Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 45
MINNINGAR
að sjá það spaugilega sem fyrir hann
bar í dagsins önn. Hann brynjaði sig
gjarna með gríni og glensi en í raun
var hann mjög viðkvæmur, og mátti
ekkert aumt sjá. Ég hygg að margir
afkomendur þeirra Júllu og Björns
finni hjá sér þessa eiginleika.
Björn hafði gaman af því að spila
bridge. Það var siður á Siglufirði að
spila sitt á hvað heima hjá hvor öðr-
um. Man ég að um það leyti sem ég
kynnist fjölskyldunni, spiluðu saman
hjá Birni Óli Olsen, Eggert Theó-
dórsson og Jóhannes Jósepsson en
þeir eru allir látnir.
Björn starfaði í Skipstjórafélagi
Siglufjarðar sem var mjög virkt félag
um miðja síðustu öld. Einnig var
hann félagi í Bridgefélagi Siglufjarð-
ar og var snjall spilari. Lengst af spil-
aði hann við Steingrím Magnússon
og síðar Jóhann Möller, sem báðir
eru látnir, veit ég að þeir unnu til fjöl-
margra verðlauna.
Björn var kosinn heiðursfélagi
Bridgefélags Siglufjarðar.
Björn og Júlía tóku mér einstak-
lega vel og fannst mér þau ætíð líta á
mig sem einn af sonum sínum. Þegar
við Auður höfðum eignast Björn elsta
son okkar tóku þau ekki í mál annað
en hafa hann einn vetur hjá sér svo
við gætum klárað nám í Reykjavík.
Fyrir það er mér ljúft að þakka.
Júlía og Björn voru oft nefnd sam-
tímis eins og tíðkast um samhent
hjón. Heimili þeirra stóð öllum opið á
Hafnargötu 6, og þau voru bæði vin-
mörg og vinföst, hjá þeim var oft
gestkvæmt, sérstaklega á sumrin er
til Siglufjarðar komu ættingjar og
vinir.
Björn missti Júlíu 1997, þá fannst
mér hann missa alla lífslöngun, hann
var þá búinn að ganga í gegnum mjög
erfiða „stómaaðgerð“ og mér fannst á
honum að til lítils væri að lifa lengur.
Vissulega var hann búinn að skila
sínu lífsstarfi afkomendum og þjóð-
inni til heilla, en trú okkar segir að
enginn ræður sínum tíma og við það
verður hver og einn að sætta sig.
Hann dvaldi sín síðustu ár á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar og áður á
öldrunardeild Sjúkrahússins, þar
sem ég veit að hann naut frábærrar
þjónustu og þakka ég starfs- og
hjúkrunarfólki og læknum frábæra
umönnun, hlýlegt og elskulegt við-
mót og meðferð.
Ég kveð nú tengdaföður minn sem
er einn af þessum mönnum, sem
þessi kynslóð sem nú lifir á hvað mest
að þakka fyrir þær stórkostlegu
breytingar sem urðu á síðustu öld, til
sjávar og sveita.
Við stöndum í þakkarskuld við þá
sem færðu okkur á þann stað sem við
stöndum í dag.
Ég vil að leiðarlokum, kæri
tengdafaðir, þakka þér fyrir öll okkar
samskipti sem aldrei bar skugga á og
vona að þú finnir þann frið sem þú
þráðir og bið þér guðsblessunar.
Ljúfi faðir, leiðir skilja,
lífið tekur hverja gjöf.
Heilög minning veginn vísar,
veginn yfir dauða og gröf.
Blessuð sé minning þín.
Sverrir Sveinsson.
Elsku Björn afi.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Takk fyrir allt, þín
Auður.
Afi minn Björn Þórðarson hefur
lokið sínum síðasta róðri og náð lang-
þráðum lendingarstað þar sem amma
bíður hans.
Ekki var ég gamall þegar ég áttaði
mig á því að það er ekki sjálfgefið að
hafa afa sér við hlið í uppvextinum.
