Morgunblaðið - 14.01.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúrí
Köllun, þörf
eða klikkun
„Ef allar stelpur eiga að
sitja stilltar í pífukjól og
óhreinka ekki skóna sína
hef ég örugglega verið óþekk.“
á morgun
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ segir
alls ekki standa til að vegagerðar-
menn fái víðtækt lögregluvald með
nýju frumvarpi til breytinga á um-
ferðarlögum, þrátt fyrir að frumvarp-
ið heimili starfsmönnum vegagerðar
að banna áframhaldandi för ökutækis
ef grunur er um brot á lögum sem
varða aksturs- og hvíldartíma öku-
manna, farm og hleðslu, og ástand og
þunga ökutækja. Landssamband lög-
reglumanna hefur gagnrýnt fyrirhug-
aðar breytingar og segir frumvarpið
gefi vegagerðarmönnum víðtækt lög-
regluvald.
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneyt-
isstjóri samgönguráðuneytisins, segir
það rétt að Landssambandi lögreglu-
manna hafi ekki verið sent frumvarp-
ið sérstaklega til umsagnar. Hins veg-
ar hafi það verið sent ríkislögreglu-
stjóra og lögreglunni í Reykjavík og
fleiri aðilum og einnig hafi það verið
sett á netið og óskað eftir umsögnum
þar. Þá hafi ráðuneytinu lengi verið
ljós andstaða LL á umræddu ákvæði
Stöðvunarheimild
þegar fyrir hendi
Ragnhildur bendir á að í núgildandi
umferðarlögum sé vegagerðarmönn-
um þegar heimilt að stöðva bíla en
viðbótin nú felist í að heimilt verði að
banna frekari för til að hindra áfram-
haldandi brot þar til lögregla kemur á
vettvang. Skal ökumaður hlíta því
banni.
„Með þessu frumvarpi var aldrei
ætlunin að færa Vegagerðinni neitt
rannsóknarvald eða heimildir lög-
reglu sem lögreglan hefur samkvæmt
lögum um meðferð opinberra mála og
lögreglulögum o.s.frv.,“ segir Ragn-
hildur. „En hinsvegar er mjög mik-
ilvægt að vegaeftirlitsmenn fái þessa
heimild ef umrætt ákvæði að ná til-
skildum árangri. Markmiðið er að
auka umferðaröryggi,“ segir hún og
leggur áherslu á gott samstarf Vega-
gerðarinnar og lögreglu á grundvelli
umferðaröryggisáætlunar sam-
gönguráðuneytis. Verið er að fara
betur yfir frumvarpið með dómsmála-
ráðuneytinu að sögn Ragnhildar og er
búist við niðurstöðu eftir helgina.
Ragnhildur tekur fram að eftirlits-
heimild Vegagerðarinnar nær aðeins
til þátta á borð við aksturs- og hvíld-
artíma, þunga og ástand ökutækja og
hleðslu og frágangs farms. Ragnhild-
ur tekur jafnframt fram að sam-
gönguráðherra mun samkvæmt
frumvarpinu setja reglur um hæfi og
þjálfun eftirlitsmanna, einkennisbún-
að þeirra, skilríki og framkvæmd eft-
irlitsins.
Markmiðið að auka
umferðaröryggi
Samgönguráðuneytið segir ekki standa til að veita Vegagerðinni lögregluvald
FRAMTÍÐIN, málfundafélag
Menntaskólans í Reykjavík, hélt í
gær annað árið í röð Gleði til góð-
gerða, en þar hétu nemendur á
aðra nemendur skólans fyrir að
leika ýmiss konar kúnstir.
Meðal atriða voru maraþon-
tónlistarleikur nokkurra tónlistar-
manna en einnig brá einn nemandi
sér í gervi Kristjáns „heiti ég“
Ólafssonar sem þekktur eru úr
Spaugstofunni og gekk um skól-
ann í líki hins þjóðþekkta fjöl-
miðlamanns allan daginn. Þá hljóp
nemandi fáklæddur kringum
Reykjavíkurtjörn við góðar und-
irtektir. Einhverjir töluðu spænsku
allan daginn og aðrir voru bundnir
saman á höndum og fótum og
gengu þannig í röð. Þá klæddi Sig-
urlaug Elín Þórhallsdóttir, í 5.
bekk A, sig í 101 stuttermabol og
vakti með því uppátæki mikla að-
dáun og kátínu samnemenda
sinna.
„Ég fæ ekki innilokunarkennd,“
segir Sigurlaug. „Við pössuðum
okkur á að klippa alla bolina að-
eins í hálsmálið svo ég myndi ekki
kafna, en ég var orðin dálítið blóð-
laus í handleggnum eftir þetta.“
Alls safnaði Sigurlaug 12.000
krónum í áheitum með uppátæki
sínu og lagðist það í pott félagsins.
