Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 15
ERLENT
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti tilkynnti í gær afsögn skrifstofu-
stjóra Hvíta hússins, Andrews Card,
en arftaki hans verður Joshua Bolten,
sem verið hefur yfirmaður fjárlaga-
deildar. Card hefur staðið við hlið
Bush allt frá því að hann sór embætt-
iseið sem Bandaríkjaforseti, sem þýð-
ir að hann hefur setið á stóli skrif-
stofustjóra Hvíta hússins lengur en
nokkur annar maður síðustu fimmtíu
ár eða svo.
Bush hefur átt undir högg að sækja
í skoðanakönnunum heima fyrir og
eins og rakið var í Morgunblaðinu í
gær höfðu þær raddir verið farnar að
gerast háværar meðal repúblikana að
tími væri til kominn að forsetinn
stokkaði upp í forystusveit sinni í
Hvíta húsinu. Þingkosningar fara
fram í nóvember og hafa repúblikan-
ar óttast að neikvæð umræða kunni
að hafa áhrif á niðurstöður þá.
Var nafn Cards oftast nefnt í þess-
ari umræðu, en skrifstofustjóri Hvíta
hússins er í raun helsti samstarfs-
maður Bandaríkjaforseta, eins konar
forsætisráðherra hans. Vék gagnrýni
á hendur honum m.a. að viðbrögðum
Hvíta hússins við hamförunum í New
Orleans sl. haust.
Fréttaskýrendur sögðu að tíðindin
í gær væru ekki sú uppstokkun sem
vænst hefði verið og þau bentu ekki
til mikillar stefnubreytingar í Hvíta
húsinu.
Bush sagði við stutta athöfn í Hvíta
húsinu í gær að Card hefði komið að
máli við hann nýverið og rætt hugs-
anleg starfslok. Ákvað forsetinn svo
um helgina að samþykkja afsagnar-
beiðni hans. Bush hrósaði Card hins
vegar óspart fyrir störf hans og sagði
að gott hefði verið að eiga hann að á
erfiðleikatímum, sem og þegar vel
gekk. Card hefði reynst góður ráð-
gjafi.
Á langan feril að baki
Andrew Card er 58 ára gamall og
hefur verið skrifstofustjóri næstum
því jafn lengi og Sherman Adams,
sem var skrifstofustjóri Hvíta húss-
ins í forsetatíð Dwights D. Eisenho-
wer, 1953-1961. Það var Card sem
hvíslaði því í eyra Bush þann örlaga-
ríka dag 11. september 2001 að flug-
vélum hefði verið flogið á World
Trade Center í New York.
Card starfaði á sínum tíma fyrir
Ronald Reagan, er hann var forseti
Bandaríkjanna, og hann var fyrst að-
stoðarmaður og síðan varaskrifstofu-
stjóri Hvíta hússins í tíð George Bush
eldri, 1989-1993. Hann var síðast
samgönguráðherra um stutt skeið,
rétt áður en Bush lét af embætti, en
fór síðan út í einkageirann, vann m.a.
fyrir General Motors.
Bolten ekur um á vélfák
Sem fyrr segir höfðu margir hvatt
George W. Bush til að stokka upp, fá
inn nýtt og óþreytt fólk með ferskar
hugmyndir.
Karl Rove, sem hefur titilinn vara-
skrifstofustjóri en þykir hafa haft
mikil ítök í Hvíta húsinu í forsetatíð
Bush, situr hins vegar sem fastast; en
nafn hans hafði líka heyrst í um-
ræðum um væntanlega uppstokkun.
Og þó að Bush skipti Andrew Card
nú út þykir hann ekki beinlínis vera
að fá nýtt og ferskt fólk til starfa því
að Joshua Bolten hefur, sem fyrr seg-
ir, starfað í Hvíta húsinu nokkur und-
anfarin ár. Hann var t.a.m. varaskrif-
stofustjóri Hvíta hússins 2001-2003
en þá tók hann við stjórn fjárlaga-
skrifstofunnar; en það embætti þýðir
að hann hefur átt sæti í ríkisstjórn
Bush.
Bolten er fimmtugur að aldri og
þjónaði föður Bush forseta á sínum
tíma í Hvíta húsinu en vann svo fyrir
Goldman Sachs í London á árunum
1994-1999. Bush sagði Bolten í gær
búa yfir mikilli reynslu, hann hefði
starfað á vettvangi Bandaríkjaþings,
á Wall Street og svo nú í Hvíta hús-
inu.
Er Bolten m.a. þekktur fyrir að
hafa gaman af því að bregða sér í
þeysireið á Harley-Davidson-mótor-
hjóli.
„Josh er frjór pólitískur hugsuð-
ur,“ sagði Bush forseti hins vegar um
Bolten í gær. „Hann er sérfróður um
fjárlögin og um efnahagsmál lands-
ins. Hann er heiðarlegur maður,
spaugsamur og hreinskiptinn. Eng-
inn maður er betur undir þetta starf
búinn.“
Card víkur sem skrif-
stofustjóri Hvíta hússins
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Reuters
Þessi ljósmynd er komin á spjöld sögunnar en á henni sést Andrew Card
hvísla í eyru George W. Bush 11. september 2001 að búið sé að fljúga far-
þegaflugvélum á World Trade Center í New York.
