Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 72
72 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Vítamín, steinefniog jurtir APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Orkubomba og hreinsun www.nowfoods.is EFTIR að Jakobínarína hafði skemmt gestum með villtri spila- mennsku og magnaðri sviðs- framkomu birtist Who Knew, fyrsta sveitin þetta tilraunakvöld. Framan af fyrsta laginu voru sveitarmenn heldur óstyrkir, en þegar komið var fram í mitt lag komust þeir á flug. Annað lagið var enn betra, fínt gríp- andi popp og þriðja lagið Jakobín- urínulegt fjör. Fín frammistaða og sérstaklega var söngvarinn að standa sig vel eftir að hann datt inn í fyrsta laginu, en þrátt fyrir það náði Who Knew ekki upp sömu góðu stemmningunni og í undanúrslitum. Furstaskyttan var nú mun ein- beittari en þegar sveitin söng og spil- aði sig í úrslit, hljóðfæraleikur allur einkar vel útfærður, sérstaklega fannst mér gítarleikur góður. Titillag sveitarinnar var skemmtilegast, löng og snúin saga þrungin dramatík og spennu sem tónlistin undirstrikaði vel. Annað lag sveitarinnar var vel raddað og það þriðja, „danska lagið“ var einnig vel heppnað. Hafnfirska rokksveitin Própanól varð fyrir því óláni að söngkona sveitarinnar lagðist á sóttarsæng fyrir úrslitin og sveitin því andlits- laus. Þeir sem eftir voru standandi létu þó ekki sitt eftir liggja, breyttu sveitinni einfaldlega í rokksveit án söngs og tróðu svo upp. Tvö fyrstu lögin voru þó daufleg fyrir það að enginn var söngurinn, því þó frammistaða hljóðfæraleikara væri með ágætum vantaði töluvert upp á að laglínan skilaði sér. Þriðja lag sveitarinnar var best og í raun það eina sem gekk skammlaust upp. Það er algengt að ég sé spurður hverjar séu eftirminnilegustu hljóm- sveitir Músíktilrauna og á komandi árum mun We Made God bætast í þá runu sem ég romsa upp úr mér við slík tækifæri. Gott ef þeir lenda ekki líka á listanum yfir bestu hljómsveitir Músíktilrauna sem ekki unnu, því þó sigursveitin þetta kvöld hafi verið mögnuð þá var We Made God eina sveitin sem ég fékk gæsa- húð við að hlusta á. Frábær hljóm- sveit með einkar vel mótaðan hljóð- heim og skýra tónhugsun. Annað lag sveitarinnar, það sem framkall- aði gæsahúðina, var flutt af ótrú- legri einbeitingu og orku – gríð- arlega áhrifamikið. Það eina sem vantaði upp á lokalagið til að þoka því upp í snilldarflokkinn var smá söngur, en annars var það mjög skemmtilegt og síbreytilegt lag, góð blanda af Sigur Rós og Mínus. Antík átti ekki auðvelt að fylgja eftir slíkum tilfinningahita, en gerði það með glans. Sveitin var vel þétt, það þarf nefnilega ekki nema tríó þegar allt kemur til alls, og vel und- ir tilraunirnar búin. Gítarleikari sveitarinnar og söngvari þykir mér efnilegur í meira lagi og hann var vel öruggur á sviðinu. Þeir kunna svo sitthvað fyrir sér í lagasmíðum því lokalagið var skothelt popplag, drífið það í spilun strákar. Tranzlokal átti svo lokaorðið fyrir hlé, pönksveit frá Vestmannaeyjum sögðu menn, en þeir voru ekki bara pönkaðir, þeir voru að spila rokk af bestu gerð, kæruleysislegt en þó vel þétt. Annað og þriðja lag þeirra fé- laga var magnað stuð. Sérdeilis efni- leg sveit sem ég spái frama í næstu tilraunum. Eftir vel þegið hlé, fjörið búið að standa í tvo tíma samfleytt og annað eins eftir, hristi Ultra Mega Techno- bandið Stefán menn aftur í stuð með myljandi technotónlist. Óvenju mik- ið var sungið í fyrsta lagi sveit- arinnar en annars voru menn bara á kafi í vélrænum takti, stuð, stuð, stuð með þýskum hreim og gríð- arlega þungum bassatakti. Þriðja lag þeirra félaga var fantagott, part- ísveit tilraunanna þetta árið. Hafi fjörið verið mikið hjá UMTS var það enn magnaðra hjá The For- eign Monkeys. Fyrsta lag þeirra fé- laga var þannig frábært þétt keyrslurokk, annað lagið enn betra og það þriðja best. Fín stígandi hjá þeim félögum og gríðarlega skemmtilegt. Söngurinn skilaði sér ekki nógu vel framan af en það kom ekki að sök því það vantaði ekki magnaðan, rafmagnaðan, gítarleik. UMTS