Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 76

Réttur - 01.01.1993, Síða 76
Missi nú þessi venja rétt á sér vegna þess, að hin sögulegu skilyrði, er sköpuðu hana, hverfi, þá er mjög varasamt að halda henni af því einu, að hún sé þjóðleg. Slíkt getur orðið til þess að gera komandi kyn- slóðir að þrælum hinnar fyrri, getur valdið kyrrstöðu og getur orðið fjötur á frekari þróun og eðlilegan þroska þjóðarinnar ... Þetta kennir oss að við verðum að fara mjög gætilega í sakirnar við að halda í það, sem þjóðlegt er, eingöngu af því að það sé þjóðlegt — og hins verðum við vel að gæta, að hafna engu erlendu, af því einu að það sé útlent. Oss ber ekki fyrst og fremst skylda til að leggja þjóðlegan mælikvarða á það, sem til vor berst, held- ur alþjóðlegan, þann er öllum mönnum er sameiginlegur. Þá fyrst er oss mögulegt að þroska allt það besta, sem í oss býr, en ella eigum við á hættu að verða eintrján- ungar, lifandi forngripir í dýrlegu forn- menjasafni, er nái yfir allt land vort ... Vér megum ekki loka oss inni og telja oss trú um, að allt sé af lakara tagi, sem utanað komi. Slík einangrun er stórhættu- leg á öllum sviðum lífs og lista. Oss hafa nú á síðustu tímum borist þjóðmálastefnur ut- an úr heimi, liberalisminn, samvinnustefn- an, jafnaðarstefnan, o.fl. Það hefir verið barist harðlega á móti þeim, en þær virðast samt hafa megnað að samrýmast því, sem sérkennilegast var í íslensku eðli og vafa- laust orðið til að bæta það og fegra. Það sem heilbrigt er í því þjóðlega verður ein- mitt að þroskast í eldi útlendra áhrifa, í honum verður að brenna burt sorann úr þjóðmálablendingnum og skilja gullið eft- ir... Það þjóðlega sem gott er, verður að fullnægja kröfum nútímans og sanna með því gildi sitt, en hverfa ekki. Þannig þrosk- ast það líka best. (Erlendir menningarstraumar og íslendingar, Réttur 1926) Gunnar Benediktsson: Júdas ...Þannig er myndin sem ég hefi gert mér af Júdasi. Vera má að sumum finnist ég hafi fegrað hann um of. En mér finnst myndin ekki vera neitt glæsileg. í honum sé ég allt það, sem mannkyninu hefir mestri bölvan valdið. Hann er ekki í and- stöðuhópi háleitra málefna, heldur meðal lærisveinanna. En hann svíkur, þegar á herðir. Hann leitar hugsjóna, til að daðra við þær. Hann tilbiður þær, meðan hann getur vænst ávinnings. En hann skilur ekki innsta eðli þeirra og skortir manndóm til að standa með þeim í blíðu og stríðu. hann er til með að berjast með þeim, sem minni máttar er, meðan hann gerir sér vonir um að sá verði sterkari innan skamms. En sjái hann, að andstæðingurinn muni bera hærri hlut, þá gengur hann yfir í lið hans. Þannig er Júdasareðlið, sem svikið hefir allar hug- sjónir, sem fram hafa verið bornar mann- kyninu til frelsunar. Það er ekki mann- vonskan eða löngun til að láta illt af sér leiða. Það er ístöðuleysi og ræfilsháttur, sprottið af því, að maðurinn getur ekki vaxið frá áhrifum af óheppilegu uppeldi og spillingunni í umhverfinu. (Niðurlag ritgerðar: Júdas Ískaríot, Réttur 1927) Einar Olgeirsson: Árgalarnir áminna Aldrei hefir hugsjón sósíalismans verið borin fram á íslandi af slíkum eldmóði sem hjá fyrstu brautryðjendum hennar. Baráttuhugur þeirra gegn auðvalds- skipulaginu og öllum þess fylgjum, var ótakmarkaður; kyngi og kraftur orða þeirra gaf þeim máttinn til að fótum troða 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.