Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 86

Réttur - 01.01.1993, Page 86
TRYGGVIEMILSSON: Baráttan og afköstin Hvort munið þér harðindin, kreppurnar, kaupmennsku okrið, krefjandi ásókn í lamb þess sem lægst kraup við hokrið, valdsmanna hrokann með arðránsins útþöndu klær og óttann við skortinn, sem manninn í duftið slær ? Þá munið þér og að vér öreigar brutum oss braut til bjartara mannlífs, til landsins sem skóp oss í þraut. Þér feður og mæður, ei varð yðar bjargfestu bolað, þeim burðarás þjóðlífs sem flest hefir áföllin þolað, trú vorri á landið, þess lífsmátt, þess orku og auö, þó of marga stritendur skorti hið daglega brauð. Því reistum vér merkið hið rósfagra, rautt sem vort blóð, að reisn vorra feðra var trúin á land vort og þjóð. Þess réttar vér kröfðumst að verk fylgi vinnandi höndum, að vinnan sé aflið og mátturinn leystur úr böndum. Og svo varð oss ágengt gegn valdsmanna tregðu og töf að trú vor er sígild, svo auðugt er land vort og höf. Og hugsjónin mikla um byltingu, bræðralag, frið, fékk byr undir vængi, hið lífsglaða atorku svið. En torfær var gangan er brautin var þverhlaðin björgum sem burt varð að ryðja við aðkast frá glefsandi vörgum og því voru samtök til sóknar og baráttu efld og séð út til Ijóssins sem roðaði loftin hvelfd. Og því er sjálf baráttan aflvaki, athvarf og hlíf, það allt sem vér þörfnumst að tryggja vort eigið líf.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.