Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
KAMMERKÓRINN Hymnodia
heldur tónleika í Hallgríms-
kirkju á vegum Listvina-
félags Hallgrímskirkju kl. 17
í dag. Með kórnum koma
fram sænskir og íslenskir
hljóðfærarleikarar á barokk-
hljóðfæri og ein skærasta
stjarna barokksins í Svíþjóð,
Anna Zander sópransöngkona,
sem syngur bæði einsöngs-
kantötu og svo einsöngs- og
kórhlutverk í aðalverki tón-
leikanna, Membra Jesu Nostri,
einu af höfuðverkum barokk-
tímans og mesta verki tón-
skáldsins Dietrichs Buxte-
hude. Verkið samanstendur af
sjö kantötum um líkama
Krists á krossinum. Zander
hefur vakið mikla athygli
víða um Evrópu fyrir söng
sinn, en hún hefur sérhæft
sig í flutningi tónlistar frá
barokktímanum.
Stjórnandi á tónleikunum
er Eyþór Ingi Jónsson.
Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju – syngur í Hallgrímskirkju í dag.
Hymnodia syngur
í Hallgrímskirkju
MIÐAÐ við þann samruna ólíkra tónlist-
arstrauma sem einkennir nútímann má
segja að tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói á fimmtudags-
kvöldið hafi verið sérlega móðins. Bás-
únusnillingurinn og tónskáldið Christian
Lindberg var þar við stjórnvölinn og
teygði efnisskráin sig í aðra áttina í gráa
forneskju en einnig í splunkunýja tónlist.
Þar á meðal var frumflutt verk eftir
Önnu S. Þorvaldsdóttur, Stund milli
stríða, sem var fremur dæmigert fyrir
það sem ég hef áður heyrt eftir hana.
Anna semur stemningstónlist sem bygg-
ist ekki á flókinni framvindu eða hug-
myndaríkri úrvinnslu; þvert á móti er
músík hennar meira í ætt við kvikmynda-
tónlist eða jafnvel ýmislegt úr dæg-
urlagageiranum. Í rauninni var verkið
hennar eins og tónræn lýsing á tiltekinni
senu og má því líta á það sem afsprengi
þeirrar áherslu á hið myndræna er ein-
kennir okkar samfélag.
Fátt frumlegt var við tónlistina nema
upphafið, en verkið virtist verða til upp úr
því þegar hljóðfæraleikararnir voru að
stilla hljóðfærin sín og kom það skemmti-
lega út. Aftur á móti virkaði lokaatriðið
dálítið klisjukennt; einfaldur, þjóðlaga-
kenndur söngur kontrabassa, en það er
að verða fremur algengt stílbragð í ís-
lenskri nútímatónlist. Ég heyrði það fyrst
í fiðluverki eftir Áskel Másson fyrir um
áratug og svo hefur það skotið upp koll-
inum æ ofan í æ.
Hins vegar verður að segja að músíkin
eftir Önnu var faglega unnin og snyrti-
lega skrifuð fyrir hljómsveitina; dulúðug
stemningin magnaðist stig af stigi og var
útkoman hrífandi í sjálfu sér þrátt fyrir
að músíkin hafi ekki rist djúpt.
Nokkuð sjaldgæfur forleikur í ítölskum
stíl eftir Schubert var einnig sjarmerandi;
bæði var tónlistin falleg og svo var hún
prýðilega leikin af hljómsveitinni; túlk-
unin var fjörleg en samt fáguð og með
áberandi mjúkum strengjaleik.
Síður skemmtileg var ballettsvíta eftir
eitt þekktasta tónskáld Svía, Jan Sand-
ström. Vissulega bar allskonar flotta
effekta fyrir eyru, áferðin var glitrandi og
slagverksleikarar, málm- og tréblásarar
léku af aðdáunarverðri fagmennsku. Tón-
listin sjálf var bara svo endurtekning-
arsöm að manni leiddist; þarna vantaði
dansarana til að fylla upp í tómarúmið.
Músíkin virkaði ekki ein og sér, hún var
eins og pitsa með engum osti.
En hafi tónlist Sandströms verið þreyt-
andi bætti einleikari kvöldsins það fylli-
lega upp, og vel það. Þetta var tromp-
etleikarinn Ole Edvard Antonsen. Að vísu
var strengjaleikurinn í konsertinum eftir
Tartini nokkuð loðinn í hröðum strófum,
en einleikurinn var svo magnaður að mað-
ur féll í stafi hvað eftir annað.
Og samt var það ekkert á við konsert-
inn eftir Lindberg! Hann var í klassískum
stíl, þremur köflum með kadensu í lok
þess fyrsta og var tónlistin skemmtilega
lagræn og grípandi þótt laglínurnar hefðu
engu að síður verið framandi og stöðugt
komið á óvart. Stemningin í verkinu var
hröð og spennuþrungin með djasskenndu
ívafi og framvindu sem leiddi mann í alls-
konar háskalegar aðstæður! Auk þess var
spilamennska trompetleikarans svo yfir-
gengilega glæsileg að maður varð alveg
frávita, enda æptu áheyrendur upp yfir
sig á eftir. Óneitanlega var þetta með því
flottasta sem ég hef heyrt lengi.
Út í háskalegar aðstæður
TÓNLIST
Háskólabíó
Schubert: Forleikur í ítölskun stíl D 591;
Sandström: Herragarðssaga, ballettsvíta;
Anna S. Þorvaldsdóttir: Stund milli stríða;
Tartini: Konsert í D-dúr (upphaflega fyrir fiðlu
sem einleikshljóðfæri); Lindberg: Akbank
Bunka – trompetkonsert. Einleikari: Ole Ed-
vard Antonsen; stjórnandi: Christian Lindberg.
Fimmtudagur 30. mars.
Sinfóníutónleikar
Jónas Sen