Sjómennskan getur verið erfið og
það fékk ég að upplifa snemma. Ég
var ásamt vini mínum í fótbolta í blíð-
skaparveðri, hafflöturinn spegilslétt-
ur, afi var á dýpkunarskipinu Birn-
inum ásamt öðrum manni að ná í
sand rétt til móts við vitann á Siglu-
firði. Ég hafði fylgst með skipinu
öðru hverju og allt virtist eins og best
var á kosið, bæði hjá mér og afa. En
skyndilega sá ég að dýpkunarskipið
snérist og fljótlega eftir það reis það
upp á endann og byrjaði að sökkva.
Ég varð alvarlega hræddur því að
Björn afi kunni ekki að synda. Við
hlupum heim til vinar míns til að láta
vita og fengum fljótlega vitneskju um
það að menn væru nú þegar lagðir af
stað til björgunar. Þegar björgunar-
menn komu á slysstað voru skip-
brotsmenn komnir í julluna, bát sem
þeir drógu alltaf á eftir sér, guði sé
lof. Ég var 9 ára gamall þegar þetta
gerðist en þessi alvarlegi atburður
kenndi mér margt og varð öðrum
yrkisefni.
Björn er svo léttur og lundin ei klökk
og lítið hann grét þegar nafni hans sökk
karlinn hann fann hvorki fát eða skrekk
sem frelsari mannanna á sjónum hann gekk.
(Bjarki Árnason.)
Þessi gamanvísa var afa að skapi.
Margar á ég góðar minningarnar um
afa, en erfitt er að minnast hans án
þess að amma komi þar við sögu. Þau
voru samrýnd hjón. Á unglingsárum
mínum fór ég oft til afa og ömmu.
Stundum fannst mér eins og ég væri
fullorðinn en þau bálskotnir ungling-
ar. Afi alltaf að stríða ömmu og hún
að reyna að siða hann til, en það
leyndi sér ekki að hún hafði gaman af
þessum látum í honum. Þegar amma
kvaddi þennan heim vildi afi sigla í
kjölfarið, sorgin endalaus en hjarta
hans sterkt, hans hlutskipti var að
róa lengur í lífsins ólgusjó.
Elsku afi, minningin um þig lifir.
Sveinn Sverrisson.
Elsku besti afi minn, besti vinur
minn, loksins fékkstu hvíldina.
Það var erfitt að koma og sjá þig
svona veikan og lasburða eins og á
jóladag þegar ég og stelpurnar mínar
litum inn til þín. Já þú sem varst van-
ur að sprella við okkur og gera að
gamni þínu, en nú var það búið, svona
er lífið. Elsku afi, við Birgir, Auður
Björk, Guðrún Sonja og Hólmar
Björn þökkum þér allar góðu stund-
irnar.
Það rifjast margt upp og nefni ég
t.d. heimsóknir mínar til þín í Sunnu-
braggann (góður var saltfiskurinn
þinn) eða heima í kjallaranum á
Hafnargötunni, uppi á lofti í herberg-
inu þínu þar var alltaf til súkkulaði og
brjóstsykur í skúffunni þinni, þar
varst þú glaður með spilin þín. Já afi,
jólaboðin stóru þar sem allir ykkar
komu saman og skemmtu sér. Nóg
var af matnum og kræsingunum. Og
rúnturinn inn fyrir göngin á Trabant-
inum, já það eru margar minningarn-
ar, elsku afi. En einn dagur er mér
eftirminnilegri en aðrir og er það
brúðkaupsdagurinn minn, 10. júní
1984, gleðidagur hjá okkur á Siglu-
firði en skugga bar á.
Enginn veit hvað hver dagur ber
með sér, dánarfregn, barnabarn ykk-
ar ömmu Júllu, frændi minn og jafn-
aldri Hermann Þórisson látinn,
blessuð sé minning hans. Afi þú og
amma Júlla voruð hetjurnar mínar
þennan dag og oft hugsa ég um hvað
þið voruð dugleg og sterk, en við
ræddum mikið saman eftir þetta,
sumt fer á annan veg en við viljum,
við fáum engu breytt. En elsku afi, nú
ertu kominn til ömmu Júllu og vona
ég að ykkur báðum líði vel og góður
guð geymi ykkur. Hjartans þakkir
fyrir allt, elsku besti afi minn.
Þín
Júlía Linda.
