Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 73 Á ÞESSARI fyrstu plötu dúettsins NBC, sem ber heitið Drama, er svo sannarlega dramatík á ferð. Þeir Stjáni og Dóri sem sjá alfarið um rappið á plötunni virðast ganga alla leið í að setja sig í dramatískar stell- ingar. Textar fjalla langflestir um persónulegar eða samfélagslegar krísur piltanna og undirspilið er uppfullt af tilfinningaríkum og dramatískum sándum með laglínum í molli. Í lok Síðasta lagsins, sem er númer 11, nær dramatíkin hámarki þegar rappararnir segjast ætla að hætta í rappinu og stimpla sig svo út með setningunni: „Dóri DNA er dauður.“ Eftir nokkrar hlustanir fara text- arnir aðeins að skýrast og ljóst verð- ur að hér eru á ferðinni afbragðs lýs- ingar á lífi ungra manna á Íslandi í dag. Þeir eru nokkurs konar hvunn- dagshetjur, ósköp venjulegir strák- ar sem einnig eru hluti af súb-kúltúr hip-hoppsins. Við fáum að heyra um litla stráka með stóra drauma, og hvernig þeir fóta sig í skóla, ástar- málum og í frístundum. Að lokum eru örlög hvunndagshetjanna farin að skipta hlustandann máli og mað- ur hálfvonar að það komi nú ekkert fyrir þessa leitandi stráka sem finn- ast þeir þurfa að leika töffara þótt þeir séu í raun bara saklausir, ráð- villtir og jafnvel svolítið hræddir. Raddir rapparanna eru blæ- brigðaríkar og þeir hafa gott vald á að leika sér að mismunandi töktum. Textar eru sem fyrr segir til mikillar fyrirmyndar. Það er helst að stund- um séu Stjáni og Dóri fullóskýr- mæltir, en það fer reyndar alveg eft- ir því hvaða lag á í hlut. Sem dæmi um óskýrmæli væri e.t.v. hin mjög svo grípandi lína lags númer 3: „Upp með hendurnar, gefið upp ránsfeng- inn“ sem hljómar meira eins og: „Upp me endunar, gefið upp brjóss- igginn.“ Geri ég mér þó fulla grein fyrir því að það er afar erfitt að bera skýrt fram „ránsfenginn“ á eins stuttum tíma og lagið krefst og geri ég það ekkert betur, en ef gera má kröfu um skýrmæli til einhverra, ætti það að vera til rappara. Þetta eru þó hnökrar sem skipta litlu máli, og í heildina séð er diskurinn fullur af prýðisefni, hvort heldur sem mað- ur einblínir á rapp/raddir eða á sjálfa grunnana að lögunum. Það er heilmikil dulúð sem maður finnur fyrir í lögunum, og stemmn- ingin er lík þeirri stemmningu sem verður til að næturlagi. Það útskýrir líklega hið rólega og þunga tempó sem heldur sér í gegnum lögin, og diskurinn hentar að sama skapi mun betur til kvöld- og næturhlustunar en fyrir hábjartan dag. Þessi dulúð er ánetjandi og fær mann til að sækja í diskinn á síðkvöldum. NBC eru vonandi ekki dauðir úr öllum æðum eftir þennan prýðisdisk, og krýni ég þá félaga, Dóra og Stjána, dramadrottningar næturinnar. Dramatík í Reykjavík TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur NBC, Drama. 12 lög, heild- artími 41.56 mínútur. NBC eru Kristján Þór Matthíasson, StjániHeitirMisskilinn, og Halldór Halldórsson, Dóra DNA. Gestir á disknum eru Kájoð, Blazroca, Diddi Fel ,Blazematic, Dj Magic og Siggi Skurður, . Um takta sá Palli PTH. Höf- undar gefa sjálfir út 2005. NBC – Drama  Ragnheiður Eiríksdóttir Útlit er óneitanlega kosturþegar haldið er út áfrægðarbrautina, en þaðgetur líka verið ókostur – það gengur betur að vekja athygli og selja plötur ef tónlistarmaður er glæsilegur útlits, en það getur líka verið til vandræða, ekki síst ef við- komandi vill að tónlstin sé í aðal- hlutverki. Þannig er því eiginlega farið með hljómsveitina