Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 63
MINNINGAR
ar færi gafst og var þá víða farið enda
stúlkan í mörgu lík þér. Þegar Oliv-
era stálpaðist varðstu þeirrar ham-
ingju aðnjótandi að kynnast Jóhönnu
þinni, konunni sem svo sannarlega
reyndist vera sú eina rétta fyrir þig.
Með henni varðstu endanlega Íslend-
ingur og fannst þann lífsstíl sem upp-
fyllti drauma þína um gott líf. Jó-
hanna og fjölskylda tóku Oliveru
strax sem einni af þeim og þær Jó-
hanna urðu mjög nánar vinkonur.
Dusan, þú elskaðir að keyra og
gerðir það að atvinnu þinni. Þú varst
sérlega gestrisinn og snilldarkokkur.
Þú virtist ekki þurfa að hafa neitt í
höndunum til þess að útbúa veislu-
borð þegar gestirnir streymdu að. Þú
elskaðir öll dýr og þá sérstaklega
páfagaukinn þinn, hana Lillu. Alltaf
var líf og fjör í kringum þig og kímni-
gáfa þín smitaði umhverfið.
Elsku Olivera dóttir mín og kæra
Jóhanna, þið hafið misst ólýsanlega
mikið. Ég veit að það fólk sem í
kringum ykkur er mun styrkja ykkur
í sorg ykkar. Samhugurinn hjálpar
ykkur og góðu minningarnar færa
ykkur ríkidæmi sem þið munuð njóta
um ókomin ár.
Dusan, þú varst öðrum mönnum
fremur sá maður sem kunni að gefa.
Sú var náðargáfa þín.
Jóhanna og Olivera, ættingjar og
vinir, munum hve rík við erum eftir
kynnin við Dusan. Það mun sefa sorg
okkar með tímanum. Bestu kveðjur
Dusan minn.
Þuríður Una Pétursdóttir.
Elsku Dússi minn, ég sit hér við
tölvuna mína heima og er að reyna
skrifa nokkur orð til þín en á svo erf-
itt með það án þess að tárast, tárast
þannig að ég sé bara ekki á lykla-
borðið mitt. Frá því að ég man eftir
sjálfri mér, man ég eftir þér, pabbi
minn var þinn besti vinur og þú varst
pabba mínum hans besti vinur. Það
var og hefur alltaf verið mikið talað
um þig á mínu heimili, þú og pabbi
hafið brallað margt saman í gegnum
árin, ég man svo vel eftir því þegar
við fórum öll saman, þú, Jóhanna,
pabbi og ég í langt ferðalag, keyrðum
í gegnum Þýskaland og enduðum í
Serbíu, ég man ekki alveg hvað ég
var gömul þá en þessu ferðalagi man
ég vel eftir og mun geyma það vel í
hjarta mínu. Þú hefur alltaf átt vissan
part í mínu hjarta, þú hefur alltaf ver-
ið mér eins og minn nánasti frændi,
þú og Jóhanna hafið ávallt verið ná-
lægt mér. Árin líða svo hratt frá
manni. Eftir að ég fór að búa sjálf og
flutti frá pabba minnkaði sambandið
okkar á milli, en alltaf fékk ég að vita
hvað Dusan og Jóhanna voru að
bralla, ef pabbi sagði mér ekki fréttir
af ykkur á hverjum degi þá spurði ég.
Það er ekki langt síðan pabbi festi
kaup á lóð á Þingvöllum, hann var al-
veg í skýjunum, búinn að kaupa lóð
rétt hjá Dússa vini sínum, þarna átt-
uð þið góðar stundir, stundir sem
verða aldrei teknar til baka. Eftir því
sem ég vissi best eyddu Dússi og Jó-
hanna öllum sínum frítíma þar,
dunda við bústaðinn sinn eða þá að
hjálpa öðrum vinum við sinn bústað.
Þegar sonur minn eldri var skírður
þá komu Dusan og Jóhanna í
skírnina. Ég á svo yndislega mynd af
Dússa haldandi á eldri stráknum
mínum, þessi mynd fer beinustu leið
upp á vegg hjá mér, Alexander Leví
sonur minn var mjög hrifinn af þér
enda kallar hann þig alltaf Dússi go
go (gogo þýðir Lilla páfagaukur).
Mikið er ég búin að gráta síðan ég
frétti að þú værir dáinn, ég hef í
rauninni ekki getað hætt að gráta.