Washington. AP. | Caspar
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna í forseta-
tíð Ronalds Reagans, lést í gær,
88 ára að aldri.
Weinberger hafði verið á
sjúkrahúsi í um það bil viku
vegna sótthita
og lungna-
bólgu.
Weinberger
var varnar-
málaráðherra á
árunum 1982
til 1987 en áður
hafði hann ver-
ið yfirmaður
fjárlagaskrif-
stofu Banda-
ríkjaforseta og
ráðherra heilbrigðis-, mennta-
og velferðarmála í forsetatíð
Richards Nixons.
Sem yfirmaður fjárlagaskrif-
stofunnar stóð Weinberger fyr-
ir miklum sparnaði í rekstri rík-
isins. Sem varnarmálaráðherra
átti hann stóran þátt í áætlun-
um á níunda áratugnum um
geimvarnakerfi sem nefnt var
Stjörnustríðsáætlunin. Hann
flæktist einnig í svonefnt Íran-
kontra hneyksli þegar í ljós kom
að bandarísk stjórnvöld seldu
vopn til Írans og settu andvirðið
í leynilegan sjóð sem notaður
var til að fjármagna aðgerðir
skæruliða gegn stjórnvöldum í
Níkaragva. George Bush, fyrr-
verandi forseti, veitti honum
sakaruppgjöf í desember 1992
áður en réttarhöld áttu að hefj-
ast í máli hans.
Caspar
Weinberger
látinn
Caspar
Weinberger
HOLLENDINGURINN Johan Hui-
bers stendur fyrir framan örkina
sína í Schagen í Hollandi. Huibers
er að smíða stóra eftirlíkingu af
örkinni hans Nóa úr amerískum
sedrusvið og norskri furu. Skipið er
um 13,5 metra hátt, 9,5 metra breitt
og 70 metra langt. Talið er að það
sé um fimmtungur af stærð ark-
arinnar hans Nóa.
Huibers hyggst hafa húsdýr í
skipinu og hafa það sýnis. Áætlað
er að skipið kosti u.þ.b. 90 milljónir
króna og minnst 100.000 manns
þurfi að greiða aðgangseyri til að
Huibers tapi ekki á smíðinni.
AP
Smíðar eftirlíkingu af
örkinni hans Nóa
Alexandria í Virginíu. AFP. | Flest
bendir nú til þess að réttarhöldum
yfir Zacarias Moussaoui, sem
ákærður er fyrir að hafa verið í vit-
orði með hryðjuverkamönnunum 11.
september 2001, ljúki senn. Moussa-
oui kom öllum á óvart á mánudag er
hann gekkst loks við því að hafa
skrökvað er hann var yfirheyrður
sama ár í tengslum við umferðar-
brot. Hann hafi þannig hindrað yf-
irvöld í að komast að sannleikanum
um árásirnar í tæka tíð.
Moussaoui er franskur ríkisborg-
ari af marokkóskum ættum. Hann
var handtekinn í Minnesota í ágúst
2001 fyrir hraðakstur, grunsamlegt
þótti að hann skyldi hafa keypt sér
skyndinámskeið í að stýra farþega-
þotu og var hann því yfirheyrður.
Moussaoui sagðist í gær hafa átt
að ræna flugvél
og fljúga henni á
Hvíta húsið í
Washington. Til
aðstoðar honum
átti að vera Bret-
inn Richard Reid,
„skósprengju-
maðurinn“ svo-
nefndi. Reid var
handtekinn í des-
ember árið 2001
fyrir að ætla að sprengja farþega-
þotu með sprengju sem hann faldi í
skósóla.
Verjendur, sem reyndu árangurs-
laust að fá Moussaoui til að neita að
bera vitni, spurðu hann í gær hver
hefði beðið hann um að fljúga þot-
unni á Hvíta húsið. „Osama bin Lad-
en,“ svaraði þá Moussaoui.
Gengst við aðild
að árásum
Zacarias
Moussaoui
ÞÆGILEGRI FERÐAMÁTI
Sveigjanleiki í Saga Class
Hratt og öruggt aðgengi er lykillinn að árangri íslenskra fyrirtækja á
alþjóðlegum markaði. Icelandair Saga Class er góð hugmynd sem
býður hagstæðari og sveigjanlegri ferðamáta, sparar tíma og
lækkar beinan og óbeinan kostnað vegna viðskiptaferða.
Hægt er að bóka Saga Class fargjald án nokkurs fyrirvara. Þeir,
sem ferðast á Saga Class, geta dregið til muna úr fjarvistum frá
fjölskyldu og heimili. Þeir geta haldið heim strax og þeir hafa lokið
erindum sínum erlendis og sparað um leið gisti- og fæðiskostnað
og lækkað aðra útgjaldaliði vegna tafa erlendis.
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6
Safnaðu
Vildarpunktum