Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Vormessa í Krýsuvíkurkirkju MESSAÐ verður í Krýsuvík- urkirkju sunnudaginn 28. maí. kl 14. Sr. Þórhallur Heimisson, prest- ur við Hafnarfjarðarkirkju prédik- ar og þjónar fyrir altari. Undirleik á harmonikku annast Stefán Ómar Jakobsson? Rútuferð í boði sókn- arnefndar Hafnarfjarðarkirkju verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Guðsþjónustur hafa verið í Krýsuvíkurkirkju tvisvar á ári síð- an Sveinn Björnsson listmálari var jarðsettur í kirkjugarði hennar 9. maí 1997. Sá siður hefur skapast að messað er að vori í maí mánuði og er þá altaristafla kirkjunnar hengd upp og að hausti í október þegar hún er tekin niður og færð til vetr- ardvalar í Hafnarfjarðarkirkju. Eft- ir guðþjónustuna verður boðið upp á messukaffi í Sveinshúsi en þar verður að þessu sinni opnuð ný sýn- ing á verkum Sveins Björnssonar sem nefnist: „Siglingin mín“. Á þessari sýningu er sýnd þróun æv- intýraskipsins í list Sveins. Núverandi timburkirkja var reist árið 1857. Þegar Sveinn Björnsson var jarðsettur í Krýsuvíkurkirkju- garði hafði síðast verið jarðsett þar árið 1917. Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929. Henni var síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhann- essonar fyrrverandi forseta bæj- arstjórnar í Hafnarfirði, en hann kostaði endurgerðina. End- urvígslan fór fram árið 1964. Ferð eldri borgara í Grensáskirkju MIÐVIKUDAGINN 31. maí lýkur starfi eldri borgara í Grensáskirkju á þessu vori með vorferð. Að þessu sinni verður ekið kring- um Hvalfjörð, komið við í Hall- grímskirkju í Saurbæ, skroppið í Vatnaskóg og kaffi drukkið á Hótel Glym. Lagt verður af stað frá Grensáskirkju kl. 13 og gert ráð fyrir að koma þangað aftur upp úr kl. 17. Ferðin kostar 2.000 kr. á mann og er kaffið innifalið. Þátttaka er öllum heimil, óháð aldri og búsetu, en væntanlegir þátttakendur þurfa að skrá sig í Grensáskirkju í síma 580 0800 eigi síðar en á þriðjudag fyrir hádegi. Kolaportsmessa KOLAPORTSMESSA verður 28. maí kl. 14 í „Kaffi Port“ innst í Kola- portinu. Frá kl. 13.30 syngur og spilar Þorvaldur Halldórsson ýmis þekkt lög bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Ragnheiður Sverr- isdóttir leiðir helgihaldið og sr. Bjarni Karlsson prédikar. Öllum er velkomið að koma með fyrirbæn- arefni. Í gegnum tíðina hefur skapast andrúmsloft tilbeiðslu í þessu óvenjulega Guðs húsi. Þó margt sé um að vera í Kolaportinu eru ávallt margir þátttakendur sem gjarnan fá sér kaffisopa, syngja, biðja og hlusta. Í lok stundarinnar er gengið um með olíu og krossmark teiknað í lófa þeirra sem vilja. Um leið eru flutt blessunarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig“. Allir velkomnir. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAG 28. maí nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Jónína Kristinsdóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Fimmta árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 28th of May, at 2 pm. Holy Comm- union. The Seventh Sunday of East- er. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Org- anist: Hörður Áskelsson. Leading singer: Jónína Kristinsdóttir. Ref- reshments after the Service. Færeyskur kór við messu í Langholtskirkju KIRKJUKÓR frá Toftum í Fær- eyjum er á ferð um Ísland þessa dagana. Kórinn syngur við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 28. maí kl. 11. Fólk er hvatt til að mæta og hlusta á kórinn ásamt því að taka þátt í messunni eftir spennandi kosninganótt, en í messunni verður m.a. beðið fyrir því fólki sem valið hefur verið til að leiða sveit- arstjórnir landsins. Minningarmessa Alnæmissamtakanna í Fríkirkjunni í Reykjavík ÁRLEG minningarmessa vegna þeirra sem látist hafa af völdum al- næmis hér á landi verður kl. 14 á sunnudag. Kveikt verður á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst. Er messan sam- starfsverkefni Fríkirkjunnar í Reykjavík og Alnæmissamtakanna. Þess má geta að minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir hún á ensku Candlelight Memorial Day. Formaður Alnæmissamtakanna, Ingi Rafn Hauksson, flytur ávarp. Andrea Gylfadóttir söngdíva gleður eyru kirkjugesta við undirleik Carls Möller. