Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurbjörn Stef-ánsson fæddist í Landakoti í Sand- gerði 12. mars 1932. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 19. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jónína Sigur- veig Eggertsdóttir húsmóðir, f. 12.9. 1909, d. 13.6. 1965, og Stefán Frið- björnsson bóndi og verslunarmaður, f. 12.7. 1907, d. 25.5. 1988, þau bjuggu fyrst í Sandgerði og síðan í Nesjum í Miðneshreppi. Bræður Sigurbjörns eru: 1) Guð- jón P. kaupfélagsstjóri, f. 26.8. 1943, kvæntur Ástu Ragnheiði og í Nesjum. Hann fór ungur að vinna við landbúnaðarstörf og annaðist búrekstur í Nesjum fyrst fyrir föður sinn, en síðustu 40 árin var hann sjálfstæður bóndi í Nesj- um. Hann var lengst af með kúabú ásamt kartöflurækt. Sigurbjörn var mjög félagslyndur og starfaði mikið að félagsmálum. Hann var mikill samvinnumaður og hafði m.a. brennandi áhuga á starfsemi Kaupfélags Suðurnesja og tók virkan þátt í félagsstarfi á þess vegum. Hann starfaði lengi með Lionsklúbbi Sandgerðis og var m.a. sæmdur Melvin Jones-við- urkenningu hreyfingarinnar fyrir störf sín. Hann átti sæti í sóknar- nefnd Hvalsneskirkju, var um langt árabil formaður jarðanefnd- ar og einnig Búnaðarfélags Sand- gerðis og Garðs. Sigurbjörn var um áratugaskeið virkur í starfi Framsóknarflokksins í Sandgerði og síðar í Keflavík. Útför Sigurbjörns verður gerð frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margeirsdóttur hús- móður, f. 31.7. 1945. Börn þeirra eru: Jón- ína, maki Kjartan Már Kjartansson og eiga þau þrjú börn, Helga Valdís, maki Kristinn Jónasson og eiga þau tvö börn, Stefán Ragnar, maki Ásdís Ragna Einars- dóttir og eiga þau tvö börn. 2) Magnús V. matreiðslumaður, f. 31.1. 1933, d. 12.11. 2005, kvæntur Jón- ínu Bergmann sjúkraliða, f. 22.11. 1926. Dóttir Jónínu er Vigdís Pét- ursdóttir, f. 31.7. 1951, maki Davíð Jónatansson, f. 19.1. 1961. Vigdís á þrjú börn og fimm barnabörn. Sigurbjörn ólst upp í Sandgerði Bróðir minn Sigurbjörn Stefáns- son bóndi í Nesjum hefur kvatt þessa jarðvist. Sigurbjörn fæddist í Sand- gerði 12. mars 1932 og ólst upp í Sandgerði og í Nesjum í Hvalsnes- hverfi. Það hefur verið skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni, báðir bræður mínir hafa nú kvatt með að- eins 4 mánaða millibili. Sjúkrahúsið hefur því síðustu 6 mánuði verið okk- ar samverustaður, staður þar sem við höfum setið á kvöldin til þess að rækta okkar samband. Síðustu mán- uðir hafa þess vegna verið mikill til- finningalegur átakatími. Margt hefur verið rifjað upp og margar myndir fortíðar runnið í gegnum hugann. Samræður okkar bræðra voru þar eðlilega nokkuð á aðra lund en áður. Auðvitað var það líka svo að umræð- urnar á sjúkrahúsinu á kvöldin voru mjög gefandi og snertu oft merkileg og mikilvæg mál liðinna tíma. Þar voru oft ræddir löngu liðnir atburðir sem tími hafði ekki reynst til að fara yfir áður. En margt var því miður órætt þegar skilnaðarstundin rann upp. Eftir stendur að ýmiskonar þekking og reynsla sem snerti sögu fjölskyldunnar og heimahaganna, horfna ættingja, vini og nágranna er nú horfin. Þekking þeirra á öllum slíkum málum var svo langt umfram mína, bæði vegna aldursmunarins og þess að ég flutti mjög ungur í burtu frá heimahögunum. Það var þannig að ég sem yngsti bróðirinn naut alla tíð ýmissa forrétt- inda sem því fylgja stundum að vera yngstur. Áhugi þeirra bræðra og um- hyggja beindist öll að mér framan af, fyrst uppvextinum, síðar námi og svo störfum mínum. Þessi áhugi og um- hyggja færðist svo yfir á börnin okk- ar og barnabörnin. Enginn dagur leið, einkum í seinni tíð, án þess að leitað væri fregna af gangi mála hjá þeim, hvernig gengi í leikskólanum, grunnskólanum, fjölbrautaskólanum eða háskólanum. Þroski þeirra og vel- ferð var þeim allt og þannig var það til hinstu stundar. Og eins og börnin litu á þá frændur sína eins og afa, þá var það algjörlega gagnkvæmt að þeir horfðu á þau sem sín eigin börn og komu á allan hátt fram