Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali - Sveinn Óskar Sigurðsson lögg. fasteignasali
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
AÐALSTRÆTI - SKRIFSTOFUHÆÐ TIL LEIGU
Erum með til leigu fallega skrifstofu-
hæð í þessu nýlega húsi við Ingólfs-
torg. Hæðin er um 190 fm og skiptist
í þrjár skrifstofur, kaffistofu og opin
rými. Auðvelt er að bæta við fleiri
skrifstofum. Lyfta er í húsinu. Allur
frágangur á lögnum og innréttingum
er til fyrirmyndar. Loft eru niðurtekin.
Bjart og gott húsnæði. Teikningar og
nánari upplýsingar veitir Óskar R.
Harðarson, hdl. 5117
Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com.
Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160.
3.000-4.000 m²
atvinnuhúsnæði
til leigu/sölu
Suðurhraun 3, Garðabæ. Vesturhluti 3.000 m² fjölnotahúss, þar
af um 900 m² skrifstofuhæð með fullbúnu mötuneyti og búnings-
aðstöðu. Mikil lofthæð (allt að 7 metrar að hluta), stór lóð, gáma-
aðstaða, stórar innkeyrsludyr og næg bílastæði. Húsið hefur mik-
ið auglýsingagildi þar sem Álftanesvegur verður lagður handan
hússins. Samþykktur 1.000 fm byggingaréttur í vestur. Heildar-
stærð vesturhluta getur orðið 4.000 m².
Í austurhluta eru BYKO og VÍDD.
Laust til afhendingar 1. maí.
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. sérhæfir sig í útleigu á skrifstofu-, þjónustu-, lager- og
iðnaðarhúsnæði og er með rúmlega 35.000 m² á höfuðborgarsvæðinu.
FASTEIGNAFÉLAGIÐ KIRKJUHVOLL EHF.
www.kirkjuhvoll.com
Reynihvammur 1 - Opið hús
Opið hús í dag frá 15:00 til 17:00
Nýkomin í einkasölu glæsileg
3ja herb., 93 fm neðri sérhæð í
nýlegu fjórbýli. Sérinngangur,
vandaðar innréttingar, parket
og náttúrusteinn á gólfum, sér-
þvottaherbergi, allt sér, frábær
staðsetning, stutt í sundlaug,
o.fl. Verð 25,6 millj.
Ævar býður ykkur velkomin
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Vorum að fá í einkasölu afar vandaða og glæsilega 144 fm efri sérhæð í
tvíbýlishúsi, ásamt 28 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í rúmgott
hol, stórar stofur, rúmgott og vandað eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, sem er
nýlega flísalagt í hólf og gólf og þvottahús í íbúð. Nýjir ofnar og ofnalagnir og
raflagnir endurnýjaðar. Eikarparket og flísar á gólfum. Tvennar svalir.
FRÁBÆR STAÐSETNING. EIGN Í SÉRFLOKKI.
Upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 864-8800.
Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali
HJÁLMHOLT - EFRI SÉRHÆÐ
M. BÍLSK.
ÞAÐ VORU sérkennilegar
myndirnar, sem við blöstu á bak-
síðu Mbl. 2. mars, þar sem sýnt
var, er lögreglumenn fjarlægðu
með valdi mótmælendur við skrif-
stofur Alcoa á Suðurlandsbraut.
Nokkur hópur ungs fólks, sem
nefnir sig Ungliða gegn stóriðju,
tók sér mótmælastöðu á skrifstof-
unni vegna ákvörð-
unar auðhringsins Al-
coa daginn áður að
hefja könnun á hag-
kvæmni þess að reisa
nýtt álver við Húsavík.
Ungliðarnir börðu
trommur og blésu í
lúðra. Lögreglan var
kölluð til. „Þar sem
ekki þótti vinnufriður
á skrifstofunni,“ og
mótmælendur dregnir
út með valdi.
En skoðum nú, hvað
þarna var að gerast.
Unga fólkið var að
mótmæla auknum stóriðjuáformum
á Íslandi og krefjast þess, að Alcoa
hefði sig á brott frá landinu.
Í yfirlýsingu hópsins segir, að al-
menningi hafi fram til þessa verið
neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu
eða önnur úrræði til að hafa áhrif á
gang mála í sambandi við stóriðju-
áform á Íslandi.
Sýnt sé, að ekki dugi umræður,
blaðaskrif eða fortölur til að hafa
áhrif í þessu máli. Því neyðist ungt
fólk til að grípa til eigin aðgerða.