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili Fríkirkjunnar að lokinni guðsþjónustunni. Buxtehude í Hjallakirkju Á SUNNUDAG kl. 11 er kant- ötuguðsþjónusta í Hjallakirkju í Kópavogi. Flutt verður verkið „Cantate Domino“ eða „Syngið Drottni nýjan söng“ eftir Dietrich Buxtehude fyrir tvo sóprana, bassa og orgel. Flytjendur eru Hulda Guð- rún Geirsdóttir, sópran, Kristín R. Sigurðardóttir, sópran og Benedikt Ingólfsson, bassi, ásamt organista kirkjunnar. Einnig flytja félagar úr Kór Hjallakirkju hvítasunnu- og sumarsálma. Prestur er séra Sigfús Kristjánsson og organisti Jón Ólaf- ur Sigurðsson. Vorhátíð í Garðaprestakalli ÞAÐ verður mikið um dýrðir í Vídalínskirkju á sunnudag kl. 11. Þá er vorhátíð Garðaprestakalls sem hefst með tónlistarguðsþjón- ustu í kirkjunni, þar sem söngfólk úr kórum Garðabæjar syngur. Þá mun Imma tröllastelpa hugleiða guðspjall dagsins með sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Strax að lokinni guðsþjónustunni verður boðið upp á grillaðar pylsur að hætti Lionsklúbbs Garðabæjar. Þar á eftir býður hið eina sanna bakarí Garðabæjar, „Kökubank- inn“, Iðnbúð 2, upp á súkkulaðiköku sem engan svíkur. Þá munu tvær valkyrjur, Steinunn Guðbjörns- dóttir og Sigríður Lárusdóttir, leika undir söng á harmonikkur. Síðan mun Henný Kristjánsson kenna við- stöddum línudans. Vorhátíðinni lýk- ur kl. 13. Jóhann Baldvinsson org- anisti mun leiða samveruna að öðru leyti ásamt prestunum Jónu Hrönn Bolladóttur, Friðrik J. Hjartar, Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna og Immu tröllastelpu ásamt fjöl- skyldunefnd Garðasóknar. Fjölskyldur í Garðabæ og á Álfta- nesinu eru hvattar til þátttöku. Sjá www.gardasokn.is. Allir velkomnir Ragnheiður Gröndal syngur í hjóna- og sambúðarmessu MIKILVÆGUSTU undirstöðurnar í sambúð og hjónabandi eru ástin, trúfestin og virðingin. Allar þessar þrjár stoðir þarf rækta. Það er mik- ilvægt að kirkjan komi með tilboð um þjónustu sem hjálpar hjóna- og sambúðarfólki að rækta þessar und- irstöður. Þess vegna er boðið til hjóna- og sambúðarmessu í Garða- kirkju, sunnudaginn 28. maí kl. 20. Þetta er fjórða svona kvöldmessan á árinu 2006, en þetta nýja helgihald er samstarfsverkefni Bessastaða- og Garðasóknar. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir altari, en hjónin Þorsteinn Þorsteinsson skólastjóri FG og Sigríður Hulda Jónsdóttir uppeldisfræðingur eru ræðumenn kvöldsins. Tónlistin er í höndum Ómars Guðjónssonar gítarleikara en Ragnheiður Gröndal syngur. Það er mikilvægt að gefa sér tíma til að rækta ástina. Sjá www.gardasokn- .is. Allir velkomnir, óháð aldri og kynhneigð. Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju STÚLKNAKÓR Akureyrarkirkju heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 15. Kórinn er að ljúka undirbúningi fyrir tón- leikaferð til Austurríkis og Slóven- íu, sem farin verður í júní. Tónleik- arnir í Akureyrarkirkju eru haldnir til að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum, félögum, fyr- irtækjum og sjóðum sem styrkt hafa kórinn til ferðarinnar. Efnisskráin er afar fjölbreytt og munu kór- félagar einnig syngja einsöng. Á tónleikunum geta gestir keypt happdrættismiða og verður dregið úr keyptum miðum. Vinningur er flugferð fyrir tvo til Evrópu. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Krýsuvíkurkirkja. UMRÆÐAN MÖRGUM hefur þótt kosningabaráttan í Reykjavík vera með rólegasta móti. Þetta gæti þó breyst núna á lokasprettinum en ungliðar Samfylking- arinnar hafa hafið umfangsmikla auglýsingaherferð þar sem vitnað er orð- rétt í stefnuyfirlýsingu ungra sjálfstæðismanna. Meðal þess sem kemur fram í stefnuskjölum ungra sjálfstæðismanna frá sambandsþingi SUS í október síðastliðnum er að þeir telji opinbera styrki til menningar- og menntamála ekki eiga rétt á sér og vilji af- nema þá með öllu. Þeir segja opinbera leikskóla jafnframt vera tímaskekkju og vilja selja Orkuveitu Reykjavíkur til einkaaðila. Ungt samfylkingarfólk er á öndverðum meiði og við teljum að þorri Reykvíkinga sé það líka. Auglýsum vonda stefnu andstæðinganna Ástæðan fyrir því að við grípum til þess ráðs að auglýsa stefnuályktanir SUS er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur kosið að fara með stefnu sína í felur nú rétt fyrir kosningar og teljum við að þeim hafi með því