Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Próteinríkt og fitulaust
Skyr.is er fitulaust en seðjandi.
Það er próteinríkt og hentar
vel þeim sem vilja byggja upp
hraustan líkama.
Það fæst með mörgum spennandi
bragðtegundum, bæði með og án
viðbætts sykurs.
REYKJAVÍKURBORG hefur lagt
fram kæru til Samkeppniseftirlitsins
á hendur Landsvirkjun „vegna sam-
þykktar stjórnar Landsvirkjunar
um að leggja Laxárvirkjun á und-
irverði til nýstofnaðs félags Lands-
virkjunar, Orkubús Vestfjarða og
Rafmagnsveitna ríkisins,“ eins og
segir í bréfi Kristbjargar Stephen-
sen, skrifstofustjóra lögfræðiskrif-
stofu borgarinnar, til Samkeppnis-
eftirlitsins.
Sýnt fram á of lágt verð
Krefst Reykjavíkurborg þess að
Samkeppniseftirlitið leggi bann við
því að Landsvirkjun leggi Laxár-
virkjun inn í hið nýja félag á því verði
sem samþykkt var í stjórn félagsins.
Segir í erindinu að Reykjavíkur-
borg geti með rökum sýnt fram á að
um undirverð sé að ræða, og fari
ákvörðunin því gegn 10. og 11. gr.
samkeppnislaga.
Einnig er gerð krafa um að Sam-
keppniseftirlitið athugi hvort stofn-
un og rekstur hins nýja fyrirtækis
samrýmist ákvæðum samkeppnis-
laga og raforkulaga.
Áformað er að hið nýja smásölu-
fyrirtæki Landsvirkjunar, Orkubús
Vestfjarða og RARIK taki við Lax-
árvirkjun á bókfærðu verði, sem er
1.062 milljónir kr. Reykjavíkurborg
telur þetta mat vera langt undir
sannvirði og gefa hinu nýja félagi
þar með óréttmætt samkeppnisfor-
skot á smásölumarkaði raforku.
Borgin kærir Landsvirkjun
til Samkeppniseftirlitsins
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í 12 mánaða fangelsi, þar
af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir
fjárdrátt í opinberu starfi. Maður-
inn var framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga og dró
sér samtals rúmlega 17 milljónir
króna af bankareikningi sambands-
ins.
Maðurinn var í héraði dæmdur í
10 mánaða fangelsi og var dómur-
inn allur skilorðsbundinn.
Í dómi héraðsdóms var rakið að
ákærði hefði ekki áður sætt refs-
ingum. Héraðsdómur taldi að auk
þess sem gera yrði honum þyngri
refsingu en ella vegna þess að hann
framdi brot sitt í opinberu starfi,
yrði að líta til þess hve hann dró
sér mikið fé. Á hinn bóginn yrði lit-
ið til þess að ákærði gerði enga til-
raun til að leyna fjárdrættinum og
játaði brotið.
Ákærði viðurkenndi fjárdráttar-
brot en mótmælti því að hafa verið
í opinberu starfi. Hæstiréttur féllst
hins vegar á þá niðurstöðu héraðs-
dóms að maðurinn hefði verið opin-
ber starfsmaður.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg
Benediktsdóttir og Ólafur Börkur
Þorvaldsson. Verjandi var Björn
Jóhannesson hdl. og sækjandi
Helgi Magnús Gunnarsson sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
Eins árs fangelsi
fyrir fjárdrátt í
opinberu starfi
TVEGGJA sólarhringa látlausu slökkvi- og björg-
unarstarfi á Mýrum lauk í gærmorgun þegar
tókst loks að slökkva einn mesta sinueld sem um
getur hér á landi. Barist var við eldinn í alla fyrri-
nótt og tókst að loks að ráða niðurlögum hans í
gærmorgun, réttum 48 klukkustundum eftir að
eldurinn kviknaði. „Það sést enginn reykur leng-
ur, sagði Ólafur Egilsson bóndi á Hundastapa í
gær. „Þeir voru að koma í hús dauðþreyttir eftir
slökkvistarfið um hálffimm í morgun,“ sagði Ólaf-
ur sem var með húsfylli af mönnum sem höfðu
komið til að aðstoða við slökkvistarfið á föstudag
og aðfaranótt laugardags.
Ólafur sagði að lögreglan hefði þurft að loka
vegum á svæðinu því mikil umferð af forvitnu
fólki hefði verið farin að skapa hættu. Var hann
ánægður með lok slökkvistarfs og vonaðist til að
ekki blossaði upp glóð aftur.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallaði liðs-
auka sinn af vettvangi í gær en slökkviliðið hafði
sent liðsauka á vettvang sem og slökkviliðið á
Akranesi og í Búðardal.
