Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 87. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Samræmdu prófin nálgast Þátttaka foreldra í námi barnanna getur skipt sköpum Daglegt líf Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Taka áhugamálið með á sjóinn  Ýsan óskafiskurinn  Soðningin Íþróttir | KR-ingar jafna í rimmunni við Njarðvík  Arsenal lagði Juventus UPPLAG Morgunblaðsins í dag er 120 þúsund eintök eða rúmlega tvö- falt meðalupplag blaðsins og verður því dreift um land allt. Eitt fyr- irtæki, Icelandair Group, hefur keypt nær allt auglýsingarými blaðsins í dag og segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, ástæðuna þá að verið sé að kynna öll fyrirtækin í samsteypunni og aug- lýsingarnar í Morgunblaðinu í dag séu fyrsta skrefið í kynning- arherferð fyrirtækisins sem standa á næstu vikur og mánuði. Leita nýrra kynningarleiða Tíu fyrirtæki eru innan Icelandair Group og sinna þau áætlunar- og leiguflugi, fraktflugi, hótelrekstri og fleiri sviðum ferðaþjónustu. „Við er- um sífellt að leita nýrra leiða til að kynna starfsemi okkar og við ákváðum að fara þessa leið. Við þurftum að finna góðan auglýsinga- miðil til að spila þetta með okkur og Morgunblaðið var til í það,“ sagði Jón Karl ennfremur. | 4 Einn auglýsandi og upp- lagið 120 þúsund eintök ÚTGÖNGUSPÁR í Ísrael í gærkvöldi bentu til að Kadima-flokkurinn, undir for- ystu Ehuds Olmerts forsætisráðherra hefði fengið flesta þingmenn kjörna í þingkosn- ingum í gær. Samkvæmt útgönguspám fékk Kadima 29 til 32 menn kjörna, en alls var kosið til 120 sæta á ísraelska þinginu. Þá bentu spár til að Verkamannaflokk- urinn, undir forystu Amirs Peretz, fengi 20 til 22 þingsæti, sem er meira en búist hafði verið við. Þjóðernisflokkurinn Yisrael Bei- tenu, var líklegur til að fá 12 til 14 þingmenn og Likud-flokkurinn 11 til 12. Olmert lýsti yfir sigri í gær og þakkaði úrslitin Ariel Sharon, stofnanda Kadima, sem liggur enn í dái eftir heilablóðfall. Sagði hann að tími væri kominn til að stilla til frið- ar innanlands og ýta ágreiningi til hliðar. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud, sem sagði í gærkvöldi að flokkurinn hefði beðið afhroð. Lýsti Olmert því yfir fyrir kosningar að hann myndi beita sér fyrir því að byggðir landtökumanna gyðinga á Vesturbakkanum yrðu lagðar niður og endanleg landamæri Ísraels afmörkuð fyrir 2010. Olmert lýsir yfir sigri AP Stuðningsmenn Verkamannaflokksins fagna úrslitum kosninganna í gær. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÁVÖXTUNARKRAFA á skulda- bréfum allra íslensku bankanna snarlækkaði á eftirmarkaði í Evrópu í gær eða um 0,13–0,17% í kjölfar þess að greint var frá því að Glitnir hefði fengið einkunnina A- á lang- tímaskuldbindingar og A-2 á skammtímaskuldbindingar hjá bandaríska lánshæfismatsfyrirtæk- inu Standard & Poor’s sem telur horfur bankans vera stöðugar. Krónan styrktist um 1,3% gær og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,85%. Glitnir er nú kominn með þrefalt lánshæfismat og er fyrstur íslensku bankanna til þess að fá lánshæfismat hjá Standard & Poor’s (S&P). Sig- urjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir stjórnendur bankans hafa velt því fyrir sér að fá mat hjá S&P en ekki hafi verið tekin ákvörðun um það eins og stendur. Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs hjá KB banka, segir að fyrir ári hafi bankinn haft eitt lánshæfismat frá gær og endaði í um 0,51% í lok dags og hafði þá lækkað um 0,15%. Álagið á skuldabréfum Kaupþings banka var um 0,93% við lokun á mánudag en endaði í um 0,76% í gær og álagið á skuldabréfum Landsbankans lækkaði úr um 0,86% í 0,73%. Þótt það hafi aðeins verið Glitnir sem fékk mat hjá S&P lækkaði álagið hjá öll- um bönkunum, sem túlka má sem svo að fjárfestar áliti kerfislega hættu í íslenska bankakerfinu í heild hafa minnkað við matið. Eftir sem áður er vaxtaálagið þó sýnu lægst hjá Glitni. Í Vegvísi Landsbankans segir að matið sé ekki aðeins góðar fréttir fyrir Glitni, sem nú hafi fengið upp- reisn æru, heldur einnig fyrir ís- lensku bankana eftir þá umræðu sem átt hafi sér stað að undanförnu, enda hafi því til að mynda verið hald- ið fram í skýrslu Merril Lynch að lánshæfismat íslensku bankanna ætti að vera BBB og það væri sú ein- kunn sem þeir myndu fá í mati frá S&P. fyrirtækinu Moody’s. „Bankinn fékk svo annað frá Fitch Rating í haust sl.. Okkur er það hins vegar ljóst að fjár- festar í Bandaríkjunum telja betra að einnig liggi fyrir mat frá Standard & Poor’s, og er það mál nú í skoðun hjá bankanum,“ sagði Jónas. Lækkun um 0,13% til 0,17% Lækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum íslensku bankanna á eftirmarkaði þýðir í reynd að virði skuldabréfa íslensku bankanna hækkaði að sama skapi í hugum fjár- festa sem um leið telja þá minni hættu vera á að bankarnir geti hugs- anlega lent í erfiðleikum. Á mánu- daginn var var tryggingarálagið (CDS), sem aftur endurspeglar vaxtaálagið, á skuldabréfum Glitnis nálægt 0,66% en það lækkaði hratt í Ávöxtunarkrafan á eftir- markaði hraðlækkaði Glitnir fær A- í lánshæfismati hjá Standard & Poor’s Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Glitnir | 14 GÓÐ HUGMYND FRÁ ÍSLANDI BJARNI Ár- mannsson, for- stjóri Glitnis, segir að alþjóð- legir skulda- bréfamarkaðir hafi tekið frétt- um af lánshæf- ismati S&P afar vel. „Álag á Glitni, sem og á aðra ís- lenska banka, lækkaði nokkuð stöðugt eftir því sem leið á daginn í gær. Á síðustu tveimur dögum hefur álagið á okkar bréf lækkað um 20 punkta, eða 0,2%, sem er veruleg breyting.“ Bjarni sagði ennfremur að láns- hæfismatið hefði skapað ákveðinn stöðugleika á markaðinum og aukið tiltrú manna á íslenskum bönkum og íslenska efnahagslíf- inu. Aukin tiltrú á bönkunum STAÐA varnarmála á Íslandi var meðal þess sem Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, og Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, ræddu í Berlín í gær. Steinmeier spurði um stöðu málsins í upphafi fundar. Geir gerði honum rækilega grein fyrir málinu, að- draganda þess og fyrirhuguðum viðræðum. „Steinmeier var býsna fróður um þessi mál og þekkti sögu Vallarins nokkuð vel. Þjóð- verjar eru náttúrlega frá fornu fari miklir og góðir vinir okkar og það kom skýrt fram á þessum fundi. Ég tel að ef varnarmálin koma til kasta NATO verði Þjóðverjar boðnir og búnir að leggja okkur lið eins og þeir hafa að- stöðu til,“ sagði Geir í samtali við Morg- unblaðið. Þeir ræddu einnig ferðamennsku og fjárfestingar. Hann kvað Þjóðverja hafa áhuga á að íslensk fyrirtæki í jarðhitamálum létu til sín taka í landinu og vildu einnig efla ferðamennsku og viðskipti milli landanna. | 12 Ræddu varnar- mál og fjárfest- ingar í Berlín Reuters GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær Joshua Bolten í embætti skrif- stofustjóra Hvíta hússins. Tekur Bolten við af Andrew Card, sem sagði af sér, en hann hafði gegnt embætti skrifstofustjóra allt frá því að Bush tók við embætti 2001. Bolten hefur starfað í Hvíta húsinu und- anfarin ár og þykir styrkur hans liggja á sviði efnahagsmála. | 15 Bush skipar nýjan skrifstofustjóra ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.