Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 81

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 81 MENNING Ég hef mikið hamast gegn U2í ræðu og riti undanfarinár, enda get ég með engu móti afborið hvernig komið er fyr- ir sveitinni í dag. Þetta var á sínum tíma uppáhalds hljómsveitin mín, „I still haven’t found what I’m lo- oking for“ er ástæða þess að ég varð að tónlistarfíkli og þetta er því mikið tilfinninga- og hitamál. Mér líður illa þegar ég horfi upp á þetta brölt sveitarinnar í dag – Bono að syngja „One“ (væmið og ofmetið lag fyrir það fyrsta) með Mary J. Blige. Kommonn! Eru þetta virkilega sömu mennirnir og gerðu „Unforgettable Fire“? Að mínu viti misstu U2 það end- anlega með Joshua Tree, segja má að fall þeirra hafi verið falið í þeirri draumaplötu, líkt og þeir hafi einfaldlega spólað yfir sig í kjölfarið. Stælarnir og kaldhæðnin hefur aldrei farið Bono og fé- lögum, sem öfluðu vinsælda þvert á móti með því að vera einlægir og sannir, svo sannir reyndar að það gat verið pínlegt að horfa upp á þá, sérstaklega Bono – engu að síður var hann einhvern veginn ómót- stæðilegur og allir hrifust með. Ég kann ekki alveg ástæðurnar fyrir þessu, en að undanförnu hef ég verið að leita aftur í þá tíma er U2 voru sannleiksleitandi bar- áttumenn og hef stoppað ítrekað við tvær plötur, October (1981) og War (1983). Sérstaklega hefur eitt lag endurfæðst í huga mínum, lag- ið „New Years Day“ af þeirri síð- astnefndu. Ég er farinn að þrá eitt- hvað „satt“, hversu hallærislega sem það hljómar. „New Years Day“ er mögnuð æfing í bláeygð- um, ástríðufullum sannleiksóðum og í því kristallast styrkur U2 sem hljómsveitar – en þessum styrk hefur verið varpað fyrir róða í dag, fórnað fyrir síaukna áherslu á eitt- hvað rugl sem á ekkert skylt við tónlist. Ég var aldrei neitt sérstaklegahrifinn af þessu lagi áður fyrr. Þótti það fullþungalamalegt og mér fannst það vanta einhvern brodd. Var til muna hrifnari af „Two Hearts Beat As One“ og „Sunday Bloody Sunday“. Í dag finnst mér „Two Hearts …“ kannski ögn of poppað og „Sunday …“ kannski ögn of alvar- legt. „New Years Day“ sameinar hins vegar það besta úr þessum tveimur söngvum. Nú ber að athuga að á War náðu U2 loks að temja skrímslið sem þeir höfðu skapað – á plötunni má heyra sveit sem er blússandi sjálfs- örugg og er einfaldlega að toppa á alla vegu. Sérstaklega má heyra þetta í söng Bono og það er athygl- isvert að bera „New Years Day“ saman við annað lag sem hagar sér ekki ósvipað, opnunarlag October, „Gloria“. Stórkostlegt lag sem ríf- ur hlustandann með en þegar eyr- un eru virkilega lögð við má heyra að Bono er ennþá pínku óöruggur, eins og hann þori ekki að sleppa sér að fullu. Það er því nettur stirð- leiki í gangi og sveitin er auk þess enn að leita að sínum hljóm, hressi- legt síðpönkið sem einkennir plöt- una er á tímum hikandi. Þegar hlustað er á „New Years Day“ með tilliti til þessa, sem var N.B. fyrsta lag U2 til að slá í gegn, er munurinn greinilegur. Bono lætur vaða af fullum krafti og áhrifin eru mögnuð. Lagið var samið undir áhrifum frá rétt- indabaráttunni í Póllandi, og því útgöngubanni sem þar var við lýði. Þegar hlýtt er á textann finnst manni að þetta lag hefði átt að vera spilað aftur og aftur er múr- inn í Berlín féll, og ég er viss um að hann hefði fallið fyrr ef fólk hefði hlustað nógu oft á lagið. Ástríða Bono er svo mikil að manni langar til að … fara að gráta næstum því. Og brjóta niður múra ef því er að skipta. Lagið er í millihröðum takti og Bono opnar það með fölskvalausu herópi, „Yeeeeeaaahh!!!“ Bono var nú í meiri og meiri mæli farinn að andvarpa, stynja og öskra, líkt og hann væri andsetinn af augnablik- inu (sem hann var greinilega) en nær á einhvern furðulegan hátt að halda sig innan línunnar. Þetta verður aldrei tilgerðarlegt. Lagið er svo drifið áfram af minimal- ískum bassaleik Adam Clayton og einfaldri, en áhrifaríkri píanólínu sem er nokk melankólísk og undir- strikar þar með boðskap lagsins. Þegar lagið nær 1 mínútu og nítján sekúndum er komið að fyrsta há- punktinum. Lagið skiptir skyndi- lega um gír, upplífgandi viðlagið er smekklega raddað af The Edge og Bono syngur bjartsýnn en þjáð- ur: „I … will be with you again …“ Trikkið við þetta lag er að Bono MEINAR svo rosalega mikið sem hann er að segja, það mikið að maður þorir ekki að efast eitt sek- úndubrot. Aftur í versið, og Edge sýnir snilldartakta sína á gít- arnum. Uppbygging hefst á nýjan leik þar til allt springur á annarri mínútu og áttundu sekúndu. Bono hafði sungið „The Newspaper says … says …“ rétt áður en hann varp- ar sér í „SAY it’s true, it’s true!/ We can break through/Though torn in two/We can be ONE!“ Hann dregur síðasta orðið á langinn með áhrifamiklum hætti og svo er keyrt í viðlagið aftur. Hljómurinn í rödd Bono, rétt þegar hann er búinn að sleppa „ONE!“ er ótrúlegur. Það kemur stutt andvarp, eins og mað- urinn sé að sligast af tilfinningum. Ég held að þessi stutti kafli hljóti að vera fullkomnustu tíu sekúndur í sögu sveitarinnar. Það er varla hægt (er ekki hægt) að lýsa þessu með orðum. Hrein og dásamleg snilld. Maður er eiginlega búinn á því sjálfur tilfinningalega þegar á 4:10 kemur enn einn kafli til að leggja mann, í formi „Maybe the time is right/ Oh ohh ... Maybe to- night...“ (kafli sem hefur verið klipptur út úr útvarpsútgáfu lags- ins). Bono var ekki nema 22 ára þeg- ar þetta lag var tekið upp. Edge og Larry 21 árs. Hvernig er þetta hægt?    Eftir War tóku U2 svo eitt hug-rakkasta skref sem nokkur sveit hefur tekið á ferlinum, um- breyttu sér nær algerlega á meist- araverki sínu Unforgettable Fire, tónlistin abstrakt og textarnir líka og fólki hreinlega brá þegar það heyrði plötuna fyrst. En það er önnur saga … Bono gengur nú um með þá flugu í höfðinu að hann geti bjarg- að heiminum. Það er eitthvað mik- ið að þessu öllu saman. Einhvern veginn finnst mér það meira virði að gefa sig af fullum heilindum í eitt popplag, frekar en að vera þeytast um allar jarðir, predikandi yfir fólki og þykjast vera með lausnir á öllum heimsins vanda- málum. Þú þarft ekki að flækjast um Afríku og skrýðast senegölsk- um þjóðbúningum til að vera „sannur“, oft eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu. Bono kvað í lag- inu „Rejoice“ af October: „I can’t change the world/But I can change the world in me.“ Ég held að það sé spurning um að hann fari að leita sjálfur í gömlu plöturnar sínar, líkt og ég hef verið að gera. Fullkomnustu tíu sekúndurnar ’Nú ber að athuga að áWar náðu U2 loks að temja skrímslið sem þeir höfðu skapað – á plötunni má heyra sveit sem er blússandi sjálfsörugg og er einfaldlega að toppa á alla vegu.