Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
TIL LEIGU
skrifstofu/
verslunarhúsnæði
í miðbæ Akureyrar,
samtals 71,2 fm að
stærð. Eignin er til
afhendingar fljótlega.
Allar frekari uppl. veitir Björn Guðmundsson í síma 897 7832
FRÍÐINDAKORT Kaupfélags Ey-
firðinga kemur á markað í lok febr-
úar næstkomandi og verður það af-
hent félagsmönnum. Þeir eru nú um
9.500 talsins, en á síðastliðnum vik-
um hafa tæplega 2000 nýir fé-
lagsmenn bæst í hópinn.
Forsvarsmenn KEA undrast mjög
harkaleg viðbrögð Kaupmanna-
félags Akureyrar sem sendi frá sér
harðorða ályktun eftir aðalfund á
miðvikudagkvöld. Þar var Fríðinda-
kortinu líkt við uppvakning frá
danska selstöðutímanum.
„Við erum afar hissa á þessum við-
brögðum kaupmanna,“ sagði Ingi-
björg Ösp Stefánsdóttir markaðs- og
kynningarfulltrúi KEA, enda sagði
hún fyrirhugað kort ekki í neinu frá-
brugðið öðrum vildar- eða afsláttar-
kortum sem ýmis hagsmunafélög og
-samtök gefa út. Alþekkt væri að
stórir hópar, m.a. stéttarfélög,
sæktu sér afsláttarkjör til verslunar-
og þjónustuaðila. „Það vekur sér-
staka undrun okkar að kaupmenn á
Akureyri taki þetta eina kort út úr
og fari í baráttu gegn því.“
Ingibjörg sagði að KEA-menn
hefðu fengið mjög jákvæð viðbrögð
hjá þeim sem seldu vörur og þjón-
ustu á félagssvæði KEA. Útgáfa
fríðindakorts væri í samræmi við
ákvæði í samþykktum félagsins þar
sem kveðið er á um að KEA afli fé-
lagsmönnum sínum viðskiptakjara.
Með útgáfu kortsins væri KEA að
vinna í þágu eigenda sinna, fé-
lagsmanna, en stefnt væri að því að
þeir yrðu um 10 þúsund talsins þeg-
ar kortið verður gefið út.
„Við höfum fengið mjög jákvæð
viðbrögð frá íbúum á svæðinu og
einnig frá kaupmönnum,“ sagði Ingi-
björg. Öllum lögaðilum á starfssvæð-
inu hefur verið sent bréf þar sem
þeim er boðin þátttaka, þ.e. að fé-
lagsmenn KEA fái afslátt af vöru og/
eða þjónustu viðkomandi beini þeir
viðskiptum sínum til þeirra. „Það
liggur ekki endanlega fyrir hverjir
verða með, menn eru að gefa sig
fram þessa dagana, en þetta hefur
gengið vonum framar.“
Fríðindakort KEA mun gefa út fríðindakort fyrir félagsmenn, býðst þeim afsláttur af margs konar vöru og þjónustu.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
KEA undrast harkaleg
viðbrögð kaupmanna
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | Sjöþúsundasti íbúi
Árborgar leit dagsins ljós
fimmtudagsmorguninn 12. jan-
úar klukkan 6.30, á fæðing-
ardeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands á Selfossi.
Þetta er Eyrbekkingur,
myndarlegur drengur sem var
16 merkur og 52 sentimetrar
við fæðingu. Hann er sonur
Guðrúnar Lilju Magnúsdóttur
og Björns Emils Jónssonar sem
búa við Búðarstíg á Eyr-
arbakka.
Fulltrúar bæjarstjórnar, Ein-
ar Njálsson bæjarstjóri, Þor-
valdur Guðmundsson, formað-
ur bæjarráðs, og Ásmundur
Sverrir Pálsson, forseti bæj-
arstjórnar, heiðruðu foreldr-
ana og litla drenginn með
heimsókn og færðu honum
peningagjöf og foreldrunum
blóm í tilefni dagsins.
