Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. UNNIÐ er að því að taka upp ákvæði úr reglugerðum Evrópusambandsins um merkingu matvæla, sem innihalda erfðabreyttar lífverur og afurðir þeirra, á Íslandi. „Þessari vinnu er ekki lokið og að svo stöddu ekki hægt að gefa upp nákvæmlega hvenær þetta verður tekið upp í EES-samn- inginn og þá í íslenskan rétt í fram- haldinu en það gæti orðið innan árs,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra. Hún segir að það muni koma í hlut framleiðanda eða innflytjanda að merkja vörur, en ekki stjórnvalda. „Eftir gildistöku þessara reglna hér á landi mega erfðabreytt matvæli frá Bandaríkjunum því aðeins vera á markaði hér að þau séu merkt sem slík,“ segir Sigríður Anna. „Innflytj- endur matvæla frá Bandaríkjunum verða þá annaðhvort að geta sýnt fram á að matvælin séu ekki erfða- breytt eða að þau séu leyfð á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Séu matvæli erfðabreytt og fullnægi reglum verða framleiðendur að sjá til þess að þau séu merkt hvort sem varan kemur frá Bandaríkjunum eða framleiðendum á Evrópska efnahagssvæðinu.“ Engin lög gilda nú um merkingar á erfðabreyttum matvælum og hafa Ís- lendingar að öllum líkindum haft erfðabreytt matvæli á borðum í ára- tug. Jónína Þ. Stefánsdóttir, mat- vælafræðingur og sérfræðingur Um- hverfisstofnunar í erfðabreyttum lífverum, segir að slík matvæli hafi þurft að uppfylla ákvæði matvælalaga og reglugerðir, sem settar hafi verið út frá þeim: „Þau hafa því þurft að uppfylla skilyrði til dæmis um mat- vælaöryggi.“ Merking erfðabreyttra matvæla brátt skylda Hefði mest áhrif á innflutning frá Bandaríkjunum  Eru erfðabreytt | 10–12 RÚM 44% landsmanna telja að fela eigi einkaað- ilum ákveðna þætti í heilbrigðiskerfinu í meira mæli en nú er gert. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem IMG Gallup hefur gert fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir: Telur þú að það ætti að fela einkaaðilum ákveðinn hluta af þjónustu sem heilbrigðiskerfið veitir, meira en gert er núna, minna en gert er núna eða eins og nú er gert? Skv. upplýsingum frá Samtökum verslunar og þjónustu vildu alls 44,2% þeirra sem svöruðu fela einkaaðilum ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar meira en nú er gert, 15,6% sögðu að einkaaðilar ættu að sjá um minna af þessari þjónustu en núna og 40,3% að verkaskiptingin ætti að vera óbreytt áfram. Mismunandi afstaða eftir búsetu „Ekki var merkjanlegur munur á afstöðu karla og kvenna til spurningarinnar, en hins vegar kom fram marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig vildu 40% svarenda í Reykjavík fela einkaaðilum í ríkari mæli en nú er gert ákveðna þjónustuþætti í heilbrigðiskerfinu. Í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur var stuðning- ur við þetta sjónarmið hins vegar enn meiri því þar töldu 53% að fela ætti einkaaðilum ákveðna þjónustuþætti í heilbrigðiskerfinu í meira mæli en nú er gert. Annars staðar á landinu, utan höf- uðborgarsvæðisins, töldu 42% þeirra sem svör- uðu að færa ætti verkefni í heilbrigðiskerfinu í meira mæli en nú er til einkaaðila,“ segir í frétt um niðurstöður könnunarinnar. Könnunin fór fram í gegnum síma dagana 25. janúar til 7. febrúar. Haft var samband við 1.300 manna úrtak sem valið var af handahófi úr þjóð- skrá meðal einstaklinga á aldrinum 16–75 ára. Svarhlutfallið var 61,6%. 44% vilja að einkaaðilar taki fleiri verkefni í heilbrigðiskerfinu DRAGNÓTABÁTURINN Steinunn SH hefur að öllum líkindum sett Íslandsmet dragnótabáta nú í mars en alls landaði báturinn 520 tonnum. Veður hefur verið með versta móti við Breiðafjörð síðasta hálfan mánuð, og þegar þessi mynd var tekin voru 24 metrar á sekúndu, en Þór Kristmundsson lætur það ekki á sig fá enda vanur slíku pusi. Stærsti róður Steinunnar í mars var 45 tonn, en alls fór Steinunn í 23 róðra í mánuðinum. Aflaverð- mætið var yfir 62 milljónir, sem þykir mjög gott. Alls eru 8 menn í áhöfn. Í fyrradag landaði Steinunn 17 tonnum sem fengust í fjórum hölum. „Við tókum daginn bara rólega,“ sagði Brynjar Krist- mundsson skipstjóri, „þetta er orð- ið flott í þessum mánuði, við náð- um því sem við stefndum að, að fá yfir 500 tonn, og það tókst.“ Morgunblaðið/Alfons 520 tonn í 23 róðrum í mars ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að styrkja námsefnissjóði en fagnefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins vinnur nú að endurskoð- un og skipulagn- ingu námsgagna- gerðar. „Við erum að skoða hvernig hægt er að byggja upp sjóði með þeim hætti að hægt sé að efla námsgagnagerð á leik-, grunn- og framhaldsskóla- stigi,“ segir menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Einn hluti er auðvitað endur- skipulagning á núverandi kerfi. Annar hluti er að setja aukið fjár- magn í þessa sjóði,“ segir Þorgerð- ur Katrín. Hún segir að hún muni á grundvelli tillagna nefndarinnar setja fram regluverk, umhverfi og umgjörð um námsgögn, sem verði til þess að hér verði gott námsefni en tekur jafnframt fram að ekki megi skilja þetta sem svo að hér ríki ófremdarástand. Staðan á Ís- landi sé ekki verri en í nágranna- löndum. | 20 Efla náms- gagnagerð og styrkja náms- efnissjóði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir LJÓSIR litir, kynþokki og rómantík eru efniviður fatahönnuðanna í vor og sumar. Snið frá sjöunda áratugn- um ylja mörgum um hjartarætur; geimöldin er byrjuð upp á nýtt. Mitt- ið er í brennidepli sem aldrei fyrr, buxur eru níðþröngar og kjólar með víðu pilsi. Fleiri smáatriði eru rykk- ingar, fellingar, plíseringar, púffermar og síðast en ekki síst slaufur. Þessi útlistun á við kventísk- una. Hjá körlunum eru lykilorðin tengd eyðimerkurfatnaði, ferðalög- um og siglingum. Meðal þess sem er í tísku hjá herrunum eru þröngar, dökkar gallabuxur, áprentaðir bolir, gamaldags strigaskór og flug- mannsgleraugu. | TímaritMorgunblaðið/Kristinn Vor- og sumartískan kynnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.