‘ arnart@mbl.is AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen „Hér má sjá sjötommu með „New Years Day“ og hinu lítt þekkta B- hliðarlagi. Þessi útgáfa er pressuð á Spáni.“ LISTAKONAN Þórunn Hjart- ardóttir opnar sýningu í Galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ klukk- an 17 í dag undir yfirskriftinni „Hvernig er Suðsuðvestur?“ „Ég er að gera nokkuð sem ég hef ekki gert áður,“ segir Þórunn en ólíkt því sem hún er vön hefur hún eingöngu unnið beint inn í rýmið fyr- ir þessa sýningu. Hingað til hefur hún mestmegnis unnið með geó- metrísk afstraktmálverk og sam- kvæmt tilkynningu gengur Þórunn að þessu sinni einu skrefi lengra með geómetríuna og undirstrikar hlutföll rýmisins á einfaldan hátt. Bókbandslímbönd eru meg- inefniviður sýningarinnar sem hún notar á sérstaka vegu í tengslum við rými gallerísins en eins og yfirskrift- in gefur til kynna er galleríið sjálft viðfangsefni sýningarinnar. „Þetta er alveg í beinum tengslum við það ég hef verið að gera hingað til í myndlist nema núna er ég búin að yfirfæra það yfir á annað efni. Mér finnst þetta mjög spennandi en í þessu felst viss áskorun því hingað til hef ég alltaf vitað nákvæmlega hvað ég væri að fara að sýna og verið með tilbúin verk. Núna ákvað ég að gera það ekki og sjá hvað gerðist,“ segir Þórunn og hvetur fólk til að kjósa snemma og nota seinnipartinn til að bregða sér í bíltúr til Keflavík- ur. Þórunn var meðskipuleggjandi og þátttakandi í sýningunni Eyjarnar í Norður-Atlantshafi í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn í mars sl. og verður hún gestalistamaður í Róm- arbústaðnum í nóvember. Sýningin í Galleríi Suðsuðvestur stendur fram til 18. júní. Myndlist | Þórunn Hjartardóttir opnar sýningu í Galleríi Suðsuðvestur Rýmið í Suðsuðvestri Þórunn Hjartardóttir opnar sýninguna „Hvernig er Suðsuðvestur“ í dag. 16.00 Föðurlandið / Le Pays. Frönsk ópera í porti Hafn- arhússins. Seinni flutningur. 16.00 I Fagiolini Monteverdi: Brennandi hjarta. Tónleikar í Kirkju- og menningarmiðstöð- inni, Eskifirði. 17.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. OBSTRUCSONG frá Ganhöj Dans í Danmörku í Borg- arleikhúsinu. 20.00 Sköpunin eftir Haydn. Tónleikar í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni, Eskifirði. 20.00 Danshátíð á Listahátíð – Trans Danse Europe. Hélium frá danshópunm Moussoux- Bonté frá Belgíu í Borgarleik- húsinu. 23.30 Miðnæturmúsík í Iðnó. Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir. Allar nánari upplýsingar um við- burði Listahátíðar má finna á www.listahatid.is. Laugardagur 27. maí BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út í kilju spennusöguna Næturvaktina eftir Kirino Natsuo í ís- lenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Ung kona, sem bú- sett er í úthverfi Tókýó, slysast til þess að drepa eiginmann sinn í bræðikasti. Til að losna við líkið leitar hún aðstoðar hjá þremur konum sem starfa með henni á næturvöktum í skyndiréttaverksmiðju. Framundan er ófyrirsjáanleg atburðarás þar sem konurnar leita allra leiða til að koma sér hjá refsingu. Verð kr. 1.890. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.