Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
L
ækjartorg og stéttin við
járnvöruverslun Ziem-
sens var leiksvæði okkar
krakkanna í miðbæn-
um,“ segir Guðrún
Straumfjörð. Hún fædd-
ist 24. maí 1911 í húsi
númer 11 við Grettisgötu.
„Jens Eyjólfsson byggingameist-
ari byggði þetta hús og bjó þar. Hann
átti son sem var sérlega músíkalskur
og dóttur sem ég lék mér við en dó
ung, hún var bæði falleg og vel gefin.
Foreldrar mínir leigðu vestari hluta
efri hæðarinnar, í hinum hlutanum
bjó móðursystir mín og fjölskylda
hennar. Þær systur höfðu sameigin-
legt eldhús, en eitt herbergið, í kvist-
inum sem snýr fram að götunni, var
lengst af leigt einstaklingum,“ segir
Guðrún.
„Árið 1916 fluttum við niður í póst-
húsið við Austurstræti, sem þá var
nýbyggt. Faðir minn var ráðinn hús-
vörður þar. Pósthúsið stendur enn
við Austurstræti 15.
Þegar við fluttum hafði nýlega orð-
ið mikill bruni í miðbænum og ég
man að mér leist ekki á að allar rúður
í pósthúsinu voru sviðnar, mér þótti
þetta skrítið og ekki fallegt. Það voru
brunarústir frá Austurstræti út á
Austurvöll, þar sem Café París er,
þessar rústir voru fullar af sjó þegar
hásjóað var, oft rann sjórinn inn í
kjallara húsanna á þessu svæði. Á
pósthúsinu þurfti oft að taka böggla
upp sem voru í kjallaranum í böggla-
póststofunni, sjórinn rann þar inn.
Eftir að við vorum komin í póst-
húsið fór ég oft á róluvöll sem var
rétt við gamla heimilið til að leika
mér, þar voru krakkarnir sem ég
þekkti, ég kynntist ekki strax krökk-
unum í miðbænum. Móðuramma mín
flutti með okkur í pósthúsið, hún dó
árið 1924, þegar ég var um fermingu.
Fleira var heimilisfólkið ekki.
Umferðin var mest af hestvögnum
Það var búið hérumbil í öðru hvoru
húsi bæði í Austurstræti og Hafnar-
stræti og því fullt af krökkum til að
leika sér við. Leiksvæðið var gatan,
einkum Hafnarstræti, og við vorum
aldrei rekin í burtu. Umferðin var
mest af hestvögnum, bílar voru varla
komnir þegar þetta var.
Faðir minn var lærður skósmiður
en vann ekki mikið við þá iðn, hann
var sem fyrr sagði húsvörður í póst-
húsinu og við bjuggum þar í um 20 ár.
Það var gaman að sjá hvað bærinn
breyttist á þessu tímabili. Allar vefn-
aðarvöruverslanir sem ég man eftir
voru þá í Austurstræti nema verslun
Marteins Einarssonar við Laugaveg.
Matvöruverslanir voru í Hafnar-
stræti, þær voru þrjár, matvöru-
verslun Jes Ziemsens, Jóns Hjartar-
sonar og Smjörhúsið, það stóð
Hafnarstrætismegin við Lækjar-
torg. Það var alltaf mikið um að vera í
miðbænum, ekki síst á sunnudögum.
Þá kom hornaflokkur á Austurvöll og
spilaði, og herfólkið marséraði með
gítar og harmoniku frá herkastalan-
um og niður á torgið hjá Ellingsen,
þar sem pylsuvagninn er núna. Fólk-
ið í bænum var prúðbúið, konurnar
með sjöl.
Móðir mín hét Ragnheiður og var
alltaf í íslenskum búningi. Hún var
heimavinnandi húsmóðir, mjög
myndarleg, hún var dönsk í föðurætt,
hét áður Valby en tók upp ættarnafn
sem faðir minn hafði tekið sér, Jón
Jónasson hét hann og tók sér nafnið
Straumfjörð eftir Straumfirði á Mýr-
um, þar sem hann ólst upp. Hann
gerði þetta af því að hann átti nafna í
bænum og þeim var oft ruglað sam-
an.
Var viðstödd minningarathöfn um
skipverja af Pourqoi pas
Föðursystir mín í Straumfirði tók
á móti öllum líkunum sem rak á land
frá Pourquoi pas þegar það strandaði
við Mýrar 1936. Á skipinu voru 39
manns, einn komst af. Systursonur
pabba fann hann. Það var tilviljun að
hann var að ganga í fjörunni og sá
mann hanga í stiga í flæðarmálinu.
Maðurinn var hræddur, skildi ekk-
ert. Þau vildu klæða hann úr en hann
vildi það ekki. Þau voru búin að hita
ullarnærfötin í eldavélinni. Frænka
mín lagði þau að kinninni á honum og
þá skildi hann hvað þau meintu. Ég
fór á svæðið þegar minningarathöfn-
in var haldin í Landakotskirkju um
frönsku skipverjana, þetta var
hræðilega sorglegt allt saman.