Einnig kynntu þeir að dreng-
urinn fengi skrautritað skjal
þegar hann yrði skírður, til
vitnis um það að hann væri sjö-
þúsundasti íbúi sveitarfélagsins
Árborgar.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Tímamót Óskírður Björnsson, sjöþúsundasti íbúi Árborgar, í örugg-
um höndum Einars Njálssonar bæjarstjóra. Forsvarsmenn sveitarfé-
lagsins komu færandi hendi á fund fjölskyldunnar á fæðingardeild.
Sjöþúsundasti íbúinn
er Eyrbekkingur
Selfoss | „Við höf-
um ekki fengið hlið-
stæð framlög til
uppbyggingar og
miðlunar háskóla-
náms eins og Vest-
firðir, Norðurland
og Austurland,“ seg-
ir Þorvarður Hjalta-
son, framkvæmda-
stjóri Samtaka
sunnlenskra sveitar-
félaga, sem hafa
ákveðið að verja 80
milljónum króna til
uppbyggingar há-
skólanáms á Suður-
landi.
Skipaður hefur
verið verkefnishópur um þetta
verkefni samtakanna. Orri Hlöð-
versson bæjarstjóri í Hveragerði
er formaður hópsins, Gunnar Þor-
geirsson formaður SASS á sæti í
hópnum ásamt Sveini Aðalsteins-
syni úr stjórn Fræðslunets Suður-
lands. Hópnum er ætlað að leggja
fram tillögur um útfærslu á ráð-
stöfun fjárins. Markmiðið er að
auka framboð háskólanáms á Suð-
urlandi og koma á fót stofnun til
að annast það á Suðurlandi. Hug-
myndin er að sú stofnun nái yfir
Fræðslunet Suðurlands
og verði í samstarfi við
háskólasetur á Suður-
landi.
„Ástæða þess að
menn eru að gera þetta
er að sveitarfélögin
telja að það þurfi að
efla háskólamenntun á
Suðurlandi. Hér er
lægra hlutfall háskóla-
menntaðra en á höfuð-
borgarsvæðinu, líkt og
er reyndar á lands-
byggðinni. Við sættum
okkur ekki við að fá
ekki hliðstæð framlög
og önnur landsvæði á
landsbyggðinni og sveit-
arfélögin hafa ákveðið að taka mál-
in í sínar hendur með þessu frum-
kvæði. Það verður áfram knúið
fast á um að fá framlög frá ríkinu
til jafns við aðra landshluta“, sagði
Þorvarður.
Hann sagði 80 milljónirnar koma
frá Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands en þar væri verið að gera
breytingar og hætta lánastarfsemi
en leggja þess í stað áherslu á ráð-
gjöf. Um væri að ræða ráðstöf-
unarfé sem til er hjá sjóðnum við
þessi skil á starfsemi hans.
Leggja 80 milljón-
ir til háskólanáms
Þorvarður Hjaltason,
framkvæmdastjóri.
SIGBJÖRN Gunnars-
son, fyrrverandi
sveitarstjóri í Mý-
vatnssveit og alþing-
ismaður fyrir Alþýðu-
flokkinn, hefur gengið
til liðs við Sjálfstæð-
isflokkinn og mun
taka þátt í prófkjöri
flokksins vegna bæj-
arstjórnarkosninga í
vor. Hann stefnir á
annað til fjórða sæti
listans.
Sigbjörn er fæddur
á Akureyri árið 1951
og varð stúdent frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1972. Hann
stundaði nám við Háskóla Ís-
lands 1974–1975 og var kennari
við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri og kaupmaður á Akureyri á
árunum 1972 til 1991. Hann sat
á Alþingi 1991 til 1995 og hefur
verið sveitarstjóri í Skútustaða-
hreppi frá 1997, en lét af því
starfi síðla á nýliðnu ári.
