Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 84

Réttur - 01.01.1993, Page 84
þar með Verklýðsblaðinu 193-1936, og að Nýju Dagblaði 1941-1946. í þessu sambandi vil ég minna á bók eftir Árna Bergmann, fyrrum ritstjóra Pjóðviljans, en í tilefni af fimmtugs og aldarafmæli Þjóðviljans, kom út bókin Blaðið Okkar, þættir um sögu Þjóðviljans. Marga fróð- leiksþætti má lesa um Einar Olgeirsson í prentuðu máli, þar sem skrifað er um ævi- starf hans og minni ég hér á eftirtaldar bækur meðal annars: Vort land er í dög- un, eftir Einar sjálfan, ísland í skugga heimsvaldastefnunnar, samtalsbók skrif- uð af Jóni Guðnasyni 1980, og Kraftaverk einnar kynslóðar, sem einnig er skrifuð af Jóni Guðnasyni 1983. Einars er minnst í Alþingismannatali, í Kennaratali (1958) og í Samtíðarmenn (1965). Víðar er hans getið á líkan hátt. Á þeim árum sem Einar var í Berlín við nám, þýddi hann Kommúnistaávarpið með Stefáni Péturssyni, las þá mikið um sósíalisma og gat því miðlað mikilli fræðslu. Kommúnistaávarpið var gefið út í 5000 eintökum og fór því víða. Þegar Einar tók við Rétti 1926, varð Jón Guðmann, þá kaupmaður á Akur- eyri, afgreiðslumaður Réttar og hafði með fjármálin að gera og fórst allt það af- burða vel úr hendi. Hann sá og um dreif- ingu tímaritsins og annaðist flest undir- stöðuatriði Réttar. í marsmánuði 1926 fóru þeir Einar og Jón Guðmann til Sauð- árkróks og endurreistu þar Verkamanna- félagið Fram. Við formennsku tók Þor- valdur Þorvaldsson. Þá notaði Jón tím- ann til að koma Rétti í sem flestar hendur og minnist ég þess að þá kom Réttur heim að Árnesi í Tungusveit, þar sem Jóhann- es Örn hafði gerst áskrifandi og sá ég þá Rétt í fyrsta sinn. Einar og Jón Guömann fóru þá fljótlega til Siglufjarðar og Húsa- víkur í samskonar heimsóknir til að end- urvekja verkalýðsfélögin og jafnframt að útbreiða Rétt. Þetta sýnir vinnubrögð Einars og má þess geta að í öllum slíkum ferðum unnu þeir að því að útbreiða sósí- alismann og jafnvel stofna félög, sem síð- an var haft mjög náið samband við, því viðhaldið og eflt. Áskrifendasöfnun að Rétti var í hvert sinn meðal höfuðerinda. Þess skal getið, að þegar Einar fór til Sauðárkróks, var hann nýstaðinn upp úr legu á Vífilstaðahæli, hafði þá fengið blóðspýting og því raunar ekki ferðafær. Þegar Einar Olgeirsson tók við Rétti og gerðist ritstjóri tímaritsins, fór Réttur mjög skörulega af stað, enda skrifuðu margir þjóðfrægir ritsnillingar í ritið, skáld og rithöfundar. Ekki er mér fært að nefna þá menn hér í stuttri grein, sem með Einari unnu á þeim tíma og á langri ævi síðan. Aðeins leyfi ég mér að nefna hér einn mann og ritgerð hans í Rétti á árinu 1927, Sigurð Guðmundsson, síðar ritstjóri Þjóðviljans og um skeið Réttar í forföllum Einars. í grein sinni segir Sig- urður (sem þá hefir aðeins verið 15 ára, því hann var fæddur 1912) meðal annars: „Fátt er jafn heillandi fyrir alþýðuung- ling og að sjá þá heima opnast sem sósíal- isminn er lykill að, kynnast stefnu sem eggjar til náms og leitar og setur umhverfi og störf í samhengi. Stefnu sem sameinar á jafn fullkominn hátt eldmóð dýrustu hugsjóna mannkynsins og verksvið og baráttu. Þá kunnáttu um vinnuaðferöir hversdagslífsins, sem tryggir að hugsjónir verði skýr og fagur veruleiki í lífi alþýðu- manna. Réttur var fyrsta og kærasta fræðibók mín um sósíalismann, enda þótt ég kallaði mig kommúnista áður en hann kom mér í hendur.“ Undir þessa ritgerð Sigurðar Guð- mundssonar geta að sjálfsögðu fjölmargir lesendur Réttar tekið og það geri ég af 84

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.