Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 28

Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 28
28 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR „VIÐ erum alltaf með einn og einn á æfingu í einu,“ segir Stella Krist- jánsdóttir hundaeigandi. „Svo skipt- um við út kannski eftir hálftíma, á meðan bíður hinn í bílnum. Á einni æfingu eru því svona 8–10 hundar.“ Stella er í vinahópi sem hittist einu sinni í viku og á sameiginlegan hundaáhugann. Tilefnið til að hitt- ast er að þjálfa hundana í hóp og hreyfa þá. „Þetta er þéttur vina- hópur og við öll eigum þetta sam- eiginlega áhugamál,“ segir Stella. „Við ákváðum að stofna æfingahóp og hittast reglulega einu sinni í viku. Yfirleitt erum við í Ölfushöll en á sumrin erum við stundum úti.“ Þau hafa stundað þetta í tvö ár og eru búsett á höfuðborgarsvæð- inu og á Suðurlandi. Tilgangurinn með þjálfuninni er að hundarnir verði þægilegir heim- ilishundar. „Við erum að kenna hundunum hlýðni svo að þetta verði þægilegir og skemmtilegir heim- ilishundar. Við erum öll með frekar öfluga hunda sem þurfa andlega örvun líka, þetta eru ekki hundar sem vilja liggja uppi í sófa allan daginn, þeir þurfa að fá að nota hausinn svolítið.“ Í hundahópnum eru st. bernharð- shundar, dobermann, siberian husky og boxer. „Þetta eru hundar á öllum aldri og við erum öll búin að vera með þá á námskeiðum. Sumir eru búnir að taka hlýðni- brons, sem er próf, og einn hundur er búinn að taka sporapróf og tveir hlýðni 1.“ Allir hundarnir í hópnum eru sýndir á sýningum Hundarækt- arfélags Íslands. „Fyrir sýningar stækkar verulega hópurinn því að þá koma fleiri á æfingar til að þjálfa hundana með okkur því að þetta er svo gott fyrir þá.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Hundarnir fá umhverfisþjálfun og kynnast hver öðrum betur með hverri vikunni sem líður Hundur er hunds gaman Morgunblaðið/Árni Sæberg Allir í röð! Frá vinstri: Anna Francesca með siberian husky-tíkina Sól, Guðný Vala Tryggvadóttir með st. bern- harðs-tíkina Önnu Kareninu, Unnur Huld Hagalín með boxer-hundana Johnny og Kylie, Eyrún Steinsson með dob- erman-tíkina Dimmu, Stella Kristjánsdóttir með Heru og Seif, sem eru doberman, og Hjalti Þór Halldórsson með st. bernharðs-hundinn Cujo. Það var talsvert japl, jaml og fuður áður en tókst að láta hundana sitja stillta. „Mér finnst ekkert gaman í mynda- töku,“ gæti st. bernharðs-hund- urinn Anna Karenina verið að hugsa. Guðný Vala Tryggvadóttir heldur í tauminn. Doberman-tíkin Dimma með eiganda sínum, Eyrúnu Steinsson. Hundarnir hafa bæði gott og gaman af því að hittast. Siberian husky er sleðahundur og þessi ber hið heita nafn Sól. sia@mbl.is ÁÍslandi þykir orðið svosjálfsagt að feður takifæðingarorlof, að þaðþótti ekki ástæða til að gefa þessa bók út á íslensku,“ segir Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, um bókina MEN DO IT! sem nýlega kom út á ensku, dönsku og litháísku. Bók þessi geymir frásagnir feðra í fæðing- arorlofi í fjórum löndum, Íslandi, Danmörku, Litháen og Möltu. „Þessi bók er hluti af samevrópsku verkefni sem Jafnréttisstofa tók þátt í fyrir Íslands hönd og heitir „Modern Men in Enlarged Europe“. Skoðaðir voru möguleikar og hindr- anir fyrir karla til að taka þátt í um- hyggju eigin barna. Tekin voru við- töl við atvinnurekendur og stjórnmálamenn auk viðtalanna við feðurna. Eftir útgáfu bókarinnar eru ís- lensku feðurnir í henni eiginlega orðnir alþjóðlega frægir pabbar, þeir Dagur B. Eggertsson, Guð- mundur Steingrímsson, Kristján Kristjánsson, Guðni Indriðason og Þórhallur Árni Ingason.