Sigbjörn hefur setið í fjölda
nefnda á vegum ríkis og sveitar-
félaga, verið formaður íþrótta-
ráðs Akureyrar,
formaður heil-
brigðis- og trygg-
inganefndar Al-
þingis, formaður
fjárlaganefndar og
formaður þing-
flokks Alþýðu-
flokksins, setið í
flugráði og stjórn
Byggðastofnunar.
Þá var hann
fulltrúi Alþingis í
Evrópuráðinu í
Strassburg og for-
maður fiskveiði-
nefndar Evrópu-
ráðsins.
Sigbjörn var á
árum áður í aðalstjórn KA sem
og í stjórnum knattspyrnu- og
handknattleiksdeilda félagsins, í
stjórn KSÍ og Golfklúbbs Ak-
ureyrar og Golfklúbbs Mývatns-
sveitar. Sigbjörn var keppnis-
maður í handknattleik og
knattspyrnu um margra ára
skeið með ÍBA og KA.
Eiginkona hans er Guðbjörg
Þorvaldsdóttir launafulltrúi.
Sigbjörn á fimm börn.
Sigbjörn
Gunnarsson
Sigbjörn til liðs við
Sjálfstæðisflokk
Bætist í bílaflotann | Fimm nýir
bílar bætast brátt í bílaflota SBA en
forsvarsmenn félagsins voru á ferð í
Þýskalandi nýlega og pöntuðu þá
umrædda bíla. Fyrir voru í pöntun
fjórir nýir bílar og stækkar þá flot-
inn svo um munar þegar allir bílarn-
ir verða komnir til Íslands. Bílarnir
sem að voru pantaðir núna eru þrír
bílar framleiddir af Bova í Hollandi,
einn Mercedes Benz O 404 13-RH og
einn Mercedes Benz Atego sem sett-
ur verður undir Ernst Auwärter
Clubstar yfirbyggingu. Fyrir voru í
pöntun þrír nýir Mercedes Benz
Sprinter 416 CDi sem verða í 20
manna útfærslu og svo einn 42
manna bíll frá Bova verksmiðjunum.
SBA á þegar þrjá bíla frá Bova og
verða þá amk. sjö Bova bílar í
rekstri hjá fyrirtækinu í sumar.
Leikskóli | Umhverfisráð hefur falið
skipulags- og byggingafulltrúa að
gera tillögu um staðsetningu leik-
skóla í Hlíðahverfi í samráði við
skólanefnd. Erindið var tekið fyrir að
nýju hjá ráðinu, en skólanefnd hafði
óskað eftir að hugað væri að leik-
skólalóðum í tengslum við endur-
skoðun á aðalskipulagi. Í svari skóla-
nefndar til umhverfisráðs kemur
fram að nefndin áætlar að þörf sé fyr-
ir nýja leikskóla fyrir um 170 börn í
Síðu- og Hlíðahverfum á næstu árum.
Minnisvarði | Verkalýðsfélagið
Eining-Iðja hefur óskað eftir að fá
að setja upp minnisvarða um ald-
arafmæli samfellds starf verkalýðs-
félaga við Eyjafjörð. Umhverfisráð
leggur til að verkið verði staðsett við
tjörnina við Strandgötu. Ráðið felur
skipulags- og byggingafulltrúa frek-
ari afgreiðslu erindisins s.s. að
ákveða nánari staðsetningu minn-
isvarðans í samráði við umsækjanda.
Laun á leikskólum | Launamál
leikskólakennara verða til umræðu á
fundi sem efnt verður til á vegum
Vinstihreyfingarinnar – græns
framboðs á Akureyri á morgun,
laugardaginn 14. janúar kl. 11 í hús-
næði VG við Hafnarstræti 98. Á
fundinum verða leikskólastjórar og
fulltrúar Akureyrarbæjar á þessum
vettvangi og taka þeir þátt í pall-
borðsumræðum.