við þau sem slík. Gagnkvæm væntumþykja var einstök og áreiðanlega öllum augljós. Fyrir þennan þátt í fari þeirra bræðra getum við hjónin og fjölskyld- an aldrei full þakkað. Að missa þá bræður báða á svo stuttum tíma er ótrúlega þungt högg og ég finn fyrir miklu tómarúmi. Mér finnst vanta eitthvað í sjálfan mig og jafnvel finnst mér ég stundum ekki vera ég sjálfur. Diddi bróðir minn var um margt mjög sérstakur maður, hann var al- gjör öðlingur sem vildi allt fyrir alla gera. Hann var greiðvikinn fram úr hófi og hefur áreiðanlega aldrei neit- að manni um aðstoð eða greiða, enda líklega ekki ofnotað orðið „nei“. Það væri þá frekast ef einhverjum skyldi hafa dottið í hug að reyna að hafa áhrif á skoðanir hans á stjórn- málum eða afstöðu hans til græðgi og óhóflegrar auðsöfnunar eða óhófs. Hann var reiðubúinn til að gera jafnt skyldum sem vandalausum alla þá greiða sem hann gat og eru áreiðan- lega margir sem þess hafa notið. Frændrækinn var hann svo af bar. Þekkti held ég alla sem á einhvern hátt töldust okkur skyldir og marga mjög vel og ræktaði vináttu og kunn- ingsskap við mikinn fjölda fólks. Diddi lagði ungur fyrir sig land- búnaðarstörf, annaðist framan af bú- rekstur fyrir föður okkar, en síðustu 40 árin var hann sjálfstæður bóndi í Nesjum. Hann var lengst af með kúabú og nokkra kartöflurækt. Hann var mikill dýravinur og hændust allar skepnur að honum enda hugsaði hann ákaflega vel um skepnurnar sínar. Búskapur eins og sá sem Diddi stundaði var mjög bindandi, því ekki gekk að láta kýrnar bíða eftir fóðrinu sínu eða að hafa mjaltatíma óreglu- lega. Ég held því að ég fari rétt með, þegar ég fullyrði að hann hafi ekki í um 35 ár tekið sér frí í heilan dag, hvorki vegna veikinda né ferðalaga. Hans lengstu frí voru frá kl. 10 að morgni og til kl. 18 að kvöldi allan þennan tíma. Þetta lýsir betur en margt annað mörgum einkennandi þáttum í fari bróður míns. Ég nefni sterkan sjálfs- aga, samviskusemi, umhyggjusemi, trygglyndi og að fórna sjálfum sér fyrir bæði menn og skepnur var ein- faldlega sjálfsagt mál. Eitt dæmi um trygglyndi Didda og umhyggjusemi sem ég vil nefna er umhyggja hans fyrir öldruðum föður okkar sem hann hugsaði alfarið um síðustu æviár hans. Það var ekki lítið atriði fyrir gamla manninn að hafa tækifæri til þess að vera í sveitinni sinni eins lengi og þess var nokkur kostur. Þetta var sönn umhyggja og staðfast trygglyndi. Didda þótti ekki aðeins vænt um skepnurnar sínar, honum þótti ákaf- lega vænt um jörðina sína og gekk vel um landið. Landið okkar, Ísland, var honum líka alltaf ofarlega í huga og mér fannst sérstakt, hversu mikla þekkingu hann hafði á landinu og virtist þekkja flesta staði landsins mjög vel og þá ekki síst sveitabæi allt í kringum landið. Þetta er einkum sérstakt miðað við hvað hann var stóran hluta ævinnar bundinn við heimahagana og gat lítið ferðast. Síð- ar, eftir að hann hætti búskap, bætti hann sér það upp og ferðaðist þá tals- vert innanlands og hafði mjög gaman af. Sjálfur fór ég einu sinni með hon- um í bíl vestur á Snæfellsnes og alla leiðina gat hann verið að segja mér frá nöfnum á þessari og hinni jörðinni og ýmsu öðru sem fyrir augu bar. Hann fylgdist einfaldlega svo vel með öllu og var stálminnugur. Eina utan- landsferð fór Diddi og það með fé- lögum sínum úr Sandgerði. Hann vitnaði oft til þessarar ferðar og ekki síst félagsskaparins sem hann mat svo mikils. Diddi var mjög félagslynd- ur og starfaði mikið að félagsmálum, einkum í seinni tíð. Hann starfaði í Lionsklúbbi Sandgerðis í mörg ár og var m.a. sæmdur Melvin Jones-við- urkenningu fyrir störf sín. Hann átti um árabil sæti í sóknarnefnd Hvals- neskirkju, var formaður jarðanefnd- ar og einnig Búnaðarfélags Sand- gerðis og Garðs. Hann var virkur í starfi Framsóknarflokksins bæði í Sandgerði og síðar einnig í Keflavík. Samvinnumaður var Diddi mikill og hafði feiknarlegan áhuga á starfi Kaupfélags Suðurnesja og sat í deild- arstjórn félagsins um langt árabil. Kaupfélagshugsjónin