Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 25
É g vildi hafa listrænt yfirbragð yfir básn- um,“ segir Laufey Björg Sigurðardóttir, nemandi á listnáms- braut Iðnskólans í Reykjavík, en hennar hugmynd fékk þriðju verð- laun fyrir hönnun á sýningarbás skólans á sýningunni Verk og vit, sem haldin var í Laugardalshöll. Haldin var samkeppni innan hönn- unarbrautar skólans um kynning- arbásinn og útfærði hópur nem- enda úr ýmsum deildum skólans hugmynd Laufeyjar, smíðuðu bás- inn og unnu kynningarefni. „Ég vildi hafa básinn for- vitnilegan og að hann sýndi hvaða nám er í boði við skólann en ekki bara nemendur í tímum eða í kaffipásu,“ segir Laufey. „Ég hafði nýlokið við áfanga, sem byggðist á leik með birtu og skugga, svipað og við gerðum í básnum nema þar vorum við með mismunandi litir fyrir hvert hólf og hverja námsgrein.“ Litir náttúrunnar Laufey sem reyndar er menntuð í leikhús- og ljósmyndaförðun og hefur starfað við það síðastliðin tíu ár, meðal annars í Þjóðleikhús- inu, segist alltaf hafa haft áhuga á hönnun. „Ég er ættuð úr sveit og ef til vill eru það litirnir í náttúrunni sem vöktu fyrst áhuga minn,“ seg- ir hún. „Fyrst reyndi ég við fata- hönnun og seinna iðnhönnun áður en ég fann mig og ákvað að taka stefnuna á arkitektúr, annaðhvort við Listaháskólann hér heima eða á Norðurlöndum.“ Nemendur listnámsbrautar koma víða að og hafa mismikinn bakgrunn. „Við erum á öllum aldri, sum okkar koma beint úr grunnskóla en flestir eru á aldr- inum frá 18 og upp úr. Aðrir hafa lokið háskólanámi í ýmsum fræð- um, til dæmis stærðfræði og jafn- vel læknisfræði en koma hingað til að ná sér í teiknikunnáttu,“ segir hún. Listnámsbraut í hönnun á framhaldsskólastigi hefur verið starfrækt við Iðnskól- ann í Reykjavík í meira en tíu ár. Brautin er starfrækt sem fornám í hönnun í sérskólum og á háskólastigi en er auk þess góður grunnur fyrir önnur starfssvið. Á annað hundrað nemendur stunda nám á hönn- unarbraut. Flestir eru að undirbúa sig fyrir nám í arkitektúr, vöruhönnun, grafískri hönnun eða ann- arri hönnun á háskólastigi. Í samvinnu við Myndlista- skólann í Reykjavík eru starfrækt kjörsvið í al- mennri hönnun og kera- mikhönnun. Markmið náms á Listnáms- braut er að:  Veita góðan undirbúning fyrir frekara nám í hönn- un.  Veita stuðning við hagnýt viðfangsefni og skapandi störf.  Vera góður viðauki fyrir þá sem eru í iðnnámi.  Þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningarskilning.  MENNTUN | Nemendur Iðnskólans í Reykjavík hljóta verðlaun fyrir sýningarbás Leikur með liti, birtu og skugga Morgunblaðið/Ásdís Nemendur á listnámsbraut þau Einar Hlér Einarsson, Pétur Blöndal Magn- ússon, Guðný Helga Grímsdóttir, Aldís Magnúsdóttir og Laufey Björg Sig- urðardóttir útfærðu, settu upp og sáu um kynningarefni fyrir verðlauna- bás skólans á sýningunni Verk og vit í Laugardalshöll ásamt Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur sem vantar á myndina. Sýningarbás listnámsbrautar Iðnskólans í Reykjavík fékk þriðju verðlaun fyrir hönnun á sýningunni Verk og vit. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 25  NETIÐ Nýr upp- lýsingavef- ur fyrir verðandi foreldra OPNUÐ hefur verið fyrsta heildstæða upplýsingaveitan á netinu fyrir verðandi foreldra sem inniheldur yfirgrips- miklar upplýsingar um með- göngu, nafnaval, öryggi á heimilinu, og fleira sem teng- ist komu barns í heiminn. Í fréttatilkynningu frá Vef- miðlun ehf. kemur fram að vefurinn hafi verið í vinnslu í þó nokkurn tíma. Nafnavélin Á vefnum er svonefnd Nafnavél sem gefur for- eldrum þann kost að leita að nöfnum, máta saman mismun- andi skírnar-, milli-, og eft- irnafn, sjá beygingar allra nafna, sjá hversu margir beri nafnið, hvort það hafi verið vinsælt síðustu ár og margt fleira. Ungapóstur Foreldrum stendur einnig til boða að skrá sig og fá send- an póst í hverri viku með- göngunnar með lýsingu á því hvað sé að gerast í maganum, hvernig fóstrið muni þroskast þá vikuna, myndir af fóstrinu, gröf sem sýna vöxt þess og fleira. Það er Vefmiðlun ehf. sem á og rekur vefinn www.ungi.is. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 1 8 3 0 0 3 /2 0 0 6 + Bókaðu flug á www.icelandair.is TILBOÐ 19.900 LONDON *KR. Ferðatímabil: 1. maí–31. ágúst. Sölutímabil: 29. mars–2. apríl. Þetta tilboð gefur 3.000 Vildarpunkta. *Innifalið: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. Safnaðu Vildarpunktum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.