Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞANNIG gætu fyrirsagnir hæg-
lega hafa hljómað í síðustu viku þeg-
ar greint var frá blaðamannafundi
Gunnars og Guðmundar Hallvarðs-
sonar í Salnum í Kópavogi. Fund-
urinn var um „nýjung“
í málefnum aldraðra,
að stofninum til það að
Hrafnista og Kópa-
vogsbær hafa gert með
sér samkomulag um að
byggja íbúðir fyrir
aldraða, þar sem hægt
verður að fá heima-
hjúkrun og aðra þjón-
ustu. Einnig fylgdi að
byggja eigi hjúkr-
unarrými, en ekki hef-
ur fengist samþykki
fyrir því hjá ríkisvald-
inu. Heilbrigð-
isráðherra var á staðn-
um, og lýsti í útvarpsviðtali yfir að
hún væri ánægð með þetta framtak,
og að Kópavogur væri í sérstökum
forgangi í þessum málum.
Það er vissulega gleðilegt að eftir
16 ára valdatíma skuli Sjálfstæð-
isflokkurinn í Kópavogi hafa áttað
sig á að eitthvað þurfi að gera í mál-
efnum aldraðra. Það er hinsvegar
sorglegt hvað menn gera sig bera að
miklu þekkingarleysi með þessum
yfirlýsingum. Sjálfstæð búseta aldr-
aðra, bæði í þjónustuíbúðum á veg-
um sveitarfélaganna og
í sérhönnuðum íbúðum
á vegum einkaaðila og
félagasamtaka, með
öllum þeim réttindum
og skyldum sem íbúar
nýju íbúðanna eiga að
hafa, hefur tíðkast ára-
tugum saman á Íslandi,
bæði í Kópavogi og víð-
ar á landinu. Í Kópa-
vogi hafa Sunnuhlíð-
arsamtökin lyft
Grettistaki í þessum
málum, án þess að bæj-
aryfirvöld hafi haft þar
nokkurt frumkvæði.
En hvað með hjúkrunaríbúðir sem
svo eru kallaðar? Ætlast Gunnar
Birgisson til, og félagar hans í Fram-
sókn, að fólk kaupi sig inn í þær? Þá
ganga þeir væntanlega fyrir sem
hafa rúm fjárráð, því hingað til hafa
íbúðir fyrir aldraða ekki fengist á
neinum tombóluprís. Og ef þeir sem
búa í íbúðunum eiga að ganga fyrir á
hjúkrunarheimilið, jafnvel geta farið
þangað tímabundið, eiga þeir þá að
borga fyrir sig þar líka? Eins og
staðan er í dag kostar mánaðarvist á
hjúkrunarheimili 500 þúsund krón-
ur. Það má vel vera að einhver hópur
aldraðra á Íslandi hafi svo rúm fjár-
ráð að hann geti staðið undir slíkum
greiðslum, en samkvæmt minni
reynslu er sá hópur ekki stór.
Kaupa sér forgang?
Og enn má spyrja hvort íbúarnir
hafi þá í raun ekki keypt sér forgang
inn á hjúkrunarheimili, en slíkt er
óheimilt samkvæmt lögum og með
því væri stuðlað að tvöföldu heil-
brigðiskerfi. Einu kerfi fyrir hina
efnameiri, öðru fyrir hina efnaminni.
Er þar komin raunverulega ástæðan
fyrir áhuga sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna á þessu fyr-
irkomulagi? En sagði ekki heilbrigð-
isráðherra í síðustu viku að það mál
væri úr sögunni?
Ekki treystandi
Þrátt fyrir meintan góðan ásetn-
ing er greinilegt af ofansögðu að
sjálfstæðismönnum í Kópavogi og
meðreiðarsveinum þeirra í Fram-
sókn er ekki treystandi fyrir þessum
málaflokki. Þessir flokkar hafa haft
16 ár til að taka á í þessum málum,
en ekki haft döngun í sér til verka.
Það er afar ótrúverðugt þegar þeir
svo koma korteri fyrir kosningar og
segjast hafa fundið lausnina. Aldr-
aðir Kópavogsbúar eiga betra skilið.
Gunnar I. Birgisson
finnur upp hjólið!
Ólafur Þór Gunnarsson fjallar
um bæjarmálin í Kópavogi ’Þrátt fyrir meintan góð-an ásetning er greinilegt
af ofansögðu að sjálf-
stæðismönnum í Kópa-
vogi og meðreiðarsvein-
um þeirra í Framsókn er
ekki treystandi fyrir
þessum málaflokki.‘
Ólafur Þór
Gunnarsson
Höfundur er öldrunarlæknir
og skipar 1. sæti á V-lista vinstri
grænna í Kópavogi.
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf.
Til sölu er 147 fm einbýlishús,
ásamt 46 fm bílskúr, við
Njálsgerði 6, Hvolsvelli. Húsið
er byggt úr steinsteypu árið
1980 og klætt að utan með
Steni. Húsið skiptist í anddyri,
eldhús, þvottahús, stofu,
borðstofu, gang, fjögur svefn-
herbergi, baðherbergi og
gestasalerni.
Verð kr. 23.700.000.
Nánari upplýsingar á
www.fannberg.is
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur
sími 487 5028
Einbýli á Hvolsvelli
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
og löggiltur
fasteignasali
Maríubaugur 133
Falleg og björt 121,2 fm íbúð á efstu hæð á einum besta stað í Grafar-
holti með frábæru útsýni. Mjög rúmgóð svefnherbergi, þrjú talsins. Stór
stofa með afar fallegu útsýni, ölur í öllum innréttingum sem eru mjög
vandaðar. Fallegt eldhús. Þvottarými m. innréttingu. Baðherbergi flísa-
lagt m. baðkari og sturtu. Aðeins þrjár íbúðir í stigaganginum, ein á hverri
hæð. V. 30,9 millj.
Linda og Sveinn sýna eignina.
Opið hús í dag á milli kl. 14-15
Fasteignasala til sölu
Vel þekkt og gróin fasteignasala.
Salan hefur ágæta eignaskrá og er í góðu
húsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Húsnæðið getur boðið upp á
vinnuaðstöðu fyrir allt að 6 manns.
Fyrirtæki með góða stækkunarmöguleika.
Áhugasamir vinsamlegast leggið fyrirspurnir
inn til afgreiðslu Morgunblaðsins
fyrir 10. apríl nk. merkt, F-123.
Stakkahraun Hf. - Mónuhúsið
Til sölu er heil húseign í Hafn-
arfirði (Mónuhúsið). Húsið
skiptist þannig: Iðnaðar- og
lagerhúsnæði samtals 1.812
fm, sem síðan skiptist í 376 fm
iðnaðarhúsnæði, 361 fm vöru-
geymslu og 1.075 fm iðnaðar-
húsnæði. Byggingarréttur.
Malbikuð lóð. Miklir möguleik-
ar. Teikningar á skrifstofu.
Verðtilboð.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
LEIRUTANGI 21 A - MOSFELLSBÆ
OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 13 OG 15
Um er að ræða fallega 92,5 fm íbúð með sérinngangi og sérgarði í góðu fjórbýli á mjög
grónum og barnvænum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, rúmgóða
stofu með útgengi í garð, fallegt eldhús og flísalagt baðherbergi. Sérþvottaherbergi.
V. 17,6 m. Íbúðin getur verið laus við kaupsamning.
Steindór og Ingibjörg taka vel á móti gestum með heitt á
könnunni.
Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58
Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is
Pétur Pétursson lögg. fasteignasali