Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÖRGUM þykir lítill munur á málflutningi flokk- anna í þessari kosningabaráttu, allir vilja gamla fólk- inu vel, allir leggja áherslu á leikskóla og lækkun eða niðurfellingu leikskólagjalda, allir tala um mikilvægi umhverfisins o.s.frv. Sá sem kæmi hingað alveg ókunnugur mundi sennilega halda að hér væru bara meira og minna sósíalískir flokk- ar. Og gæti þá hugsast að róttækur málflutningur Vinstri grænna hafi haft einhver áhrif. En hversu trúverðugur er nú þessi málflutningur hinna flokkanna? Hversu trúverðugur er fagurgali Framsóknar sem hefur ráðið heilbrigð- isráðuneytinu í 11 ár og allan þann tíma hefur heil- brigðiskerfið verið í uppnámi? Hversu trúverðugur er málflutningur Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið í ríkisstjórn í 15 ár og veitt henni forystu lengst af meðan bilið milli hinna best og lakast settu hefur farið vaxandi og biðraðirnar hjá Mæðrastyrksnefnd hafa lengst með hverju árinu? Og umhverfismálin: er þeim treystandi sem stöðugt hafa reynt að sökkva landinu undir virkjanalón, væru jafnvel farnir að sökkva Þjórsárverum ef ekki hefði komið til þrautseigja nátt- úruverndarsinna í áralangri baráttu gegn virkjana- og álæðinu? Og enn er haldið áfram með álversboðskap- inn. Og þar dansar Samfylkingin með. En það er líka ástæða til að taka eftir því hvað ekki er talað um. Hefur nokkur talað um einkavæðingu í þessari kosningabaráttu? Eftir allt einkavæðingarfár undanfarinna ára er allt í einu ekkert á einkavæðingu minnst. Og þó hafa verið rammar deilur á Alþingi undanfarnar vikur um lög sem greiða fyrir einkavæð- ingu vatns og einkavæðingu Ríkisútvarpsins. En það er alveg ljóst að eftir einkavæðingu bankanna, Lands- símans og fleiri fyrirtækja og stofnana verður smám saman farið að seilast inn í heilbrigðiskerfið og skólana. Og þar er engum að treysta nema Vinstri grænum. Við skulum ekki gleyma því að Samfylking- unni verður tíðrætt um að maður verði nú að vera op- inn fyrir öðrum rekstarformum. Og systurflokkar Samfylkingarinnar í öðrum löndum hafa ekki verið beint frábitnir einkavæðingu. Kjósendur ættu að huga að þessu. Það er meiri munur á flokkunum en fram kemur í kosningaslagorð- unum. Og einn flokkur sker sig úr: Vinstrihreyfingin – grænt framboð. X-V 27. maí. VG – eini flokkurinn með trúverðugan málflutning Eftir Emil Hjörvar Petersen Höfundur er formaður Vinstri grænna í Kópavogi og skipar 3. sæti V-lista Vinstri grænna í Kópavogi. MIÐBÆR Garðabæjar hefur verið áberandi í um- ræðunni undanfarna daga og því ber að fagna. Á und- anförnum misserum hefur verið unnið að hugmyndum um hvernig megi skapa líflegan, vistvænan og mann- vænan miðbæ í Garðabæ. Fyrirtækið Klasi ehf. hefur leitt þá vinnu með verk- efnastjórn skipuð fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar. Einskis ágreinings hefur orðið vart í verkefnastjórninni um þær meginfor- sendur að skipulagi miðbæjarins sem Klasi hefur kynnt. Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi hefur lýst andstöðu sinni við hugmyndirnar eins og hann hefur sjálfur vakið athygli á í greinum í Morg- unblaðinu. Sú afstaða hefur, eins og áður sagði, á hinn bóginn ekki komið fram hjá fulltrúum minnihlutans í verkefnastjórninni. Samningurinn við Klasa kveður á um að Klasi kynni tillögur að nýjum miðbæjarkjarna í Garðabæ og setji fram lausnir vegna umferðar og hljóðvistar. Í tillögum þeirra á einnig að koma fram hagkvæm samsetning íbúða- og atvinnuhúsnæðis og forsögn að nýju skipu- lagi. Þessari vinnu skal lokið, samkvæmt viðauka við samninginn, í lok september 2006. Áætlaður hönnunar- og þróunarkostnaður vegna vinnu Klasa er u.