Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 40
Við Skógafoss. Á rsfundur Seðlabanka Ís- lands, sem haldinn var í gær, föstudag, er enn ein vísbending um, að það eru breyttir tímar í efnahags- og fjármálalífi Íslendinga. Á ársfundinum kom fram hjá Davíð Oddssyni, for- manni bankastjórnar Seðlabankans, að á árinu 2004 hefði útlánaaukning bankakerfisins verið um 16% og á árinu 2005 um 25%. Síðan skýrði Davíð Oddsson frá því, að banka- stjórn Seðlabankans hefði átt fundi með forráða- mönnum bankakerfisins og meðal annars rætt þessa miklu útlánaaukningu og bætti við: „Á þessum fundum hafa verið gefnar yfirlýs- ingar um, að aukin varfærni verði sýnd á kom- andi tíð. Bankastjórnin telur sig ekki hafa neinar ástæður til að efast um að full heilindi búi að baki þeim fyrirheitum. Enn sem komið er heldur þó útlánaaukningin áfram á fyrstu mánuðum þessa árs og það á meiri hraða en árið 2004. Þær skýr- ingar eru gefnar á þessu misræmi orða og at- hafna að það taki tíma að tæma loforðin í útlána- pípunum. Seðlabankinn treystir því enn að áform um breytingar til hins betra gangi eftir, enda er mikið í húfi.“ Telja verður víst, að svo verði. Bankarnir standa sjálfir frammi fyrir því, að það hefur þrengst um aðgang að lánsfé á erlendum fjár- málamörkuðum og peningar eru að verða dýrari en þeir hafa verið um skeið. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa leitt til þess, að bankarnir eru augljóslega staðráðnir í því að hægja á sér og draga úr þeirri miklu útlánaaukningu, sem verið hefur. Á undanförnum misserum hafa erlendir blaða- menn hvað eftir annað spurt, hvaðan peningarnir komi, sem íslenzk fyrirtæki hafa notað til þess að kaupa upp fyrirtæki í útlöndum. Mörgum hefur vafizt tunga um tönn við að svara slíkum spurn- ingum. Svarið liggur hins vegar augljóslega fyrir eftir að svo skýr mynd hefur fengizt af fjármögnun bankanna á síðustu fjórum mánuðum. Pening- arnir hafa komið frá útlöndum og verið lánaðir áfram til þess að kaupa upp eignir í útlöndum, bæði fyrirtæki og fasteignir. Það er augljóst að þær umræður, sem byrjuðu um bankana og stöðu þeirra seint á síðasta ári eru smátt og smátt að verða umræður um efna- hagsþróunina almennt. Og það er í sjálfu sér heil- brigt. Enn einu sinni höfum við gengið of hratt um gleðinnar dyr og er ekkert nýtt að landsmenn kunni sér ekki hóf, þegar vel gengur. Í þeim efn- um skiptir greinilega litlu máli, hvort uppgripin eru til sjávar eða á fjármálamörkuðunum. Ver- tíðarstemmningin grípur um sig. Þetta er athygl- isvert einkenni á sálarlífi íslenzku þjóðarinnar – en kannski skiljanlegt hjá þjóð, sem bjó við raun- verulega fátækt fyrir rúmlega hálfri öld. En nú má búast við breyttum tímum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á ársfundi Seðlabankans að merkja mætti nú þegar að dregið hefði úr sölu bíla og heimilistækja. Það verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður á fasteignamarkaðnum. Það er gífurlega mikið af íbúðarhúsnæði í byggingu. Hvenær hægir á þeim framkvæmdum? Sjálfsagt um leið og bankarnir gera kröfu um að byggingaraðilar hafi meira eigið fé til umráða áður en lagt er af stað í nýjar byggingar. Raunar þykjast menn í viðskiptalífinu sjá þess merki nú þegar, að bank- arnir