Ég er einbirni og fékk mikla at-
hygli en fremur strangt uppeldi, –
mér var kennt að hlýða, ég varð að
vera komin heim klukkan tíu þegar
ég var orðin 17 ára gömul, þá var
húsinu lokað. En ég var alltaf mjög
vel til fara. Mamma lét sauma á mig
falleg föt, ég man t.d. enn eftir
flauelskjusu blárri sem bundin var
undir kverk. Minnisstæð er mér líka
kápa sem var saumuð á mig og á var
sett skinn af hundi sem ég átti
skamman tíma þegar ég var 12 ára.
Ég hafði mikið uppáhald á hundinum
og þegar varð að lóga honum vegna
þess hve geltinn hann var lét ég garfa
skinnið af honum og setti á kápu-
kragann, það var svo stíft að ég varð
að snúa mér allri við, ef ég ætlaði að
líta við.
Vinkonurnar allar dánar nema ein
Ég eignaðist margar góðar vin-
konur í æsku minni í miðbænum, ein
þeirra, Ragna Björnsson, er hérna á
hæðinni rétt hjá mér,“ segir Guðrún.
Hún býr nú í Sóltúni 2 í skemmti-
legu herbergi og inni hjá henni er
talsvert af gömlum munum.
„Litla borðið við rúmið mitt og
ruggustóllinn eru frá árinu
1906,þetta átti mamma frá fyrra
hjónabandi sínu. Hún fæddist og ólst
upp í Reykjavík og giftist ung sjó-
manni en missti manninn sinn í sjó-
inn milli Engeyjar og Reykjavíkur
eftir sex mánaða hjónaband. Nokkru
eftir það giftist hún föður mínum og
ég fæddist fáum árum síðar,“ segir
Guðrún. Í herbergi hennar eru líka
tveir skápar og stóll úr búi foreldra
hennar og svo húsmunir sem hún
keypti sjálf á sínum búskaparárum.
Vinkonur Guðrúnar eru nú allar
dánar nema fyrrnefnd Ragna.
„Við förum oft saman að spila fé-
lagsvist, okkur þykir báðum gaman
að spila. Ég er eins og pabbi, hef
gaman af að spila og spilaði lengi
bridge. Mamma spilaði ekki en pabbi
var í lomber-partíi einu sinni í viku.
Hann fór líka í kirkju á hverjum
sunnudegi, það var stutt að fara úr
pósthúsinu yfir í Dómkirkjuna.
Mamma var bara í húsverkunum
og svo heimsótti hún vinkonur sínar,
þær voru margar. Hún tók mig með
sér í heimsóknirnar meðan ég var
barn, oft fór ég t.d. með henni í
Torfabæ, hann var við Vesturgötu,
gengið inn frá Ægisgötu,“ bætir
Guðrún við.
Tilefni heimsóknar minnar til Guð-
rúnar var meðal annars að forvitnast
um Torfabæ.
Einn af síðustu
torfbæjum Reykjavíkur
„Hann var eftir því sem ég veit
best einn af allra síðustu torfbæjum í
Reykjavík,“ segir Guðrún.
„Ég var þar tíður gestur með móð-
ur minni. Í Torfabæ bjuggu mæðgur,
Sigríður Pétursdóttir og dóttir henn-
ar Vigdís Torfadóttir, hún vann lengi
í fatageymslu í Alþingi og Iðnó, hún
var útlærð saumakona. Faðir hennar
var frændi minn. Sigríður bauð okk-
ur oft í slátur. Bærinn var tvær
burstir og ég man að útidyrnar voru
opnaðar með ógurlega stórum lykli
úr smíðajárni. Gengið var inn á mold-
argólf og beint á móti var eldhúsið.
Þegar maður kom að hurðinni var
ekki hægt að komst inn nema ýta á
hana, þá fór stórt lóð upp á bandi,
þegar inn var komið og dyrnar lok-
uðust fór lóðið niður.
Á þessum tímum var hægt að fara í
heimsóknir án þess að melda sig,
maður bara bankaði og var alltaf boð-
ið inn. Þótt efnin væru lítil var gest-
risnin mikil, alltaf kaffi og heimabak-
að, kleinur og pönnukökur.“
Þegar Guðrún var 17 ára var henni
boðið til Kaupmannahafnar.
„Það var mikið upplifelsi,“ segir
hún.
„Móðir mín átti vinkonu sem Guð-
laug hét. Hún var gift dönskum
manni. Hann átti systurina Else
Marie. Mamma bauð henni og Guð-
laugu í kaffi þegar hún var stödd í
heimsókn á Íslandi. Ég reyndi að tala
við hana á dönsku, sem gekk nú
brösulega. En ári síðar fékk ég bréf
þar sem hún bauð mér að koma og
vera hjá sér í Kaupmannahöfn. Hún
var þá nýlega orðin ekkja, maðurinn
hennar hafði verið gullsmiður og hún
áttu gullsmíðabúð og fallegt heimili á
Nørrebrogade.
Ég for með Dronning Alexandrine
út til Danmerkur, hún var svo mikil
veltidolla að það var alveg hryllingur.