þ.b. 25 mkr. Verði tillögur Klasa samþykktar mun Klasi bera allan þann kostnað. Ef tillögur Klasa ná ekki fram að ganga greiðir Garðabær 16 mkr. fyrir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin. Ljóst er að ávinningur Garða- bæjar af þeirri vinnu er mikill og nýtist við áframhald- andi vinnu við skipulag miðbæjarins jafnvel þótt til- lögur Klasa verði ekki notaðar. Ef Garðabær ákveður að ganga til liðs við aðra um tillögur Klasa hf. greiðir Garðabær Klasa sérstaka þóknun er nemur 1,3% af áætluðu lokaverðmæti verk- efnisins, samkvæmt samningnum. Þetta ákvæði hefur verið gagnrýnt en það er að ástæðulausu þar sem Garðabær mun aldrei þurfa að leggja út fyrir þessum kostnaði. Ef við notum ekki tillögur Klasa hf. greiðir Garðabær ekkert, en ef við notum tillögurnar munu þeir sem gengið verður til samstarfs við um uppbygg- inguna greiða þennan kostnað. Því hefur verið haldið fram að Klasi hf. muni ekki greiða fyrir lóð við Hafn- arfjarðarveg en það er alger firra. Að sjálfsögðu verða þessi lóðaverðmæti seld en ekki gefin, enda eign Garðbæinga. Að lokum er rétt að ítreka að Garðbæingar geta treyst því að ég mun áfram vinna að málefnum miðbæj- arins með hagsmuni íbúa og fyrirtækja í Garðabæ að leiðarljósi. Tilgangur samningsins við Klasa er að bæta þjónustu í bænum, bæta mannlífið og bæjarbraginn í Garðabæ og styrkja atvinnustarfsemi í miðbænum. Það er beinlínis rangt að halda því fram að einhverjir aðrir hagsmunir ráði ferðinni í þeirri vinnu. Rík áhersla er lögð á samráð og samstarf við íbúa í Garðabæ og fyr- irtæki í miðbænum og hefur fjöldi fólks tekið þátt í hugmyndavinnunni. Sem bæjarstjóri mun ég áfram leggja metnað minn í að vinna að heilum hug að velferð og auknum lífsgæðum Garðbæinga m.a. með því að vinna að þróun hugmynda að líflegum miðbæ allra Garðbæinga, þar sem atvinnustarfsemi getur þrifist og mannlífið blómstrað. Miðbær Garðabæjar fyrir alla Garðbæinga Eftir Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. SJÁLFSTÆÐISMENN munu tryggja að samhliða aukinni uppbyggingu í bæjarfélaginu verði áfram veitt góð þjónusta, bæði fyrir nýja íbúa sem og þá sem fyrir eru í bæjarfélaginu. Við ætlum að halda séreinkennum bæjarins í allri skipulagsvinnu sem eru fallegt umhverfi og ósnortin náttúra og ætlum að gera Mosfellsbæ að fyrsta val- kosti fólks til útivistar á höfuðborg- arsvæðinu. Aukinn gæðatími Í nútímasamfélagi er ekki óalgengt að báðir foreldrar séu útivinnandi og er því mikilvægt að fyrir hendi sé góð dag- gæsluþjónusta í bæjarfélaginu. Nið- urgreiðslur til allra foreldra voru tekn- ar upp í tíð sjálfstæðismanna og munum við auka niðurgreiðslur til foreldra og lækka leikskólagjöld. Við gerum ráð fyrir þjónustu fyrir börn frá eins árs aldri í nýjum leikskólum og munum kanna með samstarf við dagmæður um þá þjónustu. Við höfum breytt fyr- irkomulagi sumarleyfa leikskóla þannig að nú geta foreldrar valið þann tíma sem hentar fjöl- skyldunni. Með því að tryggja heildstæðan grunnskóla, þar sem listnám, skólanám og íþróttir fara fram á skólatíma, og endurskoða fyrirkomulag á þjónustuframboði og fyr- irkomulagi frístundaselja er hægt að auka sam- verustundir fjölskyldunnar og minnka skutl foreldra. Hvatapeningar til íþrótta og tómstunda Við viljum hvetja til aukinnar þátttöku barna í íþrótt- um og tómstundum með því að veita fjármuni til lækk- unar á þátttökugjöldum grunnskólabarna sem er góð forvörn. Aukin samþætting – betri þjónusta við aldraða Við munum halda áfram uppbyggingu þjónustu sem gerir öldruðum kleift að búa sem lengst á eigin heimili og ætlum að breyta áherslum og samþætta félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun til að tryggja sem heildstæðasta þjónustu fyrir einstaklinginn. Á næsta kjörtímabili munum við