Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FÆR A- Í LÁNSHÆFISMATI
Ávöxtunarkrafa á skuldabréfum
allra íslensku bankanna snarlækkaði
á eftirmarkaði í Evrópu í gær eða um
0,13–0,17% í kjölfar þess að greint
var frá því að Glitnir hefði fengið
einkunnina A- á langtímaskuldbind-
ingar og A-2 á skammtímaskuld-
bindingar hjá bandaríska lánshæf-
ismatsfyrirtækinu Standard &
Poor’s.
Þyrla sótti veikan sjómann
Eldri þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, sótti í gær veikan sjómann
um 50 sjómílur norður af Siglunesi.
Aftakaveður var á svæðinu og þurfti
þyrlan að reiða sig á leiðsögn Fokk-
er-flugvélar gæslunnar en flugdrægi
þyrlunnar og möguleikar hennar til
að fljúga í slæmu veðri eru mjög tak-
markaðir.
Njósnari látinn
Svíinn Stig Wennerström, sem
njósnaði fyrir Sovétmenn í 15 ár í
kalda stríðinu, lést í liðinni viku, 99
ára að aldri. Wennerström, eða
„Örninn“ eins og Sovétmenn nefndu
hann, var árið 1964 dæmdur í fang-
elsi fyrir athæfi sitt en náðaður tíu
árum síðar.
Nýr skrifstofustjóri
George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær afsögn skrif-
stofustjóra Hvíta hússins, Andrews
Card. Arftaki hans verður Joshua
Bolten, sem verið hefur yfirmaður
fjárlagadeildar.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 28
Fréttaskýring 8 Umræðan 30/33
Viðskipti 14 Bréf 32
Erlent 15/16 Minningar 34/39
Minn staður 20 Myndasögur 42
Höfuðborgin 22 Dagbók 42/46
Suðurnes 22 Staður og stund 43
Akureyri 23 Leikhús 46
Landið 23 Bíó 50/53
Daglegt líf 24/25 Ljósvakamiðlar 54
Menning26/27, 46/53 Veður 55
Af listum 26 Staksteinar 55
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir fasteignablað Miðborgar.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
RANNSÓKN á hrottalegri líkams-
árás og mannráni þegar fjölskyldu-
faðir var numinn á brott frá heimili
sínu í Garðinum
sl. laugardags-
kvöld hefur ekki
leitt til handtöku
neinna grunaðra.
Lögreglan í
Keflavík rann-
sakar málið og
leggur mikla
vinnu í að hafa
uppi á árásar-
mönnunum sem
voru fjórir. Tóku þeir manninn og
börðu og bundu áður en þeir læstu
hann niðri í bílskotti og héldu hon-
um föngnum næstu 7 klukkustund-
irnar, eða þar til honum tókst að
losa fjötrana upp á eigin spýtur og
stökkva á brott í eitt skiptið þegar
skottið var opnað. Það gerðist um
kl. 2 aðfaranótt sunnudags rétt hjá
bænum Múla í Biskupstungum.
Þrátt fyrir skóleysi og lítinn skjól-
fatnað tókst honum að hlaupa heim
að bænum og fá aðstoð húsráðanda
eftir að hafa verið fangi mannanna
allan þennan tíma.
Voru á stórum amerískum bíl
Að sögn Karls Hermannssonar,
yfirlögregluþjóns í Keflavík, er ekki
ljóst hvaða leið var ekin út úr bæn-
um en á leiðinni drógu mennirnir
fórnarlambið a.m.k. einu sinni út úr
bílnum til að ganga enn og aftur í
skrokk á því. Maðurinn slapp þó við
beinbrot í árásinni en hlaut víða mar
og eymsli. Vitað er að bíll mannræn-
ingjanna var stór amerískur bíll en
tegund liggur ekki fyrir. Verið er að
kanna nánar vísbendingar varðandi
bílinn sem gætu leitt lögregluna á
sporið.
„Þetta mál er nokkur ráðgáta.