tekist að villa um fyrir kjósendum. Þeir hafa tekið upp nokkrar vinsælar félagshyggjuhugmyndir sem þeir auglýsa grimmt í stað eigin hugmyndafræði auk mjög almennra yfirlýsinga um að vilja búa rosalega vel að öllum í Reykjavík, ungum sem öldnum. Þeir sleppa því hins vegar að taka fram að hugsjón þeirra sé og hafi verið stórfelldur niðurskurður í op- inberum framlögum til leikskóla, grunnskóla, menningar og annarrar samneyslu. Úlfur í sauðargæru Við teljum brýnt að benda fólki á að flokkurinn er úlfur í sauðargæru þeg- ar kemur að lykilmálefnum borgarinnar. Við óttumst að eftir kosningar muni grunngildi ungra sjálfstæðismanna um einkavæðingu bæði grunn- skóla og leikskóla borgarinnar koma upp á yfirborðið á ný, ásamt því sem blómlegu menningarlífi Reykjavíkur verði fórnað á altari frjálshyggjunnar með verulega skertum framlögum til listastarfsemi og menningaratburða. Þetta eiga kjósendur skilið að vita og það verður spennandi að sjá hverju ungir sjálfstæðismenn svara okkur. Þeir munu eiga erfitt með að hlaupast undan þessum stefnumálum sínum. Helga Kristín Auðunsdóttir og Bolli Thoroddsen eru 1. og 2. varaforseti SUS og eru bæði mjög ofarlega á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni. Gísli Marteinn Baldursson, sem vermir þriðja sæti listans, er jafnframt einn helsti vonarpeningur ungra sjálfstæðismanna. Gísli Marteinn, ötull talsmaður nýfrjálshyggju, hefur á opnum fundi m.a. lýst yfir stuðningi við stefnu George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Borgarbúar vilja félagslegar áherslur Stefna Ungra jafnaðarmanna er skýr. Við teljum að gera eigi leikskóla í Reykjavík gjaldfrjálsa með öllu, styrkja eigi opinberan grunnskóla, auka beri styrki til menningarmála frekar en að minnka þá og að kranavatnið eigi að vera áfram í eigu borgarbúa. Þessi stefnumál eru að okkar mati drjúgum meirihluta Reykvíkinga að skapi en aftur á móti er mikill minni- hluti sammála nýfrjálshyggjustefnu ungra sjálfstæðismanna. Stefna ungra sjálf- stæðismanna er hættuleg fyrir Reykjavík Eftir Andrés Jónsson Höfundur er í 18. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. NÚ ER komið að því að Hafnfirðingar ráði í lausar stöður við stjórnun Hafnarfjarðarbæjar. Það á ekki að ráða eina manneskju, það á að ráða hóp fólks – flokk – til að fara með stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Hver einstaklingur innan hópsins skiptir máli og því nauð- synlegt að hafa í huga hið gamalkunna: aldur, menntun og fyrri störf. Þessi atriði skipta okkur máli svo útkoman verði hópur með víðtækan grunn til að takast á við alla málaflokkana. Skýrir kostir Fjórir flokkar sækjast eftir stöðunum en aðallega er tek- ist á um tvo af þeim. Það er alveg ljóst að það er ekki á færi eins manns að annast þetta verkefni. Við þurfum að hafa í huga að hópurinn þarf að skipta með sér verkum í eftirfarandi málaflokkum: fjármálum og stjórnsýslu, atvinnumálum, skólamálum, íþrótta- og tómstundastarfi, félags- og heilbrigðismálum, málefnum aldraðra, skipulags- og byggingarmálum, ferða-, menningar- og umhverfismálum. Öflugur hópur Ágæti kjósandi, mig langar að vekja athygli þína á því að á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er fólk á öllum aldri, fjölskyldufólk með margvíslega menntun og reynslu, konur og karlar. Frambjóðend- urnir hafa sinnt störfum í fjármálum, heilbrigðis- og öldrunarmálum, æskulýðs- og tómstundamálum, skólamálum, atvinnu- og bygging- armálum, menningar- og ferðamálum. Breiður hópur með mikla reynslu, þ.á m. stjórnunarreynslu í ofantöldum störfum hér heima og erlendis. Valið er auðvelt Sveitarstjórnarkosningar snúast um að velja þann flokk, hóp fólks, sem þú treystir best til að fara með stjórn bæjarins. Þetta er ekki vinsælda- kosning. Það skiptir máli hverjir skipa listann því vinnan er unnin af hópnum í heild. Fólkið sem raðar sér í sætin fyrir aftan oddvitann og stendur við bakið á honum verður hans nánasta samstarfsfólk við að stýra bænum. Sá hópur mun móta stefnuna í ofantöldum málaflokkum og gera sitt ítrasta í þjónustu við þig. Sjálfstæðisflokkurinn er til þjónustu reiðubúinn. Traustur hópur sjálfstæðismanna Eftir Halldóru Björk Jónsdóttur Höfundur skipar ellefta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.