byggja nýja þjónustumiðstöð við Hlaðhamra. Við viljum bæta í á sviði heilsueflingar og íþrótta fyrir aldraða, því með reglulegri hreyfingu aukast líkur á líkamlegu og andlegu heilbrigði. Við ætlum í samvinnu við ríkisvaldið að byggja hjúkrunarheimili við Hlaðhamra og höfum við und- irbúið það mál vel og getum hafist handa um leið og vil- yrði fæst enda óviðunandi að ekki sé hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ. Nýtum það sem til staðar er til hagsbóta fyrir fatlaða Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að styðja vel við fatl- aða og fjölskyldur þeirra. Sérstökum lóðum var út- hlutað í Krikahverfi fyrir hreyfihamlaða til að gefa þeim einstaklingum tækifæri á að sérhanna húsnæðið að þörfum þess fatlaða. Við munum endurskoða tekju- viðmið aldraðra og öryrkja til lækkunar fasteigna- gjalda. Við ætlum að ná samvinnu við ríkisvaldið um að þeir fötluðu einstaklingar sem þurfa geti stundað vinnu og hæfingu í bæjarfélaginu í stað þess að þurfa að ferðast um langan veg, því í Mosfellsbæ eru fyrir hendi þau úrræði sem þarf. Núverandi meirihluti hefur sýnt ábyrga fjár- málastjórnun, framkvæmdir í verki og árangur í þágu Mosfellinga. Sjálfstæðismenn hafa skýra stefnuskrá og eitt stórt markmið; að auka lífsgæði Mosfellinga, þar sem allir skipta máli. Framúrskarandi Mosfellsbær Eftir Herdísi Sigurjónsdóttur og Öglu Hendriksdóttur Herdís er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og í 3. sæti á framboðslista og Agla er í 8. sæti á framboðslista sjálfstæðismanna. Herdís Sigurjónsdóttir Agla Hendriksdóttir DÓTTIR mín verður tveggja ára í ágúst. Nú, í lok maí, er ég ekki enn búin að fá staðfestingu á því hvenær hún byrjar á leikskólanum. Eins og margir foreldrar er ég búin að hringja margoft á skólaskrifstofuna til að spyrja en fátt er um svör. Í síðustu viku barst mér svo bréf frá skólaskrifstofu þar sem mér var tilkynnt að dótt- ir mín fengi skólavist í haust og að ég ætti að hafa sam- band við leikskólastjóra til að fá frekari upplýsingar. Ég varð aldeilis kát með þetta og hringdi strax í leik- skólastjórann. Ég spurði hana hvenær dóttir mín myndi hefja sitt leikskólanám og í ljós kom að hún gat ekki svarað því frekar en þeir á skólaskrifstofunni. Hún svar- aði að fyrst þyrfti að manna allar stöður og ég myndi fá að vita það með hæfilegum fyrirvara hvenær barnið gæti hafið aðlögun. Hvað þykir hæfilegur fyrirvari spyr maður sig? Flestir Íslendingar eru löngu farnir að skipuleggja sín sumarfrí og flestir þurfa að láta vita í vinnunni í apríl hvenær þeir munu taka frí. Látum ekki bjóða okkur þetta! En enn sitjum við foreldrar í Hafn- arfirði og getum ekki svarað vinnuveitendum okkar og hvað þá skipulagt okkar sumarfrí! Ég veit að börn sem verða tveggja ára núna í maí eru ekki enn komin inn á leikskólann og enn aðrir eru í þeim sporum að þurfa að breyta leikskólavist t.d. úr 8:00–14:00 í 8:00–17:00 og það er bara hreinlega ekki hægt! Foreldrar barna í t.d. Garðabæ þar sem sjálf- stæðismenn eru við völd eru margir búnir að fá dagsetningu á það hve- nær þeirra eins árs börn komast inn. Foreldrar, látum ekki bjóða okkur þetta! Það er búið að vera bullandi góðæri í samfélaginu en samt er ástandið ekki betra. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur orkuna og viljann sem þarf til að koma þessum málum í gott horf. Nýtið ykkar atkvæði á laugardaginn og kjósið X-D! Leikskólamál í ólestri í Hafnarfirði Eftir Eddu Rut Björnsdóttur Höfundur skipar 16. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. ERLING Ásgeirsson veitist að mér og skoðunum mínum hér á síðum Morgunblaðsins í vikunni. Sjálfstæðismenn hafa nú lagt í vafasaman leið- angur fyrir þessar kosningar þegar þeir segjast ætla að afnema fast- eignaskatta hjá 70 ára og eldri. Það að mismuna skatt- þegnum þessa lands eftir aldri stangast á við lög og er því sú leið óframkvæmanleg. Á það benti ég í bæjarstjórn á dög- unum og studdist m.a. við skoðun ríkisskattstjóra í þessum efnum. Lögin um tekjustofna sveitarfélaga heimila lækkun fasteignaskatts hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum. Lækkanir á öðrum forsendum en til tekjulágra í þessum hóp- um eru óheimilar nema til lagabreytinga komi. Þar fyrir ut- an stenst það vart jafnræðissjónarmið stjórnarskrárinnar að mismuna hópum samfélagsins við skattlagningu og á það jafnt við um aldur, búsetu, litarhátt o.s.frv. Niðurfelling fasteignaskatta á grundvelli aldurs er því hvorki samrýmanleg gildandi lögum, stjórnarskránni né almennum jafn- ræðissjónarmiðum. Þetta veit Erling, forustusauður þeirra sjálfstæð- ismanna, mætavel og því sérkennilegt að hann skuli enn reyna að beita þessu ómerkilega kosningaagni á gamla fólkið í bænum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fasteinaskatturinn er óréttlátur skattur, síðasti eignaskatt- urinn sem lagður er á í landinu. Hann á að fella niður í áföngum, hjá öllum. Það verður ekki gert nema með fulltingi Alþingis og í samstarfi við Samband sveitarfélaga. Fari svo að sjálfstæðismenn í Garðabæ geri nokkra tilraun til þess að mismuna bæjarbúum í skattalegu tilliti mun ég sem borgari þessa lands og fasteignaeigandi í Garðabæ ekki hika við að leita réttar míns hjá dómstólum eða umboðsmanni Alþingis. Í Garðabæ berja menn enn höfðinu við steininn Eftir Einar Sveinbjörnsson Höfundur skipar 12. sæti A-listans í Garðabæ. SÍÐUSTU mánuði hefur undirrituð skrifað talsvert um fasteignaverð í Garðabæ, hvernig hátt verðlag og þjónustugjöld og lítið framboð á minna íbúðarhúsnæði fælir ungt fólk frá Garðabæ. Sjálfstæðismenn hafa stungið höfðinu í sandinn síðustu ár og í staðinn sitjum við uppi með þá dapurlegu staðreynd að ungir Garðbæingar flytji í stórum stíl úr bæjarfélaginu þegar þeir kaupa sér fasteign. Ef við lítum á fasteignavef Morgunblaðsins sést að þann 24. maí voru ellefu íbúðir í Garðabæ skráðar til sölu á verði innan við 20.000.000 króna. Þar af eru átta sérstaklega fyrir 50 ára og eldri, sem þýðir að aðeins þrjár íbúðir í þessum verðflokki geta hugsanlega hentað ungu fólki. Þar að auki er aðeins ein þessara íbúða í Sjálandshverfi eða Akralandi sem sjálfstæðismenn hafa endurtekið bent á að henti ungu fólki svo vel. Halldóra Þorsteinsdóttir blaðamaður og sérstakur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fast- eignamarkaðnum gefur í skyn að nóg framboð sé af húsnæði sem henti ungu fólki í Garðabæ og að þær íbúðir séu á hagstæðu verði. Ef við kynnum okkur málin á vef Fasteignamats ríkisins, sem Halldóra hefur augljóslega ekki gert sést að meðalverð á tveggja herbergja íbúð í Garðabæ síðastliðið ár hefur verið rúmum 4.000.000 krónum hærra en í ná- grannasveitarfélagi okkar, Hafnarfirði. Þar að auki var á sama tíma aðeins 16 kaupsamningum á tveggja herbergja íbúðum þinglýst í Garðabæ, en 99 í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn hafa brugðist þeirri skyldu að tryggja minni íbúðir í nýj- um hverfum fyrir aðra en þá sem alast upp með silfurskeið í munni. Sjálfstæðismenn hafa augljóslega ekki verið með hugann við unga Garðbæinga á aldri okkar sem erum að hugleiða kaup á fyrstu íbúð. Er ekki kominn tími til að við eignumst okkar eigin fulltrúa í bæjarstjórn svo að ein- hver tali okkar máli, því það er nokkuð víst að sjálfstæðismenn gera það ekki. Setjið því X við A! Fasteignaverð í Garðabæ … sagan öll Eftir Hjördísi Evu Þórðardóttur Höfundur er sálfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.