Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKOÐANAKANNANIR um fylgi stjórnmálaflokka í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hafa verið gerðar reglulega hér á landi í aldarfjórðung. Þótt ýmsir hafi í byrjun verið tortryggnir um gildi skoðanakannana, og sumir eru það sjálfsagt enn, hefur fyrirbærið fyrir löngu hlotið viðeigandi sess í þjóðfélaginu. Þessar gervikosningar blása lífi í fjölmiðla og auka spennuna í tilverunni. Íslendingar hafa auð- vitað verið pólitískir allt frá landnámsöld. Á Sturlungaöld fór þetta dálítið úr böndunum hjá landsfeðrunum, en nú í dag er þetta allt meira og minna löglegt líkt og hjá öðrum siðuðum þjóðum. Við skulum segja að svo sé. Sveitarstjórnarkosningar á Ís- landi eru reyndar að mörgu leyti ólíkar því sem gerist víða erlendis, þar sem bæjarstjórar og borg- arstjórar eru kosnir í sérstökum kosningum. Hjá okkur hefur sú meginregla gilt að fyrsti maður á framboðslista sé hinn eiginlegi oddviti framboðsins og jafnframt sveitarstjóraefni. Á þessu hafa ver- ið undantekningar og nægir þar að benda á framboð R-listans í Reykjavík þar sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir skipaði bar- áttusætið í tvennum kosningum. Sama á einnig við í kosningunum á laugardaginn þar sem Erla Frið- riksdóttir bæjarstjóri í Stykk- ishólmi skipar baráttusæti Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er í annað skiptið sem vinstri flokkarnir í Hólminum bjóða fram sameig- inlega til að freista þess að ná völdum og hefur listi félagshyggju- fólks stillt upp sínu bæjarstjóra- efni, sem er Jóhannes Finnur Hall- dórsson en hann skipar ekki sæti á listanum heldur er hann kallaður til starfa ef framboðinu tekst að fella meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins. Mér er ekki kunnugt um ann- að bæjarfélag þar sem svipað er ástatt í þessum kosningum, þar sem tvær fylkingar heyja kosn- ingabaráttu, hvor með sitt bæj- arstjóraefni. En þá ætla ég að víkja að borg- arstjórnarkosning- unum í Reykjavík. Þær eru hápólitískar á svipaðan hátt og kosn- ingar til alþingis. Þannig hefur það allt- af verið. Ef niðurstöður skoðanakannana síð- asta aldarfjórðung eru bornar saman við kosningarnar sjálfar kemur margt fróðlegt í ljós. Margt bendir til þess að allstór hópur frjálslyndra miðju- kjósenda kjósi annan flokk til borgarstjórnar en til alþingis. Þessi tilhneiging virðist enn til staðar. Þá bendir einnig ýmislegt til þess að allstór hópur kjósenda, sérstaklega meðal karla, telji æski- legt að stjórn borgarinnar virki sem pólitískur bakhjarl gagnvart ríkisstjórninni hverju sinni. En auk þess má sjá mörg merki þess að kjósendur séu farnir að „spila frí- hendis,“ hættir að fylgja flokkslín- unni og farnir að hugsa sjálfstætt. Tilkoma R-listans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar fyrir tveim kjörtímabilum var meginforsendan fyrir falli Sjálfstæðisflokksins og sigri vinstri flokkanna í borginni. Nú er staðan í íslenskri pólitík ger- breytt. Ingibjörg Sólrún er komin á þing og orðin formaður Samfylk- ingarinnar og Davíð Oddsson horf- inn á braut sem forystumaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta tvennt tel ég að muni ráða miklu meira um þróun íslenskra stjórnmála á næstu árum en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Ég held að ýms- ir sjái fyrir sér nýja vinstristjórn. Skoðanakannanir undanfarið benda til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn nái meirihlutanum í borginni. Eftir að Ingibjörg Sólrún sneri sér aftur að landsmálunum og gerðist foringi Samfylkingarinnar rofnaði samstarfsgrundvöllur R-listans svo sem kunnugt er. Staða Sjálfstæð- isflokksins í borginni hlýtur því að teljast vænleg. Þótt Samfylkingin sé ótvírætt sterkasta mótvægi Sjálfstæðisflokksins þá fylgir sá annmarki að borgarstjóraefni Sam- fylkingarinnar er ekki jafnframt borgarstjóraefni Vinstri grænna og ekki Framsóknarflokksins og því síður borgarstjóraefni Frjáls- lyndra. Það má því mikið gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn endurheimtir ekki stjórnartaumana