Kallið er komið, hann Björn afi
minn er dáinn. Við Brynja kona mín
erum innilega þakklát fyrir að hafa
náð á Siglufjörð til að sjá hann áður
en hann kvaddi.
Margs er að minnast og hægt að
telja upp óteljandi atburði og atvik
þar sem afi var þungamiðja hring-
iðunnar. Afi sitjandi við skrifboðið að
spila bridds við sjálfan sig er eitthvað
sem er fast og órjúfanlegt minning-
unni.
Afi hafði sterkar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Réttsýni var hon-
um í blóð borin og var hann ekki mik-
ið fyrir að hlusta þegar talað var illa
um annað fólk. Tók hann þá gjarnan
upp hanskann fyrir þann sem ekki
gat varið sig og lét viðkomandi heyra
það.
Afi var alnafni langafa síns, Björns
Þórðarsonar hreppstjóra og Danne-
brogsmanns frá Skálá í Sléttuhlíð,
sem sagður var fyrirmynd Davíðs
Stefánssonar að Trausta hreppstjóra
í Sólon Íslandus. Hann var, af þeim
sem vel þekktu til, kallaður Lilli, því
hann var orðinn tveggja ára þegar
hann var skírður.
Nafnið Lilli var hreint öfugmæli
þar sem afi var stór og stæðilegur
maður. Afi var fæddur 19. september
1913 á Hraunum í Fljótum, en for-
eldrar hans voru þar í vinnu-
mennsku.
Eitt ferðalag var afa ofarlega í
minni, það var þegar hann fór frá
Hraunum með föður sínum og þeir
lentu í stórhríð uppi í Siglufjarðar-
skarði. Þurfti langafi að binda afa
fastan efst í Skarðinu til að hann
týndist ekki á meðan hann rak láns-
hest niður í Hraunadal svo hann skil-
aði sér heim að Hraunum. Löng og
óttaleg stund hefur það verið fyrir
sex ára drenginn að bíða föður síns
og hlusta á norðanvindinn næða í
Skarðinu. Þegar þeir feðgar komu
loks heim á Hafnargötuna var Jó-
hannes bróðir hans nýfæddur.
Afi sigldi á stríðsárunum til Skot-
lands á Dagnýju SI 7 með fisk frá
Vestmannaeyjum og hefur það
örugglega tekið á taugarnar að sigla
myrkvuðu skipi þar sem kafbátar og
flugvélar gátu birst ófyrirséð hvenær
sem var og grandað skipinu. Heima á
Siglufirði beið amma með börnin
fimm og hefur án efa átt erfiða tíma
meðan afi var í þessum siglingum.
Síldveiðar þegar snurpað var á
höndum áður en kraftblökkin kom til
sögunnar voru veiðar sem afi þekkti
vel sem sjómaður.
Hann var verkstjóri um árabil á
síldarplönum á Siglufirði, en ósér-
hlífni við vinnu einkenndi afa og gerði
hann kröfur til annarra í samræmi
við það. Þegar afi var verkstjóri á
Hjaltalínsplaninu hjálpaði hann mér
að veiða minn fyrsta fisk á bambus-
stöng.
Afi minn var mikið náttúrubarn og
var mikið fyrir íslenskan mat. Hann
verkaði fisk og hákarl og bjó til há-
karlastöppu sem hann smurði ofan á
rúgbrauð sem amma bakaði. Þetta
var eitthvað sem við barnabörnin átt-
um mörg hver erfitt með að tileinka
okkur að borða, við vorum meira fyr-
ir sætmetið.
Jólaboðin hjá afa og ömmu voru
mikilvægur og ógleymanlegur þáttur
í jólahaldinu og var margt um mann-
inn þegar öll barnabörnin voru sam-
an komin og mikið fjör. Ekki var fjör-
ið síst vegna þess hvað afi hafði
gaman af börnum, sérstaklega þeim
sem voru svolitlir grallarar í sér.
Þennan eiginleika hafði afi enn þó
hann væri orðinn gamall og lasinn
síðustu árin og minnast börnin okkar
Brynju langafa síns sem afa sem
þótti gaman að galsast.
