Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hilmar Sigur-björnsson fædd- ist í Staðarhúsi í Stykkishólmi 8. nóv- ember 1928. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hraunbúðum í Vestmanneyjum 21. maí síðastliðinn. Hann var elsta barn hjónanna Sigur- björns Kristjánsson- ar sjómanns frá Eyði í Eyrarsveit, f. 2.8. 1889, og Soffíu Pálsdóttur húsmóð- ur frá Höskuldsey á Breiðafirði, f. 7.7. 1907. Hilmar átti átta bræður og eina systur, þau eru; Sæmundur Eyland, Hörður, Kristján látinn, Birgir látinn, Reynir látinn, Birgir látinn, Jakop og Kolbrún Lilja. Hilmar kvæntist Jónínu Mar- gréti Ingibergsdóttur, f. 6.6. 1931, dóttur Ingibergs Gíslasonar skip- stjóra, f. 16.1. 1897, d. 15.1. 1997, og Árnýjar Jónínu Guðjónsdóttur frá Sandfelli í Vestmanneyjum, f. 8.6. 1906, d. 1943. Seinni Kona Ingibergs var Lovísa Guðrún Guð- mundsdóttir frá Vorsabæjarhjá- legu í Flóanum, f. 30.9. 1910, d. 29.05.2000. Börn Ingibergs og Árnýjar eru; Þorvaldur, dó í frumbernsku, Guð- jón, f. 25.9. 1929, d. 16.11. 1989, Jónína Margrét, f. 6.6. 1931, Matthías, f. 22.1. 1933, Inga Hall- gerður, f. 21.5. 1937, d. 11.12. Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir verkakona, f. 10.06. 1955. Þeirra börn eru Hilmar, f. 03.06. 1974, Sigurfinna, f. 14.11. 1975 og Jón- ína Margrét, f. 26.04. 1983. Barna- börnin eru fjögur, Heiðrún Rut, Kristjana Dögg , Jón Haukur og Kristján Ólafur. 3) Katrín Guðný verkakona, f. 30.7. 1960, gift Baldri Pálssyni bif- reiðasmið, f. 11.4. 1964. Börn þeirra eru Nína Guðrún, f. 16.4. 1985, Sigríður Oddný, f. 17.3. 1989, og Guðjón Birgir, f. 12.7. 1990. 4) Árni Guðjón sjómaður, f. 21.4. 1962, kvæntur Sesselju Jóns- dóttir húsmóður, f. 16.8. 1965. Börn þeirra eru Inga Sigurbjörg, f. 24.6. 1985, Lilja Kristín, f. 26.5. 1988, og Sigurbjörn Þórður, f. 20.9. 1995. Hilmar fór um tvítugt að heiman og var um tíma hjá vinkonu móður sinnar, Veroniku, og Þorsteini í Reykjavík. Hann starfaði við sjó- mennsku á Faxaflóa. Hann var á ýmsum bátum, þar á meðal Garðari RE. Hann flutti til Eyja og reri lengi vel hjá Óla í Skuld, síðar reri hann fyrir Steina á Sjöfninni, eitthvað hjá Helga Ben og Guðjóni í Hlíðadal. Seinna keypti hann sér sinn eigin bát, Sigurbjörn VE 329, og reri allt fram til sjötugs á hon- um. Allir synir Hilmars hófu sína sjómennsku undir leiðsögn föður síns. Einnig gekk Hilmar ötullega fram í að græða upp svæði sem fóru illa í Gosinu 1973. Áhugamál hans var að græða upp land og vernda landhelgina og miðin í kring um eyjarnar. Útför Hilmars verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. 1990, og Árný, f. 20.6. 1943, d. 2.5. 1989. Ingibergur og Lovísa eignuðust tvær dæt- ur, Guðrúnu, f. 20.12. 1944, og Guðmundu, f. 2.9. 1948. Hilmar og Jónína byrjuðu sinn búskap hjá Jönu og Ingólfi múrara á Hásteins- vegi, svo í Bergholti við Vestmannabraut, keyptu svo húsið Gamlaberg og fluttu það að Vesturvegi 23b, með tilheyrandi brambolti, árið 1961 og bjuggu þau þar alla tíð síðan. Hilmar eyddi síðustu ár- um sínum á dvalarheimilinu Hraunbúðum. Hilmar og Jónína eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigurbjörn stýrimaður, f. 3.1. 1954. Fyrri kona hans var Hafdís Andersen, f. 21.12. 1948, d. 21.11. 1998. Börn þeirra eru Sædís, f. 21.12. 1976, Dröfn, f. 7.9. 1979, og Sif, f. 22.7. 1982. Barnabörnin eru þrjú, Hafdís Björk, Elís og Ísak. Núverandi kona Sigurbjarnar er Sóley María Hafsteinsdóttir, f. 28.8. 1972, og eiga þau einn son, Ingiberg, f. 5.3. 2000. Sigurbjörn á þrjú fósturbörn, Óðinn Magnús, f. 13.6. 1991, Katr- ínu Rós, f. 4.1. 