í borginni. Hins vegar er rétt að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur yf- irleitt komið betur út í skoð- anakönnunum en í sjálfum kosn- ingunum. Sterkasta tromp Sjálfstæðisflokksins í borginni er því tvímælalaust það, að R- listanum tókst ekki að ná sam- stöðu. Kannski hefði það ekki held- ur dugað. Að lokum ætla ég að víkja örfá- um orðum að Framsóknarflokkn- um. Flokkurinn hefur nær und- antekningalaust komið illa út í skoðanakönnunum en oft bætt sig verulega í kosningum sjálfum. Framsóknarflokkurinn er gamall dreifbýlisflokkur, sem á nokkuð traustan flokkskjarna á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður skoðanakannana undanfarið benda til þess að flokkurinn nái ekki inn manni í Reykjavík. Undir venjuleg- um kringumstæðum hafa slíkar niðurstöður frekar neikvæð áhrif á fylgi stjórnmálaflokka. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að Fram- sóknarfylgið í borginni muni vakna til lífsins á kosningadag. Og það kæmi mér ekkert á óvart þótt þeir höluðu inn manni. En í pólitík get- ur allt gerst. Kannski ættum við að kjósa sveitarstjóra sérstaklega Bragi Jósepsson fjallar um skoðanakannanir og kosning- arnar á laugardaginn ’Þessar gervikosningarblása lífi í fjölmiðla og auka spennuna í tilver- unni.‘ Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor, bragijos@hotmail.com. FRAMBJÓÐENDUR Sam- fylkingarinnar í Reykjavík eru augljóslega örvæntingarfullir vegna slæmrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Nú skal öllu til tjaldað. Eitt örþrifaráða þeirra er að halda því fram í auglýsingum og greinaskrifum að samþykktir SUS – Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi þeirra í Stykkishólmi sl. haust séu stefna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísa þeir í sam- þykktir SUS um einkarekstur leikskóla og afnám opinberra styrkja til menningarmála. Af þessu tilefni skal eftirfar- andi tekið fram: Sjálfstæð- isflokkurinn í Reykjavík hefur sett fram ítarlega stefnu um leikskóla borgarinnar og menn- ingarstarf, sem lesa má um á vefslóðinni www.betriborg.is Heimdallur hefur mótað eigin stefnu um málefni sem snúa að ungu fólki í borginni og má lesa um þau á heimasíðu okkar www.D.is Sú stefna er ekki mót- uð af SUS, enda SUS ekki í framboði í Reykjavík. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Heimdallar, sem yngri frambjóðendur flokksins tóku þátt í að móta og standa heils hugar á bak við, kemur ma. fram að einkareknir leikskólar skulu njóta sömu opinberra framlaga og þeir sem borgin rekur. Ennfremur er þar fjöl- breytt menningarstefna m.a. um það að frítt skuli vera í söfn borgarinnar, að stutt skuli við sjálfstæða menningarstarfsemi og listhópa í borginni. Hvergi er minnst á það að leggja niður alla opinbera styrki borgarinnar til menningar- starfsemi eða að einkavæða leik- skóla. Það er sorglegt að Sam- fylkingarfólk skuli velja að ástunda blekkingarstarf sem þetta. Flokkur sem vill vera stór og láta taka sig alvarlega, ætti ekki að ástunda slíkt. Bolli Thoroddsen Örvænting fram- bjóðenda Sam- fylkingarinnar Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til borg- arstjórnar Reykjavíkur og er formaður Heimdallar. SAMKVÆMT upplýsingum Rauða krossins er ég fátækur mað- ur, ég er jú einstæður faðir og geðfatlaður öryrki. Ég er reyndar svo heppinn að geta unnið á góðum vinnu- stað og þó svo að um- ræðan undanfarna daga segi mér að ég, ásamt fleirum sé á mun lægri launum en „aðrir“ nýt ég þess að vinna mína vinnu og ég nýt þess að vera til. Þar sem ég bý við þokkalegt öryggi, á fyrir salti í grautinn, og sykri af og til, hef þak yfir höfuðið og efni á að borga flesta mína reikninga, vil ég ekki meina að ég sé fátækur maður. En ég veit að það eru allt of margir í okkar þjóð- félagi sem búa við mikla fátækt og líka að það eru mjög margir sem búa við mikið ríkidæmi. Það eru ekki mörg ár síðan ég bjó ekki við þetta öryggi og ég var fátækur maður. En einfaldar og ódýrar lausnir eins og Guðrún Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi, bendir á í grein sinni