Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Í Evrópu hefur andstaðan við bæði framleiðslu og neyslu erfðabreyttra matvæla verið sterk. Hér mótmæla franskir neytendur erfðabreyttri ræktun með því að rífa hana upp með rótum.
E
rfðabreytingar í land-
búnaði hefðu frum-
kvöðlum akuryrkju-
byltingarinnar, sem
svo er jafnan kölluð og
er talin hafa átt sér
stað fyrir um fimm
þúsund árum, áreiðanlega þótt jafn-
framandi og áðurnefnd akuryrkju-
bylting er okkur. Hugtakið frum-
kvöðull var sennilega ekki til í
menningu þeirra og því jafnvel
ankannalegt að nota það í þessu sam-
bandi, en við erum hins vegar vön að
nota það án umhugsunar á jákvæðan
hátt um flesta þá sem virðast vera
fara áður ókannaðar eða ótroðnar
slóðir, líkt og orðið nýsköpun.
Akuryrkjubyltingin breytti samt
svo sannarlega veraldarsögunni og
skapaði raunar nýja því svo djúp-
stæð áhrif hafði hún víst á sam-
félagsgerð, lifnaðarhætti og menn-
ingu forfeðra okkar. Mildara
veðurfar og frjósamari jarðvegur
voru meðal þess sem gerðu veiði-
mönnum og söfnurum mögulegt að
setjast að á einum stað, yrkja jörðina
og halda húsdýr. Landbúnaður
breytti ekki aðeins ásýnd jarðar,
hann varð sá atvinnuvegur sem sam-
félög byggðust á. Síðan þá hefur
mikið vatn runnið til sjávar og þrátt
fyrir allar tækninýjungarnar og
gerviþarfirnar þá er a.m.k. eitt sem
ekkert hefur breyst í árþúsundir –
grunnþörf mannsins fyrir fæðu.
Hins vegar eru sífellt færri sam-
félög, einkum í hinum vestræna
heimi, sem beinlínis byggjast á hefð-
bundnum landbúnaði. Að sama skapi
hafa framleiðsluaðferðir í landbún-
aði þróast og er þá oft miðað við hag-
kvæmni og gæði, en erfðabreytingar
eru hins vegar nýmæli sem eiga sér
aðeins um tíu ára sögu.
Mannkynssagan er stútfull af
spurningum mannsins um furður
náttúrunnar; eins og hver sé miðja
alheimsins og hvaða afl það sé sem
togar epli niður af trjágrein og upp-
götvunum hans sem leitt hafa til
margra hagnýtra lausna. Kóperník-
us og Newton skráðu nöfn sín svo
sannarlega á spjöld sögunnar og það
gerðu bandarísku erfðafræðingarnir
Herbert Boyer og Stanley Cohen
líka snemma á áttunda áratugnum er
þeir lýstu í fyrsta sinn ferjun gena á
milli fjarskyldra tegunda en þá tókst
þeim að ferja gen úr froski yfir í
bakteríuna Escherichia coli. Aðferð-
ir þeirra fóru eins og eldur í sinu um
rannsóknarstofur heimsins og á
skömmum tíma urðu til þróaðri,
betri og öflugri aðferðir til þess að
rannsaka sjálft erfðaefni lífvera en
áður hafði þekkst. Það eru þessar
nýju aðferðir sem einu nafni eru
nefndar erfða- eða líftækni.
Erfðamengi lífvera breytt
Hver lífvera hefur þúsundir gena,
en gen eru starfseiningar erfðaefn-
isins. Með því að flytja gen í lífverur
með þessum hætti, gen sem á að gefa
lífverum eiginleika sem þær geta
ekki öðlast eftir náttúrulegum leið-
um eða kynbótum, er erfðamengi
þeirra breytt. Þarna er því um að
ræða lífverur sem ekki hefðu getað
orðið til nema fyrir tilstilli erfða-
tækninnar. Þær fjölga sér hins vegar
eins og aðrar lífverur og skila nýjum
eiginleikum til nýrra kynslóða.
