Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. íbúð á 2. hæð í glæsilegu fjölbýli með lyftu. Húsið er byggt árið 2004. Þrjú stór herbergi. Stór og björt stofa með útg. á suðursvalir með glæsilegu útsýni. Falleg- ar, ljósar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Glæsileg fullbúin sameign með tveimur lyftum. Verð 23,9 millj. Jón Bjarki og Unnur sýna eignina í dag, sunnudag frá kl. 13:00-15:00 RJÚPNASALIR 12 Falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í nýl. lyftuhúsi OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 Nýl. standsett björt og falleg 4ra herb. 99,0 fm íbúð, ásamt stæði í bílsk. Fallegt útsýni til suðurs og norðurs. Íbúðin er nýl. tekin í gegn, s.s eldhús, bað, fataskápar og gólfefni. Tvö rúmgóð barnaherb. bæði með skápum, stórt hjónaherbergi m/ skáp, útg. á norðursvalir, bað m/baðkari og t.f. þvottavél, fallegt eldhús m/nýl. tækjum og innr., björt stofa, borðstofa m/útg. á stórar suðursvalir, sérgeymsla í sameign. Gólfefni er parket og flísar. Stutt er í alla þjónustu, s.s skóla, leikskóla, íþróttasvæði og verslanir. Verið velkomin í dag frá kl. 14 - 15. Bryndís tekur á móti gestum REKAGRANDI 3 4.h. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15 Rúmgóð og björt 4ra herb., 107 fm enda- íbúð á 1. hæð ásamt 30 fm stæði í bíla- geymslu á einstaklega barnvænum stað. Rúmgóð stofa/borðstofa með útg. á suð- ursvalir. Eldhús með eldri en snyrtilegri innr. Rúmgott hol, þrjú svefnherbergi og flísal. baðherbergi, baðkar og vaskur á veggi. Sérþvottahús er innan íbúðar og sérgeymsla í sameign. Fallegt og vandað plastparket er á gólfum. Á lóðinni eru leik- tæki og aðstaða fyrir börnin er mjög góð. Stæði er fyrir bílinn í lokaðri bílgeymslu. Stutt er í skóla og alla alm. þjónustu Verð 18,5 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 16 - 17. Þóra og Erlingur taka á móti gestum ENGJASEL 84 1.h. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16 - 17 OPIN HÚS HJÁ GIMLI FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Háaleitisbraut 34 Góð 4ra herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Mjög falleg, vel skipulögð og mikið endurnýjuð 105 fm 4ra herb. íbúð á 4. hæð, íbúð 0401, í nýlega viðgerðu og góðu fjöleignarhúsi. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu með flísalögðum svölum til suðurs og útsýni, eldhús með upprunalegum endurbættum innréttingum, 3 svefnherbergi og baðherb. með glugga sem er flísalagt í hólf og gólf og með þvottaaðstöðu. Hús ný- lega málað og viðgert að utan og sameign til fyrirmyndar. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 21,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Vallengi 4 Glæsileg 3ja-4ra herb. endaíb. m. sérinng. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Stórglæsileg 91 fm 3ja-4ra herb. endaíbúð, íbúð 0203, á efri hæð með sér- inngangi og stórum svölum til suðurs. Sérgeymsla á jarðhæð. Sjónvarps- hol með smekklegum föstum hillum, björt stofa, opið eldhús, 2 góð her- bergi og flísalagt baðherbergi. Þvottaherb. innan íbúðar. Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberjavið og frá Brúnás. Eikarparket á gólfum. Afar góð staðsetn., stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 21,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Unnarstígur 8 Einbýlishús í „gamla“ vesturbænum Opið hús í dag frá kl. 14-16. Mjög fallegt og reisulegt 281 fm einbýlishús auk 19 fm bílskúr á þessum gróna og eftirsótta stað. Eignin er tvær hæðir og kjallari og skiptist m.a. í 3 stórar og bjartar samliggj. stofur með mikilli lofthæð og fallegum boga- dregnum glugga, rúmgott eldhús með fallegum innréttingum og nýlegum tækjum, 5 rúmgóð herbergi og og baðherbergi auk snyrtingar. Um 40 fm geymslurými í kj. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir u.þ.b. 15 árum og þá skipt um gler og glugga að mestu leyti. Verðtilboð. