Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðatímabil: 17. maí–15. júní. Sölutímabil: 29. mars–7. apríl.
Takmarkað sætaframboð. Þetta tilboð gefur 5.800 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
TILBOÐ 39.900
SAN FRANCISCO
*KR.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6
Safnaðu
Vildarpunktum
Ob-ob-obb Ögmundur, bara hugmyndina, góði.
Samkvæmt stjórnar-frumvarpi sem Val-gerður Sverrisdótt-
ir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, leggur fyrir
Alþingi á næstu dögum er
áformað að sameina starf-
semi Byggðastofnunar,
Iðntæknistofnunar (ITI)
og Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins (RB)
undir merki Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands, nýrrar
stofnunar sem mun hafa
höfuðstöðvar á Sauðár-
króki. Mun stofnunin taka
formlega til starfa í upphafi næsta
árs, en hlutverk hennar verður að
vinna að nýsköpun og atvinnuþró-
un á landinu öllu. Þá verður lögð
aukin áhersla á staðbundna at-
vinnuþróun.
Samkvæmt frumvarpi ráðherra
munu þrír sjóðir heyra undir Ný-
sköpunarmiðstöðina og munu þeir
hafa skilgreint hlutverk við fjár-
mögnun nýsköpunar og at-
vinnuþróunar. Tækniþróunarsjóð-
ur, Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins og hinn nýi Byggðasjóður,
sem tekur við hinu gamla hlutverki
Byggðastofnunar, að veita fyrir-
tækjum á landsbyggðinni ábyrgðir
vegna lána. Þessar breytingar eru
að sögn ráðherra nauðsynlegar
vegna þess fjárhagsvanda sem
Byggðastofnun hefur glímt við
undanfarin ár, m.a. vegna breyt-
inga á lánamarkaði.
Forsvarsmenn RB og Iðntækni-
stofnunar eru bjartsýnir á breyt-
ingarnar, en sjá vissa möguleika á
hagsmunaárekstrum, sem koma
þurfi í veg fyrir.
Hákon Ólafsson, forstjóri RB,
kveðst kunna betur við þá hug-
mynd að RB og Iðntæknistofnun
verði sameinaðar í eina stofnun
undir nafninu Íslenskar tækni-
rannsóknir. „En ég er alfarið á
móti því að setja þessa sjóði;
Byggðasjóð og fleiri sjóði sem
fylgja með inn í sömu stofnun,“
segir Hákon. „Þetta er algerlega
óskyld starfsemi og það er ljóst að
leiðarljósið fyrir þessari nýju
stofnun er að bjarga Byggðastofn-
un. Það er eins og tæknirannsóknir
hafi gleymst.“
Annað sem Hákon bendir á og
hefur við hina nýju skipan að at-
huga er möguleg færsla starfsemi
norður. Kveðst hann uggandi um
að yfirstöðvarnar, þar sem tuttugu
prósent starfseminnar verði, fari á
Sauðárkrók, en áttatíu prósent
starfseminnar verði hér í Reykja-
vík. Bróðurparturinn af starfs-
mönnum hinnar nýju Nýsköpunar-
miðstöðvar verða á vegum RB og
Iðntæknistofnunar, tæplega 100
starfsmenn. „Það er hægt að sam-
eina ýmsa sjóði sem eru að gera
svipaða hluti í annað apparat, en
það er óþarfi að blanda RB og Iðn-
tæknistofnun inn í það mál. Rann-
sóknarstofnanirnar sækja í þessa
sjóði vegna rannsóknaverkefna í
samkeppni við aðra aðila, háskóla
og fyrirtæki m.a., svo það er ekki
heppilegt að vera með sjóðina inn-
an sömu stofnunar,“ segir Hákon.
Lítil áhrif á Iðntæknistofnun
Hallgrímur Jónasson, forstjóri
Iðntæknistofnunar, kveðst bjart-
sýnn á að breytingarnar fari vel
fram og geti jafnvel nýst vel á
ákveðnum sviðum starfsemi Iðn-
tæknistofnunar. „Í sjálfu sér hefur
ekki verið sagt að það færist mikið
norður, ég hef ekki séð það,“ segir
Hallgrímur. „Hins vegar á að halda
þessum störfum sem verða á Sauð-
árkróki. Það er ekkert vandamál
að hafa verkefni fyrir þá, væntan-
lega tengd byggðamálum. Ég tel
að þetta muni hafa hverfandi lítil
áhrif á starfsemi Iðntæknistofnun-
ar.“
Hallgrímur kveðst vona að hið
nýja fyrirkomulag styrki nýsköp-
unarmiðstöðina Impru sem Iðn-
tæknistofnun rekur nú í dag. Ef
eitthvað er vonast ég til að þetta
styrki okkar starfsemi. Svo verða
menn að spyrja sig hvaða áhrif það
hefur að sjóður eins og Tækniþró-
unarsjóður sem við erum að nota til
að fjármagna okkar rannsóknir í
dag, sé hluti af sömu stofnun. Það
verður að tryggja að starfsmenn
hinnar nýju stofnunar geti sótt
fjármagn í þann sjóð áfram. Það
liggur fyrir að þessi nýja stofnun
mun ekki annast umsýslu hans
heldur sjá um að þar séu unnin
ákveðin verk. Ég reikna með að
Rannís eða einhver álíka aðili muni
sjá áfram um að forvalta sjóðinn
sem er það að taka á móti umsókn-
um, meta þær og fá fagráð til að
meta þau. Síðan verði stjórn sem
sjái um að úthluta og þar hafi
starfsmenn stofnunarinnar sama
rétt og aðrir. Ég hef áhyggjur af
þessum þætti, en ég tel að það sé
bæði mögulegt og nauðsynlegt að
leysa hann svo ekki komi til slíkra
hagsmunaárekstra.“
Byggðarráð Skagafjarðar fagn-
aði á fundi sínum í gær ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að staðsetja höf-
uðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar-
innar í sveitarfélaginu. Ársæll
Guðmundsson, sveitarstjóri
Skagafjarðar, kveðst afar ánægður
með ákvörðunina og telur hana
treysta starfsemi þá sem Byggða-
stofnun hefur staðið fyrir. „Ég tel
það mjög eðlilegt framhald af því
starfi sem Byggðastofnun hefur
sinnt hér. Ég tel brýnt að Sauð-
árkrókur verði þá skilgreindur
sem landsbyggðarkjarni í nýrri
byggðaáætlun eins og Ísafjörður,
Akureyri og Mið-Austurland.“
Fréttaskýring | Áform um sameiningu
þriggja stofnana í Nýsköpunarmiðstöð
Nýsköpun er
byggðamál
Stjórnendur rannsóknastofnana hafa
áhyggjur af hagsmunaárekstrum
Sauðárkrókur verður miðstöð nýsköpunar.
Byggðasjóður standi undir
starfsemi með tekjum
Hlutfall eiginfjár Byggða-
stofnunar hefur farið mjög lækk-
andi undanfarin ár. Að mati
stjórnvalda er lánastarfsemi
hennar ekki lengur sjálfbær, eins
og henni ber samkvæmt lögum.
Hinn nýi Byggðasjóður mun
veita fyrirtækjum á landsbyggð-
inni ábyrgðir vegna lána, allt
upp í 75%. Gert er ráð fyrir að
sjóðurinn standi undir starfsemi
sinni með fjármagnstekjum og
tekjum af ábyrgðargjöldum.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
Svavar@mbl.is