Yeah Yeah Yeahs, sem vakti mikla athygli fyrir útlit og klæðaburð söngkonu sinnar, svo mikla athygli að hljómsveitinni þótti nóg um. Karen Orzolek, sem jafnan er kölluð Karen O, var í listaháskóla í Ohio og kynntist þar trommuleik- aranum Brian Chase sem lagði stund á djassfræði. Karen kunni ekki nema miðlungi vel við sig í Ohio og flutti sig um set, fór frekar í skóla í New York. Þar kynntist hún gítarleikaranum Nicolas Zinner og áður en langt var um liðið voru þau farin að spila saman í þjóðlaga- tvennunni Unitard. Fljótlega tók Karen O og Zinner að langa í meira fjör, meira rafmagn, og stofnuðu pönktríó. Fyrsti trymbill tríósins entist ekki lengi en í hans stað kom gamli félaginn Brian Chase. Yeah Yeah Yeahs var vel tekið að segja frá fyrstu tónleikum, aðallega fyrir það hve Karen O þótti glæsileg við hljóðnemann og sviðsfram- koman mögnuð, en einnig féll tón- list sveitarinnar vel að því sem helst var á seyði í bandarísku rokki á þeim tíma – ekki leið á löngu að Yeah Yeah Yeahs var farin að hita upp fyrir Strokes og White Stripes. Haustið 2001 kom fyrsta stutt- skífan út, samnefnd sveitinni, og vakti mikla athygli, kraftmikil og skemmtilega hrá plata. Næstu mán- uðir fóru svo í tónleikaferðir, ýmist að hita upp fyrir aðrar sveitir eða sem aðalnúmer þó enn hefði hljóm- sveitin ekki sent frá sér stóra plötu. Önnur stuttskífa, Machine, kom út haustið 2002 og fyrsta breiðskífan, Fever to Tell kom loks út í apríl 2003. Hljómsveitin hafi tekið svo mikl- um breytingum á þeim stutta tíma sem hún hafði starfað að Fever to Tell var sundurlaus á köflum, eins og tvær hljómsveitir væru að takast á um völdin, önnur enn á kafi í villtu stuðpönki en hin tók hlutunum með meiri ró, meiri pælingar í lögum og útsetningum. Eitt laganna af plötunni, „Maps“, varð mjög vinsælt og ýtti undir sölu á skífunni, en sveitin fékk athygli langt umfram þær vinsældir því Karen O var á allra vörum, glæsi- leg, beinskeytt og kraftmikil söng- kona. Hún kunni frægðinni þó ekki vel, fékk nóg af því að vera sífellt undir smásjá fjölmiðla og fluttist á endanum til Kaliforníu, enda auð- veldara að fá frið þar en í New York. Lungann úr árinu 2005 var sveit- in í fríi enda liðsmenn hennar á fullu í ýmiskonar hliðarverkefnum, aug- lýsingagerð, samstarfi við aðra tón- listarmenn og svo má telja. Um haustið var þó kominn tími til að hefjast handa að nýju og sveitin kom saman í New York að taka upp nýja breiðskífu. Sú plata, Show Your Bones, kom svo út í liðinni viku og hefur yfirleitt fengið fína dóma fyrir músíkina. Vonandi að hún fái þá athygli sem hún á skilda. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Ekki er öll athygli góð Bandaríska rokksveitin Yeah Yeah Yeahs komst í sviðsljósið aðallega fyrir glæsilega söngkonu sína. Ný plata sveitar- innar sýnir að tónlistin stendur líka vel fyrir sínu. Sveitin kom saman í New York í haust til að taka upp nýja breiðskífu en sú plata, Show Your Bones, kom út í liðinni viku. Guðrún Helga Sederholm, MSW félagsráðgjafi. Sérfræðiréttindi sem Fræðslu- og skólafélagsráðgjafi frá heilbrigðisráðuneyti. Námsráðgjafi og kennari. Lágmúla 9, 3. hæð • Tímapantanir 864 5628, 554 4873 • Fax 554 4871 Póstfang: gsed@simnet.is Hyggur þú á nám? Viltu skipta um starf? Eru starfslok framundan? Áhugasviðsgreining og ráðgjöf er líkleg til að hjálpa þér við ákvarðanatökuna. Nokkrir lausir tímar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.