Afi var ágætur smiður og byggði
hæð ofan á húsið við Hafnargötu 6 á
sínum tíma og sýndi þessa hæfileika
sína þegar hann aðstoðaði Ægi og
Birgi syni sína við að innrétta hús sín.
Ég fékk oft að fara með afa á dýpk-
unarskipinu Birninum og fylgdist
með honum og Johansen vinna, lík-
lega væri þetta ekki talinn heppileg-
ur staður fyrir barn að vera á í dag.
Mannbjörg varð þegar dýpkunar-
skipið Björninn sökk úti á Siglufirði,
en þetta var atvinnufyrirtækið þeirra
afa og Johansen.
Eitthvað var erfitt um vinnu á
þessum tíma og þegar blaðamaður
spurði afa að því hvað hann hygðist
gera, þá sagði afi: „Ætli maður fari
ekki bara á bæturnar eins og allir
hinir“. Ekki gekk það nú eftir, þar
sem hann átti nú eftir að salta nokkuð
af fiski með Sverri syni sínum eftir að
þessi orð voru sögð.
Með þessum fátæklegu minningar-
brotum kveð ég afa minn og þakka
honum fyrir það sem hann hefur
kennt og gefið mér og fjölskyldu
minni.
Guð blessi minningu þína.
Björn Sverrisson
✝ Ingólfur Gunn-arsson fæddist á
Egilsstöðum í Fljóts-
dal 12. ágúst 1919.
Hann lést á sjúkra-
deild Heilbrigðis-
stofnunar Austur-
lands á Egilsstöðum
að kvöldi 5. janúar
síðastliðins. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Gunnar Sigurðsson,
f. á Egilsstöðum í
Fljótsdal 15.9. 1881,
d. 2.8. 1963 og Berg-
ljót Stefánsdóttir, f.
á Glúmsstöðum í Fljótsdal 4.11.
1884, d. 2.12. 1949. Börn þeirra
voru Snorri, Sigríður, Stefán, Sig-
urður, Sigurbjörg, Pétur, Egill,
Björg, Ingólfur, Bergljót, Jóríður,
Guðfinna, Ingibjörg og Þórhalla.
Þau eru nú öll látin.
Ungur að aldri var Ingólfur sett-
ur í fóstur að Hóli í Fljótsdal, til
móðurbróður síns, Friðriks Stef-
ánssonar og konu hans Ingibjargar
Benediktsdóttur. Þau áttu tvö
börn, Benedikt og Guðfinnu, fóst-
ursystkin Ingólfs, en þau eru bæði
látin. Á Hóli ólst Ingólfur upp og
dvaldi til fullorðinsára. Ingólfur
hélt sambandi við fjölskylduna sína
á Egilsstöðum alla tíð og þangað
var ætíð hans ,,heim“. Ingólfur
stundaði nám við Alþýðuskólann á
Eiðum veturlangt 1941–1942 og
dvaldi um stundarsakir á Reyðar-
firði seinnihluta árs 1942 við öku-
nám og vinnu samhliða.
Eiginkona Ingólfs er Unnur Ein-
arsdóttir, f. 10. desember 1924.
Foreldrar hennar voru hjónin Ein-
ar Sveinn Magnússon frá Mjóanesi
í Vallahreppi og Þuríður Þórarins-
dóttir frá Valþjófsstað. Ingólfur og
Unnur hófu búskap að Valþjófs-
stað árið 1948 með föður Unnar og
seinni konu hans, Maríu Jónsdótt-
ur, frá Bessastöðum
í Fljótsdal, en Þuríð-
ur móðir Unnar lést
af berklum árið
1929. Ingólfur og
Unnur eignuðust
þrjú börn, sem eru:
1) Þuríður Kolbrún,
f. 1947, gift Degi
Kristmundssyni,
börn þeirra eru a)
Jóna Dagbjört, f.
1968, í sambúð með
Guðmundi Erni Úlf-
arssyni, og börn
þeirra tvö eru Úlfar
Dagur og Eydís Gyða, b) Unnur
Inga, f. 1970, í sambúð með Jó-
hanni Halldóri Harðarsyni, og c)
Kristmundur, f. 1977. 2) Friðrik
Ingi, f. 1952, kvæntur Helgu Hall-
björgu Vigfúsdóttur, börn þeirra
eru a) Vigfús, f. 1977, b) Ingólfur, f.
