Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KAMMERKÓRINN Hymnodia heldur tónleika í Hallgríms- kirkju á vegum Listvina- félags Hallgrímskirkju kl. 17 í dag. Með kórnum koma fram sænskir og íslenskir hljóðfærarleikarar á barokk- hljóðfæri og ein skærasta stjarna barokksins í Svíþjóð, Anna Zander sópransöngkona, sem syngur bæði einsöngs- kantötu og svo einsöngs- og kórhlutverk í aðalverki tón- leikanna, Membra Jesu Nostri, einu af höfuðverkum barokk- tímans og mesta verki tón- skáldsins Dietrichs Buxte- hude. Verkið samanstendur af sjö kantötum um líkama Krists á krossinum. Zander hefur vakið mikla athygli víða um Evrópu fyrir söng sinn, en hún hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar frá barokktímanum. Stjórnandi á tónleikunum er Eyþór Ingi Jónsson. Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju – syngur í Hallgrímskirkju í dag. Hymnodia syngur í Hallgrímskirkju MIÐAÐ við þann samruna ólíkra tónlist- arstrauma sem einkennir nútímann má segja að tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudags- kvöldið hafi verið sérlega móðins. Bás- únusnillingurinn og tónskáldið Christian Lindberg var þar við stjórnvölinn og teygði efnisskráin sig í aðra áttina í gráa forneskju en einnig í splunkunýja tónlist. Þar á meðal var frumflutt verk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Stund milli stríða, sem var fremur dæmigert fyrir það sem ég hef áður heyrt eftir hana. Anna semur stemningstónlist sem bygg- ist ekki á flókinni framvindu eða hug- myndaríkri úrvinnslu; þvert á móti er músík hennar meira í ætt við kvikmynda- tónlist eða jafnvel ýmislegt úr dæg- urlagageiranum. Í rauninni var verkið hennar eins og tónræn lýsing á tiltekinni senu og má því líta á það sem afsprengi þeirrar áherslu á hið myndræna er ein- kennir okkar samfélag. Fátt frumlegt var við tónlistina nema upphafið, en verkið virtist verða til upp úr því þegar hljóðfæraleikararnir voru að stilla hljóðfærin sín og kom það skemmti- lega út. Aftur á móti virkaði lokaatriðið dálítið klisjukennt; einfaldur, þjóðlaga- kenndur söngur kontrabassa, en það er að verða fremur algengt stílbragð í ís- lenskri nútímatónlist. Ég heyrði það fyrst í fiðluverki eftir Áskel Másson fyrir um áratug og svo hefur það skotið upp koll- inum æ ofan í æ. Hins vegar verður að segja að músíkin eftir Önnu var faglega unnin og snyrti- lega skrifuð fyrir hljómsveitina; dulúðug stemningin magnaðist stig af stigi og var útkoman hrífandi í sjálfu sér þrátt fyrir að músíkin hafi ekki rist djúpt. Nokkuð sjaldgæfur forleikur í ítölskum stíl eftir Schubert var einnig sjarmerandi; bæði var tónlistin falleg og svo var hún prýðilega leikin af hljómsveitinni; túlk- unin var fjörleg en samt fáguð og með áberandi mjúkum strengjaleik. Síður skemmtileg var ballettsvíta eftir eitt þekktasta tónskáld Svía, Jan Sand- ström. Vissulega bar allskonar flotta effekta fyrir eyru, áferðin var glitrandi og slagverksleikarar, málm- og tréblásarar léku af aðdáunarverðri fagmennsku. Tón- listin sjálf var bara svo endurtekning- arsöm að manni leiddist; þarna vantaði dansarana til að fylla upp í tómarúmið. Músíkin virkaði ekki ein og sér, hún var eins og pitsa með engum osti. En hafi tónlist Sandströms verið þreyt- andi bætti einleikari kvöldsins það fylli- lega upp, og vel það. Þetta var tromp- etleikarinn Ole Edvard Antonsen. Að vísu var strengjaleikurinn í konsertinum eftir Tartini nokkuð loðinn í hröðum strófum, en einleikurinn var svo magnaður að mað- ur féll í stafi hvað eftir annað. Og samt var það ekkert á við konsert- inn eftir Lindberg! Hann var í klassískum stíl, þremur köflum með kadensu í lok þess fyrsta og var tónlistin skemmtilega lagræn og grípandi þótt laglínurnar hefðu engu að síður verið framandi og stöðugt komið á óvart. Stemningin í verkinu var hröð og spennuþrungin með djasskenndu ívafi og framvindu sem leiddi mann í alls- konar háskalegar aðstæður! Auk þess var spilamennska trompetleikarans svo yfir- gengilega glæsileg að maður varð alveg frávita, enda æptu áheyrendur upp yfir sig á eftir. Óneitanlega var þetta með því flottasta sem ég hef heyrt lengi. Út í háskalegar aðstæður TÓNLIST Háskólabíó Schubert: Forleikur í ítölskun stíl D 591; Sandström: Herragarðssaga, ballettsvíta; Anna S. Þorvaldsdóttir: Stund milli stríða; Tartini: Konsert í D-dúr (upphaflega fyrir fiðlu sem einleikshljóðfæri); Lindberg: Akbank Bunka – trompetkonsert. Einleikari: Ole Ed- vard Antonsen; stjórnandi: Christian Lindberg. Fimmtudagur 30. mars. Sinfóníutónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.