Í fyrradag virkjuðu nemendur
kennara sína í leikinn og mynduðu
kennarar lið gegn keppnisliði skól-
ans í Gettu betur. Hétu samkenn-
ararnir á lið kennara að sigra
Gettu betur liðið, en Gettu betur
liðið marði sigur með tveimur stig-
um eftir harða keppni.
Að sögn Fannars Freys Ívars-
sonar, forseta Framtíðarinnar,
fóru leikar mjög vel og náðu
margir nemendur að leika sín af-
rek með glæsibrag. „Í fyrra söfn-
uðust um 320.000 krónur sem fóru
til hjálparstarfa á flóðasvæðunum
vegna flóðbylgjunnar við Súmötru,
og það kæmi okkur ekki á óvart ef
niðurstaðan yrði svipuð í ár,“ segir
Fannar, sem hvetur aðra skóla til
að taka upp á samsvarandi átaki,
því ekki veiti af samhjálpinni.
Allt það fé sem safnaðist rennur
óskert og óskipt til Rauða kross Ís-
lands sem nota mun peningana til
hjálparstarfa í Pakistan.
Klippa þurfti frá hálsinum til að Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir kafnaði
hreinlega ekki í því fargani stuttermabola sem hún klæddi sig í.
Morgunblaðið/Þorkell
Þessi hrausti menntskælingur hljóp á G-streng einum fata hringinn eftir
Tjarnarbakkanum í ísköldu janúarveðrinu.
Uppátæki nemenda í MR
í þágu góðs málsstaðar
MENNINGARTENGSL Ís-
lands og Rússlands, MÍR, opna
formlega ný húsakynni félags-
ins á Hverfisgötu 15 í dag kl. 15.
Boðið verður upp á kaffiveit-
ingar, kokkteil í rússneskum
stíl, söng, þjóðlegan dans og
spil. Í dag er jafnframt haldin
nýársgleði rétttrúnaðarkirk-
unnar og mun prestur hennar
halda ávarp tengt deginum
ásamt rússneska sendiherran-
um á Íslandi.
Að sögn forsvarsmanna MÍR
er nýja húsnæðið mikil breyt-
ing til batnaðar fyrir félagið
sem hefur undanfarin 20 ár
verið til húsa á Vatnsstíg 10.
Salurinn er talsvert stærri og
aðstæður betri í alla staði,
bókasafn er á staðnum og kaffi-
aðstaða. Allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir og að-
gangur er ókeypis.
Að kveldi dags verður svo
slegið upp veislu í Alþjóðahús-
inu í tilefni af nýarsfagnaði
rétttrúnaðarkirkjunnar og
hefst gleðin kl. 23.
Formleg
opnun
hjá MÍR
í dag
Þennan dag hafði hann verið að koma
fyrir hræriverki í hak sem það átti að
hanga í, þegar hann rann í bleytu á
gólfinu, og fékk hnykk á bakið. Hann
sagðist hafa farið til verkstjórans og
sagt honum frá slysinu. Verkstjórinn
hafi sagt honum að „harka af sér“.
Síðar um morguninn gafst hann
upp á að vinna vegna verkja í bakinu
og þó aðallega niður í hægri fót.
Hann fór í kjölfarið í skoðun á slysa-
deildi og var lagður inn á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gerð
var aðgerð á honum tveimur dögum
síðar vegna brjóskloss í baki. Hann
fór í aðra aðgerð á baki í september
sama ár og þriðju aðgerðina ári síðar
og einnig rafskautainnsetningar á ár-
unum 2000 og 2001 án þess að líðan
hans lagaðist. Fram kemur í dómn-
um, að meðferð mannsins sé ekki lok-
ið og því hafi tjón hans vegna slyssins
ekki verið metið.
KEA taldi að slysið hefði stafað af
gáleysi mannsins, en dómurinn segir
í niðurstöðu sinni, að af framburðum
vitna verði ráðið að maðurinn hafi
hagað umræddu verki með þeim
hætti sem tíðkað var hjá mjólkur-
samlaginu og ekki hafi verið sýnt
fram á að hann hefði getað leyst það
af hendi með öðrum og öruggari
hætti. Segir dómurinn, að umrætt
vinnufyrirkomulag hafi ekki verið
forsvaranlegt og vegna hins sak-
næma og ólögmæta vinnufyrirkomu-
lags sé þáverandi eigandi Mjólkur-
samlags KEA talinn bera bóta-
ábyrgð á tjóni mannsins.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur fallist á kröfu fyrrver-
andi starfsmanns Mjólkursamlags
KEA um að Kaupfélag Eyfirðinga sé
skaðabótaskylt vegna slyss, sem
maðurinn varð fyrir við vinnu sína ár-
ið 1997.
Slysið varð þegar maðurinn, sem
þá var nemi í mjólkurfræði, var að
vinna að framleiðslu kotasælu.
Mjólkursamlag KEA var á þessum
tíma í eigu KEA. Maðurinn hafði þá
unnið hjá mjólkursamlaginu í 10 ár.
KEA greiði skaðabætur vegna slyss