Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 85

Réttur - 01.01.1993, Page 85
heilum hug. Með tímaritinu Rétti vann Einar Olgeirsson sér það nafn í sögu ís- lands sem mun lifa meðan land byggist og söguþjóðin leitar sannleikans í rituðu máli. Einar var frumkvöðull að krafta- verki aldarinnar, sem hefur lyft almenn- ingi frá ömurlegri örbirgð til mannsæm- andi lífskjara, uppreisn alþýðu, svo að menning og mennt varð almennari en áð- ur þekktist. Má líkja þeirri höfuðbreyt- ingu við göngu frá myrkri til ljóss. Réttur undir ritstjórn Einars Olgeirssonar og þeirra manna annarra sem gáfu þar nafni sínu gildi og virðingu almennt, á þar stór- an hlut að máli, jafnframt því að vera hvetjandi aflgjafi verkalýðsbaráttunnar. Og enn má geta þess sem gefið hefur Rétti kraftinn til menningarlegra athafna og umsvifa, sósíalismans, en allt það sem skrifað var um sósíalisma í Rétti varð okkur almennt skóli, sem við sóttum mennt okkar til í áratuga baráttu um feg- urra mannlíf, baráttu sem enn er í fullu gildi og á sér engan enda. Einar hefur með útbreiðslu sósíalism- ans gefið þjóð sinni hugþekkt og göfugt verk að vinna, sem á eftir að bera ávöxt, þar sem öll mannréttindi eru að fullu virt. Tryggvi Emilsson, var wn áratuga skeið forystumaður í verkalýðshreyfing- unni, bœði á Akureyri og í Reykjavík. Hann átti samleið með Einari Olgeirs- syni, ekki einasta í þjóðfélagsmálum heldur einnig í tímalegum skilningi: Tryggvi fœddist í október 1902, að Hamarkoti við Akureyri, en lést í Reykja- vík í mars 1993. Síðustu tvo áratugina eða svo helgaði hann sig ritstörfum og hlaut mikla viðurkenningu fyrir. Pekkt- ust verka hans er sjálfsœvisagan, sem út kom í þremur bindum, 1977-1979: Fá- Réttur. 1. hefti VI. árg. tœkt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan. Auk þess kom út eftir hann ein barnabók, Pétur prakkari og hestaþjófarnir, 1991, tvœr Ijóðabœkur, Ríniuð Ijóð, 1967 og Ljóðmœli, 1971 og fjórar skáldsögur: Kona sjómanns- ins, 1981, Sjómenn og sauðabœndur, 1988, Blá augu og biksvört hempa, 1990 og Konan sem storkaði örlögun- um, 1991. 85

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.