Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 75

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 75
þýðingarmesta viðreisnarmál þjóðarinnar nú sem stendur. Allir sem að því máli vinna eru samherjar. Óafvitandi stefna þeir allir að sama marki, vinir jafnt og andstæðingar. Og takmarkið er, að gera allt afl íslendinga nothæft til að endur- reisa landið. (Nýr landsmálagrundvöllur, Réttur 1918) Steinþór Guðmundsson: Veðrabrigði Þeir sem ræða um jafnaðarmennsku ganga altof oft fram hjá sjálfri hugsjón jafnaðarstefnunnar, rista annaðhvort ekki nógu djúpt til að sjá hana eða fá of- birtu í augun við að horfa á hana. En það er hætt við því að jafnaðarstarfið verði köld og kærleikslaus mammonsdýrkun, ef bjarmi hugsjónarinnar fær ekki að senda yl inn í hjörtu mannanna. En ef hjarta, hugur og hönd fylgjast að við umbóta- starfið, þá skulum við ekki örvænta um neitt og ekki vera hrædd við neinar bylt- ingar. Eg veit að margir brosa að þessum „Ut- opium“, þessum draumum. Mönnum finnst, að þeir komi lítið við þeim við- fangsefnum, sem umbætur á félagsskipun nútímans leggja fyrir hugsandi menn. En eg svara þeim bara með orðum Rauschen- busch’s: „Já, þið megið brosa. Eg vil heldur sjá sólfagra landið í draumi en að sjá það alls ekki. Eg vil heldur leggja af stað til fyrirheitna landsins, þó eg viti að eg muni deyja í eyðimörkinni, heldur en að halda áfram að hnoða tígulsteina fyrir Faraó, þó eg gæti orðið umsjónarmaður annara þræla, og þó eg fengi drjúgan skerf úr kjötkötlum Egyftalands“. — Já, eg vil heldur sjá hið fyrirheitna land sann- leikans og jafnaðarins í draumi heldur en að sjá það alls ekki. Og þegar eg hefi komið auga á það, „þá heilsa eg með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður“. (Réttur 1919) Einar Olgeirsson: Þjóðlegt og alþjóðlegt Hvað er „þjóðleg menning“? Við erum þó varla stoltir af því að hafa setið í þús- und ár á sömu þúfum, lagt varla nokkurn vegarspotta, höggvið og brennt niður skógana, byggt sömu hrörlegu moldar- kofana, stunda sama búskapinn á sama hátt með sama andlega viðbitið upptugg- ið allar þessar aldir. Vér erum þó varla hreyknir af því, að eiga eftir fyrstu 1000 árin ekki eina einustu stílfagra kirkju, ekkert málverk, enga höggmynd, engin verkleg afreks- eða listaverk, er geymt gætu minningu vora. Þvert á móti fyndist oss ástæða til að óska, að vér hefðum fyrr fengið hingað „erlenda“ bæjar- og véla- menningu, svo að vér hefðum ekki á 20. öld þurft að brjótast fram úr barnalær- dómi samgangnanna og annarra endur- bóta. Oss finnst fremur sem vér nú á síð- ustu hálfri annari öld höfum fyrst verið að verða þjóðlegir undir áhrifum erlendra þjóðernis- og frelsishreyfinga, nýrra bók- mennta- og listastefna ... Reynsla vor og saga ætti því að kenna oss, að við megum ekki láta glepjast af neinni þjóðlegri leyndardóms- og minn- ingarblæju, sem oft er vafið um ýmislegt rotið og fúið, til að vernda það og við- halda því, löngu eftir að tími þess til að hverfa er kominn. Við köllum oftast þjóðlega hverja þá venju og hugsunar- hátt, sem um lengri tíma hefir fylgt þjóð- inni af vissum sögulegum ástæðum og virðist orðinn einn af eiginleikum hennar. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.