Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 69 MINNINGAR ✝ GuðmundurHjartarson fæddist í Auðs- holtshjáleigu í Ölf- usi 20. febrúar 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóhanna Hannes- dóttir frá Stóru- Sandvík í Sandvík- urhreppi, f. 7. júní 1898, d. 4. júlí 1966, og Hjörtur Sigurðs- son frá Króki í Ölfusi, f. 4. janúar 1898, d. 19. júní 1981. Systkini Guðmundar eru: Hannes, f. 1919, d. 1983, Sigurður, f. 1926, d. 1996, Jón Ástvaldur, f. 1928, Rós- anna, f. 1930, Ástríður, f. 1932, 2001, og Katla, f. 2004. 7) Stein- dór, f. 1970, var kvæntur Lísu Lottu Björnsdóttur, sonur Hjört- ur Elí, f. 1994, er í sambúð með Klöru Öfjörð Sigfúsdóttur, sonur Almar Öfjörð, f. 2004. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum, fyrst á Bakka og síðar í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Frá unglingsaldri starfaði hann meðal annars sem vetrarmaður á bæjum í Ölfusi, í Bretavinnu og við sjó- mennsku. Hann fór á vetrarver- tíðir í Hafnarfirði og síðar í Þor- lákshöfn. Á sumrin var hann heima hjá foreldrum sínum við bústörf. Guðmundur og Jónína hófu bú- skap á Egilsstöðum 1952 með for- eldrum Jónínu og bjuggu þar til ársins 1956 en það ár keyptu þau jörðina Grænhól í Ölfusi. Þar bjuggu þau og stunduðu bland- aðan búskap til ársins 2001 er þau fluttu á Selfoss. Guðmundur verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Steindór, f. 1936, og Jónína, f. 1942. Árið 1953 kvæntist Guð- mundur Jónínu Guð- mundsdóttur frá Eg- ilsstöðum í Ölfusi, f. 6. júlí 1929. Börn þeirra eru: 1) Mark- ús, f. 1953, d. 1954, 2) Sigþrúður, f. 1954, d. 1955, 3) Jóhann, f. 1957, d. 1959, 4) Sig- rún, f. 1960, maki Jón Halldór Gunn- arsson, sonur Svein- ungi, f. andvana 2004, 5) Jóhanna, f. 1963, maki Ölver Bjarnason, börn Jónína Ásta, f. 1984, Elvar Már, f. 1989, og Júlía Brá, f. 2001. 6) Guðbjörg, f. 1969, sambýlismaður Sigvaldi Guðmundsson, börn Matthías, f. Elsku pabbi. Á sumardaginn fyrsta var eins og þú hefðir ákveðið að vera ekki með þetta sumarið, treystir þér ekki í vorverkin þetta vorið. Vorið var þinn tími því þú varst bóndi af lífi og sál. Minningar um björt vor- kvöld heima á Grænhóli sækja á hugann. Allt iðar af lífi, fuglasöng- ur, nýborin lömb um öll tún, hross- in hálfklædd úr vetrarkápunni, kerra full af nýjum og ilmandi girð- ingarstaurum, hjartað orðið fullt af einhverri óútskýranlegri þrá, pabbi úti á skyrtunni. Á sumardaginn fyrsta má segja að þú hafir lagt af stað í þína hinstu för, elsku pabbi. Minningarnar um þig sem leita á huga okkar eftir að þú kvaddir tengjast allar mömmu á svo órjúfanlegan hátt því þið voruð svo sannarlega eitt. Á fallegan hátt tjáðir þú henni ást þína fram á síð- ustu stundu. Það er falleg minning. Þessar síðustu minningar, bernsku- minningarnar frá Grænhóli, næmur skilningur þinn á náttúrunni og ís- lenskri tungu, fallegu augun þín full af hlýju og kímni, gott hjartalagið, umhyggjan fyrir fjölskyldum okkar, allt er þetta eitthvað sem við mun- um geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgrímsson.) Guðbjörg, Steindór, Jóhanna og Sigrún. Elsku afi, nú ertu farinn til Guðs, upp til hinna englanna. Þú munt áfram gæta okkar eins og þú varst svo duglegur að gera, bara á öðrum stað. Þegar við minnumst afa þá kem- ur strax upp í hugann að við börnin vorum aldrei fyrir honum. Alltaf hafði hann gaman af að hafa okkur í kringum sig og var alltaf jafn um- burðarlyndur gagnvart okkur þó svo við værum mishávær. Hann var glettinn maður og hafði gaman af að gantast í okkur og ekki leiddist honum meira þegar litlu krílin voru að gantast í honum. Frítíminn var vissulega meiri eft- ir að hann hætti búskap og hann notaði hann óspart í börnin, heim- sóknir voru tíðari og voru hann og amma dugleg að passa barnabörnin og það gerði hann alveg fram á síð- asta dag eða daginn áður en hann veiktist. Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinsta hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson.) Við erum mjög lánsöm að hafa átt þig að sem afa, minning þín lifir með okkur og við þau sem eldri er- um munum rifja upp með þeim litlu þær dýrmætu stundir sem þú gafst okkur. Þín barnabörn. Mér er ljúft að minnast Guð- mundar eða Gumma í Grænhól, nafnið sem notað var innan fjöl- skyldunnar. Gummi var mágur minn í 46 ár sem er talsverður tími í ævi manna. Ég fór fljótlega að venja komur mínar að Grænhól eftir að ég kynntist konuefni mínu. Ég fann strax að hjónin voru dugnaðarfólk sem ánægjulegt var að hafa sam- skipti við. Gummi var glettinn og stundum var stutt í stríðni hjá hon- um. Gummi var vel lesinn og fróður um marga ólíklegustu hluti. Eins og svo margir í bændastétt var hann mjög vel að sér um búskaparhætti víðs vegar um land, bæi og ábú- endur vissi hann ótrúlega mikið um. Ég fann að best væri fyrir mig að fara varlega í að opinbera vankunn- áttu mína í þessum efnum. Þau hjón fóru með okkur til Danmerkur fyrir þremur árum. Nú hélt ég að ég gæti töluvert bætt úr kunnáttu- leysi mínu, og viti menn að þegar ég keyrði þeim um sveitir Dana- veldis þá gat hann frætt okkur margt um búskaparhætti og rækt- un sem við vissum ekki. Gummi vildi vera vel klæddur og halda reisn, sameiginlegur kunningi okkar sagði eitt sinn að hann hefði hæglega getað verið breskur heið- ursmaður, þetta sama á einnig við um Jónínu konu Gumma. Elsta dóttir okkar, Helga, átti því láni að fagna að hjónin í Grænhól voru tilbúin að taka strákana henn- ar, Arnþór og Gísla, til sumardval- ar, sama átti við um marga ætt- ingja og vini og veit ég að ég mæli fyrir margra munn þegar ég færi Grænhólshjónum kærar þakkir fyr- ir. Þegar strákarnir komu úr sveit- inni voru þeir uppfullir af vísdómi og skoðunum á ólíklegustu hlutum. Ég tek undir orð mæts manns sem þekkti vel til á sveitaheimilum vítt og breitt um landið, hann sagði: dvöl á menningarheimilum til sveita er á við besta háskólanám, námið fer að mestu fram við eldhúsborðið, þar eru málin krufin til mergjar og skoðanir mótast. Ég fann greinilega jákvæðar breytingar á afastrákunum í hvert sinn sem þeir komu úr sveitinni eft- ir sumardvöl. Ég frétti eftir Arnþóri að hann áliti að hjá þeim Grænhólshjónum hefði hann lært hvernig ætti að komast til manns. Ég lofaði að koma til skila sam- úðaróskum og kveðju frá Helgu, Arnþóri og Gísla í Danmörku. Við hjónin sendum á sama hátt öllum aðstandendum okkar bestu kveðjur og óskum þess að hinn hæsti höfuðsmiður verndi Gumma og ykkur. Gísli Erlendsson. Í dag er Guðmundur Hjartarson bóndi á Grænhól í Ölfusi borinn til grafar. Hann og kona hans Jónína Guð- mundsdóttir höfðu búið þar í nokk- ur ár þegar ég undirritaður fór á vordögum 1958 að venja komur mína í Ölfusið, þá á höttunum eftir Guðrúnu systir Jónínu. Fljótlega varð gott samband milli okkar Guðmundar og kynntumst við betur eftir því sem árin liðu, átt- um við margar samræður um póli- tík, vorum þar ekki alltaf sammála en höfðum báðir gagn og gaman af. Það fór ekki á milli mála að þarna fór góður bóndi, glaðvær, spaugsamur og vel stríðinn á stund- um. Það veit ég að mörg ungmenni, sem réðust til þeirra hjóna minnast þeirra sem góðra uppalenda, passað var upp á að beita líkamanum rétt við vinnu, og ekki látið líðast að sluðra um of. Við búlok um árið 2000 hafði jörðin stækkað og húsakostur til fyrirmyndar. Börn þeirra og okkar voru á svip- uðu reki og kærleikur myndaðist þar á milli. Guðmundur var ágætur söng- maður og hafði yndi af, kom það vel fram í afmælum og á öðrum gleði- stundum, þó er minnisstæðust ferð sem var farin til Ítalíu, það var sannkölluð gleðiferð með viðkomu við Miðjarðaehaf, þar sem bleytt var í sér við fallega strönd mynd og var tekin til staðfestingar. Að sinni skiljast leiðir, fjölskyld- an kennd við Þúfusel þakkar sam- fylgdina. Blessuð sé minning þín. Ástþór Runólfsson. Látinn er frændi minn Guðmund- ur Hjartarson bóndi í Grænhól í Ölfusi. Guðmundur byrjaði búskap ásamt konu sinni Jónínu Guð- mundsdóttur í Grænhól árið 1956. Ég naut þess heiðurs að verða fyrsti kaupamaðurinn sem þau réðu til starfa vorið 1956, þá 9 ára gam- all. Ég