Morgunblaðið - 14.01.2006, Page 57
Fosshótel Lind | Námskeið um starf Amn-
esty International. Sagt verður frá upp-
byggingu og verkefnum samtakanna.
Greint verður frá því aðgerðastarfi sem í
boði er innan AI. Amnesty-félagar styðja
við bakið á samtökunum á margvíslegan
hátt, og framlag hvers og eins skiptir máli.
Námskeiðið er ókeypis og opið öllum fé-
lögum í Amnesty International.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Iðnskólann í Hafnarfirði. Allir velkomnir.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið-
vikudaga, frá kl. 13 til 17. Úthlutun matvæla
er alla miðvikudaga frá kl. 15 til 17 að Eski-
hlíð 2–4, v/Miklatorg. Þeir sem vilja styðja
starfið fjárhagslega vinsamlegast leggi inn
á reikning 101–26–66090 kt. 660903–
2590.
Friðarsetrið í Holti í Önundarfirði | Menn-
ingardagskrá helguð Guðmundi Inga Krist-
jánssyni, skáldi, sunnudag kl. 14. Erindi:
Brynjólfur biskup Sveinsson; Helgi Þorláks-
son. Brynjólfur Sveinsson Ragnheiðarson í
Holti; Már Jónsson. Umfjöllun skálda um
Brynjólf biskup: Sr. Skúli S. Ólafsson. Kirkju-
kór Önundarfjarðar. Lesin og kynnt ljóð eftir
Guðmund Inga.
Frístundir og námskeið
Hússtjórnarskólinn | Náttúrulækninga-
félag Reykjavíkur heldur matreiðslunám-
skeið í grænmetisréttum laug. 14. jan. Að
þessu sinni hefur félagið fengið til liðs við
sig Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeist-
ara, frá veitingahúsinu Á næstu grösum.
Kenndar verðar grunnaðferðir við vinnslu á
grænmeti og baunum, fjölbreytileikinn í fyr-
irrúmi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 57
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Dalbraut 18-20 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Fastir liðir eins og venjulega.
Skráning á postulínsnámskeið stendur
yfir. Þorrablótið verður 3. febrúar. Not-
endaráðsfundur kl. 10 þann 17. jan.
Síminn hjá okkur er 588 9533 Handa-
vinnustofa Dalbrautar 21–27 er opin
alla virka daga milli kl. 8 og 16.
FEBÁ, Álftanesi | Æft kl. 12–13 í
íþróttahúsinu undir leiðsögn Denna.
Allir eldri borgar velkomnir í hópinn.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljóm-
sveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Þorrablót verður haldið á Hótel Örk
fimmtudaginn 26. janúar kl. 19. Skrán-
ing á skrifstofu FEB og í síma
588 2111.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
| Dansleikur í Glæsibæ laugardaginn
14. janúar kl. 21.30. Hljómsveitir á veg-
um félagsins halda uppi fjörinu til kl.
02. Skemmtinefnd.
Félag kennara á eftirlaunum |
Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði,
Stangarhyl 4. Hefst kl. 13.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16
verður opin myndlistarsýning Sól-
veigar Eggerz. Hvern virkan dag kl. 9–
16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar
vinnustofur og spilasalur, dans-
kennsla, létt ganga um nágrennið,
myndlist o.m.fl. Veitingar í hádegi og
kaffitíma í Kaffi Berg. Strætó S4 og 12.
Uppl. á staðnum og í síma 575 7720.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Út í bláinn kl. 10. Tölvu-
námskeið kl. 13. Skráning í framsagn-
arhóp, ljóða- og hagyrðingahóp
stendur yfir. Þorrablótið er 27. janúar
kl. 17. Kíktu við í kaffi og kynntu þér
dagskrána. Allir hjartanlega velkomnir.
Síminn okkar er 568 3132.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans
verður í Ásgarði, Stangarhyl 4, laug-
ardaginn 14. janúar, spilavistin hefst kl.
20 og dans að henni lokinni um kl. 22
og fram eftir nóttu. Kiddi Bjarna leikur
fyrir dansi. Dans við allra hæfi.
Kirkjustarf
Félagsmiðstöðin Víðilundi 22 | Ag-
low, kristileg kvennasamtök, verða
með fund mánudaginn 16. janúar kl.
20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22.
Ræðukona: Dögg Harðardóttir, for-
maður Aglow á Akureyri. Allar konur
velkomnar.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
KFUM og KFUK | Sunnudags-
samkoma KFUM og KFUK verður í fé-
lagshúsinu á Holtavegi 28 þann 15.
janúar. Keith Reed talar. Lofgjörð og
fyrirbæn. Fræðslustund kl. 16 í umsjá
Árnýjar Jóhannsdóttur. Allir velkomn-
ir.
er flutt á Laugaveg 56.
Útsala og fjöldi opnunartilboða!
Verið velkomin.
Laugavegi 56
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
TVÆR sýningar opna í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag kl. 14.
Á efri hæð safnsins er sýning Kristínar Þorkelsdóttur sem hún nefnir
Tveir heimar. Í vestursal safnsins eru sýnishorn af grafískri hönnun
Kristínar allt frá upphafi ferils hennar á síðari hluta sjötta áratug-
arins. Á sýningunni eru bókakápur, merki, peningaseðlar, umbúðir og
margt fleira. Hönnun Kristínar er landsmönnum vel kunn. Um árabil
rak hún Auglýsingastofu Kristínar, síðar Auk hf., ásamt Herði Daní-
elssyni eiginmanni sínum. Á ferli sínum hannaði hún fjölmörg merki
ásamt umbúðum sem enn eru í notkun og við berjum augum daglega.
Í austursal safnsins sýnir Kristín nýjar vatnslitamyndir. Í rúmlega tvo ára-
tugi hefur Kristín ferðast um landið og túlkað íslenska náttúru með vatns-
litum. Í sýningarskrá sem ber heitið Kristín Þorkelsdóttir – Tveir heimar
fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um vatnslitamyndir og hönnun
Kristínar. Í skránni er einnig viðtal sem Guðmundur Oddur Magnússon tók
við Kristínu um hönnunarferil hennar.
Þræðir Guðrúnar
Á neðri hæð safnsins er sýning sem ber heitið Þræðir. Á henni eru um 20
kjólar og yfirhafnir sem Guðrún Vigfúsdóttir hannaði og óf á meðan hún
rak vefstofu á Ísafirði. Vefstofuna stofnaði Guðrún árið 1965 og rak í rösk-
lega 20 ár. Markmiðið með vefstofunni var að hefja hinn forna ullariðnað
til vegs og virðingar og vinna glæsilegar og nútímalegar flíkur frá grunni
líkt og íslenskar konur gerðum fyrrum. Flíkur Guðrúnar eru oft í sauðalit-
um og hönnun sína byggir hún jafnt á íslenskri vefnaðarhefð og náttúru. Í
módelkjólum Guðrúnar haldast íslenskur vefnaður og hönnun í hendur. Á sjöunda
og áttunda áratugnum nutu ofnir kjólar Guðrúnar mikilla vinsælda og voru sýndir
á mörgum tískusýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni eru einnig fjórir
höklar sem Guðrún óf fyrir Digraneskirkju í Kópavogi.
Verk eftir Kristínu Þorkelsdóttur.
Kristín og Guðrún
sýna í Gerðarsafni
Verk eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur.