Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMHLIÐA sveitarstjórnarkosningum sem fram
fara í dag, laugardag, verða gerðar skoðanakann-
anir um nýtt nafn á eftirtalin nýsameinuð sveit-
arfélög:
– Sameinað sveitarfélag Skilmannahrepps, Hval-
fjarðarstrandarhrepps, Innri-Akraneshrepps og
Leirár- og Melahrepps þar sem kjósendum gefst
kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna: Hafnar-
byggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit eða Hvalfjarð-
arbyggð og Hvalfjarðarsveit.
– Sameinað sveitarfélag Borgarbyggðar, Borgar-
fjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeins-
staðahrepps þar sem hægt verður að velja um
nöfnin: Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýrarbyggð
eða Sveitarfélagið Borgarfjörður.
– Sameinað sveitarfélag Broddaneshrepps og
Hólmavíkurhrepps. Nöfn: Strandahreppur,
Strandabyggð eða Sveitarfélagið Strandir.
– Sameinað sveitarfélag Siglufjarðarkaupstaðar
og Ólafsfjarðarbæjar sem gæti fengið nöfnin:
Fjallabyggð, Hnjúkabyggð, Tröllaskagabyggð
eða Ægisbyggð
– Sameinað sveitarfélag Húsavíkurbæjar, Keldu-
neshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar-
hrepps. Nöfn: Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð og
Norðurþing
– Sameinað sveitarfélag Þórshafnarhrepps og
Skeggjastaðahrepps. Nöfn: Gunnólfsbyggð, Hafn-
arbyggð, Langanesbyggð og Langaneshreppur.
– Sameinað sveitarfélag Gaulverjabæjarhrepps,
Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepps.
Nöfn: Flóabyggð, Flóahreppur, Flóamanna-
hreppur og Flóasveit
Viðhorf til sameiningar
skoðuð í einu sveitarfélagi
Sveitarstjórn ákveður síðan nafn viðkomandi
sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar.
Auk þessa verður framkvæmd skoðanakönnun
í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi í Eyjafirði, til
að kanna vilja íbúanna til sameiningar sveitarfé-
laganna.
Kosið um nöfn á sjö stöðum
KOSNINGAVAKA verður á NFS/Stöð 2 og í
Ríkissjóvarpinu í kvöld. Á sama tíma verður sér-
stök kosningaumfjöllun í Ríkisútvarpsinu og á
Bylgjunni. Einnig verða m.a. birtar tölur og við-
brögð við þeim á mbl.is, ruv.is, textavarpinu og á
visi.is.
Formenn stjórnmálaflokkanna á þingi mætast í
sjónvarpssal hjá NFS og Stöð 2 kl. 23 í kvöld, að
sögn Þórs Jónssonar, varafréttastjóra NFS og
annars umsjónarmanns kosningavökunnar. For-
menn flokkanna verða síðan í Sjónvarpinu á mið-
nætti að sögn Páls Benediktssonar, umsjón-
armanns kosningasjónvarps RÚV. Oddvitar
framboðanna í Reykjavík mæta í kosninga-
sjónvarp RÚV kl. 23.30 en kl. 24 hjá NFS/Stöð 2.
NFS hefur kosningasjónvarp sitt kl. 10 fyrir
hádegi í dag, að sögn Þóris Guðmundssonar, vara-
fréttastjóra NFS. Samfelld umfjöllun verður um
kosningarnar í beinni útsendingu fram til kl. 20
annað kvöld, eða í samtals 34 tíma. Samtengd
kosningavaka NFS og Stöðvar 2 hefst kl. 19.10 í
kvöld. Kosningasjónvarp RÚV hefst kl. 22 í kvöld.
Morgunblaðið/Kristinn
Oddvitar framboðanna í Reykjavík mæta í kosningasjónvarp RÚV kl. 23.30
í kvöld, en bæði hljóðvarp og sjónvarp RÚV verða með kosningavöku.
Morgunblaðið/Kristinn
NFS hefur kosningasjónvarp sitt kl. 10 fyrir hádegi í dag, og verður sam-
felld kosningaumfjöllun til kl. 20 annað kvöld, eða í samtals 34 tíma.
Kosningavökur ljósvakans
MENNTASKÓLINN í Reykjavík
útskrifaði í gær 182 stúdenta. Í ár er
skólinn 160 ára gamall og á að auki
950 ára samfellda skólasögu frá því
Skálholtsskóli var stofnaður árið
1056.
16 voru brautskráðir úr forn-
máladeild, 29 úr nýmáladeild, 44 úr
eðlisfræðideild og 93 úr nátt-
úrufræðideild. Dúx árgangsins er
Einar Búi Magnússon, 6.X, með ein-
kunnina 9,54 og semidúx Agnes
Björg Gunnarsdóttir, 6.M, með
ágætiseinkunn 9,47. Elstu afmæl-
isstúdentarnir fengu stúdentsprófið
fyrir 75 árum en fyrir þeirra hönd
flutti hátíðarræðu herra Sigurbjörn
Einarsson fyrrum biskup Íslands.
Í ræðu sinni gerði Yngvi Pét-
ursson rektor að umtalsefni um-
ræðuna um styttingu náms til stúd-
entsprófs. „Er óhætt að fullyrða að í
Menntaskólanum í Reykjavík er
mikil andstaða við þessar hug-
myndir eins og þær eru kynntar í
skýrslunni „Breytt námsskipan til
stúdentsprófs“, sem kom út á vegum
menntamálaráðuneytis fyrir tveim-
ur árum,“ sagði Yngvi.