minnist þess hvað þau hjón voru mér góð og umhyggjusöm og stuðluðu þar með að því að mér liði vel í sveitinni. Guðmundur hafði mjög gott lag á að örva mig í öllu sem ég gerði og lét mig fljótt finna til ábyrgðar í störfum mínum. Guð- mundur og Jónína ráku svokallað blandað bú þar sem nánast öll dýr voru til staðar. Ég átti mjög gott með að umgangast dýrin sem urðu fljótt vinir mínir. Það var mikil eft- irvænting hjá mér að komast í sveitina á hverju vori, en mér telst til að ég hafi verið í fimm sumur hjá Guðmundi og Jónínu. Það var ævintýri líkast að fá að taka þátt í bústörfum á þessum tíma þar sem hestar voru aðallega notaðir við heyskapinn. Ég man vel stemn- inguna þegar heyskapurinn byrjaði, þá fjölgaði stundum fólki um helgar sem kom til að hjálpa til við að snúa heyinu og þurrka. Á þessum árum var farið á engjar og niður í forir til að slá grasið sem þar var. Guðmundur var farsæll bóndi, lagði mikið upp úr ræktun og jók verulega við túnin á þessum árum. Það var mér snemma ljóst að Guðmundur var mikið snyrtimenni sem gekk vel um hús og skepnur. Hann átti góða reiðhesta sem gaman var að fylgj- ast með. Ég hef sagt að það hafi verið ákveðin forréttindi að fá að vera í sveit á þessum árum og fá að kynnast þessum störfum sem þá voru viðhöfð í sveitinni. Ég er líka þakklátur fyrir að hafa fengið að vera vinnumaður í Grænhól hjá frænda mínum Guðmundi og konu hans Jónínu, svo vel reyndust þau mér á þessum árum. Í vetur á áttræðisafmælinu hans rifjaði ég upp nokkrar minningar frá veru minni í Grænhól. Ég fann það að Guðmundi líkaði það vel. Með þessum fátæklegu orðum þakka ég Guðmundi frænda mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig sem ég met mikils og er mér ógleymanlegt. Ég veit að hans er nú sárt saknað af fjölskyldu hans og ættingjum. Um leið og ég þakka fyrir góðar stundir í sveitinni og þá góðu samleið með frænda mínum Guðmundi, votta ég og fjölskylda mín Jónínu, börnum og barnabörn- um innilega samúð við fráfall hans og vona að góður Guð muni varð- veita minningu þessa góða manns um ókomin ár. Björn Ingi Gíslason. GUÐMUNDUR HJARTARSON Elsku Kiddi minn, í dag hefðir þú orðið sextugur, en því miður entist þér ekki aldur til að vera með okkur á þessum degi. Ekki grunaði mig að kallið kæmi svo snemma til þín, það hefur vantað góðan mann þarna uppi til að skipu- leggja hlutina betur og hafa allt í röð og reglu í himnaríki, en það var eitt af mörgu sem þú varst góður í. Það var fyrir rúmum 34 árum sem ég sá þig fyrst, þegar þú byrjaðir að vera með systur minni Kristínu, já þið voruð alltaf saman eftir fyrsta augn- lit. Fyrsta minning mín er af þér í sætu rauðu buxunum sem þú gekkst í í mörg ár, enda einkennisbúningur hjá Fönn þar sem þú vannst í 22 ár, KRISTINN RICHARDSSON ✝ Kristinn Rich-ardsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1946. Hann lést á hjartadeild Land- spítala aðfaranótt 13. mars síðastliðins og var jarðsunginn frá Áskirkju 24. mars. þú varst nú svo flottur í þeim, ekki skrýtið að Kristín félli fyrir þér. Tónlist átti alltaf hug þinn allan og hljóm- plötur þínar og geisla- diskar skiptu þúsund- um enda rakst þú um skeið diskótekið Takt og þekktu þig margir bara undir nafninu Kiddi diskó. Já, ég gæti endalaust haldið áfram á flugi minninga því margs er að minn- ast frá meira en þremur áratugum. Þið Kristín komuð til mín á Spán þegar ég bjó þar og var yndislegt að hafa ykkur í heimsókn, þú þreyttist aldrei á að stjana við okkur og leið okkur eins og drottningum í þessar vikur á allan hátt, hef ég grun um að þér hafi ekki leiðst það. Í dag ætlum við fjölskyldan að labba á Esjuna til að reyna að komast nær þér á af- mælisdaginn. Ég veit að þú verður þarna með okkur. Vil ég þakka þér fyrir fallega og gleðilega samveru elsku mágur. Hulda B. Ingibergsdóttir. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Birgitta Inga, Karen Mjöll og Hanna María. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningar- greinar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.