Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eyrún Edda Hjörleifsdóttirhefur í sér listamannagenen hún er dóttir SigrúnarEldjárn rithöfundar ogmyndlistarmanns og Hjör- leifs Stefánssonar arkitekts. Hún hef- ur teiknað frá því hún gat haldið á blýanti og gerir enn. Og það eru myndasögur sem renna úr blýantin- um svo einhver frásagnargáfa hlýtur að fljóta með. Hún ákvað þó fljótt að myndlistin yrði ekki hennar ævistarf heldur raunvísindin. Eyrún Edda lauk B.Sc.- prófi í lífefnafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1998 og vann svo hjá Ís- lenskri erfðagreiningu í tvö ár áður en hún hélt til Stokkhólms í framhalds- nám. Nú er hún þrítug að aldri og hefur búið í sænsku höfuðborginni í sex ár þar sem hún stundar doktors- nám í sameindalíffræði við Karol- inska Institutet. Verkefnið gengur út á að rannsaka gen sem kemur við sögu í krabbameinsmeinvörpum, beinvexti og fleiru. En hvernig kom það til að vísinda- maðurinn tók þátt í ljóðakeppni? „Ég sá frétt í Mogganum sama dag og fresturinn rann út og fann að þarna var komin keppni sem ég gæti átt möguleika í. Ljóðið kom eiginlega til mín, ég lagði ekki mikið á mig,“ segir skáldið hógvært. „Ég er auðvitað mjög stolt. Ég hef aldrei haft neinn metnað í að vera gott ljóðskáld en ég hef metnað til að axla þennan titil og er ánægð með að hafa tekið þátt. Svo vil ég nota tækifærið og óska öllum þeim sem tóku þátt og unnu ekki til hamingju. Ljóðin þeirra hafa greini- lega verið betri en mitt. Það hefur kannski blundað í mér vont skáld sem beið eftir tækifæri til að brjótast út.“ Stílbrögð ömurleikans Samkeppninni um ömurlegasta ljóðið var hleypt af stokkunum fyrr í vetur að frumkvæði og vegna draum- fara ljóðskáldsins Eiríks Arnar Norðdahl, eins af aðstandendum jaðarforlagsins Nýhils. Draumurinn gekk út á ljóðasamkeppni og eins og sagði í frétt á vef Bæjarins besta á Ísafirði voru viðbrögð við vinn- ingsljóðinu neikvæð í draumnum og m.a. vísað til ömurlegs ljóðskálds á forsíðu dagblaðs. Dreymandinn gat þó aldrei lesið ljóðið og þegar hann vaknaði ákvað hann að efna til sam- keppni með það að markmiði að ljóðið í draumnum kæmi fram. „Tekið verð- ur tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis, auk annarra stíl- bragða ömurleikans sem dómnefnd þykir rétt að hafa til viðmiðunar,“ sagði m.a. í tilkynningu um keppnina. Úrslitin voru tilkynnt fyrir skömmu en dómnefnd skipuðu auk Eiríks Arnar, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sölvi Björn Sigurð- arson. Hljóðar rökstuðningur dóm- nefndarinnar fyrir sigri ljóðs Eyrún- ar svo: „Ljóð Eyrúnar Eddu er einhvers konar babelsturn ömurlegra ljóðmynda, þær hlaðast hver ofan á aðra og standa hver í vegi fyrir ann- arri; það er engin leið að vita hvar ljóðið er líklegast til að byrja að molna við lestur, og það verður aldrei á sama stað hjá einum lesanda og hjá öðrum. Er það við „sinnepsmaríneraða há- degissólina“? Við „loðdrapplitaðan líkama kakódýrsins“? Eða kannski strax við „skósvertar leifar limgerð- isins“? Við getum einungis verið þess fullviss að einhvers staðar við lestur- inn mun ljóðið hrynja, og við munum fá stærstu bitana í hausinn.“ Eyrún Edda er spurð hvaða skiln- ing hún leggi í merkimiðann „ömur- legasta ljóðið“. „Ja, það er verið að biðja um slæmt ljóð sem hlýtur að vera andstæðan við gott ljóð.“ Hún vill sem minnst fara út í að greina ljóðið eða túlka. „Ég lagði upp með að nota ákveðin orð sem eru algjörlega óhæf í ljóðum. Til dæmis drapplitað- ur, utankjörstaðaatkvæði og remúlaði og svo kom hitt af sjálfu sér.“ Vinnufélagar hennar á rannsókn- arstofunni hafa auðvitað samglaðst henni og reynt að fá nánari upplýs- ingar um eðli ljóðsins. En skáldið hef- ur þurft að valda þeim vonbrigðum þar sem hún gat hvorki útskýrt um hvað ljóðið fjallaði né þýtt það á neitt þeirra fimmtán tungumála sem töluð eru á rannsóknarstofunni. „Ég vona að orð eins og loðdrapplitaður sé ekki til í neinu tungumáli. Þetta er einstak- lega ógeðfellt orð og ég biðst afsök- unar á að hafa búið það til.