Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Yfir blaðamanni gnæfir hávaxinn ogmikilúðlegur maður. Hann réttirfram pínulítil rauð laxahrogn í skál– kavíar að norðan. Og skálinhverfur í greipum mannsins. Svo dregur hann fram gítar og plokkar strengina nærfærnislega eins og laxahrogn, lygnir aftur augunum og syngur hugljúft lag á framandi tungumáli. Maðurinn heitir Mait Trink og er fæddur í Tartu, 100 þúsund manna borg í Eistlandi, 5. maí árið 1971. Hann ólst því upp í einu af ráð- stjórnarríkjum Sovétríkjanna. „Ég veit allt um kerfið sem Sovétríkin byggðu upp; ég ólst upp við það og hataði það. Ég veit vel hvernig er að búa undir ægishjálmi annars ríkis og þurfa að sætta sig við allar þær fáránlegu stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru.“ – Rakstu þig einhvern tíma á veggi vegna þess þjóðskipulags sem þú bjóst við? „Nei, ekki beint,“ svarar Mait. „En ég man að það var ekki hægt að ferðast, nema bara til Sovétríkjanna. Móðir mín sagði mér frá því að þegar ég fylgdist með Ólympíuleikunum tíu ára gamall, þá hafi ég sagt henni að ég vildi óska að ég gæti ferðast þangað, en að ég væri jafnframt alveg viss um að sú ósk myndi aldrei rætast.“ – Það hefur ekki fengist kavíar úr laxa- hrognum í búðum á þeim tíma? „Nei, úrvalið var lítið. Það voru jafnan tveir kostir í boði. Hvort vildi maður kjöt eða ekki kjöt. Það var ekki hægt að velja á milli nauts, svíns eða lambs. Ef maður fékk sér bjór, þá var aðeins ein bjórtegund í boði. Það var enginn Thule á krana. En allt var ódýrt. Ég man vel að ekki var hægt að kaupa bíl í Eistlandi án þess að fá leyfi til þess. Það gat verið að eitt leyfi væri veitt til háskólans og þá kepptust allir um að fá það.“ Mait ferðaðist í fyrsta skipti út fyrir land- steinana árið 1989, en þá fór hann til Austur- Þýskalands yfir sumartímann. „Þá voru frels- isvindar farnir að blása í Eistlandi. En í Aust- ur-Þýskalandi var enn gamla alræðis- skipulagið við lýði og tekið hart á öllu hugmyndum um annað. Ég fór þangað með eistneskum unglingakór og við vorum að syngja lög frá stríðsárunum, m.a. „Wenn die Soldaten“, gamalt þýskt herlag sem sungið hafði verið af Marlene Dietrich. En það þótti Þjóðverjum ekki í lagi. Það var horft á okkur eins og við værum landráðamenn.“ Mait fékk fyrst augastað á Íslandi þegar vin- ur hans Jaan Alavera, sem einnig er frá Eist- landi, fluttist til landsins. „Við höfðum spilað saman í hljómsveit og hann bauð okkur gömlu vinunum að heimsækja sig. Mér fannst þetta mjög áhugavert og hann bauðst til að útvega mér vinnu. Ég byrjaði á því að kenna tónlist í Valsárskóla á Svalbarðseyri og settist þar að. Ég kenndi krökkum að spila á gítar, píanó og blokkflautu og einnig söng. Eftir ár var ég far- inn að kenna á Dalvík og Ólafsfirði. Þannig að ég ók 70 kílómetra í vinnuna á morgnana og 70 kílómetra aftur heim. Mér fannst gott að nýta þennan tíma í að hugsa og var ánægður með að fá tækifæri til þess. En þetta gat verið hund- leiðinlegt, ekki síst í stórhríð.“ 19. september haustið 2004 var Mait með fjölskyldu sinni í matarboði hjá vinafólki. Þá kemur nágranni með lax sem hann vill láta reykja, en gestgjafarnir eru með reykhús í Að- aldal. „Hann spurði um laxahrogn og ætlaði að sjóða þau. Okkur fannst það ókræsilegt og ákváðum að búa til úr þeim kavíar. Ég fann uppskrift á Netinu, en hún reyndist nánast óæt, alltof sölt,“ segir Mait og grettir sig. „En þannig kviknaði hugmyndin að því að útvega hrogn og búa til kavíar – góðan!