1993 og Jón Viðar, f. 21.1. 1994. 2) Kristján Ólafur sjómaður, f. 25.10. 1955, eiginkona hans er Elsku besti pabbi minn, nú ertu farinn og ég náði ekki að kveðja þig nógu vel, en eitt er þó víst að við hitt- ums síðar. Ég veit að þú þráðir orðið að kveðja þennan heim og komast á betri stað, nú ertu hjá þeim sem elska þig líka og bíður okkar. Þar er hægt að sá og setja niður fræ og allt er fal- legt, þar færðu að gera skapandi hluti og fylgjast með öllu og húmor- inn kannski orðinn meiri. Pabbi minn, ég á svo yndislegar minningar um þig og mömmu sem að ég mótaðist af og fylgja mér út lífið. Minningar, sem að ég deili með börn- unum mínum og mínum besta vin, kærastanum mínum (eiginmanni), ég segi það líka eins og þú, mömmu kynntir þú sem kærastuna þína, hún var þér jú kærust. Maður lifandi, hvað þeir voru hissa karlarnir í Fé- lagi smábátaeigenda þegar þeir komu til okkar í veislum og öðrum hófum og spurðu „Er þetta kærastan þín, Hilmar?“ Þú blikkaðir mig og ég spilaði með, jú hún er mér líka mér mjög kær, þá kom svipur og við hlóg- um og ég kynnti mig fyrir hönd móð- ur minnar. Þingmanninum með slaufuna fannst þetta svolítið sniðugt og líkt þér. Veistu pabbi, að ég sakna slaufunnar líka. Það var alltaf svo gaman þegar þú varst að koma af fundum til okkar í Hafnarfjörðinn og gistir, brandar- arnir og sögurnar voru óborganlegar. Enda enginn smá húmoristi á ferð- inni. Eins og t.d. þegar að ég kom heim frá Þýskalandi og sagði ykkur mömmu að ég væri barnshafandi, mamma sagði ekkert en þú sagðir: „Ha! komstu heim með lítinn laumu- farþega Kata mín?“ Mér er minnis- stætt þegar að þú hélst henni Nínu Guðrúnu undir skírn, á sjálfan Sjó- mannadaginn 1985, í fyrsta og eina skipti sem þú hélst barni undir skírn, þá var eins og þið mamma væruð for- eldrarnir, allir að óska ykkur til ham- ingju, og þið voruð svo stolt. Ég fékk eina hamingjuósk frá Hönnu Júl, það var nóg fyrir mig ég var ánægð. Þú búinn að fá þrjár Nínur og varst jú sjálfur með viðurnefnið Himmi Nín- on. Þegar að ég kynntist manninum mínum þá ætluðu bræður mínir og þú að gefa Baldri viðurnefnið Rósi, bara af því að hann kom alltaf drullu sjó- veikur og hvítur eins krít af Herjólfi til mín um helgar og færði mér eina rauða rós. Þið sjóararnir og hann landkrabb- inn, kann ekki einu sinni að beita hvað þá að hann hefði migið í saltan sjó. Ykkur fannst hann alltof væminn og rómantískur. Konur eiga bara að fá blóm á konudögum, sögðuð þið, ruddarnir. En þér fannst þetta nú svolítið sætt og sagðir þeim að hætta að stríða mér. Það væri fyrir öllu að ég væri ánægð. Eftir þetta fékk mamma blóm frá þér oftar en einu sinni á ári. Þegar við svo fluttum í Hafnar- fjörðinn þá kom það allra erfiðasta, að spyrja mig hvort þið mættuð ekki bara eiga Nínu Guðrúnu, ættleiða hana. Að ég ætti jú þrjá demanta og héldi eftir tveimur. Nei, en loforð var tekið og það hljóðaði upp á að hún yrði í öllum sínum skólafríum hjá ykkur. Þið mamma voruð svo mikið fyrir börn og fenguð aldrei nóg að barnabörnum ykkar og alltaf var bar- átta að ná þeim heim aftur frá ömmu og afa. Og við foreldrarnir fengum það á tilfinninguna að við værum svo vond. Við að vinna. Amma að syngja og spila fyrir þau á spil, alltaf tilbúið bakkelsi heima og þú, elsku pabbi minn, að segja þeim sögur, það var ekkert skrýtið að þau vildu vera hjá ykkur, þið höfðuð alltaf tíma fyrir öll barnabörnin, þá 12, nú 13 og 6 barna- barnabörn. Þú sagðir alltaf að Skap- arinn, sá sem allt veit, maðurinn fyrir ofan þig, hefði gert þig svo ríkan. Þegar ég sit og rifja þessar minn- ingar upp hlýnar mér um hjartaræt- ur en einhvertíma verð ég að enda þessi minningarorð til þín. En ég veit að þau eiga eftir að verða miklu fleiri, bara ekki á prenti, heldur frá hjart- anu til þín. Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig með söknuði og sneisafullt hjarta af hugljúfum minningum. Þín jóla- prinsessa Katrín. Elsku afi, þá ertu farinn frá okkur, mikið finnst mér sárt að hugsa út í það, en við höfum átt margar gleði- stundir á þessum 20 árum, elsku afi minn. Leiðinlegast þykir mér að bumbukrílið mitt fái ekki að kynnast þér, því þú varst svo frábær í alla staði, en ég verð dugleg að segja litla krílinu frá þér því skal ég lofa þér og ég veit að þú átt eftir að vera yfir barninu og passa það með mér. Þú varst svo mikil barnagæla, elskaðir okkur öll svo mikið og vildir allt fyrir okkur gera. Vinsælast var að fara í bíltur á pikkanum og fá bílarúsínur og ég tala nú ekki um að fá að fara á sjó með þér og pabba, það var svo mikið ævintýri að sitja inní lúkar, fá te og kex og fá að fylgjast með. Svo varstu svo montinn af okkur barna- börnunum, einhvern tímann hafði mér gengið rosalega vel á Frjáls- íþróttamóti og fékk yfir 10 gullpen- inga og bikar og það sem þú montaðir þig við hina og þessa karla að ég væri bara frjálsíþróttastjarna og ég veit ekki hvað og hvað. Man það alltaf, elsku afi minn. Alltaf varstu til í að skutla okkur, það þótti þér ekki leiðinlegt og helst vildirðu taka rúnt og sýna manni hvar þú hefðir sáð melgresi og sett niður tré, þér var svo annt um eyjuna og gerðir margt til að græða hana upp. Svo varð ég aldrei leið á því þeg- ar þú sagðir mér söguna af því þegar ég var skírð á Borg á Mýrum þegar þú hélst á mér eftir skírnina og ég pissaði í lófann á þér og alltaf léstu fylgja sögunni að ég hefi sagt „Þetta áttiru skilið afi minn,“ þér þótti það svo fyndið. Elsku afi, ég veit þér líður betur þar sem þú ert núna hjá karlinum þarna uppi eins og þú myndir orða það. Ég elska þig, yndislegi afi minn og á eftir að sakna þín rosalega mikið, þín sonardóttir Inga. HILMAR SIGUR- BJÖRNSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU ÁRMANNSDÓTTUR, Aðalgötu 5, Keflavík. Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, ÖRN ÁRMANNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánu- daginn 29. maí kl. 15.00. Erna Ármannsdóttir, Anna Þóra Pálmadóttir, Helga Kristín Pálmadóttir, Lovísa Hildur Pálmadóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu HELGU INGVARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi og heimahlynn- ingar. Guð veri með ykkur öllum. Baldur Böðvarsson, Ingvar Jónadab Karlsson, Margrét Stefánsdóttir, Guðrún Soffía Karlsdóttir, Jón Bjarnarson, Hildur Halldóra Karlsdóttir, Gunnar Hrafn Birgisson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID ELLINGSEN prjónahönnuður, Ægisíðu 101, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. maí kl. 11.00. Bjarni Jónsson, Dagný Erna Lárusdóttir, Jón Árni Ágústsson, Gísli Örn Lárusson, Sigrún Helga Ragnarsdóttir, Erna Svala Ragnarsdóttir, Kristján Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín og móðir okkar, UNA THORBERG ELÍASDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 26. maí. Útförin auglýst síðar. Garðar Jörundsson og börn. Móðir mín, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Ásbjarnarstöðum, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju mánudag- inn 29. maí kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi eða líknarstofnanir. Vigdís Kristjánsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.