“ Nafnlausa ljóðið er eina ljóðið sem Eyrún Edda hefur látið frá sér og hún gefur lítið fyrir að eiga fleiri ljóð í skúffunni. „En það er spurning hvort ég reyni að yrkja gott ljóð til að sanna mig,“ segir hún hugsi. En svo tekur hún U-beygju og segir að titillinn geti e.t.v. verið merki um að hún eigi alls ekki að leggja fyrir sig ljóðlist. Laglausi kórinn Áður kom fram að Eyrún Edda tel- ur sjálfa sig laglausa. Henni finnst þó gaman að syngja, segist fá útrás með því. Umfjöllun í sænsku blaði um kór sem Eyrún kallar Laglausa kórinn höfðaði því til hennar og hún mætti á æfingu. „Kör för alla er mjög vinsælt fyrirbæri í þessu landi þar sem allir eiga að vera jafnir. Mottóið er að allir geti sungið og kórinn hefur haldið tónleika og meira að segja sungið inn á plötur. Maður mætir þegar maður vill og það eru oft upp í þrjúhundruð manns á æfingu.“ Eyrún byrjaði í kórnum síðasta haust og segist hafa gaman af. Kórstjórnendurnir, mæðgurnar Yvonne og Carolina af Ugglas, telja að allir geti lært að syngja og það sé jafnsjálfsagt og að geta lært að lesa og reikna. Í kórnum fær fólk æfingu í söng og lögð er áhersla á að hún fari fram í þeirri tónhæð sem er auðveld- ust fyrir viðkomandi, þ.e. líkt og tón- hæð talraddarinnar. „Kannski ég syngi ljóðið mitt inn á plötu og biðji laglausa kórinn að syngja bakraddir. Það er aldrei að vita þegar maður er kominn inn á þessa braut,“ segir laglausa skáldið brosandi. Aðaláhugamál Eyrúnar er þó teikning og hún mætir reglulega í módelteikningu í Kulturhuset í mið- borg Stokkhólms. Hún teiknar líka myndasögur og þrjár þeirra hafa m.a. birst í íslenska tímaritinu Bleki. Og hér í Morgunblaðinu birtist nú ein skrýtla eftir þennan upprennandi vís- indamann með myndlistar- og frá- sagnargáfu í farteskinu. Ömurlegasta viðtalið Eyrún Edda Hjörleifsdóttir bar sigur úr býtum í keppninni um ömurlegasta ljóðið. Vont skáld, laglaus og myndast illa. Þannig lýsir sigurvegarinn í keppninni um ömurlegasta ljóðið sjálfum sér. En við nánari athugun Steingerðar Ólafs- dóttur kemur í ljós hæfi- leikaríkur doktorsnemi sem rannsakar genastjórnun og teiknar í frístundum. steingerdur@mbl.is Skósvertar leifar limgerðisins vikna hástöfum í sinnepsmaríneraðri hádegissólinni. Og svartstorkið blóðið undir brotinni tánögl minni engist um líkt og utankjörstaðaatkvæðaþyrstur slímþörungur. Ó! Kakódýrið brokkar valhoppandi gegnum nóttina. Það stirnir á loðdrapplitaðan líkama þess. Ég finn hvernig svitinn logar í kakóbolla augnabliksins og súreygður sykurpúði skelfur í auðninni um stund. Í remúlaðibaði hringiðar hringormakös – Kakódýrsins og mín, eitt óútsprungið og titrandi síðsumarkvöld í maí. Tánögl mín klofnar til blóðs, götuna fram eftir veg, og stund míns gulasta plásturs er sokkin í graftarhaf. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Nafnlaust Í maí 2006 hefst viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá. Námið verður með eftirfarandi hætti: Aðfaranám, maí 2006. Meðal annars verður farið yfir drög að aðalnámskrá og þátttakendum kynnt kennsluumhverfi á vef. Staðbundnar lotur verða haldnar í öllum landsfjórðungum og þeim fylgt eftir með fjarnámi. 19. og 20. maí á Akureyri og í Reykjavík. 26. og 27. maí á Ísafirði og Egilsstöðum. Aðfaranám, haust 2006 (3e) Meðal annars verður hugað að undirbúningi háskólanáms í íslensku og rætt um kennsluaðferðir og -tækni. September 2007 Viðbótarnám, 2007-2009. Þátttakendur geta valið námskeið í íslensku í Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri eða Háskólanum í Reykjavík og stundað þau í fjarnámi. Menntamálaráðuneytið mun greiða kennslukostnað og innritunargjöld. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 28. apríl 2006 til Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands sem hefur umsjón með skráningu og þátttöku. Upplýsingar um skráningu og námið eru veittar á vef Símenntunar: http://simennt.khi.is og í síma 563 3980. vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalnámskrá Viðbótarnám í íslensku fyrir grunnskólakennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.