“ Og Mait er með dagsetningarnar á hreinu. 20. október 2004 var fyrirtækið Ice and Fire stofnað. Það hóf framleiðslu á kavíar úr lax- ahrognum og í næstu viku kemur á markað ný vörutegund frá fyrirtækinu, laxapaté. – Hvernig gengur reksturinn? „Það hefur gengið ágætlega með hrognin. Þetta var erfitt í byrjun, einkum fyrir norðan. Það var engin hefð fyrir kavíar og Norðlend- ingum leist ekkert á söltuð og hrá hrogn. En nú get ég sagt að við erum búin að koma fólki upp á lagið með að borða kavíar.“ – Hvernig finnst þér að vera kaupsýslumað- ur? „Ég hef aldrei fengist við viðskipti áður. Svo þetta er nýtt fyrir mér og dálítið spennandi.“ – Og þú ert sjálflærður – eins og á gítarinn? „Já, ég er meira að segja farinn að fá laun frá fyrirtækinu, þannig að ég er hættur að kenna. Ég spila bara fyrir sjálfan mig nú orð- ið.“ – Hvað spilarðu? „Rússnesk lög eru skemmtilegust. Ég spila gjarnan lög sem segja sögu, t.d. eftir Vys- botsky, Malinin og Rosanbaum.“ Mait er fleira til lista lagt. Hann er lærður óperusöngvari, auðvitað bassabarítón. Annað hefði verið í ósamræmi við karakterinn. „Ég veit ekki af hverju ég fór að syngja,“ segir hann. „Ég lærði líf- og náttúrufræði í tvö ár, en efnafræðin átti ekki við mig. Ég var að velta fyrir mér sögu, guðfræði eða tónlist. Þá kom skólasystir mín til mín og sagði mér að hætta þessu bulli. Það væri aðeins eitt sem ég gæti lært og það væri óperusöngur. Ég hafði sungið áður ásamt því að spila á gítar, en hafði aldrei spreytt mig á slíkri tónlist. En kennarinn var ánægður með mig og hvatti mig áfram. Ég vann síðan í átta ár hjá stóru leikhúsi, Vane- muine, því elsta í Eistlandi, fór með hlutverk í dramatískum leikritum og söng í mörgum frægum óperum, þó að hlutverkin þar væru ekki mjög stór.“ Mait hefur vakið athygli á sýningunni Matur 2006 í Fífunni fyrir að spila á gítar og syngja á bás Norðlendinga. „Ég hef spilað síðan ég var 15 ára. Afi átti stórt hús og leigði út hluta af því til háskólanema. Þeir voru oft að spila á gítar og mér fannst það æðislegt, þannig að ég byrj- aði að þreifa mig áfram og læra hljóma. Ég er sjálflærður og ekkert sérstaklega góður, en get bjargað mér með því að syngja með. Allir eistnesku vinir mínir á Íslandi spila betur. En ég er ekki feiminn. Ég spila bara eins vel og ég get.“ – Búa margir Eistlendingar hér? „Já,“ segir hann og telur á fingrum sér. „1, 2, 3, 4, 5.“ Og heldur áfram: „6, 7 … ætli það búi ekki tíu fjölskyldur á Norðurlandi.“ Mait er giftur Kûlliki, sem einnig er frá Eistlandi og lærður óperusöngvari, og eiga þau þrjú börn. „Við eigum tvær dætur sem eru 13 og 9 ára, Anitu og Brigitu. Strákurinn heitir Manfred Leonhard og er átta mánaða.“ – Þið hljótið að syngja mikið saman? „Já, en bara í ranni fjölskyldunnar. Ég spila stundum með dætrum mínum. Þeim finnst skemmtilegast að syngja Meistara Jakob í keðjusöng.“ – Þær hljóta að hafa fengið góðar raddir í vöggugjöf? „Já,“ svarar Mait drjúgur. – Hvernig eru Íslendingar við Eistlendinga? „Íslendingar eru mjög gott fólk, alltaf til- búnir að hjálpa. Í byrjun er erfitt að brjótast í gegnum þá veggi sem fólk hefur byggt í kring- um sig, en ef maður kemst í gegn, þá er það vel þess virði. En vissulega er þetta smáþjóð og í sveitinni, þar sem ekkert er við að vera og að mestu tíðindalaust, þá verður fólk stundum alltof forvitið. Það getur verið pirrandi.“ – Eru Íslendingar líkir Eistlendingum? „Nú munu örugglega allir hinir Eistlending- arnir drepa mig,“ segir hann hlæjandi. „En stundum finnst mér Íslendingarnir betra fólk.