Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnar FreyrValdimarsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1982. Hann lést 20. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Katrín Karlotta Brandsdóttir og Valdimar Aðal- steinsson. Systkini Arnars eru; Sigríð- ur Hlíf Valdimars- dóttir, f. 23.12. 1978, gift Einari Loga Sveinssyni, sonur þeirra er Jóel Snær; Aðalsteinn, f. 12.10. 1987; og Björgvin, f. 29.9. 1994. Unnusta Arnars er Lilja Særós Jónsdóttir, f. 27.1. 1983. Arnar lauk námi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ár- ið 2003. Verklega hlutann lærði hann hjá Ísal. Síðustu mánuði starfaði hann hjá Kerfóðrun. Aðaláhugamál Arnars voru bretta- íþróttir, bæði hjóla- bretti og snjóbretti, sem hann keppti og starfaði við. Hann hafði einnig áhuga á brimbretta-, mótor- hjóla- og öðrum jað- aríþróttum. Bretta- fatnaður og hönnun í sambandi við brettaíþróttir var mikið áhugamál og hafði hann hannað sitt eigið fatamerki, Slark. Útför Arnars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Arnar minn. Ég elska þig heitar en orð geta tjáð. Tár mín svo frosin, orð mín svo tóm þögul og brennandi heit er mín ást. Ég man er ég leit fyrst í augu þín vitandi allt. Það var ást við fyrstu sýn. Við eigum svo undurvel saman, við tvö skilj- um hvort annað og heiminn svo vel. Sálir sem hittast og heilsast á ný, ég veit ég hef elskað þig áður og elska þig enn. ( Magnús Þór Sigmundsson.) Án þín virðist allt svo tómt, ég veit ekki hvað ég á að gera án þín, þú varst ljósið mitt, helmingurinn minn og besti vinur. Með þér lærði ég að elska, brosa og hlæja. Ég vildi óska að ég gæti fengið þig aftur, snert þig aftur, tekið utan um þig aftur, kysst þig aft- ur, hlegið með þér aftur og sagt við þig að ég elskaði þig, aftur. Ég sit bara núna og bíð, bíð eftir að þú komir og huggir mig, takir utan um mig, segir mér að allt muni lagast, sýnir mér, kennir mér og hjálpir mér hvernig. En þú kemur ekki. Presturinn sagði við mig að sorgin væri svona mikil, vegna þess hve heitt ég hafi elskað. Takk fyrir það, ástin mín, takk fyr- ir að leyfa mér að elska þig, takk fyrir allar minningarnar og takk fyrir að hafa verið til. Ég elska þig alltaf og að eilífu. Þín Lilja. Elsku bróðir minn, þú ert besti bróðir í heimi og vinur. Ég sakna þín rosalega mikið. Ég elska þig mikið. Þú ert fyrirmyndin mín. Nú ert þú á stað þar sem þú getur alltaf verið á snjóbretti, hjólabretti og surfbretti. Minning þín lifir áfram í hjörtum okk- ar. Þinn bróðir Björgvin. Elsku litli bróðir minn. Það eru engin orð sem geta lýst þeirri sorg og söknuði sem ég finn fyrir nú. Bara ef ég gæti sagt þér einu sinni enn hversu heitt ég elska þig og hversu stolt ég er af þér. Þegar ég sit hér og skrifa þetta hellast allar minningar yfir mig og ég mun geyma þær í hjarta mínu að ei- lífu. Þú varst alltaf svo glaður og brosmildur. Þú ert ekki bara litli bróðir minn heldur líka besti vinur. Það var ómetanlegt að geta leitað til þín ef eitthvað var að og alltaf fengið hreinskilið svar, þú varst aldrei hræddur við að segja þína meiningu. Um jólin 2004 þegar ég var búsett í Danmörku og gat ekki komið heim um jólin komst þú til mín, elsku Arn- ar, og varst hjá mér til þess að við værum ekki ein, fyrir mig var það ómetanlegur tími sem við áttum sam- an. Það eru ótal minningar sem ég gæti talið upp en ég mun geyma þær í hjarta mínu um aldur og ævi. Jóel Snær, litli frændi þinn, lítur svo upp til þín og veit ég að þú átt eftir að vaka yfir honum. Mun ég deila öllum minn- ingum sem ég á um þig með honum. Ég ætla ekki að segja bless því að ég veit að við munum hittast aftur, elsku fallegi bróðir minn, þegar minn tími er kominn. Þín systir Sigríður Hlíf. Elsku Arnar. Það eru erfiðir tímar og engin ráð þeir sem að lifa, lifa fyrir guðs náð. Enginn veit og enginn sér allt fram streymir og fer sem fer. (Kr. Kristjánsson.) Það er erfitt að skilja þegar ungur maður eins og þú ert tekinn frá okk- ur. Okkur langar bara til að þakka þér fyrir allt sem þú varst. Þakka þér alla ástina og umhyggj- una sem þú sýndir henni Lilju okkar. Hún á ósköp bágt núna en við lof- um þér því að passa hana vel. Elsku Arnar, fjölskyldan þakkar þér fyrir að fá að þekkja þig. Við von- um að þér líði vel í nýjum heimkynn- um og þú getir rennt þér á bretti með hinum englunum. Aðkoman var hrikaleg englar himins flykktust að englar himins grétu í dag. Allt var brotið, hljótt og kyrrt veröldin sem viti firrt englar himins grétu í dag sorgin bjó sig heiman að, í dag. Allt var kyrrt og allt var hljótt miður dagur varð sem nótt sorgin bjó sig heiman að englar himins grétu í dag. Allt var kyrrt og allt var hljótt öllu lokið furðu fljótt englar himins grétu í dag. (Kr. Kristjánsson.) Elsku fjölskylda, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vitum að allar góðu minningarnar um Arnar eiga eftir að lifa með okkur öllum um ókomin ár. Guð blessi ykkur. Jón, Drífa og fjölskylda. Elsku Arnar. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Við viljum þakka þér fyrir að koma inn í líf okkar og gera okkur að betri manneskjum. Þakka þér alla gleðina sem þú færðir okkur og þá ást og hamingju sem þú færðir Lilju systur. Það eru margar góðar minningar sem Lilja og við öll eigum um þig og munu aldrei gleymast.Við skulum passa Lilju fyr- ir þig, það er loforð. Hugur okkar er hjá þér, fjölskyldu þinni og vinum. Jón Helgi og Jóna Kristín. Í minningu kærs frænda og vinar: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín verður sárt saknað í frænd- systkinahópnum, Arnar minn. Þökkum allar góðu stundirnar. Þínir frændur og vinir Brandur, Gunnbjörn, Vignir og Sindri. Elsku Arnar minn. Ég trúi því ekki að ég sitji hér og skrifi mín hinstu orð til þín, svo snögglega hvarfstu úr þessum heimi. Ég er búin að óska þess heitast að þetta sé bara vondur draumur sem ég sé alveg að fara að vakna af. En raunin er víst önnur. Ég man nú yfirleitt ekki mikið úr æsku minni, en ég gleymi þér seint, elsku ljúfurinn minn, enda fylgdu þér oft skrámur og marblettir, þú varst mesti ofurhuginn í hverfinu. Ég man svo vel eftir okkur sem krökkum, á flottu hjólunum okkar, ég á splunku- nýju BMX-hjóli og þú fékkst mig til að gera allt. „Helga, taktu tilhlaup, þarna efst í Stekkjar-hvamminum, og stökktu svo yfir þennan pall og skransaðu svo í sandinum!“ Ég lék allt eftir þér. Eftir að þú fluttir í Lækjarbergið var mamma dugleg að heimsækja mömmu þína og mér þótti voða sport að heimsækja þig. Við stál- umst til að sulla í læknum og lékum okkur. Við fjarlægðumst svo í nokkur ár, hittumst stöku sinnum uppi í fjöll- um og náðum þá að fylla upp í eyð- urnar. Ég var ekkert smá glöð þegar leiðir þínar og Lilju minnar lágu saman, þessi yndislegi strákur sem hafði svo góða nærveru og var ekkert nema brosið, var loksins kominn í vinahóp- inn. Ég hef aldrei séð vinkonu mína eins hamingjusama, enda komstu fram við hana eins og drottningu. Þið smulluð saman eins og púsluspil og ástin skein af ykkur. Þú varðst mjög fljótlega „einn af stelpunum“ og það má nú alveg teljast afrek út af fyrir sig, enda erum við kvenfólk frekar erfiðar víst. Við stelpurnar erum svo heppnar að eiga margar góðar minn- ingar um þig, enda vorum við dugleg að gera eitthvað sniðugt saman. Þú varst alltaf svo glaður, góður og ein- lægur, talaðir aldrei illa um neinn og komst fram við alla sem jafningja. Aldrei hefði ég trúað því í þar síðustu viku þegar við vorum í keilu, að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Þú varst uppskriftin að sönnum vini, það var hægt að tala um allt við þig, treysta þér fyrir öllu og sama hvað það var þá gafstu mér alltaf góð ráð. Mér þótti alveg rosalega gott að tala við þig og ég ætla að halda því áfram. Ég kunni líka vel að meta að þú leitaðir svo oft til mín ef eitthvað bjátaði á. ARNAR FREYR VALDIMARSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN LILJA EIRÍKSDÓTTIR, Vatnsholti 3a, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 31. mars kl. 14.00. Andreas Færseth, Óli Jóhann Færseth, Jóhanna M. Karlsdóttir, Jónína Guðrún Færseth, Jóhannes Helgi Einarsson, Björg Linda Færseth, Einar S. Sveinsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÞYRÍ ANDERSEN, Fjallalind 66, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 31. mars kl. 13.00. Þór Guðmundsson, Willum Þór Þórsson, Ása Brynjólfsdóttir, Örn Þórsson, Regína Björk Jónsdóttir, Valur Þórsson, Helga Margrét Vigfúsdóttir, Willum Þór Willumsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir, Daníel Helgi Arnarson, Ísar Logi Arnarson, Ernir Þór Valsson, Viktor Orri Valsson. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, barnabarn og frændi, HAUKUR KRISTÓFERSSON, Fossatúni 14, Selfossi, sem lést sunnudaginn 19. mars sl., verður jarð- sunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 11:00. Sigríður Herdís Leósdóttir, Kristinn Magnússon, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, Björn Heiðberg Hilmarsson, Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir, Birgir Guðmundsson, Leó Kristófersson, Haukur Kristófersson, Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún H. Hauksdóttir, Jóhannes B. Jóhannesson, systkinabörn og aðrir aðstandendur. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, RÓSA EIRÍKA INGIMUNDARDÓTTIR (THORSTEINSSON), Baltimore, Maryland, Bandaríkjunum, andaðist á Harbor Hospital, Baltimore Maryland, laugardaginn 25. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk fjölskyldu. Minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Halldór Thorsteinsson, Guðmundur I. Thorsteinsson, Þorsteinn E. Halldórsson, Karen L. Thorsteinsson, Elsa E. Reed, William A. Reed og barnabörn. Ástkær systir okkar, GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, Hafnarbraut 20, Höfn í Hornafirði, sem lést miðvikudaginn 22. mars, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju föstudaginn 31. mars kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Systkini hinnar látnu, Hafnarbraut 18, Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.