Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 20

Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT R eynist skoðanakannanir réttar verður Michelle Bachelet kjörin forseti Chile, fyrst kvenna, á morgun, sunnudag. Kosningabaráttunni lauk á fimmtu- dagskvöld og gerðist hún persónu- leg og óvægin á lokasprettinum. Á fimmtudag var einnig birt síð- asta skoðanakönnunin fyrir kjör- dag. Samkvæmt henni nýtur Bache- let stuðnings 45% kjósenda en 40% kváðust ætla að kjósa andstæðing hennar, auðkýfinginn Sebastián Piñera. Fyrri umferð forsetakosninganna fór fram 11. desember. Fjórir voru þá í framboði. Bachelet fékk 46% atkvæðanna en stuðningur við Pi- ñera reyndist 25,4%. Þriðji varð Joaquín Lavín með um 23% at- kvæða en hann var líkt og Piñera frambjóðandi stjórnarandstöð- unnar. Þar eð enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða var boðað til síðari umferðar þar sem kosið er á milli þeirra tveggja, sem flest at- kvæði hlutu. Sögulegt framboð Framboð Bachelet er sögulegt því fari hún með sigur af hólmi verður hún forseti Chile fyrst kvenna. Hún er 54 ára að aldri, ein- stæð þriggja barna móðir, yfirlýst- ur trúleysingi og sósíalisti. Þykir það merkilegt að kona skuli hafa náð þessari stöðu í svo íhaldssömu samfélagi. Bachelet er læknir að mennt en hefur einnig gráðu í herfræðum frá Bandaríkjunum. Árið 1990 þegar lýðræðið var endurreist í Chile eftir 17 ára herforingjastjórn hóf Bache- let afskipti af stjórnmálum á vett- vangi Sósíalistaflokksins. Hún var skipuð heilbrigðisráðherra árið 2000 í kjölfar sigurs Ricardo Lagos, frá- farandi forseta, í kosningunum það ár. Því starfi sinnti hún í tæp tvö ár en 7. janúar 2002 var hún skipuð ráðherra landvarna fyrst kvenna ekki aðeins í Chile heldur í gjör- vallri Rómönsku Ameríku. Bachelet sagði af sér því embætti fyrir rúm- um sex mánuðum til að geta ein- beitt sér að forsetaframboðinu. Piñera er 56 ára og tilheyrir hin- um hægri sinnaða Endurnýj- unarflokki („Renovación Nacional“). Hann er aðaleigandi LAN-flug- félagsins og stýrir einnig fleiri fyr- irtækjum. Piñera er einn auðugasti maður Chile, talinn ráða yfir um 70 milljörðum króna. Hann er íhalds- samur og boðar kunnuglega að- haldsstefnu á sviði ríkisfjármála en getur talist heldur frjálslyndur á sviði félagsmála. Frambjóðandinn hefur heitið því að skapa 100.000 ný störf í Chile nái hann kjöri og hús- mæðrum landsins hefur hann lofað eftirlaunum. Joaquín Lavín, sem fór fram fyrir Bandalag óháðra lýðræð- issinna („Unión Demócrata Indep- endiente“), lýsti yfir stuðningi við Piñera í þeirri síðari og hvatti stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama. Þrír stórir flokkar fara fyrir sam- steypustjórninni í Chile, sem jafnan er nefnd „Concertación“ á spænskri tungu en það orð vísar til samvinnu og sátta. Stærstur er flokkur kristi- legra demókrata („Partido Demóc- rata Cristiano“), þá kemur Sósíal- istaflokkurinn („Partido Socialista“) og loks Lýðræðisflokkurinn eða „Partido por la Democracia“. Þeir tveir síðastnefndu eru til vinstri svo stuðst sé við viðteknar skilgrein- ingar í stjórnmálum en flokk hinna kristilegu má staðsetja á miðjunni í stjórnmálum Chile. Bachelet er félagi í Sósíalista- flokknum