Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 35
borðið var tekið og dansað í stofunni.
Við ætluðum að dansa í dempuðu
ljósi en þá kom mamma og kveikti.
Ekkert vín var haft um hönd í þá
daga,“ segir Guðrún.
„Mér fannst gaman að fara í bíó á
unglingsárunum. Þá var mest sýnt af
dönskum myndum. Uppáhaldsleik-
konan mín var dönsk, Karina Bell hét
hún og var voðalega sæt.
Ég skrifaði mörgum leikurum í
gamla daga og fékk sendar myndir af
þeim til baka. Til dæmis fékk ég
mynd af Colin Moor og fjölritað bréf.
Milton Shills sendi mér líka mynd.
Ég sá síðar allar myndir með Gloriu
Swanson, þær voru margar sögulegs
eðlis, ég var ekkert fyrir gaman-
myndir.
Þegar ég var 16 ára fékk ég sem
fyrr greinir vinnu hjá Heildverslun
Garðars Gíslasonar, ég vann á skipti-
borðinu, gaf samband á borðin hjá
skrifstofufólkinu, þaðan fór ég í vefn-
aðarvöruverslun til Ásgeirs G. Gunn-
laugssonar í Austurstræti 1, Veltan
var húsið kallað og stóð þar sem Ing-
ólfstorg er nú. Ég vann tvisvar í þess-
ari gömlu vefnaðarvöruverslun, fyrst
árið 1934 og síðar 1953. Einnig vann
ég á skrifstofu hjá Café Höll og stutt-
an tíma leysti ég af á Skjaldbreið. Til
Skipaútgerðar ríkisins réðst ég 1954
og starfaði þar í 25 ár við innheimtu
og gjaldkerastörf. Á þeim árum
keypti ég alltaf Hjemmet og Familie
Journal. Þegar blöðin voru komin var
kallað til mín: „Guðrún, dönsku blöð-
in eru komin!“ Ég fylgdist með tísk-
unni og sögunum og Gissuri gullrassi
og Rasmínu konu hans.“
Fór á fundi hjá Láru miðli og var í
tjaldi á Alþingishátíðinni 1930
Guðrún kveðst líka lengi hafa haft
áhuga á dulrænum efnum.
„Ég fór á miðilsfundi hjá Láru
miðli og trúði alveg á hana. En svo
reyndist þetta „blöff“, ég fór líka á
fundi hjá Hafsteini miðli.“
Ég spyr um stóratburði eins og Al-
þingishátíðina 1930 og lýðveldishá-
tíðina 1944.
„Ég var í tjaldi á Þingvöllum í júní
1930. Tjaldið var ekki með neinum
botni og segl var lagt á grasið. Kveikt
var á olíuvél sem logaði alla nóttina í
tjaldinu. Einn var á vakt til að passa
upp á eldinn um nóttina,“ segir Guð-
rún.
Hún var hins vegar í Skíðaskálan-
um 17. júní 1944.
„Það var hellirigning, við höfðum
fengið viku í Skíðaskálanum og fór-
um ekki á Þingvöll.“
Guðrún hefur ferðast talsvert, m.a.
til Kanada þar sem hún átti ættfólk
en heimili sitt átti hún lengst af í
austurbæ Reykjavíkur.
„Ég þekkti sem ung einhverja
manneskju í hverju húsi allt frá Að-
alstræti og vestur á Framnesveg.
Vesturgatan hét raunar áður Hlíð-
arhúsastígur og Suðurgatan hét
Kirkjugarðsstígur. Ég hef séð miklar
breytingar í Reykjavík þau 95 ár sem
ég hef lifað,“ segir Guðrún Straum-
fjörð. Hún kveðst una hag sínum vel
á Sóltúni.
„Starfsfólkið er mjög gott hér – og
svo hef ég Rögnu, það er dýrmætt, –
það eru svo margir farnir sem ég
þekkti.“
húsastígur
Guðrún Straumfjörð ung kona í gulum Úlsterfrakka
með nýlagt hár. „Gulla Thorlacius hárgreiðslukona
var nýkomin frá Danmörku, það þótti fínt þá.“
Guðrún (t.v.) smábarn með
frænda sínum af Grettisgötunni.
F.v. Vigdís Torfadóttir, Sigríður Pétursdóttir og Ragnheiður Straum-
fjörð. Vigdís er í upphlut, Sigríður í dagtreyju og Ragnheiður á
peysufötum. Guðrún 12 ára tók myndina fyrir framan Torfabæ.
Grettisgata 11, þar uppi á rishæð fæddist Guðrún
Straumfjörð í maí árið 1911.
gudrung@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 35
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
Króatía
Frá 45.895kr.
frá 45.895 kr.
Netverð á mann með 10.000 kr.
afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn,
2-11 ára, vikuferð í maí eða sept.
Diamant íbúðahótelið.
Heitasti staðurinn í fyrra.
Brottfarir í júní og ágúst
að seljast upp
Bókaðu núna áwww.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
20
62
5
Orlando Vacation Homes USA
Thank you to everyone who visited us at the Hótel Loftleiðir.
We enjoyed meeting all of you and look forward
to seeing you soon in sunny Florida!
www.livinfl.com
Starfsfólk Hótels Freyju er komið í páskaskap.
Yndisleg tilboð í gangi á hótelinu um páskana
Gisting og matur.
Pantanir í símum 4866174 - 4866074 - 8626071
DRAUMAKOT OLGU - SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Ný bútasaumsefni frá Bandaríkjunum og gjafavara
Kaffi fyrir gesti og gangandi á frábæru páskatilboði
Verið velkomin, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík
Starfsfólk Hótelsins
Hótel Freyja, Minni Mástungu,
Gnúpverjahreppi, Árnessýslu
hotelfreyja.is
Hótel Freyja