Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 49

Morgunblaðið - 14.01.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 49 KIRKJUSTARF Sunnudagur í Garðasókn SUNNUDAGINN 15. janúar verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11, þar sem sr. Friðrik J. Hjartar, Nanna Guðrún Zoëga, Jóhann Baldvinsson org- anisti, kór kirkjunnar og starfsfólk sunnudagaskólans þjóna. Á sama tíma er fjölskylduguðs- þjónusta og upphaf sunnudagaskól- ans í Bessastaðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar, ásamt Grétu Konráðsdóttur djákna og starfsfólki sunnudagaskólans með Kristjönu Thorarensen leik- skólastjóra í fararbroddi. Strax að lokinni guðsþjónustu kl. 12 verður fundur með foreldrum fermingarbarna og börnunum sjálf- um. Sama dag kl. 14 verður svo sameiginleg guðsþjónusta Víði- staðakirkju og Garðaprestakalls í Vídalínskirkju. Guðsþjónustan er í höndum safnaðar Víðistaðakirkju og mun sr. Bragi Ingibergsson pre- dika og Gaflarakórinn leiðir lof- gjörðina. En messukaffi og dagskrá á eftir er á ábyrgð Garða- og Bessa- staðasóknar, þar sem m.a. kór eldri borgara í Garðabænum syngur og einnig mun organisti í Bessastaða- kirkju, Bjartur Logi Guðnason, hefja upp raust sína. Fólk er hvatt til að mæta og styrkja tengslanet safnaðanna. Boðið verður upp á akstur frá Hleinum kl. 13.40 en þeir eldri borgarar sem kjósa akstur af Álfta- nesinu geta hringt í hjónin Auði og Linda í síma 565 0952 og óskað eft- ir akstri. Allir velkomnir. Þorvaldur Halldórs- son í Seljakirkju Sunnudagskvöldið 15. janúar kl. 20 verður guðsþjónusta í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist- armaðurinn Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn með dyggri aðstoð kórs Seljakirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar tónlistarstjóra kirkj- unnar. Verið velkomin og njótum saman góðrar stundar. Jazz-messa og guðs- þjónusta – Frímúr- arakórinn syngur Næstkomandi sunnudag 15. janúar verður fjölbreytt helgihald í Graf- arvogssókn. Barnamessur verða kl. 11 í kirkjunni og Borgarholtsskóla. Nýr sunnudagaskólapóstur verður afhentur. Kl. 11 verður haldin Jazz-messa tólfta árið í röð. Tríó Björns Thor- oddsen annast tónlistina. Dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kl. 14 er almenn guðsþjónusta, Frímúrarakórinn undir stjórn Jóns Kristins Cortes syngur ásamt Kór Grafarvogskirkju sem stjórnað er af Herði Bragasyni organista. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Selló: Örnólfur Kristjánsson. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna verður boð- ið upp á kaffi og veitingar. Fræðsla í Kefas Fimmtudaginn 19. janúar verður Sigurborg Kristjánsdóttir, þróun- arfulltrúi leikskóla, með fræðslu í Kefas. Fræðslan ber yfirskriftina: „Jákvæður agi við uppeldi barna.“. Fræðslan er kl. 20–22. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Láttu þetta ekki fram hjá þér fara. Kvennakirkjan í Hall- grímskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 15. janúar kl. 20.30. Yf- irskrift messunnar er hamingjan á nýbyrjuðu ári, trú og jafnvægi og láttu ekki umheiminn æra þig. Kvennakirkjukonurnar Jóhanna Magnúsdóttir, Gígja Árnadóttir og Halldóra Jónasdóttir flytja hugleið- ingar um efnið. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir söng undir stjórn Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Fimmtudaginn 19. janúar kl. 20 heldur Kvennakirkjan örþing í stof- um sínum að Laugavegi 59, 4. hæð, gengið inn frá Hverfisgötu. Þar mun Gunnbjörg Óladóttir, dokt- orsnemi í trúarbragðafræði, flytja erindi um rannsókn sína á trúar- fíkn. Gunnbjörg stundar dokt- orsnám við Edinborgarháskóla þar sem hún vinnur að rannsókn á sam- bandi trúar og fíknar. Á eftir gefst tækifæri til að ræða við Gunn- björgu um efnið yfir kaffi og með- læti. Tólfsporin – andlegt ferðalag í Laugarnes- kirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 17. jan- úar kl. 20 verður efnt til kynningar á merku hópastarfi í Laugarnes- kirkju sem nefnt er 12 sporin – and- legt ferðalag. Áralöng hefð hefur skapast fyrir þessu starfi í söfn- uðinum og nú er það hópur sjálf- boðaliða undir