“ Svipuð upplifun Ingólfur segir upplifun feðranna af því að vera í fæðingarorlofi vera mjög svipaða í öllum fjórum lönd- unum. „Þeir lýsa þessu sem já- kvæðri reynslu og mjög gefandi tímabili. Þeir uppgötvuðu nýjar hlið- ar á sjálfum sér og áttuðu sig betur á því hvað heimilis- og umönnunar- störf eru gríðarlega tímafrek. Ís- lensku og dönsku feðurnir upplifðu jákvæð viðbrögð samfélagsins við því að þeir fóru í feðraorlof en á Möltu og í Litháen þá þurftu menn bæði að takast á við mjög neikvæð viðbrögð atvinnulífsins og taka við þeim skilaboðum í kringum sig að þeir væru nú ekki merkilegir karlar að vera heima og skipta um bleiur.“ Feður fórna vinnu fyrir orlof Ingólfur segir mikinn mun vera á þessum fjórum löndum í mögu- leikum og hindrunum feðra til að taka þátt í umönnun barna sinna. „Á Íslandi taka tæp 90% feðra fæðing- arorlof og flestum finnst það alveg eðlilegt og sjálfsagt, en á Möltu er það til dæmis algjör undantekning. Þar er samfélagið mjög kaþólskt og litið svo á að hlutverk konunnar sé að sjá um börnin. Þeir feður á Möltu, sem taka sér fæðingarorlof, þurfa að gera það á eigin kostnað og fórna jafnvel vinnunni. Þeir verða fyrir vikið oft heimavinnandi í nokkur ár eftir að hafa farið í feðraorlof. Malta og Litháen eiga verulega langt í land í þessum málum en vilja bæta úr þessu því yfirvöld hafa virkilegar áhyggjur af því hversu mikið hefur dregið úr barneignum.“ Kynjajafnrétti þýðir fleiri börn „Það er háfgert Lísiströtu- verkfall í gangi í stærstum hluta Evrópu, því þar sem konur eru í raun þvingaðar til að velja á milli barneigna og þátttöku á vinnumark- aðinum, þá velja æ fleiri konur að eignast ekki börn. Og feðraorlof skiptir miklu máli í þessum efnum, vegna þess að aðalatriðið í ákvörðun kvenna um að eignast barn númer tvö eða þrjú, er hversu virkur fað- irinn er í barnaumönnun og inni á heimilinu. Þetta er auðvitað spurn- ing um kynjajafnrétti, því það helst í hendur við barneignir, sem sést á því að Norðurlöndin sem standa sig best í kynjajafnrétti, þau eru líka með skárstu tölurnar í fæðing- artíðni.“ Fjölskyldufjandsamleg fyrirtæki Kynjajafnrétti á Norðurlöndunum felst meðal annars í því að fólki er gefinn kostur á því að sameina það að vera foreldri og vera á vinnu- markaðinum. „Á Norðurlöndunum eru konur líka að verða betur menntaðar heldur en karlar, þannig að ef fyrirtæki þorir ekki að ráða konu af því að hún er á barneign-  RANNSÓKN | Feður sem fara í fæðingarorlof – ólíkar aðstæður í fjórum löndum Púað á pabba sem skipta um bleiu Guðni Indriðason er þakklátur fyrir þau nánu tengsl sem hann myndaði við dóttur sína í feðraorlofinu og segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá öllum. Vinnufélagar Erlandas Karlikauskas frá Litháen kölluðu hann mömmu þegar hann tók sér fæðingarorlof enda karlar ekki vanir slíku þar. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.