuldinni á stéttarskipunina, hermanna- stéttina, aðalinn, stóriðnaðarkonungana, milljónaspekúlantanna o.s.frv. Enn aðrir skella skuldinni á hinn vopnaða frið, her- búnaðinn, ríkisskuldirnar. Margir þykjast finna fullgildar orsakir í náttúrulegum og ólíkum þjóðernum og kynkvíslum mann- anna, sem hljóti að keppa hvert við ann- að, útrýma hvert öðru og gera stríðið þannig óumflýjanlegt og jafnvel réttmætt. Og loks eru þeir, sem skella skuldinni blátt áfram á guð og lögmál lífsins, segja að jarðlífið sé nú svona gert, náttúran framleiði hvarvetna meira líf en lífsskil- yðri, og stríðið og aðrar hörmungar mannlífsins sé meðöl náttúrunnar til þess 70

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.