Ljóst er að slökkvistarfinu lauk fyrr en Bjarni
Þorsteinsson, slökkvistjóri í Borgarnesi, hafði
reiknað með en hann sá jafnvel fram á að eldurinn
myndi geisa fram yfir helgi. Það rættist þó ekki.
„Það hjálpuðust allir að og með harðfylgi
manna tókst að slökkva í þessu og menn eiga mik-
inn heiður skilinn,“ sagði Bjarni í gærmorgun.
Þar átti hann við slökkviliðsmenn úr Dalasýslu,
Borgarfjarðardölum, Akranesi og af höfuðborgar-
svæðinu.
Kjarkaðir bændur og ótrúleg þyrluhjálp
„Og ekki má nú gleyma blessuðum bændunum
með dráttarvélar sínar og haugsugur. Þetta eru
algerir kraftaverkamenn.“ Bjarni telur að allt að
100 manns hafi unnið að slökkvistarfi þegar mest
var. „Við fengum þyrlu frá Þyrluþjónustunni með
þúsund lítra mál neðan í sér sem hún dýfði í
næstu tjörn eða vog við ströndina og flaug síðan
yfir brunasvæði. Þetta hefur alveg ótrúlegan
slökkvimátt. Það var enginn slökkviliðsmaður um
borð heldur flugmaður sem kunni sitt fag. Hann
sló á eldjaðarinn við Hundastapa sem við vorum
mjög hræddir um enda mikið í húfi fyrir ábúend-
urna með sitt gríðarstóra kúabú. Bændurnir voru
líka kjarkaðir og áræðnir. Þeir keyrðu vatni á eld-
inn og svo var líka hlandforin og kúamykjan alveg
ótrúlega góður slökkvimiðill. Eins og ég segi, það
er víða orðið lágt í haughúsum í dag.“ Eitt af síð-
ustu verkefnum slökkviliða var að vinna á eldlín-
unni í vestri í fyrrinótt sem klöppuð var niður
með þar til gerðum verkfærum og vatni skvett á.
Eftir er að meta skemmdir á því gríðarstóra
svæði sem eldurinn fór yfir, bæði eignatjón á
girðingum, jörðum, auk tjóns á gróðrinum sjálf-
um.
Morgunblaðið/RAX
Sinubruninn á Mýrum loks kveðinn niður af 100 mönnum eftir 48 tíma baráttu
Dauðþreyttir eftir slökkvistarfið
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Dag Gunnarsson
SAMFYLKINGIN mælist með ríf-
lega 31% fylgi á landinu öllu en Sjálf-
stæðisflokkur með rúmlega 40%
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
könnunar í Þjóðarpúlsi Gallups um
fylgi flokkanna í kosningum til Al-
þingis. Bætir Samfylkingin við sig
fylgi frá seinustu könnun þegar
flokkurinn mældist með 29% en fylgi
Sjálfstæðisflokks minnkar frá sein-
ustu könnun þegar hann mældist
með 42%.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð mælist með liðlega 16%, Fram-
sóknarflokkurinn nýtur nú tæplega
9% fylgis og 3% kysu Frjálslynda
flokkinn, ef kosið væri nú. Stuðning-
ur við ríkisstjórnina mældist tæp-
lega 52%. 21% tók ekki afstöðu í
könnuninni eða neitaði að gefa hana
upp og tæplega 5% sögðust myndu
skila auðu eða ekki kjósa ef kosn-
ingar færu fram í dag. Könnunin var
gerð dagana 28. febrúar til 29. mars.
Samfylking mælist með 31%
og Sjálfstæðisflokkur 40%
RANGLEGA var haft eftir Geir H.
Haarde utanríkisráðherra, í frétt
af ræðu hans á ráðstefnu um EES-
samninginn í blaðinu í gær, að lítill
pólitískur ágreiningur hefði verið
um EES-samninginn hér á landi
þegar hann var gerður. Geir sagði
þvert á móti að aðild að EES hefði
verið stórt pólitískt ágreiningsmál
á árunum 1992 og 1993. Geir sagði
einnig að almennt hefði verið litið
svo á að ókostirnir við aðild að
Evrópusambandinu væru svo ber-
sýnilegir að sú ákvörðun að standa
utan ESB hefði naumast valdið
neinum pólitískum deilum á þess-
um tíma.
Leiðréttist þetta hér með og er
beðist velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
EES var stórt pólitískt
ágreiningsmál