Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAMAS GEFUR EFTIR Ríkisstjórn Hamas-hreyfing- arinnar í Palestínu skipaði í gær ör- yggissveitum sínum á Gaza að draga sig í hlé en oft hefur komið til átaka milli þeirra og hinna eiginlegu ör- yggissveita, sem heyra undir Mahmoud Abbas, forseta landsins. Deginum áður hafði Abbas hótað að skjóta undir dóm þjóðarinnar til- lögum um þjóðstjórn og um stofnun palestínsks ríkis ef fylkingarnar tvær, Hamas og Fatah, kæmu sér ekki saman. Björgólfsfeðgar kaupa Félög í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar keyptu í gær um- talsverða hluti í nokkrum félögum á hlutabréfamarkaðnum. Námu við- skipti þeirra um 14–15 milljörðum króna. Kosningar í dag 16.501 nýr kjósandi fær nú að kjósa í sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í dag, en alls er kosið um 529 sveitarstjórnarsæti. Rúm- lega 216 þúsund einstaklingar eru á kjörskrá, en af þeim hafa 4.468 er- lendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi kosningarétt. Kjör- staðir verða opnaðir klukkan níu en lokað upp úr kl. 22. Alls eru 79 sveit- arfélög í landinu og eru boðnir fram listar í sextíu þeirra. Viðurkenna mistök Þeir George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, viðurkenndu á fréttamannafundi í fyrrakvöld, að mistök hefðu átt sér stað í Írak en lögðu áherslu á, að umheimurinn yrði að styðja við bakið á nýrri rík- isstjórn í landinu. Vöktu ummælin athygli en Bush nefndi sérstaklega Abu Ghraib-hneykslið er upp komst, að bandarískir hermenn höfðu mis- þyrmt og niðurlægt íraska fanga. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 50/51 Fréttaskýring 8 Kirkjustarf 62/63 Úr verinu 16 Minningar 64/70 Viðskipti 18 Myndasögur 76 Erlent 20/21 Dagbók 76/79 Minn staður 22 Víkverji 76 Akureyri 24 Velvakandi 77 Árborg 26 Staður og stund 78 Daglegt líf 28/34 Leikhús 80 Menning 36/37 Bíó 82/85 Umræðan 34/36 Ljósvakamiðlar 86 Menning 40/62 Staksteinar 87 Forystugrein 44 Veður 87 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %         &         '() * +,,,                           Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo fljótvirkt, bólgueyðandi verkjalyf MIKIÐ sandfok hefur verið víða á Suðurlandi undanfarna daga, einkum í Eldhrauni á Síðu þar sem mikill jök- ulaur liggur yfir svæðinu og á svoköll- uðu Hagavatnssvæði í Árnessýslu. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að sandfok sé ekki óalgengt í maí þegar þurrt sé í veðri, en ástandið síðustu daga sé búið að vera sérstak- lega slæmt. „Síðari hluti maímánaðar er búinn að vera gróðri ansi erfiður, eins og oft vill verða hér á Suðurlandi. Það koma oft þurrir norðaustan-vindstrengir sem standa dögum saman. Þessi svæði, sem eru gróðurlítil, hafa afskaplega litla vörn við þessar aðstæður. Oft á tíðum er þá snjóleysi, jarðvegurinn hefur frosið og þiðnað á víxl og síðan hefur hann molnað í frostþenslum. Viðkvæmur jarðvegur er þá berskjaldaður gegn áhrifum sterkra, þurra vinda.“ Sveinn sagði að ástandið væri búið að vera mjög slæmt í Eldhrauni á Síðu í Skaftár- hreppi og reyndar víða út frá Skaftá á afréttum Skaftfelllinga. Ekki eru margar vikur síðan hlaup kom í Skaftá og Sveinn sagði að í hlaupinu hefði komið óvenjulega mik- ið af fíngerðum sandi, en minna af jökulleðju. „Undanfarna daga hefur verið mikið sandfok í Eldhrauninu. Þarna er ein stórfenglegsta náttúru- perla landsins, þ.e. hið mosavaxna Eldhraun sem víða er nú orðið sandi orpið. Þar hefur verið veitt jökulvatni yfir mosavaxin svæði sem nú eru orðin lítt gróin og, undir áhrifum af þessum jökulaur, spanna hundruð hektara.“ Sveinn sagði að Rangárvellirnir hefðu hins vegar sloppið mun betur. Ástæðan væri fyrst og fremst sú að þar væri búið að vinna mikið upp- græðslu- og landgræðslustarf á liðn- um áratugum. Mikið sandfok hefði verið með ströndinni, eins og á Land- eyjasöndum, en sá sandur hefði fokið á haf út og ekki valdið vandræðum á gróðurlendum. Sveinn sagði að það hefði hins veg- ar verið talsvert mikið sandfok á heið- um í vestanverðri Árnessýslu, á svo- kölluðu Hagavatnssvæði suður og suðvestur af Hagavatni við Langjök- ul. „Þaðan kom gríðarlegt sandmagn um daginn og blés yfir byggðirnar. Þetta er svæði sem við ætlum að horfa til í sumar og á næstu árum. Landsnet leggur m.a. fram fjármuni til upphafsaðgerða. Við viljum reyna að stöðva helstu uppsprettur sand- foksins á þessum slóðum.