„Ég óttast að þessar hugmyndir
leiði til mikillar miðstýringar í skóla-
kerfinu með því að steypa flesta
skóla í svipað mót og afmá þar með
sérkenni þeirra … Ég hef sérstakar
áhyggjur af því hvað verði um þá
sérhæfingu náms, sem hefur þróast í
hinum ýmsu framhaldsskólum, eins
og er t.d. í Menntaskólanum í
Reykjavík. Ég tel að undirbúningur
nemenda undir háskólanám verði
verri nái tillögurnar fram að ganga.“
Þá sagðist rektor fagna þeirri yf-
irlýsingu Kristínar Ingólfsdóttur,
rektors Háskóla Íslands, að skólinn
stefni að því að komast í hóp 100
bestu háskóla í heimi. „Forsenda
fyrir því takmarki hlýtur að vera að
innritaðir nemendur komi með góð-
an undirbúning úr framhaldsskóla
til háskólanáms … Ennþá fáum við
að útskrifa menntaða stúdenta, sem
eru fullfærir um að standast kröfur
bestu háskólanna. Enn fáum við
fjögur ár til þess að mennta og
þroska okkar góða efnivið, samhliða
því sem sumrin veita unga fólkinu
starfsreynslu og innsýn í atvinnulífið
og þjóðfélagið. Reynslu, sem erf-
iðara er að öðlast síðar á ævinni,
þegar hver og einn hefur markað sér
sína braut. En slíkt virðist því miður
ekki verða í boði miklu lengur,“ seg-
ir rektor Menntaskólans í Reykja-
vík.
182 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Reykjavík
„Enn fáum við fjögur ár til
þess að mennta og þroska“
Morgunblaðið/Eyþór
Knárra nema flokkur úr útskriftarárgangi MR 2006 og sannarlega var ástæða til að gleðjast á þessum tímamótum.
GETA íslenska hagkerfisins til
þess að ná mjúkri lendingu hef-
ur aukist vegna víðtækra
skipulagsbreytinga undanfarin
15 ár, hagkerfið er sveigjanlegt
og innviðir þess traustir. Þetta
kom fram í máli Árna M. Mat-
hiesen fjármálaráðherra á ár-
legum ráð-
herrafundi
Efnahagssam-
vinnu- og þró-
unarstofnun-
arinnar
(OECD), sem
lauk í París ný-
verið.
Árni ræddi
þar um
reynslu Ís-
lendinga af
miklum hagvexti undanfarinna
ára, og óróleika á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum, sem hann
taldi ekki ógn við fjármálastöð-
ugleikann, að því er fram kem-
ur í tilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu.
Á fundinum ræddu fjármála-
ráðherrarnir m.a. þróun og
horfur í alþjóðlegum efnahags-
málum og skipulagsáherslur í
efnahagslífinu. Þar kom fram
að hagvöxtur hefur haldist mik-
ill í Bandaríkjunum og Asíu, en
verið minni í Evrópu. Horfur
séu á því að alþjóðlegur hag-
vöxtur haldist góður það sem
eftir er árs, og á næsta ári,
þrátt fyrir hátt olíuverð og óró-
leika á fjármálamörkuðum.
Mjúk lend-
ing sagði
ráðherra á
OECD-fundi
Árni M.
Mathiesen
Vestmannaeyjar | Samningar hafa
náðst um kaup Flugfélags Vest-
mannaeyja á flugvélum og tilheyr-
andi búnaði sem Landsflug hefur
notað í innanlandsfluginu. Um er að
ræða tvær nítján sæta Dornier 228-
vélar og eina sex sæta Chieftain-
flugvél sem Landsflug hefur notað í
sjúkraflugi.
FV tekur við rekstrinum 1. júní og
hyggst halda uppi áætlun á þá staði
sem Landsflug flýgur á í dag. Hug-
myndir eru uppi um leigu á stærri
flugvél og er þá einkum horft á Vest-
mannaeyjar sem er einn áfangastaða
Landsflugs í innanlandsfluginu.
Valgeir Arnórsson, framkvæmda-
stjóri FV, segir að auk flugvélanna
kaupi þeir varahlutalager og 30%
hlut í skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli,
sem er viðhaldsstöð Landsflugs. Nú
flýgur Landsflug á Bíldudal, Gjögur,
Sauðárkrók og Hornafjörð auk Vest-
mannaeyja þar sem félagið hefur
einnig sjúkraflugið á sinni könnu.
Flug til allra staðanna nema Vest-
mannaeyja er styrkt af ríkinu.
„Samingurinn er háður samþykki
á yfirtöku á samningum Landsflugs
við Vegagerðina og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið en ég sé ekki
neitt því til fyrirstöðu að það fáist,“
sagði Valgeir.
Ekki breytingar á starfsfólki
„Það verða ekki breytingar á
starfsfólki en við munum endur-
skoða flugáætlun og skoða mögu-
leika á að leigja stærri flugvél. Vest-
mannaeyjabær var í viðræðum við
Landsflug um leigu á Fokker 50-vél
Flugfélags Íslands. Strax eftir helgi
munum við kanna stöðuna í þeim
efnum. Annars erum við með til
skoðunar að fjölga ferðum og miða
þær við þörfina hverju sinni og anna
með því eftirspurn,“ sagði Valgeir.
Flugfélag
Vestmanna-
eyja kaupir
Landsflug
KOSNINGAVAKT verður á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is, í kvöld og þar
til úrslit liggja ljós fyrir. Fylgst verður
með talningu atkvæða og tölur verða
birtar jafnskjótt og þær berast. Hópur
blaðamanna verður á vaktinni og leitar
m.a. eftir viðbrögðum frambjóðenda og
annarra við kosningatölunum.
Kosninga-
vakt á mbl.is