var honum í blóð borin, enda var hann alinn upp í Pöntunarfélagi Sandgerðis sem var um tíma til húsa á heimili foreldra okkar. Einhvern tíma nú á síðari árum voru þeir bræður Diddi og Maggi á leið út í Kaupfélag að kaupa eitthvert magn af matvörum og ræddu þá hvort þeir ættu að fara í Kasko. Það fór svo að þeir töldu það ekki rétt því að verðið þar væri svo lágt um þessar mundir að félagið væri áreiðanlega að tapa stórlega á þessu og vildu ekki vera valdir að tapi hjá félaginu. Diddi var mikill húmoristi og hafði ákaflega gaman af sögum og kunni margar góðar sögur og átti líka gott með að sjá skoplegu hliðar lífsins. Diddi ræktaði vel kunningsskap og vináttu, ófáar ferðir gerði hann sér með nokkrar nýjar kartöflur í poka til kunningjanna, það var hans aðferð til að láta vita hversu mikils virði kunn- ingsskapurinn væri honum. Það var undantekningarlítið, að ef hann fór með manni út í kálgarð að sækja nýj- ar kartöflur handa okkur, þá spurði hann gjarnan hvort maður gæti ekki tekið nokkrar kartöflur til hans vinar síns í leiðinni. Þetta var Diddi. Ég sakna þeirra bræðra minna ákaflega sárt. Ég kveð þá með mikl- um söknuði. Þeir voru einstakir menn, að sumu leyti ólíkir, en samt um margt líkir þegar vel er að gáð, einkum hvað varðar trygglyndið við allt og alla og hversu gegnheilir per- sónuleikar þeir voru og alltaf reiðu- búnir þegar á þurfti að halda. Það er stórt skarð höggvið í litla fjölskyldu. Ég bið góðan Guð að blessa alla þá sem þeim þótti svo vænt um. Blessuð sé minning Didda og Magga. Guðjón Stefánsson. Það er skammt stórra högga á milli í litlu fjölskyldunni okkar. Tveir bestu frændur í heimi hafa kvatt okk- ur með fjögurra mánaða millibili, Maggi í nóvember og nú Sigurbjörn eða Diddi eins og við kölluðum hann alltaf. Þeir frændur voru okkur systkinunum alltaf sem auka feður eða afar, slík var væntumþykja þeirra í okkar garð og sú væntumþykja var svo sannarlega gagnkvæm. Það var ekki lítið ríkidæmi að alast upp við þessar aðstæður. Ég minnist þess sem lítil stúlka að Diddi kom mikið heim til okkar í Keflavík og oft hafði hann meðferðis glaðning í vasanum, smápeninga í baukinn eða sælgæti, mjög oft leynd- ist þar Síríus súkkulaði með rúsínum sem mér þótti mjög gott. Það er skemmtilegt að nú meira en 30 árum síðar kom enn Síríus súkkulaði upp úr vasanum hjá Didda en nú var það ætlað næstu kynslóð. Margar góðar stundir átti ég í Nesjum hjá afa og Didda. Þar upp- lifði maður mörg ævintýri í fjörunni, heyskapnum og í fjósinu. Þegar ég eignaðist mann og börn tók Diddi þeim fagnandi og meira að segja svo SIGURBJÖRN STEFÁNSSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURBJÖRNS ÓLAFSSONAR rafeindavirkjameistara, Gullsmára 7, Kópavogi. Arnar Sigurbjörnsson, Sigrún Sverrisdóttir, Rafn Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HERMANNS SIGURVINS ÞORGILSSONAR, Hrísum, Fróðárhreppi, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Fransiskus- spítalans í Stykkishólmi og heimahjúkrunar í Ólafsvík. Una Þorgilsdóttir, Anna Þorgilsdóttir, Sveinn B. Ólafsson og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI SVEINSSON, Hornbrekku, Ólafsfirði, áður til heimilis á Ólafsvegi 11, verður jarðsunignn frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 1. apríl kl. 14.00. Hulda Helgadóttir, Margrét Helgadóttir, Ragnar Guðmundsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Dagbjartsson, Lóa Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Geir Thorsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, SÓLONS LÁRUSSONAR járnsmiðs og kennara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykja- vík. Ragnar, Gísli Grétar, Nella, Einar og Theodór Sólonsbörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, SIGTRYGGS JÓSEFSSONAR, Breiðumýri. Björg Arnþórsdóttir, Jósef Rúnar Sigtryggsson, Friðgeir Sigtryggsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Þórunn Sigtryggsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.