forystu Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna sem stendur að kynningunni og starfinu sem fram undan er. Í þessari tólf spora vinnu er markvisst hugað að eigin tilfinn- ingum og unnið úr lífsreynslunni. Unnið er í litlum kynskiptum hóp- um sem koma vikulega saman í safnaðarheimilinu. Þátttaka kostar ekkert og það kostar heldur ekkert að kynna sér málið á kynning- arfundunum sem verða haldnir tvö næstu þriðjudagskvöld. Það er auð- velt að koma til Laugarneskirkju og hún er góður og öruggur staður. Jón Gnarr á kvöld- vöku í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Á morgun, sunnudaginn 15. janúar, verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20. Sérstakur gestur kvöldvökunnar að þessu sinni er hinn landsþekkti listamaður Jón Gnarr sem flytur hugleiðingu. Að venju mun hljóm- sveit kirkjunnar leiða tónlistina en hljómsveitina skipa Örn Arnarson, Guðmundur Pálsson og Skarphéð- inn Hjartarson. Þá mun kór kirkjunnar syngja. Fyrirlestur í Landakoti „Í votta viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna“. Sr. Jürgen heldur áfram fyrirlestri sín- um 16. janúar kl. 20 í safnaðar- heimilinu. Að þessu sinni fjallar erindið um altarisgöngu eða bergingu: Kat- arína frá Síenu – að vera samein- aður með Kristi. Auk þess er talað um notkun latínunnar sem helgi- máls í Rómarkirkju og þátttak- endum verður gefið tækifæri til að æfa sig í framburði ýmissa lat- neskra orða og texta sem notuð eru í heilagri messu. Alfanámskeið í Graf- arvogskirkju Fimmtudaginn 19. janúar nk. verð- ur kynningarkvöld um Alfa- námskeið í Grafarvogskirkju. Það hefst kl. 20. Um er að ræða 10 skipti, þar sem farið verður í grundvallaratriði kristinnar trúar. Námskeiðið er ókeypis. Skráning fer fram í síma 587 9070, á skrifstofu Grafarvogs- kirkju. Sigga og skessan í fjallinu í Lágafells- kirkju HVER man ekki eftir sögu- persónum Herdísar Egilsdóttur: „Sigga og skessan í fjallinu“? Þess- ar þjóðþekktu og skemmtilegu per- sónur eru nú að koma á íslenskt leiksvið í glænýrri leikgerð Stopp- leikhópsins. Byggir leikritið á fyrstu bókinni þar sem Sigga og skessan kynnast og verða vinkonur. Afmælisveisla Siggu kemur við sögu en hún býður síðan skessunni í veisluna við mikinn fögnuð afmæl- isgesta. Sigga og skessan í fjallinu verður sýnt í barnamessu kl. 13 í Lágafells- kirkju næstkomandi sunnudag 15. janúar. Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis. Barnamessurnar/sunnudaga- skólinn eru byrjaðar aftur eftir jól. Barnamessur/sunnudagaskóli verður alla sunnudaga yfir vetr- artímann klukkan 13 í Lágafells- kirkju. Þar er komið saman, sungið og leikið og eru foreldrar hvattir til þátttöku. Börnin fá í hendur fræðsluefni í hverri samveru og mætingarmerki. Foreldramorgnar. Samverur okkar eru á mánudagsmorgnum kl. 10–12 í safnaðarheimili Lágafells- kirkju, Þverholti 3. Þetta eru stund- ir fyrir foreldra, sem vilja koma saman, ræða málin og fræðast um málefni tengd börnum og fjölskyld- unni. Komið og njótið góðs sam- félags. Þið mætið á mánudögum milli 10 &12 og þurfið ekki að skrá ykkur eða tilkynna komu ykkar fyrir fram. T.T.T. (Töff, Töfrandi og Takt- fast) – TTT er félagsskapur fyrir öll tíu til tólf ára börn sem langar til að eiga skemmtilegan vetur saman. T.T.T. fundirnir verða á fimmtu- dögum kl. 16.30 í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Þar munum við skemmta okkur við margs konar verkefni. Hægt er að nálgast dag- skrá TTT á heimasíðu kirkjunnar. www.lagafellskirkja.is. Alfa námskeið í Breið- holtskirkju HVER er tilgangur lífsins? Hvernig leiðbeinir Guð okkur? Hvað með ei- lífðina? Þessar spurningar eru með- al þess sem fjallað verður um á Alfa-námskeiði sem haldið verður í Breiðholtskirkju í Mjódd næstu þriðjudagskvöld. Alfa er tíu vikna námskeið þar sem þátttakendur koma saman einu sinni í viku og hefst hver samvera með léttum málsverði. Á námskeið- inu er fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Alfa-námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að velta fyrir sér mikilvægum spurn- ingum lífsins og er engin krafa gerð um trúarafstöðu. Hver og einn kemur á Alfa á eigin forsendum og