Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á föstudagskvöld voru í tuttugasta og fjórða skiptið haldnar Músíktil- raunir Tónabæjar og Hins hússins, sem er hljómsveita- keppni fyrir ungt fólk. Keppnin er þó 25 ára í ár, því árið 1984 datt hún upp fyrir vegna kennaraverkfalls. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan keppnin var fyrst haldin árið 1982 og sigursveitin var Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis (skamm- stafað DRON), en þar steig Máni Svavarsson sín fyrstu skref í tónlist. Upphaflega hugmyndin um þessa keppni er komin frá Jóhanni G. Jó- hannssyni og Ólafi Jónssyni, þar sem veita átti ungu tónlistarfólki tækifæri til að koma fram með frum- samda tónlist, og var áhersla lögð á tilraunamennskuna og það að skapa eitthvað nýtt. Fyrstu 2 árin var ekki um neina eiginlega dómnefnd að ræða heldur var það fólkið í salnum sem kaus sig- ursveitina, og því var þetta mun fremur vinsældakosning en hæfi- leikakosning. Þegar dómnefnd tók síðan að sér það hlutverk að fara yfir allar sveitirnar hárnákvæmt og skila sínu gæðamati, til móts við niður- stöður kosningar úr sal, komst svo endanlegt form á kosninguna og hef- ur það haldið sér allt til dagsins í dag. Árni Matthíasson hóf setu í dóm- nefnd árið 1987 og hefur setið þar allar götur síðan, en hefur í gegn um tíðina fengið fjölbreyttan hóp fólks til liðs við sig. Í dómnefnd hafa m.a. setið Kristín Björk Kristjánsdóttir raftónlistarkona og útvarpskona, Bjarni Friðriksson hljóðmaður, Dr. Gunni tónlistarmaður og poppskríb- ent, Ásgeir Tómasson útvarpsmað- ur, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir bassa- leikari, Birkir Viðarsson harðkjarna- senumaður, Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður og undir- rituð. Eins og sjá má á upptalning- unni er hópurinn ólíkur og í dóm- nefnd mætast oft tónlistarstefnur og senur íslensks tónlistarlífs, og dóm- nefndarstörf því með líflegra móti. Það sem einstaklingar í dómnefnd eiga þó langflestir sameiginlegt er að vera ástríðufullir aðdáendur ís- lenskrar tónlistar, og það er því rauði þráðurinn sem bindur hópinn saman. Straumar og stefnur í Músíktilraunum Keppnin hefur gengið í gegn um miklar sveiflur á 25 ára lífdögum sín- um og má í sjálfu sér sjá ýmislegt um íslenskt þjóðfélag og menningar- strauma með því að skoða hvaða bönd unnu hvaða ár. Á fyrstu árum Músíktilrauna var pönk og nýbylgjutónlist allsráðandi og sigursveitirnar endurspegla það: Árið 1982 unnu, sem fyrr segir, DRON, og ári síðar unnu Dúkkulís- ur, sem eru enn starfandi. 1984 féll keppni niður, en hljómsveitin Gypsy sigraði 1985. Árið 1986 voru aðrir tískustraumar, sem eiga rætur sínar að rekja til Wham og Duran Duran, farnir að skila sér inn í tónlistarflór- una, og það ár unnu Greifarnir, en ári síðar vann Stuðkompaníið. 1988 var það svo Jójó með áframhaldandi gleðipopp en 1989 kvað við annan tón – meira rokk. Þá vann hljómsveitin Laglausir og ári síðar var það svo Naflastrengir, sem einnig var rokk- uð. Árið 1991 var rokk í þyngi kant- inum svo til eingöngu það sem átti upp á pallborðið hjá ungu fólki á Ís- landi, og sigursveitin það árið, Infu- soria/Sororicide, endurspeglaði það svo sannarlega. Árið 1992 kvað svo enn og aftur við annan tón, þegar stúlknahljóm- sveitin Kolrassa Krókríðandi kom, sá og sigraði. Þetta var jafnframt í annað sinn sem kvennasveit vann keppnina, en Dúkkulísur höfðu nátt- úrulega verið fyrsta kvenkyns sig- ursveitin. Tónlist Kolrössu var indí og mikið mótvægi við hin böndin það árið sem flest voru enn á þungu lín- unni. Indíið hélt velli ári síðar með sigri Yukatan og árið 1994 sigraði indírokksveitin Maus. Svo tók við þróun út í kraftmeiri rokksveitir og árið 1995 vann Botnleðja og ári síðar Stjörnukisi. Árið 1997 sigraði Soðin fiðla, og árið 1998 var það hlutskipti Steiner að vinna keppnina. Árið 1999 sigraði hljómsveitin Mínus, og hefur svo sannarlega verið iðin við kolann síðan. Árið 2000 náði hipphoppið loks að hafa áhrif á Mús- iktilraunir en þá unnu 110 Rottweil- erhundar: Hljómsveit úr Árbænum sem síðar breyttu nafni sínu í XXX Rottweilerhundar þegar einhverjir þeirra fluttu í önnur póstnúmer. Ár- Langlífur einkaklúbbur Allar hljómsveitir sem taka þátt í Músíktil- raunum vinna, að mati Heiðu Eiríksdóttur, sem mætti fyrst á Músíktil- raunir 1986 og oft síðan. Modern Day Majesty Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Tranzlokal Sweet Sins Antik Le Poulet de Romance The Ministry of Foreign Affairs Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Própanól Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Magnús Bjarni Gröndal, söngvari og gítarleikari We Made God, í himneskum ljóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.