Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILSLÖKUN HAFNAÐ Verkalýðssamtök og leiðtogar námsmanna í Frakklandi hafa gagn- rýnt harkalega þá ákvörðun Jacques Chirac forseta að undirrita umdeild lög sem auðvelda atvinnurekendum að ráða og reka starfsfólk undir 26 ára aldri. Verkalýðssamtökin sögð- ust ætla að halda áfram verkföllum og mótmælum gegn lögunum þrátt fyrir breytingar sem Chirac boðaði á þeim í ræðu í fyrrakvöld. Tilvísun til hjartalækna Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að koma á valfrjálsu endur- greiðslukerfi til að tryggja rétt al- mennings til endurgreiðslu kostn- aðar við heimsóknir til hjartasérfræðinga, sem hafa sagt upp samningi við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Komið verður á tilvísunum svo viðkomandi geti fengið kostnað endurgreiddan. For- maður Félags sjálfstætt starfandi hjartalækna segist vona að þetta hefta aðgengi muni ekki bitna á sjúklingum og ekki verða til þess að horfur fólks með hjartasjúkdóma versni. Skipstjórinn handtekinn Lögreglan í Barein hefur hand- tekið skipstjóra skemmtibáts, sem sökk á fimmtudagskvöld, vegna ásakana um að hann hafi siglt skip- inu án tilskilinna skipstjórnarrétt- inda. Að minnsta kosti 57 manns fór- ust þegar skipið sökk. Fyrsti brasilíski geimfarinn Rússneskt Sojuz-geimfar lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Um borð var fyrsti geimfarinn frá Bras- ilíu og geimfarar frá Rússlandi og Bandaríkjunum sem eiga að leysa áhöfn geimstöðvarinnar af hólmi. Erfðabreytt matvæli Ákvæði úr reglugerðum Evrópu- sambandsins um merkingu matvæla sem innihalda erfðabreyttar lífverur og afurðir þeirra verða tekin upp hér á landi. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að vinnunni sé ekki lokið en reglurnar gætu verið komnar í íslenskan rétt innan árs. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 66 Þjóðlífsþankar 29 Víkverji 66 Forystugrein 40 Velvakandi 65 Listir 42/44 Staður og stund 69 Umræðan 45/57 Menning 70/77 Auðlesið 58 Ljósvakamiðlar 78 Hugvekja 59 Veður 79 Minningar 60/63 Staksteinar 79 * * * Kynning – Blaðinu fylgir kynningar- blað frá Blindrasýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp um eftirlit með aðgangi barna að kvik- myndum og tölvuleikjum. Í frum- varpinu er lagt til að Kvikmynda- skoðun ríkisins verði lögð niður og að svonefndir ábyrgðaraðilar, sem eru framleiðendur, útgefendur, sýn- ingaraðilar og smásöluaðilar kvik- mynda og tölvuleikja, beri sjálfir kostnað af að koma upp og reka skoðunarkerfi fyrir kvikmyndir og tölvuleiki. Frumvarp um þetta efni var lagt fram á Alþingi árið 2002, en það hlaut ekki afgreiðslu. Hið nýja frumvarp menntamála- ráðherra felur meðal annars í sér að bannað verði að sýna ungmennum undir lögræðisaldri ofbeldiskvik- myndir og ofbeldistölvuleiki, eða kvikmyndir og tölvuleiki sem ógna velferð barna. Þá er gert ráð fyrir því að bönnuð verði sala og önnur dreifing á slíku efni til barna undir lögræðisaldri. Allar kvikmyndir má hafa til sýningar opinberlega fyrir börn sem náð hafa 14 ára aldri, horfi þau á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að umrætt ákvæði gildi eðli málsins samkvæmt ekki um tölvu- leiki, enda almennt ekki um opinber- ar sýningar að ræða þegar þeir eigi í hlut. Lagt er til að Barnaverndar- stofu verði falið að hafa almennt eft- irlit með framkvæmd laganna. Henni verði heimilt að stöðva sýn- ingu og taka þátt í að endurmeta hvort efnið sé sýningarhæft. Verði frumvarpið að lögum falla niður út- gjöld vegna Kvikmyndaskoðunar en þau námu 9 milljónum króna árið 2004 samkvæmt ríkisreikningi. Frumvarp um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum Greiði fyrir skoðunarkerfi vegna kvikmynda og tölvuleikja LANGUR laugardagur er fyrsti laugardagur í hverjum mánuði nefndur í miðborg Reykjavíkur. Þá bjóða kaupmenn upp á lengri afgreiðslutíma og ýmis tilboð. Í tilefni dagsins var miðborgin skreytt blöðrum og borðum og í gærmorgun var verið að und- irbúa það. Morgunblaðið/ÞÖK Skrautlegur og langur laugardagur DR. HANS Blix heldur fyrirlestur á opnu málþingi, sem verður haldið í hátíðasal Háskóla Íslands föstudag- inn 7. apríl kl. 12-14. Efni fyrirlestr- arins verður „Gereyðingarvopn, Sameinuðu þjóðirnar og valdbeiting í alþjóðasam- félaginu“. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Hans Blix mun einnig opna sýn- ingu í Norræna húsinu fimmtu- daginn 6. apríl kl. 17.30, til minning- ar um hundrað ára afmæli Dag Hammarskjöld, sem var fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna árin 1953-1961. Geir H. Haarde ut- anríkisráðherra mun verða viðstadd- ur athöfnina og tala um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland. Miðvikudaginn 5. apríl kl. 17 held- ur Hans Blix stuttan fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri um Dag Hammarskjöld og embættismenn á vegum alþjóðastofnana. Dr. Hans Blix er formaður nefnd- ar gegn gereyðingarvopnum (WMDC), fyrrverandi utanríkisráð- herra Svíþjóðar, fyrrverandi yfir- maður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna (UNMOVIC) og fyrrver- andi aðalforstjóri Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA). Hans Blix ræðir ger- eyðingar- vopn og SÞ Hans Blix ÍSLENSKIR fjárfestar komu við sögu í aprílgabbi danska blaðsins Berlingske Tidende í gær. Þar var skýrt frá því að íslenskir fjárfestar ætluðu að reisa nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Íslenski fjárfest- ingasjóðurinn Saga Fairytales Hold- ing hygðist standa að byggingu hússins, en það ætti að reisa stein- snar frá Óperuhúsinu á Hólminum í borginni, sem opnað var í janúar 2005. Hugmyndin nyti stuðnings for- svarsmanna Konunglega danska leikhússins og danskra stjórnmála- manna. Hafði blaðið eftir Hildi Ámolsdóttur, talsmanni fjárfest- ingasjóðsins, að mikil þörf væri á því að reisa annað óperuhús á svæðinu. „Samlöndum okkar hefur tekist vel upp við kaup á mörgum dönskum stórverslunum,“ hafði blaðið eftir Hildi. Bygging óperuhússins væri fyrsta skref íslenskra fjárfesta inn á danska tónlistar- og safnamark- aðinn. Reisa Íslend- ingar annað óp- eruhús í Höfn? FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa samráðsnefnd til að samræma hugmyndir um framtíðar- staðsetningu háskóla- og rannsókna- stofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæð- inu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar forsætis-, menntamála-, heilbrigðis-, iðnaðar- og viðskipta-, samgöngu- og fjármálaráðuneytis. Þá er nefndinni jafnframt ætlað að gæta hagsmuna ríkisins gagnvart Reykjavíkurborg varðandi skipulag svæðisins. Þetta er m.a. gert í ljósi áforma um að færa Háskólann í Reykjavík á lóð við rætur Öskjuhlíðar. Í minnisblaði forsætisráðuneytis- ins vegna málsins segir að skipulag Vatnsmýrarsvæðisins hafi verið mik- ið til umræðu að undanförnu. Tengist umræðan að miklu leyti framtíð Reykjavíkurflugvallar og stærð svæðis sem flugvöllurinn mun þarfn- ast á næstu árum. Vísinda- og tækniráð hefur lagt áherslu á að efla samvinnu og sam- virkni stofnana, háskóla og fyrirtækja og hvatt hagsmunaaðila til að sam- ræma áform um uppbyggingu þekk- ingarþorps á Vatnsmýrarsvæðinu. Skipulag og uppbygging svæðisins er enn í mótun og því gefst nú, að mati ríkisstjórnarinnar, einstakt tækifæri til að flytja þangað starfsemi og bæta forsendur fyrir nýsköpun og nýtingu rannsókna og þróunarstarfs sem skapi aukin verðmæti. Efna á til samráðs um stofn- anir á Vatnsmýrarsvæðinu GUÐFINNA Einars- dóttir frá Leysingja- stöðum í Dalasýslu lést í gær, hinn 1. apríl, á Landakoti, 109 ára að aldri. Hún var elsti Ís- lendingurinn, fædd 2. febrúar árið 1897. Und- anfarin 30 ár hefur hún búið hjá einkadóttur sinni, Jóhönnu Þor- bjarnardóttur, en var í vetur í hvíldarinnlögn á Landakoti. Heilsa Guðfinnu var þó góð miðað við aldur og hafði hún lengst af fótaferð. Guð- finna gekk í Kvenna- skólann á Blönduósi og var í rúm 20 ár bústýra á heimili Sigurðar Sig- urðssonar í Hvítadal. Þótt langlífi sé ekki áberandi í ætt hennar varð móðir hennar tæplega níræð. Afkomendur Guð- finnu eru þrettán, dótt- ir hennar Jóhanna, fjögur barnabörn og átta barna- barnabörn. Andlát GUÐFINNA EINARSDÓTTIR ♦♦♦ BROTIST var inn í Áskirkju snemma í gærmorgun og handtók Lögreglan í Reykjavík karlmann á þrítugsaldri skammt frá kirkjunni með ætlað þýfi á sér. Var hann settur í fangageymslu og bíður yfirheyrslu. Hann hefur komið við sögu lög- reglunnar áður. Lögreglan rakst einnig á annan mann á nýbyggingarsvæði í Norð- lingaholti sem var að hlaða bygging- arefni á kerru. Lögreglan kannaðist við manninn, sem gaf fáar skýringar á athæfinu. Handtekinn fyrir innbrot í kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.