Það er engin vísbending um að
fíkniefni hafi verið í spilinu,“ segir
Karl Hermannsson. „Ástæðan gæti
verið persónuleg óvild eða eitthvað
slíkt. Þá virðist árásin hafa verið
gerð fyrirvaralaust með því að
mennirnir mæta hjá manninum og
ganga síðan í skrokk á honum og
setja hann í skottið. Hann sér engar
ástæður fyrir því að nokkur hafi vilj-
að gera sér svona nokkuð og því er
einn möguleiki sá að árásarmenn-
irnir hafi farið mannavillt. Harkan
er auðsjáanlega að aukast í undir-
heimunum og af því höfum við
fregnað í tengslum við handrukk-
ara.“ Vegna rannsóknar málsins
hefur lögreglan í Keflavík samstarf
við önnur lögregluembætti á Suður-
landi og var gengið á vettvang í gær
í nágrenni við Múla. Húsráðandi
þar, sem tók á móti manninum um
nóttina, baðst undan viðtali við
Morgunblaðið í gær sem og mað-
urinn sem fyrir árásinni varð.
Ástæða mannránsins ráðgáta
Alvarleg líkamsárás og ruddaleg frelsissvipting í Garði til rannsóknar
!
"
#
"
$
%
& '"
( #
"
!"
Karl Hermannson
VINNA hófst í gær í aðgöngum 4 í
Desjarárdal, en þar varð á mánudag
banaslys er bjarg féll á einn starfs-
manna Arnarfells sem var þar við
sprengiefnahleðslu í stafni.
Að sögn Haraldar Alfreðssonar,
aðstoðarstaðarverkfræðings hjá
VIJV framkvæmdaeftirliti fyrir
Landsvirkjun, var í gær ákveðið að
opna göngin á ný fyrir vinnu, en lög-
regla, Vinnueftirlit og sprengiefna-
sérfræðingur á þess vegum hafa lok-
ið vettvangsrannsókn. „Lögreglan
er með málið eins og stendur og í
kjölfarið fer umsögn frá þeim til
Vinnueftirlits.“ Haraldur segir ör-
yggisráð Landsvirkjunar, VIJV
framkvæmdaeftirlit og verktaka við
Kárahnjúkavirkjun halda fund í
næstu viku þar sem farið verði yfir
alla þætti öryggismála er að málinu
lúta. Í gær var fundað með starfs-
mönnum Arnarfells áður en þeir
hófu vinnu að nýju við aðgöng 4.
Sigurður Arnalds hjá Landsvirkj-
un sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að ekkert væri frekar vitað um
tildrög slyssins annað en að þrír
menn hjá Arnarfelli hefðu verið að
vinna við stafn ganganna, þar sem
búið hefði verið að bora fyrir
sprengiefninu og mennirnir að vinna
við að hlaða sprengiefni í holurnar.
Einhverra hluta vegna hafi túba í
einni holunni sprungið. Sprengingin
hafi verið lítil og starfsmaður á bor
ekki orðið hennar var fyrr en hann
fann reykjarlykt. Sprengingin var þó
nægjanleg til að hreyfa af stað um
eins tonns þungt bjarg sem féll niður
úr stafninum og á einn mannanna
með þeim afleiðingum að hann lést
samstundis.
Sr. Lára G. Oddsdóttir hélt minn-
ingarathöfn í vinnubúðunum við
Kárahnjúka í gær og hefur hún,
ásamt hjúkrunarfólki veitt starfs-
mönnum Arnarfells áfallahjálp.
Rannsókn málsins er framhaldið
hjá lögreglu og Vinnueftirliti.
Vinna hafin að nýju í aðgöngum 4
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
MAÐURINN sem lést í vinnu-
slysi við Kárahnjúka í gærmorg-
un hét Eilífur Hammond. Hann
var 26 ára að aldri, fæddur 23.
desember árið 1979, til heimilis
að Egilsgötu 30 í Reykjavík.
Eilífur lætur eftir sig unnustu.