Alltaf þegar ég sé strætó keyra
framhjá hugsa ég til þín, skil þetta
bara ekki, ég vissi ekki að það myndi
verða svona erfitt að kveðja þig, tím-
inn líður allt of hratt. Ég hitti þig síð-
ast fyrir um fjórum til fimm vikum,
ég var eiginlega nýbyrjuð að vinna á
Landspítalanum þegar ég rakst á þig
og Jóhönnu. Hún var með þér í lab-
bitúr, þú varst í hjólastól. Mér brá
svolítið, fannst þetta ekki sá Dússi
sem ég þekkti, mér fannst ég bara
þekkja augun þín, brúnu augun þín
svo falleg. Þú varst þreyttur að sjá en
gafst þér þó tíma til að spjalla við
mig, rosa fannst mér gott að hitta
þig, ég náði að tala við þig smá, tók
utan um þig og kyssti þig á kinnina.
Eftir að hafa hitt þig lofaði ég sjálfri
mér að ég myndi sko vera dugleg að
koma í heimsókn, ég gerði margar til-
raunir til að koma til þín, en einhvern
veginn, Dússi minn, þá gat ég það
ekki, ég bara táraðist, hugsaði sem
svo að Dússi vildi ekki sjá mig grát-
andi en sem betur fer fór pabbi nán-
ast á hverjum degi og heimsótti þig,
hringdi svo alltaf strax í mig og sagði
mér fréttir af þér. Ég er svo þakklát
fyrir það að tengdaforeldrar mínir
fengu að heimsækja þig áður en þú
fórst, þú leyfðir þeim að biðja fyrir
þér, þau sögðu mér að þú hefðir grát-
ið, og ég trúi því, Dússi minn, að á
þeirri stundu hafirðu tekið á móti
Guði inn í þitt líf. Ég trúi því, Dússi
minn, að núna sértu hjá Guði, ég mun
hitta þig aftur, það veit ég.
Útförin þín var yndisleg. Ég ætla
með Alexander núna fljótlega að leiði
þínu, við ætlum að gróðursetja
páskaliljur hjá þér, elsku vinur.
Elsku besta Jóhanna, Olivera og
fjölskylda, enn og aftur þá votta ég
ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð
að hjálpa ykkur á þessum tímum,
vernda ykkur og blessa. Ég kveð þig
nú með þessum orðum úr Jóhannes-
arguðspjalli 3:16: „Því svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver sem á hann
trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“
Kveðja frá Arnari og strákunum.
Nada Dokic.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Jóhanna, Guð blessi þig og
fjölskyldu þína.
Veiðifélagar SVR.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÚNAR GRÉTU GUÐRÁÐSDÓTTUR,
Dalbraut 16,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E á
Landspítalanum við Hringbraut.
Sigurjón Ágústsson,
María Hrund Sigurjónsdóttir, Jafet Óskarsson,
Guðráður Jóhann Sigurjónsson, Unnur Ólöf Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMANNS SKÆRINGSSONAR,
Suðurbraut 2A,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins.
Ósk Alfreðsdóttir,
Jóna Birna Guðmannsdóttir, Sveinn Gunnarsson,
Inga Kristín Guðmannsdóttir, Kristinn Þór Ásgeirsson,
Ósk Heiða, Guðmann og Linda María,
Guðni Már, Benedikt Reynir og Bjarki Þór.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSTRÍÐUR GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Vallargötu 9,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðviku-
daginn 5. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarsveit Suðurnesja.
Sigurður Herbertsson, Fríða Bjarnadóttir,
Eyjólfur Herbertsson, Lára Halldórsdóttir,
Þórdís Herbertsdóttir, Grétar Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
stuðning, vináttu og samúð við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
AÐALHEIÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Litlu-Tungu í Holtum,
Grænumörk 2,
Selfossi.
Sérstakar þakkir fá Þórir B. Kolbeinsson læknir, hjúkrunarfólk deildar B-6,
Landspítala Fossvogi og allir þeir aðrir sem sýndu henni hjálpsemi og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Karl J. Þórarinsson, Inga Jóna Einarsdóttir,
Þórdís T. Þórarinsdóttir,
Vilhjálmur Þórarinsson, Guðbjörg Ólafsdóttir,
Vigdís Þórarinsdóttir, Gunnar A. Jóhannsson,
Þorsteinn G. Þórarinsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu
hjálp og vináttu við andlát og útför míns kæra
mágs,
KARLS ÞORSTEINSSONAR,
Hörðalandi 6,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll,
Gréta Árnadóttir.
Systir okkar og mágkona,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja í
Laufási við Laufásveg,
sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík laugardaginn 25. mars, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 3. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknar-
stofnanir njóta þess.
Þóra Steingrímsdóttir,
Jón Steingrímsson, Sigríður Löve,
Arndís Steingrímsdóttir,
Þórhallur Tryggvason,
Agnar Tryggvason,
Þorbjörg Tryggvadóttir,
Anna Guðrún Tryggvadóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í
Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn.
Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar