Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DÓMGREINDARLEYSIÐ bankar oft óvænt á dyr og á ólík- legustu stöðum. Þann- ig er það til að mynda hjá sumum mestu at- hafnamönnum Íslands í dag, sem véla um slík laun sjálfum sér og sínum til handa hvort sem það er í út- rás eða innrás verð- bréfaveraldarinnar að þessir ágætu menn eru hreinlega að segja við venjulega Íslend- inga að þeir eigi að skammast sín hvern dag fyrir það hvað þeir hafa lág laun. Með launum sem henta ævintýrabókum og þús- und og einni nótt hundsa þessir menn íslenskan raunveruleika, jafnræði og sálarheill þess þorra Íslendinga sem þarf að lifa í takt við það sem gengur og gerist í okk- ar samfélagi og rímar við það sem raunveruleg og áþreifanleg verð- mæti standa á bak við. Auðvitað eru lægstu laun landsins til skammar og sama er að segja um hæstu laun landsins þar sem það virðist vera svo að menn hafi gleymt sér í glýju auðæfanna. Gott dæmi í þessum efnum er ekki síður lóðaverðið á höfuðborg- arsvæðinu með Reykjavík í hlut- verki verðbréfajarlanna. R-listinn innleiddi okur og helsi yfir venjulegt fólk sem er að byggja um alla Reykjavík með of- urálagi á lóðakostnað. Það ætti að vera sjálf- gefið að íbúðarhúsalóð á Íslandi kostaði ekki meira en sem nemur kostnaðarverði. Nóg er komið af allri gjaldaflórunni sem dynur á mönnum næt- ur og daga án þess að þeir eigi nokkurn möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Ef menn kaupa lóð og byggja sér hús í Sandgerði, Garðinum, Reykjanesbæ, Vogum, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði eða á Sel- fossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, þá kostar lóðin um tvær milljónir króna og yfirleitt heldur minna. Ef menn vilja byggja hús í Reykjavík er undir hælinn lagt fyrir þá hvort þeim auðnast sú hamingja og þau hlunnindi að fá lóð í höfuðstað allra landsmanna, en gangi það eftir kostar lóðin 20 milljónir króna. All- ir þessir staðir sem ég nefndi utan Reykjavíkur eru í um það bil 30 mínútna akstursfjarlægð frá höf- uðborginni. Þessar 30 mínútur gefa húsbyggjendum færi á því að eign- ast frítt hús með því að byggja að- eins steinsnar frá höfuðborginni í stað þess að byggja í henni sjálfri. Það munar um minna, því það má byggja ágætis hús fyrir mismun- inn, 18 milljónir króna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna, sagði fyrir skömmu að það væri óeðlilegt að lóðir kostuðu meira en sem nemur kostn- aðarverði enda hefur slíkt alltaf tíðkast í stjórnartíð sjálfstæð- ismanna. Guð láti gott á vita. Frítt hús ef byggt er 30 mín- útna akstur frá Reykjavík Árni Johnsen skrifar um lóðaverð ’Gott dæmi í þessumefnum er ekki síður lóða- verðið á höfuðborg- arsvæðinu með Reykja- vík í hlutverki verðbréfajarlanna. R- listinn innleiddi okur og helsi yfir venjulegt fólk.‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaða- og tónlistarmaður. MÁLEFNI Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi hafa verið of- arlega á baugi í hinni pólitísku um- ræðu undanfarið. Forsaga málsins er sú að um nokkurra ára skeið hef- ur legið fyrir að Gustshverfið myndi minnka með tilkomu Arn- arnesvegar og framtíð þess verið rædd m.a. með tilliti til þess. Leigusamn- ingur var þó í gildi til 2038 og stefna bæj- aryfirvalda og félags- ins var að hverfið yrði áfram í Glaðheimum, en lögð yrði áhersla á að laga það að síauk- inni byggð og umferð. Síðsumars árið 2005 bárust hesthúsa- eigendum í Gusti bréf frá aðilum sem gerðu tilboð í hesthús fé- lagsmanna. Verðið var nokkuð gott og gripu margir tæki- færið og seldu hús sín, enda hafði sala á hesthúsum