Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Krýsuvíkursamtökin fagna í ár 20 ára af-mæli og vinna um þessar mundir að út-gáfu veglegs afmælisrits. „Á 10 ára af-mæli samtakanna var einnig gefið út rit sem rakti söguna frá stofnun fram að þeim tíma- punkti. Nú ætlum við að gera upp næstu 10 ár sem komu á eftir,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, rit- stjóri afmælisritsins. Krýsuvíkursamtökin voru upphaflega stofnuð sem meðferðarúrræði fyrir unglinga í fíkniefnum en í áranna rás hefur starfsemin þróast. „Í dag rek- um við mjög árangursríka langtímameðferð fyrir þá sem ekki hafa náð árangri annars staðar og er eftirspurnin mjög mikil.“ Á afmælinu fagnar félagið sérstaklega þeim ár- angri sem náðst hefur í fjármálum Krísuvík- ursamtakanna: „Mikið hefur unnist, og má fyrst nefna að þegar 10 ára afmæli samtakanna var fagn- að var reksturinn mjög erfiður og skuldir miklar. Umskipti urðu í stjórn félagsins og Lovísa Christ- iansen framkvæmdastjóri og Sigurlína Davíðs- dóttir formaður sem þá tóku við rekstrinum eiga heiðurinn af því að hafa endurskipulagt og endur- fjármagnað reksturinn og lækkað skuldir stórlega, ásamt því að viðhalda fullum rekstri.“ Meðferðarrúrræði samtakanna hafa einnig verið í stöðugri þróun: „Árangur meðferðarinnar er í dag mjög glæsilegur en nýverið létu Krýsuvík- ursamtökin óháða aðila gera úttekt á árangri með- ferðarinnar. Niðurstöðurnar eru mjög hvetjandi, og í ljós kom að af þeim sem hafa verið útskrifaðir í 1 ár eru 56% enn í bata, og 25% þeirra sem útskrif- aðir hafa verið í 5 ár. Sérstaklega vekur athygli að undanfarin 2,5 ár hefur verið 100% árangur meðal þeirra kvenna sem útskrifaðar hafa verið, sem er mjög merkilegur árangur. Þegar haft er í huga hvaða hóp samtökin sinna verður þetta að teljast gríðarlega góður árangur,“ segir Ragnar Ingi. Áætlað er að afmælisritið komi út í sumar og verður þar saga Krýsuvíkursamtakanna rakin í stórum dráttum. Gerð verður ítarleg grein fyrir því mati sem fram fór á gæðum meðferðarinnar en einnig verða birtar reynslusögur fólks sem náð hef- ur bata í Krýsuvík. Þá verður viðtal við Þorgeir Ólason, forstöðumann meðferðarheimilisins, um þróun meðferðarinnar: „Meðferðin hefur verið í stanslausri þróun allan þennan tíma og undir stjórn Þorgeirs hefur starfið blómstrað. Grunnurinn að hinum góða árangri meðferðarinnar liggur í þessari þróun, og stöðugri leit að árangursríkari aðferðum, en ekki síst því að hjá okkur starfar úrvalsfólk sem er áhugasamt um starf sitt og leggur sig allt fram við að hjálpa vistmönnum.“ Vímuvarnir | Veglegt afmælisrit gefið út og farið yfir árangursríkt starf í tuttugu ár Krýsuvíkursamtökin í tvo áratugi  Ragnar Ingi Að- alsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkels- dal 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1969, kennaraprófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1982 og meistaragráðu í kennslufræðum frá sama skóla árið 2000. Árið 2004 lauk Ragnar Ingi meistaranámi í ís- lenskum fræðum við HÍ og leggur nú stund á doktorsnám við sama skóla. Hann hefur lengst af unnið við kennslustörf í unglingadeildum grunnskólanna og síðar sem aðjúnkt í íslensku við KHÍ frá 2002, auk þess að vinna að rit- störfum. Ragnar Ingi er kvæntur Sigurlínu Davíðsdóttur og á með henni einn son, auk þess sem hann á einn son af fyrra hjónabandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Orkusviðið í kringum okkur á meðan við sofum eða dveljum í hugleiðslu- ástandi er afar magnað - draumarnir eru ekki bara skýrir, heldur líka upp- lýsandi á mjög þýðingarfullan hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það væri frábært fyrir nautið, sem er hin mikla eyðslukló dýrahringsins, að finna upp á margvíslegum leiðum til þess að afla peninga. Þú getur það með minni fyrirhöfn en þú heldur. Aflaðu þér upplýsinga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Taktu þér þann tíma sem þú þarft. All- ir hafa sinn gang og ekki hægt að ýta á eftir þínum án þess að það leiði til eft- irsjár. Eitthvað kemur upp á yfirborðið innan tíðar sem gerir réttu ákvörð- unina augljósa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Lífið er orka. Orkan sem þú leggur í það sem þú fæst við er líf þitt. Gakktu úr skugga um að þitt viðfangsefni sé þinnar dýrmætu athygli virði. Ef það gengur upp, mun það verða mörgum til góðs? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið ræður yfir veðbandalausri tján- ingarleið og hugmyndirnar renna án afláts. Kannski dettur því í hug að sjá sér farborða á einhvern glænýjan hátt. Fiskar og hrútar eru þínir dyggustu stuðningsmenn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er staðreynd, að því klárari sem manneskja er, því flæktari er hún í hluti sem minna greindu fólki þykja hversdagslegir. Það gæti skýrt ein- falda hrifningu dagsins í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Voginni tekst best upp þegar hún er í tilfinningalegri fjarlægð frá tilteknu vandamáli. Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Kímnin er græðandi. Gefðu heilabúinu frí og gefðu þér tíma til að hlæja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er frábær miðlari. Sam- bönd styrkjast vegna hæfileika hans til að tjá sem með orðum. Það spillir held- ur ekki fyrir að aðdráttarafl þitt er með ólíkindum í augnablikinu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Verkefni silast áfram. Breyttu um að- ferð svo þú komist fyrr í mark. Það getur líka verið þreytandi að vera alltaf og einn við stjórnvölinn. Leyfðu eins mörgum að leggja í púkkið og kostur er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er minnug eins og fíll. Ef einhver móðgar hana einu sinni, fær viðkomandi sjaldnast tækifæri til þess að gera það aftur. Gerðu undantekn- ingu í dag. Þér verður umbunað fyrir að gefa einhverjum annan séns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er sterkur, metn- aðargjarn og öflugur. Reyndar ertu svo tilbúinn til þess að glíma við um- heiminn að fæstir hika við að skora á þig. Mættu því sem kemur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þú trúir á skapandi verkefni þín og hæfileika kennir þú öðrum að trúa á þá líka. Þú ert ekki hrokafullur. Að hafa jákvæða skoðun á getu sinni er nauð- synlegur þáttur í því að vera listrænn hugsjónamaður. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í tvíbura blaðrar og blaðrar um allt og ekkert og það sem er nýtt og spennandi. Merkúr og Júpíter eru líka í spjallstuði, og hinar kosmísku samræður eru eins og lifandi bakgrunnssuð. Í því má greina klingjandi setningabúta sem við mannfólkið gætum hent á lofti til þess að byrja samræður. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 depill, 4 for- bjóða, 7 byssubógs, 8 loft- gatið, 9 rödd, 11 forar, 13 innyfli, 14 herkvöð, 15 flói, 17 blása, 20 tjara, 22 kuldablær, 23 heimild, 24 þvaðra, 25 illa. Lóðrétt | 1 blotna, 2 árar, 3 kvenfugl, 4 lagað, 5 ró- in, 6 mannsnafn, 10 hárf- lóki, 12 áhyggjur, 13 svelgur, 15 kroppur, 16 borguðu, 18 nef, 19 gera fjáðan, 20 aðeins, 21 urg- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 trúrækinn, 8 þykkt, 9 sötra, 10 net, 11 grafa, 13 auðna, 15 skálm, 18 eisan, 21 ári, 22 starf, 23 teymi, 24 taumhalds. Lóðrétt: 2 rakna, 3 rætna, 4 kústa, 5 notað, 6 óþæg, 7 hala, 12 fyl, 14 uxi, 15 sósa, 16 ábata, 17 máfum, 18 eitla, 19 skyld, 20 náin.  1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0–0 5. Bd3 c5 6. Rge2 d6 7. d5 b5 8. 0–0 bxc4 9. Bxc4 e5 10. e4 Bxc3 11. Rxc3 Rfd7 12. f4 Rb6 13. Be2 R8d7 14. f5 a5 15. Bb5 Ba6 16. a4 f6 17. De2 Bxb5 18. Rxb5 Db8 19. Bd2 c4 20. Hf3 Rxa4 21. Hxa4 Dxb5 22. Dxc4 Dxb2 23. Bc1 Db8 24. Hb3 De8 25. Be3 Hc8 26. Db5 Dh5 27. Dd3 g6 28. Hb7 Hf7 29. Hb1 Hg7 30. Da6 Hc2 31. Da8+ Rf8 32. Hxa5 Staðan kom upp á opna alþjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöðinni í Faxa- feni 12. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2.367) hafði svart gegn Atla Frey Kristjánssyni (1.922). 32. … Hxg2+! hróksfórn sem þving- ar fram mát í mesta lagi sex leikjum en endalok hvítu stöðunnar urðu þó fyrr en það eftir 33. Kxg2 De2+ 34. Bf2 gxf5+ 35. Kh3 Dg4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.