Erfðatækni byggist á erfðavísind-
um sem eru í mikilli þróun og það er
langt í frá að vísindamenn hafi öðlast
fullnægjandi þekkingu á viðfangs-
efni greinarinnar, enda nær það sem
slíkt ekki nema rúma þrjá áratugi
aftur í tímann. Sama má segja um
genin, einn meginþátt erfðavísind-
anna. Það er því enn margt á huldu
t.d. er varðar hegðun gena, hvernig
virkni þeirra er háð öðrum genum
eða genafjölskyldum í lífveru. Þá er
óljóst hvernig virkni gena tengist
efnafræðilegu ástandi í lífverunni og
vistfræðilegu umhverfi hennar.
Þetta eru rök sem gagnrýnendur
erfðatækninnar telja mjög veigamik-
il. Ennfremur segja þeir að áhættan
af sleppingu erfðabreyttra lífvera út
í umhverfið sé vanmetin og að óháð-
ar rannsóknir skorti á áhrifum
þeirra í ljósi framkominna vísbend-
inga.
Þeir sem eru meðmæltir benda
hins vegar á að erfðatæknin geri
manninum kleift að bæta við eða
breyta ákveðnum eiginleika lífvera,
oftast plantna, sem stýrist af þekktu
geni eða genum, til hagsbóta. Slíkt
geti í sumum tilvikum dregið úr
notkun eiturefna í landbúnaði,
minnkað ýmsa óæskilega þætti í
matvælunum og aukið framleiðsluna
sjálfa.
Sem dæmi um notkun erfða-
breyttra lífvera má nefna að örver-
um og plöntum hefur verið erfða-
breytt í þeim tilgangi að hreinsa upp
spilliefni, þungmálma og aðra meng-
un úr jarðvegi. Þá hefur hrísgrjónum
verið erfðabreytt til þess að bæta í
þau bætiefnum eins og A-vítamínum.
Dýrum hefur líka verið erfðabreytt
eins og t.d. fiskum, og þá til þess að
auka vaxtarhraða þeirra eða auka
kuldaþol. Dýrafóður inniheldur enn-
fremur oft erfðabreyttar lífverur eða
afurðir.
Engin eftirspurn og
margvísleg óvissa
Saga erfðatækninnar er ekki löng
og þótt hún kunni að leysa einn
vanda kann hún að búa til annan.
Vísindamenn jafnt sem aðrir hafa
bent á að margvísleg óvissa fylgir
Vefsíða Umhverfisstofnunar:
www.ust.is/Erfdabreyttarlifverur/
Kynningarátak um erfðabreyttar
lífverur og afurðir þeirra:
www.erfdabreytt.net
Greinar úr tímaritinu New Scient-
ist:www.newscientist.com/
channel/life/gm-food
Vefsíða sjálfstæðra vísindablaða-
manna um erfðabreyttar lífverur
og matvæli, styrkt af Evrópu-
bandalaginu. www.gmo-comp-
ass.org/eng/home/
Skýrsla Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) um
erfðabreytt matvæli http://
www.who.int/foodsafety/biotech/
who_study/en/
Eru erfðabreytt matvæli
bylting eða bölvun?
Nú eru um tíu ár síðan fyrstu erfðabreyttu matvælin
komu á markað. Heitið gefur greinilega til kynna að
maðurinn hefur með tæknivæðingunni á einhvern
hátt gripið inn í það sem hingað til hefur verið álitin
náttúruleg framleiðsla fæðutegunda. En hverju er
nákvæmlega verið að breyta, hver er hugsanlegur
ábati og hvar liggja mögulegar hættur? Unnur H.
Jóhannsdóttir kannaði málið á þessum tímamótum.
Hér er erfðabreytt bygg að
taka á sig mynd í tilraunastof-
unni og að verða tilbúið til þess
að planta í mold.
Fræðsluefni um erfðabreyttar
lífverur og matvæli