1981, í sambúð með Sigríði Huldu
Stefánsdóttur, c) Einar Sveinn, f.
1991 og dóttir Friðriks, Iðunn
Þóra, f. 1970 í sambúð með Birni
Magna Björnssyni. 3) Gunnþórunn,
f. 1954, í sambúð með Jósef Val-
garð Þorvaldssyni, börn þeirra eru
a) Ólöf Sæunn, f. 1976, b) Ingi Val-
ur, f. 1983, og c) Dagrún Drótt, f.
1990. Á Valþjófsstað var alla tíð
heimili þeirra Ingólfs og Unnar og
frá 1976 bjuggu þau þar ásamt
Friðriki syni sínum, eiginkonu
hans Helgu og sonum þeirra. Ing-
ólfur bjó með sauðfé og stundaði
refa- og hreindýraveiðar frá unga
aldri, auk þess að vera leiðsögu-
maður hreindýraveiðimanna frá
1965–1990. Ingólfur fylgdi einnig
fjölda ferða- og fræðimanna inn á
öræfin ofan Fljótsdals. Ingólfur
var grenjaskytta frá 1932 og sinnti
því meðan heilsa leyfði.
Ingólfur verður jarðsunginn frá
Valþjófsstaðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Nú ertu horfinn á braut, afi minn,
og víst verður þín sárt saknað. Við
bræðurnir á Valþjófsstað vorum lán-
samir að vaxa úr grasi með þig á
heimilinu. Ávallt mátti leita til þín ef
eitthvað bjátaði á og ávallt hafðir þú
einhver úrræði. Þú hvattir okkur
áfram í því sem við bræðurnir tókum
okkur fyrir hendur og þú varst
óþreyttur að hafa okkur með við
gegningar og önnur verk. Ófáar ferð-
ir fór ég með þér til að kanna netin í
Hólmavatninu þó oft væri erfitt að
fylgja þér eftir í þúfunum en alltaf
sýndir þú þolinmæði. Einnig man ég
vel eftir því þegar þú last Árnabæk-
urnar fyrir mig. Það tungutak sem
okkur bræðrunum var innleitt með
móðurmjólkinni verður ekki metið til
fjár, þó stundum væri mælt á kjarn-
yrtri íslensku á heimilinu, sérstaklega
ef órói var undir fréttatímanum. Þú
fylgdist vel með og last mikið og hafð-
ir einkum áhuga á frásögnum, en
varst minna fyrir skáldverk. Eitt
skáldverk, ef svo mætti kalla, rataði
þó inn á borð hjá þér vikulega því yf-
irleitt mátti ég sækja nýjasta eintakið
af Andrési Önd inn á borðið við rúm-
stokkinn hjá þér þegar ég kom heim
úr skólanum.
Úr seinni tíð er mér þó minnisstæð-
ast þegar við fórum í reisuna á Vest-
firðina á áttræðisafmælinu þínu. Þig
hafði lengi langað að fara um þetta
svæði, enda lesið margt um það. Það
gladdi mig að geta gert þann draum
að veruleika og við höfðum báðir
gaman af, í það minnsta bar þessa
ferð ósjaldan á góma síðar. Við gátum
líka ávallt rætt veiðiskap og ég held
það hafi glatt þig að ég skyldi feta í
fótspor þín og fara á hreindýraveiðar.
Á síðasta ári ágerðust veikindi þín.
Það var mér mikils virði að geta hitt
þig og kvatt á sjúkrahúsinu þegar ég
kom heim til Íslands yfir hátíðarnar.
Ég veit það tók þig sárt að þurfa að
dvelja síðustu mánuðina fjarri Fljóts-
dalnum og Heiðinni en þar undir þú
þér best, helst eitthvað að bardúsa.
Ekki eru þó allir eins lánsamir og þú
að lifa rúmlega 86 ár og sjá börn,
barnabörn og barnabarnabörn vaxa
úr grasi og dafna vel. Ég óska að ég
verði eins lánsamur. Þinn nafni,
Ingólfur.
INGÓLFUR
GUNNARSSON
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800