Við vorum fimm daga á leiðinni. Ég
fór með þrjá kjóla og eina kápu og ref
sem mér hafði verið gefinn. Þetta var
í maímánuði og ég var með refinn um
hálsinn í öllum hitanum þá þrjá mán-
uði sem ég var í Kaupmannahöfn hjá
þessari góðu konu sem gerði mikið
fyrir mig. Svo var ég auðvitað með
hatt, það fór engin almennileg mann-
eskja út úr húsi á þeim tíma nema
vera með hatt, hanska og tösku.
Ég var byrjuð að vinna hjá Garðari
Gíslasyni þegar þetta var og hafði 60
krónur í kaup á mánuði. Mamma tók
50 krónur hver mánaðamót en ég
þurfti að láta mér tíu krónur nægja,
fyrir þær átti ég að fara í bíó og
kaupa mér silkisokka, – ef lykkjufall
kom á þá þurfti maður að varpa það
allt upp, það kostaði 50 aura í bíó.
En þegar ég var að fara út til Dan-
merkur segir mamma: „Þú átt nátt-
úrlega enga peninga, en fimmtíu
krónurnar sem ég tók af þér mán-
aðarlega setti ég á sparisjóðsbók og
nú læt ég þig fá þær.“ Það sem pen-
ingarnir fóru í var smurbrauð og gos-
drykkir. Vinkona mín kom frá Eng-
landi til Kaupmannahafnar og við
hittumst um eftirmiðdaginn og feng-
um okkur smurbrauðið og citron-
vand og fórum með þetta upp á her-
bergi í pensjónatinu þar sem vinkona
mín bjó og borðuðum þetta þar.“
Tengdamóðirin var systir Kjarvals
Guðrún neitar algjörlega að hafa
litið á nokkurn karlmann í þessari
Danmerkurferð.
„Nei, nei, nei,“ segir hún fastmælt.
Það var kannski ekki að furða, hún
var þá búin að kynnast mannsefninu
sínu, Ólafi Þórðarsyni, á skrifstof-
unni hjá Garðari Gíslasyni.
„Trúlofanir áttu langan aðdrag-
anda í þá daga.
Ég gifti mig ekki fyrr en 23 ára og
við byrjuðum að búa hjá tengdamóð-
ur minni sem þá var nýorðin ekkja.
Hún hét Þórunn og var systir Jó-
hannesar Kjarvals. Ég kynntist hon-
um lítillega, ég man t.d. eftir fimm-
tugsafmæli hans. Þetta var kokteil-
partí þar sem mikilmenni bæjarins
komu saman ásamt fleirum. Á borð-
um var smurbrauð og kokteill. Fólk
fór að halda ræður og svo bönkuðu
tveir í glas sitt á sama tíma. Annar
var Lalli í Pólunum sem kallaður var,
hann var í strætinu, og hinn var
Magnús Sigurðsson, bankastjóri
Landsbankans. Kjarval stóð á miðju
gólfi og sagði: „Hann Lárus var á
undan,“ og svo hélt Lalli ræðuna,
sem raunar var mjög sundurlaus.
Kjarval var sérstakur maður. Ég
kynntist líka konunni hans, Tove,
hún var rithöfundur, indæl kona.
Hún var lengi starfandi á dönsku
blaði sem hét held ég Ude og
hjemme. Þau áttu tvö börn, Svein og
Ásu, þau eru bæði dáin. Kjarval átti
mörg systkini, ég kynntist auk hans
og Þórunnar líka bróðurnum Þor-
steini.“
Sonurinn þekktur íþróttamaður
Þau Guðrún og Ólafur maður
hennar, sem er látinn fyrir mörgum
árum, eignuðust einn son barna. Tvo
sonarsyni á Guðrún og eiga þeir hvor
sína dótturina. Einkasonur Guðrún-
ar fæddist árið 1941 og heitir Jón Þ.
Ólafsson og hefur í áratugi verið
skrifstofustjóri í þremur fiskmats-
embættum.
„Hann var þekktur íþróttamaður á
sinni tíð, hástökkvari, árið 1963 var
hann t.d. íþróttamaður ársins, hann
átti Íslandsmet í mörg ár, var ÍR-
ingur eins og ég.
Ég æfði leikfimi hjá ÍR og svo var
ég á veturna á skautum á Tjörninni
með vinkonum mínum. Við vorum „í
takt“, eins og það var kallað,“ segir
Guðrún.
„Ég var einn vetur í Verslunar-
skólanum og fékk að halda ball heima
fyrir skólasystkini mín. Borðstofu-
Þá hét Vesturgata Hlíðar
Hún lék sér barn á Lækjar-
torgi og var á skautum „í
takt“ með vinkonum sínum
á Tjörninni. Starfsævina var
hún við verslunar- og skrif-
stofustörf. Guðrún Straum-
fjörð segir hér Guðrúnu
Guðlaugsdóttur frá löngu
liðnum dögum, frá Torfabæ,
einum síðasta torfbæ í
Reykjavík sem hún heim-
sótti oft með móður sinni,
eftirminnilegri Kaup-
mannahafnarferð þegar hún
var 17 ára og fjölmörgu
öðru forvitnilegu.
Morgunblaðið/Ómar