“ – Þú ert með mikið skegg og tagl – ertu svo- lítill hippi? „Ég er bara latur og nenni ekki að klippa mig,“ segir hann brosandi. „Nei, mér finnst gaman að vera með sítt hár og skegg.“ – Þetta er svipmikið. „Þetta er bara minn stíll. Ég hef samt velt því fyrir mér að koma mínum nánustu á óvart og raka af mér allt hárið, en halda skegginu. Það kemur að því!“ En ég er ekki feiminn VIÐMANNINNMÆLT Pétur Blöndal ræðir við Mait Trink Morgunblaðið/ÞÖK MAIT TRINK „Það voru jafnan tveir kostir í boði. Hvort vildi maður kjöt eða ekki kjöt.“ ’ Yfirlýsingin frá því fyrr íþessum mánuði, um að Banda- ríkin ætli að hætta því verklagi að hafa varanlegan herafla á Ís- landi, breytir ekki þessari sam- vinnu og sameiginlega mark- miði. ‘Nicholas Burns , aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, boðaði öflugra varnarsamstarf við Íslendinga í grein, sem birtist í Morgunblaðinu á föstudag, sama dag og fundur sendinefndar banda- rískra stjórnvalda og íslenskra embættis- manna um framtíðarvarnir Íslands var haldinn. ’ Að gefnum óbreyttum stýri-vöxtum og gengi virðast nú hverfandi líkur á því að verð- bólgumarkmiði Seðlabankans verði náð innan tveggja ára.‘Davíð Oddsson seðlabankastjóri greindi frá því á fimmtudag að bankastjórn Seðla- bankans hefði ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig. Viðskiptabankarnir þrír sigldu í kjölfarið og hækkuðu vexti. ’ Ég er bjartsýnn á að okkurtakist að leysa þetta; það þýðir ekkert annað en að vera bjart- sýnn en auðvitað er þetta engin óskastaða fyrir okkur.‘Geir H. Haarde utanríkisráðherra eftir fund Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarmála landsins á föstudag. ’ Hættið að koma fram viðmúslimaheiminn eins og við séum bjánar, í nafni tjáning- arfrelsisins.‘Amr Moussa , framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, sakaði dönsk stjórnvöld um að hafa í kjölfar skopmyndamálsins komið fram við múslíma líkt og þeir væru bjánar. ’ Við viljum fá sömu laun fyrirsömu vinnu svo einfalt er það.‘Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeild á Hrafnistu í Reykjavík, er ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila fór í sólarhringslangt setuverkfall til að krefjast kjaraleiðréttingar. ’ Reykurinn var biksvartur ogsólin var eins og eldrauður hnöttur. Það var dimmt í dag og ég hef aldrei séð annað eins.‘Unnsteinn Jóhannsson , bóndi í Lax- árholti, um gríðarlega sinubruna á Mýrum í Borgarfirði í liðinni viku. ’ Ég var dolfallinn er ég heyrðilokaútgáfuna.‘ Árni Matthíasson tónlistargagnrýnandi sagði að komið hefði á óvart hversu vel upptökur af fjórtán lögum Stuðmanna frá 1971 hljómuðu. Talið var að upptökurnar væru glataðar, en þær fundust og hefðu komið út á plötu í þessari viku ef ekki hefði verið um að ræða aprílgabb. ’ Hnakkarnir sjá bara svolítiðum sig sjálfir eins og geirfugl- arnir, þeir voru líka of heimskir til að lifa.‘Dóri DNA eða Halldór Halldórsson, einn umsjónarmanna nýs sjónvarpsþáttar, sem nefnist Tívolí. ’ „Ég ætlaði í hugsunarleysi aðfaðma hana – að hætti Banda- ríkjamanna – en þú snertir ekki konungsfjölskylduna. Þegar ég sá að verðirnir stukku til hætti ég við en svo faðmaði hún mig í staðinn, enda í lagi fyrir hana.‘Hestahvíslarinn Monty Roberts um kynni sín af bresku drottningarmóðurinni, sem var mjög svo ánægð með tamingu hans á mertrippi sínu. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.