í Morgunblaðinu mánudaginn 22. maí sl. hafa hjálp- að mér varðandi færni og sjálfs- bjargargetu. Mínar einföldu lausnir felast ekki í tækjum og tólum heldur í fé- lagslegu neti eins og fjölskyldu, vinum, kunningjum, skólafélögum og síðast en ekki síst fólkinu sem ég umgengst í minni vinnu, hvort sem það eru skjólstæðingar spít- alans eða mínir vinnufélagar og á hverjum degi heyri ég 8 ára dóttur mína segja „pabbi, ég elska þig, mér þykir vænt um og þú ert besti pabbi í heimi“. Það má segja að ég hafi notið þeirrar liðveislu sem íslenskt vel- ferðarkerfi tímir ekki að borga fyr- ir í dag en samt skipti það og skiptir sköpum fyrir mig og hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er staddur í dag og mun örugg- lega skipta sköpum fyrir aðra. Þrátt fyrir þunnt veski og tóman bauk mun ég aldrei kyngja því að ég sé fátækur maður, ég er ríkur í mínu hjarta. En fátæktin er því miður til stað- ar í íslensku þjóðfélagi og mun- urinn á þeim fátæku og þeim ríku er allt of mikill. Þeir fátæku berjast fyrir því sem þeir þurfa, berj- ast fyrir rétti sínum. Þeir ríku þurfa ekki einu sinni berjast fyrir því, þeir fá meira en þeir þurfa. Að lokum langar mig til að benda á að í inngangi ársskýrslu Landlæknisembætt- isins fyrir árið 2005 er haft eftir Sigurði Guð- mundssyni landlækni: „Innlagnir sjúkra á sjúkraganga hafa verið eilífðarvandamál á stærstu sjúkrahús- unum í Reykjavík og má rekja þær marga áratugi aftur í tímann. Við liggur að íslenskir heilbrigðisstarfsmenn taki þeim orðið sem náttúrulögmáli.“ Miðað við hvernig ástandið er í dag myndi ég frekar líkja þessu við nátt- úruhamfarir og í ljósi þess að við höfum tek- ið höndum saman þeg- ar náttúruhamfarir hafa átt sér stað bæði hér á landi sem og erlendis og mótmælendur láta vel í sér heyra þegar þeir sjá fram á að hamfarir muni eiga sér stað af völdum virkjanafram- kvæmda, þá hljótum við að geta tekið höndum saman í dag. Eigum við ekki að bera meiri virðingu og væntumþykju fyrir þeim manneskjum sem liggja á göngum sjúkrahúsanna, bera virð- ingu fyrir þeim og þeirra fjöl- skyldum, sýna þeim stuðning? Vilji er allt sem þarf var einhvern tímann sagt. Ég veit að vilji fólksins er fyrir hendi. En það þarf líka vald til að framkvæma. Nú þegar komið er að kosn- ingum má ég til með að benda frambjóðendum á leið til að tryggja sér atkvæði. Leggið fram loforð, með markmiðslýsingum, um betra velferðarkerfi, sverjið þess eið að þið munið standa við það og ófá at- kvæði ykkur til stuðnings munu koma í kjörkassann. Einfaldar og ódýr- ar lausnir tryggja fátækum meiri auð Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um fátækt og meiri auð ’En fátæktin er því miður til staðar í íslensku þjóðfélagi og munurinn á þeim fátæku og þeim ríku er allt of mikill.‘ Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur er fulltrúi notenda á geðsviði LSH. Kristinn Pétursson: „Endurvinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Kosningar 2006 www.mbl.is/kosningar Árni Davíðsson: „Vilja kjósendur áfram spillingu í stjórn Kópavogs- bæjar?“ Sigvarður Halldóruson: „For- varnarmál í Árborg“ Bragi Ingiberg Ólafsson: „Reykjavíkurflugvöll- ur“ Sigurlaug G. Ingólfsdóttir: „Til hvers pólitík og stjórnmála- flokka?“ Lilja Ragnarsdóttir: „Réttsýni í fyrirrúmi“ Guðjón E. Jónsson: „Eldri borg- arar“ Halldór Þormar: „Dagur Vonar, Dagur Sigurs“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Ég kýs Samfylkinguna í Kópa- vogi!“ Ragnar Sigurðsson: „Akureyri áfram í öndvegi“ Haukur Ásgeirsson: „Fylkjum liði um Kristján Þór“ Friðrik Ingi Óskarsson: „Hug- renningar um borgarstjórnarmál“ Stefán Þórsson: „Samstæðis- flokkurinn“ Magnús Helgi Björgvinsson: „Að meðaltali flytja um 10% íbúa frá Kópavogi á hverju ári“ Gunnar Einarsson „Traust fjár- málastjórn – staðreyndir um miðbæ Garðabæjar“ Einar Kristján Jónsson „Höldum áfram“ Vignir Bjarnason: „Grafarvogur- inn“ Guðmundur Örn Jónsson: „Lóð- irnar í Kópavogi“ Toshiki Toma: „Vinir okkar frá út- löndum, tökum þátt í kosningun- um“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.