Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 51
starfsfólk á öllum sviðum og á öll- um stjórnunarstigum. Rannsóknir á málaflokknum, aðgerðir til að bæta stöðuna og eftirfylgni við þær krefjast einnig fjármagns. Það er stjórnmálafólks að for- gangsraða fjármagni. Vinstrigræn leggja ríka áherslu á að jafnrétt- ismál fái það fjármagn sem þarf. Aðgerðir Pólítískur vilji einn og sér leiðir ekki af sér jafnrétti kynjanna, þó fjármagn og þekking sé til staðar, heldur verður að grípa til aðgerða. Aðgerða er þörf til að afnema mis- rétti í einstökum málaflokkum, svo sem að afnema launaleynd, loka nektardansstöðum, gera átak í fræðslumálum fyrir starfsfólk borg- arinnar og svona mætti lengi telja. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, markvissar og róttækar aðgerðir er það sem þarf. Eftirfylgni Þó að til staðar sé pólitískur vilji til breytinga, þekking á jafnrétt- ismálum, fjármagn í málaflokkinn og vilji til að grípa til aðgerða er ekki sjálfgefið að áhrifin komi fram þar sem til var ætlast. Því er mik- ilvægt að áhrif aðgerða séu metin reglulega og aðferðirnar aðlagaðar því sem líklegast þykir til árangurs hverju sinni. Nýafstaðið mat á störfum í Reykjavíkurborg hafði m.a. það markmið að leiðrétta launamun kynjanna, talsvert fé var sett í starfsmatið og það hannað af sér- fræðingnum í málaflokknum. Nú þegar starfsmatið hefur verið inn- leitt skiptir miklu máli að kanna hver áhrif þess í raun voru á launa- mun kynjanna meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar. Skiptar skoð- anir eru á því hvernig til tókst og mikilvægt að rannsaka staðreyndir í málinu. Eina femíníska framboðið Femínisti er sá eða sú sem gerir sér grein fyrir að jafnrétti kynjanna er ekki til staðar í sam- félaginu og er tilbúin(n) að grípa til aðgerða. Það er ekki nóg að átta sig á ástandinu en gera ekkert í málinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eini stjórnmálaflokk- urinn sem uppfyllir þessi skilyrði. Við höfum hreinar línur í jafnrétt- ismálum sem annars staðar og okk- ur er treystandi til að lyfta því grettistaki sem þarf til að konur og karlar geti notið þess að búa í borginni. Jafnréttismál eru alvöru- mál – sama hvað hver segir! ’Vinstrigræn gera sérgrein fyrir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, heldur krefst það heil- mikils af þeim sem að því vinna.‘ Höfundur skipar 4. sæti á V-lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í komandi borgarstjórnarkosningum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 51 UMRÆÐAN ÞORRAGATA - FYRIR ELDRI BORGARA Falleg og vönduð 131 fm íbúð á 3. hæð í eftirsóttu húsi við Þorragötu. Íbúðin skiptist þannig: Forstofa, stór stofa og borðstofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús og tvö svefnherbergi. Yfirbyggðar svalir að hluta. Sérgeymsla fylgir í kjallara. Glæsilegt sjáv- arútsýni er úr stofu. Íbúðin nær í gegnum húsið. V. 46,5 m. TÓMASARHAGI - LAUS STRAX Falleg og vel hönnuð 5-6 herbergja, 154 fm neðri sérhæð, ásamt 29 fm bílskúr í húsi. Húsið teiknaði Guðmundur Kr. Krist- insson. Hæðin skiptist þannig: Forstofa, gestasnyrting, hol, stofa, borðstofa, eld- hús, þrjú herbergi (voru fjögur), baðher- bergi og þvottahús. Í kjallara eru tvær sér- geymslur og þurrkherbergi. Bílskúrinn stendur næst húsinu og er með rafmagni og hita. V. 41,0 m. 5685 MELALIND - M. BÍLSKÚR Falleg, björt og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýlishúsi við Melalind með glæsilegu útsýni yfir Kópavog, auk bíl- skúrs. Eignin skiptist í hol, tvö herbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús. Sérgeymsla í kjallara. Gólfefni eru teppi og eru þau til bráðabirgða. Mahóníinnréttingar og hurðir. V. 25,5 m. 5719 HLÍÐARHJALLI - M. BÍLSKÚR 3ja herb., glæsileg 93 fm íbúð á 2. hæð ásamt 24,6 fm bílskúr. Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni til suðurs. Íbúðin skiptist í rúmgott hol, eldhús, þvottahús, baðher- bergi, tvö rúmgóð herbergi og stofu. Úr stofu og hjónaherbergi er gengið út á rúm- góðar flísalagðar svalir. V. 24,0 millj. 