Morgunblaðið - 14.01.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 27
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Reykjanesbær | Hafnar eru fram-
kvæmdir við nýtt íþrótta- og útivist-
arsvæði í Reykjanesbæ. Svæðið er
fyrir vestan og sunnan Reykjanes-
höllina. Byrjað verður á gerð æf-
ingavalla fyrir knattspyrnudeild
Ungmennafélags Njarðvíkur enda
verða íþróttavellir félagsins teknir
undir uppbyggingu hjúkrunarheim-
ilis og annarrar þjónustu í þágu
aldraðra. Alls verða sex íþróttavellir
á svæðinu auk nýs aðalleikvangs
Reykjanesbæjar.
Nýja íþróttasvæðið er á svoköll-
uðu Neðra-Nikkelsvæði sem varn-
arliðið notaði sem olíubirgðasvæði
en skilaði til íslenskra stjórnvalda
fyrir nokkrum árum. Íþróttasvæðið
er vel staðsett í Reykjanesbæ, það
telst til Njarðvíkur en er á milli
byggðahverfanna í Njarðvík og
Keflavík. Þá er það í tengslum við
knattspyrnuhúsið Reykjaneshöll og
í næsta nágrenni við Íþróttaakadem-
íuna. Nýja íþróttasvæðið er stórt.
Fram kom hjá Páli Tómassyni arki-
tekt hjá arkitektur.is, sem unnið hef-
ur að skipulagningu í samvinnu við
bæjaryfirvöld og íþróttafélögin, að
það væri 26 hektarar að stærð sem
er jafnstórt landsvæði og íþrótta-
svæðið í Laugardalnum í Reykjavík.
Byggt fyrir aldraða
á svæði UMFN
Reykjanesbær gerði í lok síðasta
árs samning við Nesvelli ehf. um
uppbyggingu á nýju þjónustusvæði
eldri borgara á íþróttavöllum
UMFN. Nesvellir eru sameiginlegt
fyrirtæki Klasa hf., sem er eign-
arhaldsfélag Íslandsbanka, og bygg-
ingarfélagsins Húsaness ehf. í
Reykjanesbæ. Nesvellir annast
skipulagningu svæðisins í samvinnu
við Reykjanesbæ og Dvalarheimili
aldraðra sem reka munu hjúkr-
unarheimili og aðra þjónustu fyrir
eldri borgara á svæðinu. Fyrstu
hjúkrunaríbúðirnar verða teknar í
notkun á miðju næsta ári og þá er
gert ráð fyrir að risin verði félags-
og þjónustumiðstöð auk að minnsta
kosti tuttugu öryggisíbúða.
Samhliða þessari uppbyggingu
tóku Nesvellir að sér að hefja gerð
nýs knattspyrnuæfingasvæðis fyrir
UMFN í stað þeirra valla sem félag-
ið missir, auk vallarhúss og fé-
lagsaðstöðu. Gert er ráð fyrir að
nýja íþróttasvæðið verði tekið í
notkun í sumar.
UMFN fær tvö samliggjandi
íþróttasvæði, sem samtals verða um
2 hektarar að stærð, og þar er hægt
að koma fyrir fjórum æfingavöllum.
Svæðið verður lagt grasi.
Framkvæmdir við völlinn hófust í
gær með því að Ellert B. Schram,
forseti Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands, spyrnti bolta og tók
fyrstu skóflustunguna ásamt for-
mönnum helstu íþróttafélaganna í
Reykjanesbæ.
Upphafið að mikilli
uppbyggingu
Framkvæmdin sem hófst í gær
markar upphaf gríðarlegrar upp-
byggingar á fjölþættri aðstöðu fyrir
íþróttir og útivist, eins og Árni Sig-
fússon bæjarstjóri tók til orða við at-
höfnina í gær. Hann sagði að þegar
búið yrði að skapa UMFN nauðsyn-
lega æfingaaðstöðu yrði haldið
áfram og „innan tíðar verður hér
fyrir ofan Reykjaneshöll risið eitt
glæsilegasta íþróttasvæði landsins.
[…] Verður það byggt í samstarfi
opinberra aðila, einkaaðila og
íþróttahreyfingarinnar. Á betra
verður ekki kosið,“ sagði Árni.