Enn fremur vill unga fólkið koma
því á framfæri við Alcoa og rík-
isstjórn, að þau séu ósátt við gang
mála og muni beita öllum ráðum, að
ofbeldi undanskildu, (leturbr. mín)
til að stöðva framgang stóriðju á Ís-
landi. Með öðrum orðum, þetta
unga fólk er ekki sátt við þróun
mála og finnur sig knúið til að beita
öllum tiltækum ráðum til að ná eyr-
um ráðamanna þjóðarinnar. Það
hefur greinilega áhyggjur af fram-
tíðinni, óttast vaxandi
mengun á Íslandi,
versnandi lífslíkur, auk
eyðileggingar á
ósnortinni náttúru
landsins.
Það horfir lengra,
horfir til framtíðar,
sem það eðli málsins
samkvæmt á mest
undir.
Öfugt við þá
skammsýnu ráðamenn
þjóðarinnar, sem um
þessar mundir virðast
aðeins horfa til næsta
dags blindaðir af
gróðahyggju og með stóriðjuglýju í
augum.
En bíðum við, nú kemur rúsínan
í pylsuendanum.
Erna Indriðadóttir, svonefndur
„kynningarstjóri“ Alcoa á Íslandi,
lætur hafa eftir sér í Mbl., að það
sé ánægjuefni, að ungt fólk láti sig
varða þjóðfélagsmál og tileinki sér
lýðræðislegan rétt til að láta skoð-
anir sínar í ljós.
„Ungt fólk þarf að læra það“,
segir hún, en bætir svo við, að því
miður hafi ólætin verið svo mikil á
skrifstofunni, að ekki hafi verið
annarra kosta völ en kalla til lög-
reglu. Þar höfum við það.
Það er með öðrum orðum
ánægjuefni, að ungt fólk skuli taka
afstöðu, en þegar það vill nýta sér
þann lýðræðislega rétt að taka af-
stöðu og vekja athygli á stefnu-
málum sínum á þann hátt, sem það
telur árangursríkastan, og án þess
að beita hinu minnsta ofbeldi (eða
hvenær hefur það verið saknæmt
að berja trommur eða blása í
lúðra?), þá er því svarað með vald-
beitingu, fólk dregið út úr húsi og
fleygt út fyrir dyr eins og hverju
öðru rusli.
Hvílík sýndarmennska, sem
þarna birtist í orðum „kynning-
arstjórans“.
Ekki kom fram í fréttinni, að
neitt hefði verið rætt við fólkið eða
hlustað á skoðanir þess, hvað það
hefði fram að færa eða bæri fyrir
brjósti, heldur var því vísað út.
Hefði ekki hinum lýðræðiselsk-
andi kynningarstjóra farið betur að
hlusta á raddir þessa unga fólks,
sem virðist hafa gleggri framtíð-
arsýn en margir þeir, sem telja sig
hátt setta í þjóðfélaginu, jafnvel
þótt það hefði valdið einhverri tíma-
bundinni truflun á skrifstofu Alcoa.
Sýnir ekki þessi uppákoma og
aðrar slíkar, sem átt hafa sér stað,
að nú er nauðsyn á, að þjóðin, fólkið
í landinu, fái að tjá hug sinn til auk-
inna stóriðjuframkvæmda á Íslandi
í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og
þingmenn Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs hafa flutt þings-
ályktunartillögu um á Alþingi. Sjái
ríkisstjórnin sér ekki fært að verða
við slíkum óskum, sýnir það aðeins,
að hún óttast niðurstöðurnar, enda
hafa kannanir þegar sýnt, að meiri-
hluti landsmanna er andvígur frek-
ari stóriðjuframkvæmdum, a.m.k. í
bili. Væru það lýðræðisleg vinnu-
brögð. Mótmælin nú eru afleiðing
þeirra ólýðræðislegu vinnubragða,
sem ríkisstjórn Íslands hefur við-
haft í sambandi við stóriðjufram-
kvæmdirnar fyrir austan allt frá
upphafi og virðist ætla að tileinka
sér áfram.
Auðhringurinn Alcoa hefur sýnt
sitt rétta innræti með aðgerðunum,
sem þarna áttu sér stað. Og „kynn-
ingarstjórinn“ hefur orðið sér til
skammar og ætti því að biðja unga
fólkið, sem þarna átti hlut að máli,
opinberlega afsökunar. Ég er viss
um, að þetta góða, unga fólk, sem
hefur svo ríka ábyrgðartilfinningu
gagnvart framtíðinni, mun fyrirgefa
honum.
Lýðræði í framkvæmd?
Ólafur Þór Hallgrímsson fjallar
um mótmæli við Alcoa ’Auðhringurinn Alcoahefur sýnt sitt rétta inn-
ræti með aðgerðunum,
sem þarna áttu sér stað.‘
Ólafur Þór
Hallgrímsson
Höfundur er sóknarprestur
á Mælifelli.
Fréttasíminn
904 1100