5693 STÓRHOLT - RÚMGÓÐ 4-5 herbergja herbergja björt og góð 108 fm endaíbúð í nýlega standsettu húsi. Íbúðin skiptist í hol, 2 samliggjandi stofur, 3 svefnherbergi, eldhús, sérþvottahús og bað. Bílskúrsréttur. Húsið hefur verið mikið standsett og er búið að klæða það o.fl. Að innan er íbúðin tölvert endurnýjuð. V. 24,1 m. 5711 NJARÐARGATA Þrílyft raðhús sem er kjallari, tvær hæðir og ris. Húsið er talið skv. FMR 239,6 fm en þar er hluti kjallara, sem ekki er með fullri lofthæð. Nýtanlegur hluti hússins er um 193 fm. Grunnflötur hússins er um 70 fm. Á 1. hæð er 3ja herb. séríbúð sem skiptist í forstofu, gang, tvö herbergi, stofu, eldhús og snyrtingu. Á hæðinni eru tvær saml. stofur, borðstofa, og eldhús auk baðh. Í risi er snyrting, 3 herb. og baðherbergi (sem áður var eldhús). Í kjallara eru geymslur og þvottahús en sérinng. er í hann. V. 39,5 m. 5723 ENGJASEL - GLÆSILEGT ÚTSÝNI 4ra herbergja endaíbúð á tveimur hæðum auk stæðis í upphitaðri bílageymslu. Á hæðinni, sem er skv. FMR 73,5 fm, er hol, baðherbergi, tvö herbergi, eldhús og stofa auk geymslu/þvottahúss sem er inn af baðinu. Í risinu (sem er ekki skráð hjá FMR) er sjónvarpshol og eitt herbergi. Lík- legt flatarmál þess er um 25 fm. 5724 HJARÐARHAGI - 4. SVEFNHERBERGI 5 herbergja glæsileg 122,4 fm íbúð á 1. hæð í nýlega standsettu húsi, „kennar- ablokkinni”. Íbúðin skiptist í forstofu, 4 stór svefnherbergi, stofu, eldhús með stórum borðkrók, snyrtingu og baðherbergi. Húsið hefur nýlega verið standsett. Það er klætt að austan- og sunnanverðu en að vestan og norðanverðu nýviðgert og málað. Lóðin er nýstandsett. V. 26,9 m. 5527 BRÆÐRABORGARSTÍGUR - LAUS STRAX Rúmgóð og vel staðsett 141 fm íbúð á 2. hæð í nýlega uppgerðu lyftufjölbýlishúsi teiknað af Þóri Sandholt. Íbúðin skiptist í stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, þar af eitt forstofu herbergi, eldhús og baðher- bergi. Í kjallara er sérgeymsla. Sameiginleg hellulögð verönd er fyrir framan húsið að sunnanverðu. Svalir. V. 28,5 m. 4874 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali NÝTT HÚS 12 KM FRÁ REYKJAVÍK Nýtt og fallegt hús í Lækjarbotnum skammt frá Lögbergsbrekku, stærð 50,1 fm sem skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og gott svefnherbergi ásamt risi yfir hluta hæðarinnar. Eignin er skráð sumarhús og er ekki fullfrágengin að innan. V. 10,8 m. 5297 VESTURBERG 4RA - FALLEG ÍBÚÐ / ÚTSÝNI Sérlega falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð t.v. sem skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, hol, stofu, eldhús með borðkrók, þvottaherbergi og búr. Mjög björt og snyrtileg íbúð með góðu útsýni. V. 18,7 m. 5712 HORN VIÐ MEÐALFELLSVATN Timburbústaður á einni hæð, u.þ.b. 60 fm, auk ca 15 fm geymslu (útihús) sem stend- ur við austurenda vatns. iHúsið hefur verið mjög mikið endurnýjað, m.a. hafa allir veggir, loft og gólf í bústaðnum verið klædd furupanel, ný utanhúsklæðning og nýr 70 fm pallur í kring um húsið. V. 10,9 m. 3945 EFSTALAND Falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérverönd/garði í fallegu, litlu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, herbergi og baðherbergi. Góð geymsla fylgir með íbúðinni auk sameiginlegs þvottahús með vélum. V. 14,8 m. 5720 SKÚLAGATA - LAUS FLJÓTLEGA Falleg 54 fm 2ja herbergja rúmgóð íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli rétt við miðbæinn. Komið er inn á parketlagt hol. Innaf holi er rúmgott herbergi með góðum skápum. Í kjallara er sérgeymsla með hillum. V. 12,6 m. 5721 SKÚLAGATA - AUÐVELD KAUP Endurnýjuð 42 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli rétt við miðbæinn. Íbúðin skiptist í hol, stofu/eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu í íbúð. V. 10,9 m. 5722 VESTURBERG 4RA - GÓÐ ÍBÚÐ / ÚTSÝNI Vel skipulögð íbúð á 3. hæð t.h. sem skiptist í tvö lítil barnaherbergi, eldhús með borðkrók, stofu, baðherbergi og hjónaher- bergi. Hús og sameign í góðu ástandi, frá- bært útsýni. V. 16,8 m. 5713 AÐALSTRÆTI - SKRIFSTOFUHÆÐ TIL LEIGU Erum með til leigu fallega skrifstofuhæð í þessu nýlega húsi við Ingólfstorg. Hæðin er um 190 fm og skiptist í þrjár skrifstofur, kaffistofu og opin rými. Auðvelt er að bæta við fleiri skrifstofum. Lyfta er í húsinu. Allur frágangur á lögnum og innréttingum er til fyrirmyndar. Loft eru niðurtekin. Allar lagnir eru til staðar. Bjart og gott húsnæði. 5117 Teikningar og nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson, hdl. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.