en frá 1990 hafa fram- bjóðendur Concertación jafnan far- ið með sigur af hólmi í forsetakosningum í Chile. Róttækar samfélagsbreytingar og aukinn jöfnuður Kosningabaráttunni luku fram- bjóðendur á fimmtudagskvöld með fjölmennum útifundum. Að minnsta kosti 50.000 manns komu á fund Bachelet í höfuðborginni, Santiago, (í nokkrum dagblöðum Chile sagði að 200.000 manns hefðu komið þar saman). Þúsundir manna hlýddu á Piñera í hafnarborginni Valparaiso. Í lokaræðu sinni ítrekaði Bache- let að markmið hennar væri að knýja fram róttækar samfélags- breytingar í Chile. Stefna bæri að nútímalegu réttlátu þjóðfélagi þar sem megináhersla væri lögð á jöfn- uð. „Stjórn mín verður stjórn fólks- ins og hún mun starfa fyrir fólkið. Ég mun segja það sem mér býr í brjósti og framkvæma það sem ég segi. Ég legg heiður minn sem kona að veði.“ Hún veittist og harkalega að andstæðingi sínum og sakaði hann um að nýta sér gríðarlegan auð sinn til að kaupa sér fylgi. Bachelet vék að herforingjastjórn- inni, sem drap föður hennar, og lýsti því tímabili sem „myrkasta skeiði í sögu Chile“. Hét hún því að upp myndi rísa nýtt þjóðfélag þar sem enginn yrði „dæmdur til að draga fram lífið í fátækt“. Boðar hertar refsingar og fjölgun starfa Piñera hefur gagnrýnt ríkisstjórn Lagos forseta harðlega í kosninga- baráttu sinni. Í Valapariso lagði hann áherslu á að þrátt fyrir fögur fyrirheit hefði stjórninni öldungis mistekist að fjölga störfum í land- inu. Þá fór hann hörðum orðum um framgöngu stjórnvalda á sviði lög- gæslu- og dómsmála en Piñera boð- ar m.a. stórhertar refsingar og mikla fjölgun lögreglumanna í því skyni að sigrast á glæpagengjum, sem mjög láta til sín taka í Chile nú um stundir líkt og í fleiri ríkjum Rómönsku-Ameríku. „Verðskuldar ríkisstjórn, sem fengið hefur 16 ár til að færa þjóðinni störf og öryggi og mistekist gjörsamlega, að fá fjögur ár til viðbótar?“ spurði hann. Piñera fullyrti að Bachelet væri í raun aðeins framhald á Lagos for- seta enda hefðu stjórnvöld misnotað aðstöðu sína í því skyni að tryggja henni embættið. Lofta þyrfti út í samfélaginu og hleypa nýjum mönnum að. „Við munum byggja upp réttlátara þjóðfélag og þurrka út ójöfnuð í Chile,“ sagði Piñera, Bachelet sagði fyrir fundinn í Santiago að hún væri bjartsýn á góðan árangur í kosningunum á sunnudag. „Ég er viss um að ég mun sigra og skoðanakönnunin er til marks um það.“ Verði raunin sú hafa raunveruleg þáttaskil orðið í stjórnmálasögu Chile. Fréttaskýring | Kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Chile lauk í fyrrakvöld og kannanir benda til, að í fyrsta sinn muni kona verða kjörin í embættið. Ásgeir Sverrisson segir frá frambjóðendum og stefnumálum þeirra. Michelle Bachelet spáð sigri í Chile asv@mbl.is AP Bachelet á útifundinum í Santiago. Áherslur hennar eru helst á velferðar- og félagsmál en ekki er talið að hún geri miklar breytingar á efnahags- stefnunni, sem mótast af einkavæðingu og markaðshyggju. Sebastián Piñera í hópi ungra aðdáenda. Áhersla hans á nauðsyn þess að refsingar verði hertar og brugðist verði við af hörku við uppgangi glæpa- gengja hafa fallið í frjóan svörð meðal kjósenda í Chile.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.