í Gusti verið þung og aukin umræða meðal hesta- manna um að erfitt væri orðið að halda hesta í Glaðheimum. Í kjöl- farið voru haldnir fjölmennir fundir í Gusti þar sem fyrstu viðbrögð bæði félagsmanna og bæjaryf- irvalda voru að standa vörð um hverfið, félagið og starfsemi þess. En í kjölfarið seldu sífellt fleiri hús sín og umræða um mögulegan flutning hverfisins kom upp. Sann- leikurinn er sá að þrátt fyrir góðan vilja skipulagsyfirvalda og gustara sjálfra er Glaðheimasvæðið ekki lengur hentugt sem hesthúsasvæði. Síaukin byggð, aukin umferð og álag gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda á reiðvegi hefur skapað hættu sem ekki var hægt að sjá fyrir. Sú lausn að flytja hverfið upp á Kjóavelli og stefna að samstarfi við hestamannafélagið Andvara er góð lausn fyrir alla aðila. Þannig fá hestamenn betri aðstöðu, reiðleiðir og næði og um leið losar bærinn um eitt verðmætasta byggingarsvæði landsins. Við upphaf þessa máls virtist bæjarstjórn Kópavogs einhuga um að fylkja sér um félagið og aðstoða það á allan hátt. Nú þegar gustarar hafa sameinast um að flytja hverfið sitt hefur hluti bæjarstjórnarmanna skipt um skoðun og málefni Gusts eru orðin að pólitísku bitbeini í að- draganda kosninga. Stór orð hafa fallið, án efa mörg hver af vanþekk- ingu á málefninu, en staðreyndin er sú að Gustarar hafa engan áhuga á því að mál þeirra séu notuð í póli- tískum tilgangi. Gustur er félag rúmlega 500 hestamanna, úr öllum stjórnmálaflokkum, og á fjölmenn- um félagsfundi fyrir skemmstu samþykktu þeir ein- róma ályktun þar sem fulltrúar minnihlutans voru hvattir til að end- urskoða afstöðu sína og standa við bak gustara í þessu við- kvæma máli. Þeir hafa sagt að óþarfi sé að borga hesthúseig- endum í Gusti hátt verð fyrir hesthús sín og þau lóðaréttindi sem þeim fylgja, þrátt fyrir að aðrir sem selt hafi sín hús nú þegar hafi fengið markaðsverð fyrir. Þeir bera saman Vatnsendaland og Glaðheima, annars vegar land í jaðri íbúðabyggðar og hins vegar land í hjarta höfuðborgarsvæðisins, við Reykjanesbrautina, gegnt Smáralindinni og einu mest vaxandi íbúasvæði landsins. Það er ekki sambærilegt og því ekki eðlilegt að bera saman verð á þessu tvennu. Þegar greiðslur til hesthúsaeig- enda eru skoðaðar þarf að hafa í huga að samkvæmt nýrri reglugerð um aðbúnað hrossa er lágmarkpláss fyrir hest í stíu nú 4 fm. Ekkert þeirra húsa sem standa í Glað- heimum er byggt samkvæmt þess- ari reglugerð og því þurfa allir að stækka við sig ætli þeir sér að halda sama hrossafjölda og áður á Kjóavöllum. Kröfur um frágang innréttinga, loftræstingu og stærð gerða eru jafnframt mjög auknar sem þýðir aukinn kostnað. Auk þess er eðlilegt að fólki séu greidd- ar bætur þegar það er flutt vegna skipulagsbreytinga og samkvæmt leigusamningi Gusts og bæjarins er meira segja kveðið á um greiðslur til hesthúsaeigenda komi til þess að bærinn leysi til sín landið. Flutning- unum mun fylgja mikið rask og það mun reyna á félagsandann sem við gustarar höfum barist við að halda undanfarnar vikur og mánuði. Gust- ur er þekktur um allt land fyrir frá- bært félagsstarf og góðan anda, þar er að finna íþróttafólk í fremstu röð, þrautreynda hestaferðalanga, efnileg börn og unglinga og fólk á öllum aldri sem nýtur hesta- mennskunnar. Gustur hefur haldið Íslandsmót, úrtökur fyrir heims- leika, kynbótasýningar og stærstu töltmót landsins svo eitthvað sé nefnt. Þetta er félag sem hefur bor- ið hróður Kópavogs víða og það á skilið að bæjarstjórnin öll standi á bak við það. Í þessu máli græða all- ir, gustarar fá betra svæði og bæt- ur fyrir raskið, bærinn losar verð- mætt land og selur með hagnaði, svo ekki sé minnst á fasteignagjöld- in sem fást munu af svæðinu á þeim 30 árum sem Gustur hefði annars verið þar. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem ekki seldu hús sín til uppkaupamanna eigi ekki að fá sambærilegt verð og þeir sem seldu og það er ósann- gjörn hagfræði ef hagsmunir íþróttafélags eru minni en hugs- anlegur aukagróði bæjarins af sölu landsins. Ég var ekki á leið úr Glað- heimum þegar ég keypti mér nýtt hús þar í haust, en ég stend ekki í vegi fyrir félaginu mínu og vilja meirihluta félagsmanna. Ég vil að félagið mitt verði áfram eitt það öfl- ugasta á landinu og tek þátt í þess- ari þróun – og mér sárnar að stjórnmálamenn skuli ýja að því að það sé græðgi og áhugi á jeppa- kaupum sem standi þar að baki. Ég hvet stjórnarmálamenn í Kópavogi til að styðja Gust í þeim breytingum sem framundan eru. Markmiðið er að horfa til framtíðar og þetta er mál sem allir stjórn- málaflokkar geta verið stoltir af að hafa á stefnuskrá sinni – að vinna að uppbyggingu frábærrar aðstöðu fyrir hestamenn í einu öflugasta íþróttafélagi landsins. Um málefni Gusts Hulda G. Geirsdóttir fjallar um málefni Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi ’Ég hvet stjórnmála-menn í Kópavogi til að fylkja liði og styðja Gust í þeim breytingum sem framundan eru.‘ Hulda G. Geirsdóttir Höfundur er sjálfstætt starfandi fjölmiðlafræðingur og félagsmaður í Gusti. SÉRHÆFING og skilgreining á kjarnastarfsemi eru lykilatriði í nú- tímarekstri. Fyrirtæki eru í auknum mæli að endurskil- greina rekstur sinn. Í framhaldi einbeita fyr- irtækin sér að sinni kjarnastarfsemi og láta aðra sérhæfða aðila sjá um þá þætti sem ekki lúta að henni. Kjarna- starfsemi sveitarfélaga er margskonar þjón- usta við íbúa þess. Rekstur fasteigna er af flestum ekki talinn til- heyra kjarnastarfsemi þeirra. Þessu til viðbótar hefur sveitarfélögum verið gert skylt skv. lögum að halda rekstri fasteigna sinna í sér- stökum rekstrarein- ingum. Með hliðsjón af skilgreiningu á kjarna- starfsemi og sérhæf- ingu hafa stjórnendur margra sveitarfélaga í dag spurt sig hvort ekki sé kjörið að láta sér- hæfða aðila í slíkum rekstri sjá um að eiga og reka þær fasteignir sem sveitarfélögin þurfa á að halda. Þessi nálgun er alfarið í sam- ræmi við kjarnann í þeim viðskiptalegu forsendum sem ríkja í dag og lúta að sérhæfingu. Sérhæfingin hefur einnig náð til al- mennra neytenda sem sjá má af því að leigumarkaður er mikið að styrkjast á Íslandi til samræmis við það sem tíðk- ast víðast hvar annars staðar í heim- inum. 100% íbúðarlán má í raun segja að sé angi af og skref í áttina að leigu- markaði. Í stað þess að aðili leigi fast- eign leigir hann fjármagn til ráðstöf- unar í húsnæði. Eigandinn sér þó í því tilfelli um allan rekstur og viðhald hús- næðisins. Samfara þessu hefur viðhorf fólks til lífeyris og eignamyndunar einnig breyst mikið á undanförnum árum, til samræmis við það sem tíðkast annars staðar í heiminum. Þar á eignamynd- un fólks sér stað í gegnum lífeyrissjóði og verðbréfaeignir. Áður varð stór hluti af eignamyndun fólks hér á landi í formi eignar þess í húsnæði. Lífeyr- issjóðakerfið var ekki nærri eins sterkt og nú er, ásamt því að verð- bólga var oft á tíðum mjög mikil. Aðr- ar forsendur hafa einnig mikið breyst og má þar nefna að stöðugleiki er meiri ásamt því að nýir og öflugir val- kostir bjóðast er varða sparnað. En þrátt fyrir það er sterkt í þjóðarsálinni að eiga fasteignir og miklar tilfinn- ingar því tengdar. Mörgum finnst jafnvel að það eitt að eiga fasteign sé stór áfangi í baráttu fyrir eigin sjálf- stæði og öryggi. Í raun er ekkert skrítið við þessar sterku tilfinningar þar sem langan tíma get- ur tekið að laga sig að breyttum aðstæðum. Ákveðnir stjórn- málamenn hafa reynt að nýta sér þessar tilfinn- ingar fólks eða leifarnar af þeim sér til fram- dráttar með villandi og illa rökstuddum mál- flutningi. Í það minnsta hafa þeir látið ógert að tilgreina allar þær for- sendur er skipta máli. Með þessu hefur mál sem alfarið byggist á við- skiptalegum forsendum verið gert að pólitísku til- finningamáli. Þeim hefur tekist að snúa um- ræðunni um Eign- arhaldsfélagið Fasteign, sem er 35% í eigu Reykjanesbæjar, upp í pólitíska umræðu. Málið var samþykkt í bæj- arstjórn með öllum greiddum atkvæðum eft- ir að lögð höfðu verið fram víðtæk gögn í bæj- arráði um málið sem við verðum að gera ráð fyrir að allir aðilar sem af- stöðu tóku hafi kynnt sér til hlítar. Ákvörðunin var tekin út frá viðskiptalegum forsendum óháð pólitík. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar undirstrika að málið hefur ekk- ert með pólitík að gera ásamt því að í stjórn Fasteignar sitja einnig menn frá ólíkum flokkum, m.a. Árni Sigfús- son frá Sjálfstæðisflokki og Lúðvík Bergvinsson frá Samfylkingu. Ákvörðunin sem tekin var með til- færslu eigna til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. er ekki byggð á tilfinn- ingum heldur á viðskiptalegum for- sendum. Alla vega á það við um full- trúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hvað sem öðru líður. Aðstæður á markaði geta þó breyst og gert það að verkum að endurskoða þarf fyrri ákvarðanir. Ef svo er að að- stæður muni breytast mun málið verða skoðað á ný út frá viðskipta- legum forsendum en ekki pólitískum. Leigusamningurinn milli Fasteignar og Reykjanesbæjar gerir einmitt ráð fyrir að Reykjanesbær geti endur- skoðað ákvörðun sína og keypt til baka eignirnar á 5 ára fresti. Sú ákvörðun er ekki pólitísks eðlis heldur viðskiptaleg ákvörðun. Nútímarekstur sveitarfélaga Kjartan Þór Eiríksson skrifar um Eignarhaldsfélagið Fast- eign og Reykjanesbæ Kjartan Þór Eiríksson ’Ákveðnirstjórnmálamenn hafa reynt að nýta sér þessar tilfinningar fólks eða leifarnar af þeim sér til framdráttar með villandi og illa rökstuddum mál- flutningi.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur. Í DAG er mikilvægur dagur fyr- ir lýðræðið í landinu. Í dag geta kjósendur sagt sína skoðun á því hvaða stefnu við munum taka næstu árin. Hvort það verður einkavæðingarstefna íhaldsins eða velferðarstefna Vinstri grænna. Að vísu eru allir flokkar orðnir vinstri- sinnaðir velferðarflokkar rétt fyrir kosningar en verkin tala og við sjáum hvernig bjélistinn og djélist- inn hafa stjórnað hér á Akureyri síðustu árin. Það er kominn tími fyrir breytingar og straumurinn liggur til Vinstri grænna. Jákvæð og uppbyggileg kosn- inganbarátta okkar hefur vakið verðskuldaða athygli. Við erum bjartsýn en einnig raunsýn og með hugsjónirnar á hreinu. Það er ánægjlegt að hafa kynnst nýju fólki sem hefur lagt okkur lið og finna baráttuhug fólks sem lætur sig málin varða en situr ekki bara hjá. Það bendir allt til þess að Vinstri græn muni uppskera ríku- lega að loknum þessum kosningum og það er afar ánægjulegt. En þó að skoðakannarnir bendi til kosn- ingasigurs þá er ekkert í hendi og því hvet ég alla til mæta á kjörstað og kjósa V-lista Vinstri grænna. Þannig getum tekið eitt mikilvægt skref í átt til betri vegar. Hlynur Hallsson Kjósum Vinstri græn í dag Höfundur er varaþingmaður VG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.