séu að draga úr útlánum. Lækkun á verði hlutabréfa hefur líka orðið til þess að umsvifamiklir athafnamenn á því sviði hafa orðið að leggja fram aukið fé eða tryggingar vegna stórkaupa á hlutabréfum í ýmsum fyrir- tækjum. Það var sá harði veruleiki, sem setti allt á ann- an endann í kreppunni miklu í Bandaríkjunum upp úr 1930. Þegar kallið heyrðist úr öllum átt- um: „margin call, margin call“. Hlutabréfin féllu í verði, tryggingar urðu minni og skuldunautar bankanna urðu annað hvort að kyngja því að bréf þeirra væru seld með miklu tapi eða leggja fram nýtt fé eða aðrar tryggingar. Eftir að hlutabréfamarkaður varð til hér og menn fóru að kaupa hlutabréf m.a. með lántökum hafa þeir hinir sömu skrifað undir samninga, sem veita bönkunum heimild til að selja bréfin ef verð þeirra á markaði fer niður fyrir ákveðið stig eða leggja fram nýjar tryggingar. Vandinn er sá, að um leið og þetta gerist í verulegum mæli leiðir slík sala til enn meiri lækkunar bréfanna. Þegar saman fer verðlækkun á hlutabréfamarkaði og gengislækkun íslenzku krónunnar og í einhverj- um tilvikum er um að ræða lántökur í erlendri mynt til kaupa á íslenzkum hlutabréfum getur tapið orðið þeim mun meira. Þegar á allt þetta er litið má ætla að undir lok þessa árs hafi hægt mjög á þeim mikla hraða sem hér hefur verið í efnahagslífinu og minna verði um peninga en verið hefur um skeið. Aukinn stuðn- ingur við álver? Undir lok síðustu ald- ar var sú skoðun orðin býsna útbreidd, að svonefndur þekking- ariðnaður mundi taka við af öðrum atvinnugrein- um Íslendinga, svo sem sjávarútvegi og stóriðju. Þekkingariðnaðurinn átti að byggjast á mikilli og góðri menntun íslenzku þjóðarinnar og hugviti hinna nýju kynslóða Íslendinga. Og vissulega hafa nokkur merkileg þekkingarfyrirtæki orðið til á Íslandi á einum áratug eða svo. Þegar hins vegar netbólan sprakk í kringum aldamótin síðustu breyttist þetta viðhorf á nýjan leik og fólk hafði þörf fyrir áþreifanlegri tækifæri í atvinnulífinu. Hin sprungna netbóla átti áreið- anlega mikinn þátt í því hve mikill stuðningur varð til við Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyð- arfirði. Velgengni síðustu ára hefur aftur orðið til þess að ýta undir þá skoðun að frumatvinnugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju séu á útleið, sem meginstoðir undir afkomu þjóðarinnar og bæði fjármálastarfsemi og önnur þekkingarstarfsemi séu að taka við. Hvað sem öðru líður má fullyrða, að umræð- urnar úti í löndum um íslenzku bankana hafa orð- ið til þess, að margir staldra við og spyrja sig þeirrar spurningar, hvort það hafi kannski verið sýnd veiði en ekki gefin að ætla, að fjármála- starfsemi gæti orðið ein af undirstöðum í afkomu þjóðarbúsins. Og þá vaknar sú forvitnilega spurning, hvort þessi þróun öll geti skapað Halldóri Ásgrímssyni og Framsóknarflokknum ný tækifæri. Það er augljóst, að Framsóknarmenn hafa miklar áhyggjur af pólitískri framtíð sinni. Fylgi þeirra í skoðanakönnunum í Reykjavík hreyfist lítið og við blasir að það er raunverulegur möguleiki, að Framsóknarflokkurinn eigi engan fulltrúa í borgarstjórn en slík staða hefur ekki verið uppi frá því, að Rannveig Þorsteinsdóttir náði kjöri til borgarstjórnar á vegum Framsóknarflokksins í upphafi sjötta áratugarins. Það er líka augljóst, að slík niðurstaða borgarstjórnarkosninga mundi veikja stöðu Framsóknarflokksins í þing- kosningum og þá ekki sízt í Reykjavík. Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokkurinn var eins konar holdgervingur þeirrar stefnu að byggja 40 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ 4. apríl 1976: „Íhald, íhalds- menn, íhaldssemi eru allt orð, sem notuð eru í niðrandi merkingu um flokka ein- staklinga og skoðanir. En stundum getur íhaldssemi verið dyggð og stundum get- ur íhaldssemi verið nauðsyn- leg. Þannig mun mörgum þykja, sem nú á tímum beri að ástunda íhaldssemi og að- haldssemi í fjármálum lands og þjóðar í bókstaflegri merk- ingu þessara orða, að halda í um útgjöld og veita aðhald í þeim efnum. Á þetta við um fjármál hins opinbera, fyr- irtækja og einstaklinga. Nú er það svo á síðustu ár- um, að bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa einfaldlega neyðzt til þess að ástunda íhaldssemi í meðferð fjár- muna sinna. Óhikað má t.d. fullyrða, að á undanförnum misserum hefur þrengt svo mjög að fjárhag einkafyr- irtækja, að þau hafa skorið niður kostnað við rekstur sinn í svo ríkum mæli, að í raun verður ekki lengra gengið nema með því að segja upp starfsfólki í stórum stíl.“ . . . . . . . . . . 6. apríl 1986: „Í dag lýkur málverkasýningu Valtýs Pét- urssonar listmálara á Kjar- valsstöðum. Listamaðurinn er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur, hann hefur ritað um myndlist í blaðið í rúma þrjá áratugi. Nú efnir hann í fyrsta sinn til einkasýningar á Kjarvalsstöðum. Valtýr var meðal helstu baráttumanna fyrir því, að húsið var reist. Í viðurkenningarskyni fyrir framtak hans bauð stjórn Fé- lags íslenskra myndlist- armanna honum að bera fyrsta málverkið inn í húsið, þegar það var tekið í notkun. Fyrir þá sök eina er fagnaðar- efni, að nú efnir hann til sinn- ar fyrstu einkasýningar þar. Hitt er ekki síður ánægjulegt, að kynnast því, hvernig hann tekst á við ný viðfangsefni. Valtýr Pétursson hefur löngum verið óhræddur við að leggja inn á nýjar brautir.“ . . . . . . . . . . 31. mars 1996: „Starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri hafa undirritað nýj- an vinnustaðasamning við fyrirtækið. Samningurinn nær til um 130 starfsmanna í fimm stéttarfélögum. Þau eru Félag málmiðnaðarmanna, Félag byggingarmanna, Fé- lag verzlunar- og skrif- stofufólks, Verkalýðsfélagið Eining og Rafvirkjafélag Norðurlands. Ánægja er með hinn nýja samning meðal starfsmanna. Og báðir samn- ingsaðilar lofa reynsluna af vinnustaðasamningum í við- tölum við Morgunblaðið, en slíkir samningar hafa verið viðhafðir á þessum vinnustað allar götur síðan 1987. Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Odda hf., segir það höfuðkost við þetta fyr- irkomulag, að allir starfs- hópar fyrirtækisins séu sam- stiga, auk þess sem fulltrúar starfsmanna komi milliliða- laust að samningsgerðinni. Hákon Hákonarson, formað- ur Félags málmiðn- aðarmanna, segir og reynsl- una af vinnustaðasamningum „undantekningarlaust mjög góða.