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin. Fífuvellir - Hfj. raðh. Mjög gott 201,2 fm raðhús á 2. hæðum m/innb. bílskúr. Húsið afhendist fullbúið að utan, en að innan tilbúið til innréttinga í feb. 2006. Forstofa, hol, gest- asnyrting, forstofuherb., stofa, borðst., eldhús, þvottah. Á efri hæð eru 3 herb., fatah., baðh., sjónvarpshol, stórar flísalagðar 40 fm svalir, frábært útsýni. Verð 37 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HRAUNBÆR - ELDRI BORGARAR Glæsileg 3ja herb. 85 fm íbúð á 3. hæð með svalir til suð- vesturs. Íbúðin skiptist m.a. í hol, eldhús, stofu, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu í íbúð. Björt og falleg íbúð. Félags- miðstöð Reykjavíkurborgar er við húsið. Góð sameign. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson, hdl. Verð 27,0 m. 5734 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÓVARLEG meðferð elds er þjóð- arböl. Ótrúlega oft hafa orðið miklir eldsvoðar sem valdið hafa miklu eignatjóni og röskun á nátt- úrunni, jafnvel viðburðir sem leitt hafa til alvarlegra sjúkdóma og enn verra: dauða. Sinubruninn mikli á Mýrunum nú á dögunum er skelfilegur þar sem að öllum líkindum kærulaus reykingamaður hefur átt hlut að máli. Sá sami skilur eftir sig bók- staflega sviðna jörð á þúsundum hektara lands sem náttúran þarf áratugi til að bæta sér upp. Sinubrunar eru með öllu óskilj- anlegir. Sumir bændur telja þá vera til mikilla bóta en afrakstur þeirra er oftast sá, að þessir sömu bændur sitja uppi með enn meiri sinu sem verður til að hausti. Líf- fræðingar hafa lengi vel bent á þær slæmu breytingar sem sinubrunar hafa í för með sér: mosi, lyng og allur trjá- kenndur gróður eyðist oft með öllu. Sá gróður sem er hitaþol- inn lifir! Og það er auðvitað snarrótarpunturinn sem bænd- unum er yfirleitt meinilla við, því sú grastegund er einna lökust og búsmalinn vill síst af öllu leggja sér hana til munns. Nú eru í gildi lög um sinubruna sem því miður hafa ekki alltaf reynst nógu góð. Oft hefur sinu- bruni endað í tómri vitleysu og léttúð. Spurning er hvort ekki þurfi að skerpa á skilyrðum fyrir að leyfa sinubruna yfirleitt og jafnvel reynt að gera sinubruna nánast með öllu óhugsandi t.d. með mjög ströngum skilyrðum. Krefjast mætti af þeim sem æskir leyfis að brenna sinu að leggja fram tryggingu fyrir ÖLLUM þeim hugsanlegu afleiðingum sem sinubruninn gæti haft í för með sér. Kannski það gæti hvatt betur viðkomandi til að láta af þessari tómstund sinni enda væri það dýrt viðkomandi að standa reiknings- skap gerða sinna ef illa tekst til. Nú er löngu þekkt að sumir bændur brenna ýmsu rusli í leið- inni. Stundum ek ég fram hjá bóndabýli nokkru í Borgarfirði þar sem bóndinn er þekktur fyrir að brenna snemma á vorin ýmsu rusli, þ. á m. heyrúlluplasti, öllum til mikils ama. Stybbuna af plast- inu leggur ótrúlega víða um í borgfirsku sveitasælunni, fuglum og fólki til mikils angurs. Því mið- ur hefur reynst erfitt að koma lög- um yfir bónda þennan og koma honum í skilning um að þessi brennutími er löngu liðinn hjá venjulegu fólki. Heyrúlluplasti og öðru sorpi á að farga með öðrum hætti sem viðurkenndur er af yf- irvöldunum. Oft hefur verið reynt að kæra bónda þennan á liðnum árum. Kannski þarf lögreglan og sýslumaður að handtaka bóndann næst þegar hann er staðinn að verki og gera ábyrgan fyrir því al- varlega lögbroti sem hann er að framkvæma með þessu ámæl- isverða háttalagi sínu. Sinubruna á að syngja helst af öllu í bann og það sem allra fyrst. Þeir voru auðveld aðferð fátækra bænda á árum áður að bæta að einhverju leyti lélega haga fyrir búsmala sinn. Nú á dögum eru margar aðferðir betri sem jafn- framt auka verðmæti jarðanna. Í nútímasamfélagi á að stuðla að meiri og betri ræktun úthaga, t.d. með ræktun skóga sem auka mikið bæði skjól og uppskeru, fegurð og fjölbreytni gróðurs í sveitum landsins. GUÐJÓN JENSSON, áhugamaður um umhverfismál, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Sinubrunar Frá Guðjóni Jenssyni: Guðjón Jensson Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.