Í næsta áfanga er reiknað með
byggingu nýs aðalleikvangs fyrir
Reykjanesbæ, keppnisvallar fyrir
bæði félögin, Keflavík og UMFN.
Áætlað er að hann verði tekinn í
notkun á árinu 2008. Fram kom hjá
Páli Tómassyni arkitekt að hann
yrði hannaður með það í huga að
hann uppfylli reglugerðir fyrir leiki í
Evrópukeppni félagsliða. Aðal-
leikvangurinn verður fyrir aftan
Reykjaneshöllina og tengist henni
með stúkubyggingu sem tekur 1500
manns. Síðar er fyrirhugað að
byggja aðra eins stúku vestan við
völlinn. Völlurinn verður grafinn
nokkuð niður og sagði Páll að lögð
væri áhersla á nánd áhorfenda þann-
ig að hægt yrði að skapa stemningu
eins og í sannkallaðri ljónagryfju.
Á íþróttasvæðinu er einnig skipu-
lagt æfingasvæði fyrir knatt-
spyrnumenn Keflavíkur, íþrótta- og
ungmennafélags, heldur stærra
svæði en Njarðvík fær. Þar er um að
ræða þrjá samliggjandi knatt-
spyrnuvelli. Einnig er gert ráð fyrir
sérstökum frjálsíþróttavelli og úti-
svæði fyrir körfuknattleik. Þá er
svæðið tengt útivistarsvæði.
Vinnuheitið Melavellir hefur verið
notað um svæðið. Fram kom hjá
Árna Sigfússyni í gær að á næstunni
yrði efnt til skoðanakönnunar meðal
bæjarbúa um nafn á svæðið.
Framkvæmdir hafnar við nýtt íþróttasvæði Reykjanesbæjar vestan og sunnan við Reykjaneshöllina
Gert ráð fyrir
sex íþróttavöll-
um auk nýs að-
alleikvangs
Melavellir? Fimm tvöfaldir æfingavellir eru á nýja íþróttasvæðinu. Vellir Njarðvíkinga eru efst á myndinni, við
hliðina á frjálsíþróttavelli, en vellir Keflavíkinga eru næst. Reykjaneshöllin sést til vinstri á myndinni, með hvítu
hvolfþaki, hérna megin við hana er nýr aðalleikvangur Reykjanesbæjar sýndur.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Spyrnt til himins Ellert B. Schram sparkaði fast í boltann en sú athöfn
markaði upphaf framkvæmda á nýju íþróttasvæði Reykjanesbæjar. Jóhann
B. Magnússon, formaður ÍRB, Kristján Pálsson, formaður UMFN, og Einar
Haraldsson, formaður Keflavíkur, bíða tilbúnir með skóflurnar ásamt Stef-
áni Bjarkasyni, framkvæmdastjóra hjá Reykjanesbæ.
„ÉG er ánægður með þetta. Áform-
in eru metnaðarfull,“ sagði Kristján
Pálsson, formaður UMFN.
UMFN fær 20 þúsund fermetra
svæði, auk aðildar að sameiginlegu
svæði eins og frjálsíþróttavelli og
aðalleikvangi Reykjanesbæjar. Í
staðinn lætur félagið 60 þúsund nú-
verandi fótboltavelli sína, alls um 60
þúsund fermetra. „Vissulega er eft-
irsjá að gömlu völlunum. Þeir eru
mjög vel staðsettir. En þeir eru börn
síns tíma og við fáum nýja velli með
betri tækni til að viðhalda grasi og
þjónusta völlinn,“ segir Kristján.
Telur hann nýju aðstöðuna betri en
þá sem fyrir er.
Þá leggur hann áherslu á að verið
sé að byggja upp fyrir framtíðina og
gaman að taka þátt í því. Mikil fjölg-
un sé að verða í Njarðvíkurhverfinu
vegna nýju hverfanna sem þar rísa.
Kristján segir að framkvæmdum
á gamla svæðinu verði hagað þann-
ig að þeir nýtist í sumar, þar til nýja
svæðið kemst í gagnið. Hins vegar
verði að leita á náðir Keflvíkinga
um keppnisaðstöðu eftir sumarið,
þar til nýr aðalleikvangur kemst í
gagnið.
Fáum betri
aðstöðu