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐKVÆMT JAFNVÆGI Á HÁLENDINU Því hefur verið spáð að eftirfimmtán ár geti ferðamenn hérá landi orðið allt að þrefalt fleiri en nú er, eða hátt í milljón. Slík þróun er auðvitað æskileg út frá sjón- armiði ferðaþjónustunnar, en að ýmsu er þó að hyggja, eigi slík fjölgun ferðamanna ekki að hafa slæm áhrif á umhverfi og samfélag hér á landi – og jafnvel neikvæð áhrif fyrir ferðaþjón- ustuna sjálfa til lengri tíma litið. Morgunblaðið fjallaði á fimmtudag um málþing Samtaka ferðaþjónust- unnar um svæðið að Fjallabaki, þar með taldar Landmannalaugar, en þær eru vinsælasti ferðamannastað- urinn á hálendinu. Ástandið í Land- mannalaugum, sem eru farnar að líða fyrir sífellt meiri átroðning ferða- manna, er dæmi um það hvernig mál geta þróazt á hálendi Íslands ef ekki verður farið varlega við uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendinu. Í könnun, sem Anna Dóra Sæþórs- dóttir gerði meðal ferðamanna, kem- ur fram að þeir ferðalangar, sem leggja mest upp úr ósnortinni nátt- úru, eru hreinlega farnir að forðast Landmannalaugar. Þetta fólk er hins vegar meirihluti þeirra, sem leggja leið sína á Sveinstind, svo dæmi sé nefnt. Karl Ingólfsson, rekstrarstjóri ferðaskrifstofunnar Ultima Thule, bendir á það í samtali við Morgun- blaðið að svo sé komið að mannvirki, bílar og tjaldstæði við Landmanna- laugar séu orðin of áberandi og farin að skerða upplifun ferðamanna af því sem þeir ætla að skoða. Karl telur að flytja ætti mannvirkin burt frá sjálf- um laugunum og norður fyrir Norð- urbarm, sem er í stundarfjórðungs göngufæri frá Landmannalaugum. Aðkoma að Landmannalaugum yrði þá um göngubrú á Jökulgilskvísl. Þetta er hugsun, sem getur orðið nauðsynleg eftir því sem ferðamönn- um fjölgar; að aðstaða og þjónusta við þá sé byggð upp ekki ofan í dýrmæt- ustu náttúruperlunum, heldur í hæfi- legri fjarlægð, þannig að þeir sem vilja geti notið óspilltrar náttúrufeg- urðarinnar. Anna Dóra Sæþórsdóttir segir að ferðaþjónustan þurfi að móta sér heildstæða stefnu um það hvaða staði á hálendinu eigi að byggja upp og með hvaða hætti. Ef þessi uppbygg- ing sé unnin rétt, beri hálendið enn talsverða fjölgun ferðamanna. „Mín draumsýn felst í því að upp- byggingin fyrir ferðaþjónustu fari fram sem næst jaðarsvæðum hálend- isins, t.d. í Þjórsárdal, Bárðardal eða Lóni, og síðan sé gert þaðan út inn á hálendið. Þetta væri bæði gott fyrir náttúruna, þar sem þetta myndi hlífa henni sem mest, en ekki síður til þess fallið að skapa atvinnu kringum ferðaþjónustu í byggðum,“ segir Anna Dóra. Það er hin óspillta náttúra Íslands, sem er helzta söluvara þeirra, sem vilja laða ferðamenn til Íslands. En ef menn leggja malbikaða vegi um há- lendið, byggja þar upp þjónustumið- stöðvar með sjoppum og benzínstöðv- um og skipuleggja heilu flæmin undir bílastæði og fellihýsi til að anna ferðamannafjöldanum, er lítið orðið eftir af hinum ósnortnu víðernum. Þá værum við um leið búin að eyðileggja söluvöruna og arfleifð komandi kyn- slóða. Íslands biðu þá sömu örlög og annarra svæða, sem hafa orðið fjölda- túrismanum að bráð. Íslenzk náttúra er viðkvæm og það verður að umgangast hana í samræmi við það. Á hálendinu þarf að gæta að hinu viðkvæma jafnvægi á milli þess að leyfa sem flestum að njóta þess og að skemma ekki þau verðmæti, sem almættið hefur trúað okkur fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.