var stuðhljómsveit sem gerði ekki síst út á glens og grín en Le poulet de romance gekk enn lengra í þá átt, lögin sungin á eins- konar golfrönsku og hegðan og framkoma forsöngvara sveitarinnar ýkt og tilgerðarleg. Lögin sem sveitin flutti voru þó engin tilgerð, grípandi og skemmtileg, ekki síst titillag sveitarinnar. Þeir félagar sýndu það svo í síðasta laginu að þeir kunna vel að spila, bassi frá- bær, gítarleikur í góðu lagi og söng- urinn hreint fyrirtak. Í úrslitum sýndu sumar sveitir betri frammistöðu en flestar fannst mér heldur lakari, streitan kannski að segja til sín eða menn hafi ein- faldlega æft yfir sig, spilagleðin má ekki gleymast. Mér fannst reyndar lítið vanta uppá í spilagleði hjá þeim Modern Day Majesty-félögum, en þeir voru aftur á móti ekki eins sannfærandi og í undanúrslitum, lögin gengu ekki eins vel upp, voru kannski að vanda sig of mikið. Loka- lag þeirra félaga fannst mér svo af- leitt og skemma mikið fyrir. Sveet Sins voru dæmi um hljóm- sveit sem stóð sig mun betur í úr- slitum en undanúrslitum, gríðarlega skemmtileg sveit með vel samin lög. Söngkona sveitarinnar fannst mér til að mynda standa sig frábærlega vel, sérstaklega söng hún síðasta lag sveitarinnar af mikilli innlifun. Mjög skemmtileg hljómsveit sem á eflaust eftir að ná lengra. Það munaði ekki svo miklu að þau kæmust á verð- launapall. Lokatóna Músíktilrauna að þessu sinni sló og söng hljómsveitin The Ministry of Foreign Affairs, sú hljómsveit sem var næst því að vera tilraunasveit, ef við túlkum heiti keppninnar svo að hún eigi að ýta undir tilraunir. Þeir MoFA-félagar eru vel mótaðir í því sem þeir eru að gera, tilraunakennd lágstemmd ind- ítónlist, en eiga það líka til að spretta úr spori ef sá gállinn er á þeim. Síðasta lag þeirra, sem byggt er á lágstemmdri gítarfléttu, var hreint frábært og mjög vel flutt. Yfirleitt hefur það verið svo að á úrslitum eru dómnefnd og salur sammála í meginatriðum en svo fór ekki að þessu sinni, atkvæðagreiðsla í sal var töluvert frábrugðin því sem gerðist innan dómnefndar. Skýrist kannski að einhverju leyti af því að Loftkastalinn tekur færri gesti en til að mynda Austurbær. Hvað sem um það er að segja þá sigraði The Foreign Monkeys, Ultra Mega Technobandið Stefán varð í öðru sæti og We Made God því þriðja. Tími, miðstöð um tímalistir, valdi hljómsveitina ekkium athyglisverð- ustu hljómsveit tilraunanna að þessu sinni. Efnilegasti bassaleikari var val- inn Guðmundur Einarsson úr Le poulet de romance, efnilegasti hljómborðsleikari Sonja Geirsdóttir úr Kynslóð 625, efnilegasti söngvari Magnús Bjarni Gröndal úr We Made God og efnilegasti trommu- leikari Víðir Heiðdal úr The Foreign Monkey. Þegar kom að því að velja efnilegasta gítarleikara var úr vöndu að ráða og fór svo að þeir skiptu með sér verðlaununum fé- lagarnir úr Perlu Davíð Sig- urgeirsson og Steinþór Guðjónsson. Fjölbreytt skemmtan Efnilegustu hljóðfæraleikarar Músíktilrauna 2006: Víðir Heiðdal úr TheForeign Monkeys trommuleikari, Sonja Geirsdóttir hljómborðsleikari,Guðmundur Einarsson bassaleikari, Davíð Sigurgeirsson og Steinþór Guð-jónsson gítarleikarar og Magnús Bjarni Gröndal söngvari. Annað sæti: Ultra Mega Technobandið Stefán. Þriðja sætið: We Made God. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynnt var um sigursveit Músíktilrauna 2006, The Foreign Monkeys. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Sigursveit Músíktilrauna 2006: The Foreign Monkey – fremstir meðal jafningja. TÓNLIST Loftkastalinn Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, lauk í Loft- kastalanum sl. föstudagskvöld. Þetta ár- ið keppti 51 hljómsveit um sæti í úrslit- unum vikuna 20. til 24. mars og tólf sveitir komust svo í úrslitin, Própanól, Tranzlokal, The Ministry of Foreign Affairs, Antik, Sweet Sins, We Made God, Who Knew, Modern Day Majesty, Le Poulet de Romance, Furstaskyttan, Ultra Mega Technobandið Stefán og The Foreign Monkeys. Músíktilraunir 2006 Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.