“ Sveinn sagði að að þetta veður sýndi vel þann árangur sem búið væri að ná í landgræðslu á Suðurlandi á undanförnum áratugum, sérstaklega á Rangárvöllum á mörkum afrétta og byggða og einnig á Haukadalsheiði þar sem mikið væri búið að vinna í að hefta sandfok. „Ég man 40 – 50 ár aft- ur í tímann og fullyrði að ef svona veð- ur hefði komið hér á Rangárvöllum upp úr 1960 hefði dimmt að degi, þannig að menn hefðu þurft að notast við ljós innan dyra. Mökkurinn hefði oft verið verið slíkur, sérstaklega í maí.“ Mikið sandfok á Suðurlandi Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Morgunblaðið/Jón Ragnar „Ef svona veður hefði komið upp úr 1960 hefði dimmt að degi,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss við Vesturgötu í Reykja- vík í gærmorgun. Fimm voru hins vegar fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en í öllum tilfellum var um minniháttar eitrun að ræða. Mikl- ar skemmdir urðu á íbúðinni vegna elds og reyks. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynn- ing um eldinn um klukkan 5.30 í gærmorgun. Lög- regluþjónar voru fyrstir á staðinn en þá voru íbúar íbúðarinnar, tvær eldri konur, þegar komnir út. Lögregluþjónarnir fóru þá inn á gang fjölbýlis- hússins og tóku til við að reyna að vekja íbúa húss- ins. Urðu þeir frá að hverfa þar sem reykurinn var orðinn mjög þéttur. Árni Ómar Árnason, aðstoð- arvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir mikla mildi að konurnar í íbúðinni hafi kom- ist út úr eldhafinu af sjálfsdáðum, en mikill hiti var í húsinu og reykur. Íbúðir á efstu hæðunum stóðu auðar en þrír þurftu að rýma íbúðir sínar. Voru fimm manns fluttir á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi vegna gruns um reyk- eitrun í kjölfarið, þar af tveir lögregluþjónar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var að mestu staðbundinn við stofu íbúðarinnar. Eldsupptök ekki kunn Ásgeir Halldórsson hefur að undanförnu dvalið hjá móður sinni, Ragnhildi Árnadóttur, í íbúðinni sem brann, en hann er búsettur erlendis. Hann var staddur úti á landi þegar ósköpin dundu yfir en var nýbúinn að kanna aðstæður eftir eldsvoð- ann þegar Morgunblaðið náði af honum tali. Ás- geir segir aðkomuna hafa verið afar ljóta. „Íbúðin er nánast í rúst og það sem ekki brann lyktar af reyk. Það er því óhætt að segja að tjónið sé verulegt,“ segir Ásgeir sem þakkar fyrir að engan skyldi saka í eldsvoðanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík liggja eldsupptök ekki fyrir en rann- sókn málsins heldur áfram. Aðspurður hvort möguleiki sé á að kveikt hafi verið í íbúðinni segir Ásgeir að ekkert í þeim efnum sé útilokað. Íbúðin sé á jarðhæð og aðgengi að henni því auðvelt. Mildi að konurnar komust út úr eldhafinu af sjálfsdáðum Morgunblaðið/RAX Ásgeir Halldórsson hefur undanfarið dvalið hjá móður sinni í íbúðinni sem brann. Hann er bú- settur erlendis en er í stuttri heimsókn hérlendis. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG OPNAÐI augun, vaknaði við hit- ann á andlitinu og sá þá gardínurnar og vegginn logandi,“ segir Ragnhildur Árnadóttir, sem býr í íbúðinni á Vest- urgötu sem brann í gærmorgun. Það fyrsta sem kom upp í huga henn- ar var að hlaupa fram á gang og ná í slökkvitæki en hitinn var svo yfirþyrm- andi að hún varð frá að hverfa. „Ég lét mér detta í hug að reyna að minnka eitthvað eldhafið og um leið kom systir mín, sem býr við hliðina á mér, fram. Ég bað hana að hringja á slökkviliðið og reyndi að byrja að slökkva en varð að hörfa,“ segir Ragnhildur sem komst út úr húsi ásamt systur sinni og sluppu þær með minniháttar reykeitrun. „Þetta var dálítið ónotalegt, að vakna við svona, ég get ekki neitað því.“ Ragnhildur segir lögreglu og slökkvilið hafa komið ótrúlega fljótt á staðinn og því er að þakka að ekki fór verr. Hún segist jafnframt afar þakklát fyrir viðbrögð fjölskyldu og vina. „Sem betur fer á maður góða að sem tóku vel á móti mér og vilja allt gera fyrir mann.“ Vaknaði við hitann á andlitinu „Þetta var dálítið ónotalegt, að vakna við svona,“ sagði Ragn- hildur Árnadóttir í gær. Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.