hafa námskeiðin notið mikilla vin- sælda á síðastliðnum árum. Kynningarkvöld fyrir Alfa- námskeiðið verður haldið í safn- aðarheimili Breiðholtskirkju næst- komandi þriðjudagskvöld 17. jan- úar kl. 20. Námskeiðið hefst síðan á sama stað viku síðar, þann 24. jan- úar kl. 19. Hverri samveru lýkur um kl. 22, en einnig er gert ráð fyr- ir að þátttakendur fari saman einn sólarhring út úr bænum. Frekari upplýsingar eru veittar í Breið- holtskirkju í síma 587 1500 og þar er einnig tekið við skráningum. nnari upplýsingar á heimasíðunni www.alfa.is Samvera í KFUM og KFUK KFUM og KFUK bjóða til samvera á hverjum sunnudegi kl. 17 í fé- lagshúsinu á Holtavegi 28 í Reykja- vík. Áhersla er lögð á hlýlega sam- veru þar sem Guðs orð er boðað og komið er saman til að lofa Guð. Á meðan á samkomu stendur er boðið upp á barnastarf. Sunnudaginn 15. janúar flytur Keith Reed, listrænn stjórnandi KFUM og KFUK, ræðu. Í janúar verða auk þess fræðslu- stundir fyrir hverja samveru sem hefjast klukkan 16 og er hug- myndin að tækifæri gefist til að þekkja Guð betur og kynnast öðr- um. Á fyrstu fræðslustundinni fjallar Árný Jóhannsdóttir um: „Hvað eru náðargjafir?“. Allir vel- komnir. Sigga og skessan í fjallinu í Bústaða- kirkju Í barnasamveru næstkomandi sunnudag kl. 11 mun STOPP- leikhópurinn flytja okkur leikritið um Siggu og skessuna í fjallinu. Þá er um að gera að taka alla fjöl- skylduna með. Sjáumst hress á sunnudaginn í Bústaðakirkju kl. 11. Hver man ekki eftir sögu- persónum Herdísar Egilsdóttur: „Sigga og skessan í fjallinu“? Þess- ar þjóðþekktu og skemmtilegu per- sónur eru nú að koma á íslenskt leiksvið í glænýrri leikgerð Stopp- leikhópsins. Byggir leikritið á fyrstu bókinni þar sem Sigga og skessan kynnast og verða vinkonur. Afmælisveisla Siggu kemur við sögu en hún býður síðan skessunni í veisluna við mikinn fögnuð afmæl- isgesta. Allir velkomnir. Réttindi samkyn- hneigðra í Fríkirkj- unni í Reykjavík UNDANFARIÐ hefur töluverð um- ræða farið fram í samfélaginu um réttarstöðu samkynhneigðra. Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem miðast að því að bæta réttarstöðu þeirra með breytingu ýmissa laga. Einnig hafa ummæli Biskups Ís- lands bæði í nýárspredikun sinni sem og við fjölmiðla kallað á við- brögð fólks. Sunnudagsmessan kl. 14 verður helguð réttindabaráttu samkyn- hneigðra. Ætlunin er að eiga frið- sæla, bæna- og íhugunarstund þar sem þessi mál eru borin upp í Guðs helgidómi í trú, von og kærleika. Fulltrúar samkynhneigðra munu stíga í predikunarstól og flytja pre- dikunarorð ásamt safnaðar- prestum. Landsþekktir tónlist- armenn munu flytja tónlist. Meðal annarra gesta verða þær Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Mo- nika Abendroth hörpuleikari þar að auki Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Önnur tónlist verður í höndum Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möllers auk Fríkirkjukórsins. Fríkirkjuprest- arnir Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir munu þjóna fyrir altari. Kirkjukaffi verður í safnaðarheimili Fríkirkjunnar að Laufásvegi 13, að lokinni messu. Allir velkomnir. Alfanámskeið III í Óháða söfnuðinum 17. janúar kl. 19 hefst Alfa- námskeið III í Óháða söfnuðinum. Verður Filippíbréfið tekið fyrir á næstu 9 þriðjudagskvöldum. Hefst hvert fræðslukvöld með heimilismataráti. Að því loknu er smásöngstund og frumfræðsla í um stundarþriðjung eða svo. Þá er skipt upp í hópa – efni kvöldsins tekið fyrir – og rætt í almennum umræðum. Endað er uppi í kirkju með bænastund, og er öllu lokið kl. 22. Þátttökugjald er 5.000 kr. og eru allir velkomnir. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar FUNDUR í Safnaðarheimilinu að lokinni messu sunnudaginn 15. jan- úar nk. Harmonikkuleikari kemur og leikur nokkur lög og viðstaddir syngja saman. Safnaðarfélagið er opið öllum, bæði sóknarbörnum og öðrum vel- unnurum Dómkirkjunnar. Fé- lagsmenn hittast einu sinni í mán- uði yfir vetrartímann, hlýða á messu og borða saman léttan há- degisverð. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Árni SæbergVídalínskirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.