Lést í vinnu-
slysi við
Kárahnjúka
KARLMAÐUR á þrítugsaldri sem
saknað hafði verið síðan á hádegi sl.
mánudag fannst látinn um miðjan
dag í gær. Umfangsmikil leit um 80
björgunarsveitamanna hófst upp úr
miðnætti aðfaranótt þriðjudags en
bar ekki árangur. Var leit að bíl
mannsins haldið áfram í birtingu í
gærmorgun og farið um nágrenni
höfuðborgarsvæðisins, á Suðurnes
og upp undir Borgarfjörð, jafnframt
var farið inn í sumarbústaðalönd og
litast um á Bláfjallasvæðinu.
Talið er að um eitt hundrað
manns hafi tekið þátt í leitinni en
þar voru ásamt björgunarsveita-
mönnum lögregla og aðstandendur.
Eftir hádegi voru það meðlimir úr
leitarhópi sem fundu manninn látinn
í bifreið sinni í grennd við Flúðir.
Ekki er grunur um að lát hans hafi
borið að með saknæmum hætti,
samkvæmt tilkynningu frá lögregl-
unni.
Ekki er unnt að birta nafn hins
látna að svo stöddu.
Fannst
látinn eftir
mikla leit
SENDIHERRA Bandaríkjanna á Ís-
landi, Carol Van Voorst, afhenti Hall-
dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra
bréf frá Bandaríkjaforseta, George
W. Bush, seint í fyrradag, en í bréfinu
ítrekar Bush varnarskuldbindingar
Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, að
sögn Halldórs. Bréf Bush er svarbréf
við erindi Halldórs frá því fyrr í mán-
uðinum, þar sem Halldór óskar eftir
svörum um hvernig bandarísk stjórn-
völd ætli að standa við samning um
varnir Íslands, nú þegar ákveðið hafi
verið að kalla orrustuþotur varnar-
liðsins og þyrlusveit frá landinu.
„Bush segist hafa gefið þau fyrir-
mæli til utanríkisráðuneytisins og
varnarmálaráðuneytisins að koma til
viðræðna við okkur og ræða með
hvaða hætti Bandaríkin væru tilbúin
til að sinna þessum skuldbindingum.
Hann segist í bréfinu vænta þess að
með því muni nýr kafli hefjast í þess-
um samskiptum sem muni tryggja ör-
yggi bæði Bandaríkjanna og Íslands.
Í bréfinu kemur líka fram að sendi-
nefnd muni koma hingað fljótlega til
að fjalla um þessi mál,“ segir Halldór,
en ráðgert er að sendinefndin komi til
landsina á morgun, fimmtudag.
„Hvað hún hefur í farteskinu vitum
við ekki, en við munum að sjálfsögðu
hlusta með athygli á það og fara yfir
það sem þeir hafa að segja.“
Samráð við NATO
Spurður hvort íslensk stjórnvöld
séu þar með bara að bíða eftir því
hvað Bandaríkjamenn hafi til mál-
anna að leggja segir Halldór: „Við
höfum ákveðnar hugmyndir um það
hvernig hægt er að koma þessu fyrir
en við viljum fyrst vita hvað þeir hafa
að segja. Þeir hafa aldrei svarað okk-
ur um það hvað þeir telji að geti kom-
ið í staðinn fyrir þær varnir sem eru
hér nú. Við höfum talið þær varnir
nauðsynlegar, þeir hafa ekki verið
sammála því, við höfum viljað að þeir
útskýri það, en það hafa þeir ekki
gert. Það er hins vegar staðreynd að
þeir hafa ákveðið að fara með herþot-
urnar og þyrlurnar og talað um að
tryggja aðrar sýnilegar varnir, en ég
verð að segja, eins og er, að ég er ekk-
ert sérstaklega bjartsýnn um fram-
haldið.“ Inntur eftir því hvað hann
eigi við með því útskýrir hann, að
hann sé ekkert sérstaklega bjartsýnn
um niðurstöðu alveg á næstunni. „En
þegar það er búið þurfum við að meta
okkar stöðu og hafa um það samráð
við Atlantshafsbandalagið. Fram-
kvæmdastjóri þess hefur sagt mér að
hann sé tilbúinn að koma fljótlega til
Íslands til viðræðna um þau mál.“
Ítrekar skuldbinding-
ar Bandaríkjamanna
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
George W. Bush svarar Halldóri Ásgrímssyni